Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLA^IÐ Laugardagur 12. júní 1965 Athugasemdir vegna blaðaskrifa stjórnar og ráðunauta Búnaðar- félags íslands f GREIN þessari er rætt um stefnu og leiðir í sauðf járkyn- bótum, óskir um tilraunir og rannsóknir, neitun um til- raunaaðstöðu og talnagögn til úrvinnslu, varhugaverð sjón- armið ráðunauta Búnaðarfé- lags íslands og nauðsynlegt samstarf á vísindalegum grundvelli. í tilefni af grein „vig", „Sann- leikurinn og ekkert nema sann- leikurinn", í Mbl., 25. maí sl. og ritstjórnargrein í sama blaði 29. maí undir heitinu: „Vísindin og atvinnuvegirnir", hafa 11 ráðu- nautar Búnaðarfélags íslands sent frá sér athugasemdir, sem birtust í Mbl. hinn 10. þ.m. Sama dag birtist einnig grein frá stjórn B.í. í sama blaði og af sama til- efni. Þar eð mín er getið í þremur þessara greina og sumpart svo, að mjög er fjarri lagi, að rétt sé farið með, get ég ekki iátið hjá líða að gera grein fyrir málun- um, eins og þau horfa við frá mínum bæjardyrum. Geri ég það í trausti þess, að stjórn Búnaðarfélagsins hafi mælt af alhug, þar sem hún seg- ir um starfsemi félagsins í grein sinni: „Þar eru öll mál rökstudd fyr- ir opnum tjöldum." í grein ráðunautanna er kom- izt svo að orði í sambandi við umsögn um niðurstöður úr til- raun með háfætta hrúta: „Einkar óheppilega vill tfl, þegar reynt er á þennan grófa hátt að afsanna kenningar dr. Halldórs Pálssonar um vaxtar- lífeðlisfræði sauðfjár, en hann hlaut einmitt doktorsviðurkenn- ingu fyrir rannsóknir sínar á því sviði.“ Þessi ummæli eru villandi á tvennan hátt. í fyrsta lagi bendir setningin til þess, að efnt sé til tilrauna í þeim tilgangi að sanna eða af- sanna ákveðinn hlut. Þetta er röng túlkun á hlutverki vísinda- legra tilrauna. Þær eru miðaðar við að fá sem hlutlausastan og beztan samanburð á því, sem saman er borið. Það eru tölurnar, sem eiga að segja, hvað satt er, en ekki til- finningasemi tilraunamannsins. Við lestur ofannefndrar setn- ingar gæti mönnum í öðru lagi skilizt, að mér væri einhver akkur í að reyna að gera lítið úr doktorsritgerð dr. Halldórs Pálssonar. Því fer vitanlega víðs fjarri. En ég get ekki látið hjá liða að benda á, að heimsfrægð sína hefur dr. Halldór unnið sér á sviði vaxtarlifeðlisfræði, en ekki erfðafræði. Tilraunin með há- fættu hrútana var erfðatilraun og kemur vaxtarlifeðlisfræði ekkert við. Ég hef ekki 1 hyggju að elta uppi einstakar setningar í grein ráðunautanna til að svara hverri fyrir sig. En ég tel vera svo alvarlegar aðdróttanir í þessari grein, að ég eigi ekki á öðru völ en að skýra sem gleggst frá málavöxtunum, og mun ég reyna að gera það eins hlutlaust og mér er unnt. — ★ — Núverandi. stefna í kynbótum sauðfjár hér á landi, þ.e. að hvaða marki skuli stefnt, er mörk uð af dr. Halldóri Pálssyni, bún- aðarmálastjóra, fyrrverandi sauð fjárræktarráðunaut Búnaðarfé- lags íslands. Hann hefur líka mótað þær aðferðir, sem nú eru notaðar til að ná því marki, sem stefnt hefur verið að. Kynbætur fjárins á valdatíma- bili hans undanfarinn aldarfjórð- ung hafa stefnt í þá átt að féð verði lágvaxnara og þéttbyggð- ara en áður, og er þá haft til fyr- irmyndar, hverjar kröfur brezki kjötmarkaðurinn gerði um lögun á dilkaskrokknum fyrir 30 árum síðan. Jafnframt hefur verið að því stefnt meðfram að rækta upp frjósemi, mjólkurlagni og ullar- gæði samtímis þéttu byggingar- lagi. Aðferðirnar við að ná árangri í kynbótum sauðfjár hafa verið miðaðar við þá kenningu dr. Hammonds, læriföður dr. Hall- dórs, að við hámarksfóðrun sýni skepnan yfir hvaða eðli hún byggi og því væri vandinn við kynbæturnar ekki annar en sá að fóðra féð vel og fara vel með það á allan hátt og velja svo úr til kynbóta þær kindurnar, sem hefðu beztu bygginguna við góða aðbúð. Yið ákvörðun á stefnunni lágu ekki fyrir neinar visindalegar niðurstöður um það, hvort eðli fjárins gæti breytzt til hins verra að einhverju leyti við það að ræktaður væri upp stofn með mjög þéttu byggingarlagi. Við ákvörðun á aðferðunum, lá ekki fyrir nema lítið brot af þeirri þekkingu á sviði búfjár- kynbóta, sem nú er fyrir hendi, en síðari tíma rannsóknir erlend- is hafa sýnt, að kenningar dr. Hammonds á þessu sviði eru hæpnar. — ★ — Ég hef lagt á það áherzlu að fá tækifæri til að rannsaka á vísindalegan hátt, hver breyting yrði á afurðasemi fjárins við það að byggingarlagið á því væri bætt með úrvali. Ég hef lagt á það áherzlu, að teknar yrðu í notkun til reynslu á tilraunabúi Búnaðardeildar á Hesti í Borgarfirði nýjar aðferð- ir við kynbætur fjárins, byggð- ar á erfðafræði, þannig að úr því fengist skorið með hlutlaus- um rannsóknum, hverjum árangri mætti ná með fullkomn- um aðferðum við kynbæturnar. Ég hef einnig lagt á það ríka áherzlu að fá að rannsaka á gögnum sauðfjárræktarfélag- anna, hverjar kynbótaframfarirn ar hafi orðið síðastliðinn aldar- fjórðung, því að slík rannsókn gæti gefið veigamiklar bending- ar um það, hvernig kynbæturn- ar eru á vegi staddar. — ★ — Dr. Halldór Pálsson var deild- arstjóri Búnaðardeildar til árs- loka 1962 og jafnframt yfirmað- ur Hestsbúsins. Hann mun hafa talið óskir minar Um bættar að- ferðir við kynbætur persónulega gagnrýni á sig og léði ekki máls á því, að slíkar tilraunir yrðu gerðar á Hestsbúinu. Hins vegar fékk ég tækifæri til að gera tilraun með að velja til undanhalds hrúta, sem voru gis- byggðir og háfættir og undan þeim voru settar á gimbrar til reynslu, og ég hefði áður fengið aðstöðu til að gera margháttaðar mælingar á afkvæmahópum und- an einstökum hrútum, en hafði ekki aðstöðu til að ráða neinu um það, hvaða hrútar voru valdir til afkvæmarannsókna hverju sinni. 1 ársbyrjun 1963 tók dr. Hall- dór við embætti búnaðarmála- stjóra, og þá fór hann þess á leit að hann fengi áfram yfirumsjón með allri tilraunastarfsemi Bún - aðardeildar á Hestsbúinu. Ég beitti mér gegn 'því, að svo yrði, þar eð ég taldi mig ekki fá þá aðstöðu til rannsóknarstarfa við Hestsbúið, sera nauðsyn krefði. ef dr. Halldór hefði yfirstjórn þess á hendi. Svo fór þó að lokum, að dr. Halldór fékk yfirumsjón með Hestsbúinu, og mér skildist sam- tímis, að ég ætti að fá bætta að- stöðu til kynbótatilrauna þar frá því sem verið hafði. Eftir því sem á leið árið 1963, kom þó betur og betur í ljós, að sú von mundi bregðast. Dr. Halldór gekk t.d. alveg frá því um haustið, hvaða hrútar skyldu settir á að undanskildum 4 háfættum hrútum, sem ég valdi. Hann ráðstafaði öllum ám und- ir hrúta án samráðs við mig, en skýrði mér frá því í síma, að hann hefði tekið frá ákveðinn ærhóp, sem ætti að raða undir hrúta í afkvæmarannsókn, og þann starfa ætlaði hann mér. Þá taldi ég útilokað, að störf mín á Hestsbúinu gætu borið svo Stefán Aðalsteinsson mikinn árangur, að svaraði til erfiðisins og tilkynnti dr. Hall- dóri og síðar deildarstjóra, Pétri Gunnarssyni, að ég teldi mér ekki fært að vinna að gagna- söfnun á Hestsbúinu, ef ekki yrði breyting á og aðstaða mín bætt. Að vísu hafði ég haft allgóða von um, að með því að koma á vélabókhaldi yfir Hestsféð myndi verða hægt fyrir mig að fylgjast með fjárstofninum þar án mik- illar vinnu, en dr. Halldór taldi sig ekki geta gengizt undir þær kvaðir, sem vélabókhaldinu fylg- ir. Rétt er að geta þess, að sams konar vélabókhald er nú fram- kvæmt fyrir allt féð á Hvann- eyri, Reykhólum, Hólum og Skriðuklaustri undir minni um- sjá og eftir sama kerfi og þá hafði verið sett upp. Nær það bókhald nú til um 2000 vetrar- fóðraðs fjár. — ★ — Síðan þetta var, hef ég ekki fengið neina aðstöðu til að fram- kvæma rannsóknir á Hestsbúinu, og ég hef heldur ekki fengið í hendur tölur, sem ég hef óskað eftir þaðan. Er þar í fyrsta lagi um að ræða almennar tölur yfir allt féð á Hesti, sem ég hugðist leggja til grundvallar við fræði- legt uppgjör erlendis á niður- stöðum afkvæmarannsókna á hrútum. í öðru lagi hef ég óskað eftir að fá í hendur tölur frá haustinu 1964 yfir tilraunina með háfættu hrútana, en þær tölur hef ég heldur ekki fengið, enda þótt þar væri um mína eigin til- raun að ræða. Tilraunin með háfættu hrútana hófst haustið 1960, þegar fyrstu hrútarnir voru settir á, og dæt- ur þessara hrúta komu af fjalli með fyrstu lömb sín haustið 1963. Þá um haustið voru lömbin undan dætrum háfættu hrútanna svo miklu vænni en lömb und- an dætrum vel gerðra hrúta, að lítil líkindi voru til, að sá mun- ur gæti stafað af tilviljun. Ég skrifaði smágrein um þessa niðurstöðu í Búnaðarblaðið, 12. tbl. 1963, þar sem ég birti bráða- birgðauppgjör á þessari tilraun. f þeirri grein reyndi ég að skýra sem hlutlausast frá niðurstöðun- um og forðaðist að draga of mikl- ar ályktanir, eins og eftirfarandi tilvitnanir bera með sér. „Þessi tilraun gefur ekki til- efni til að draga neinar ályktan- ir varðandi væntanlegan ágóða af því að nota háfætta hrúta til að ala undan ær. En niðurstaðan gefur óneitanlega tilefni til að varpa fram ákveðnum spurning- um í sambandi við fjárræktar- stefnuna í landinu." „Niðurstöður tilraunarinnar benda eindregið til þess, að af- urðasemi ánna geti farið minnk- andi með batnandi byggingu ær- feðranna." Vegna þessarar smágreinar hafa verið skrifaðar þrjár óhróð- ursgreinar um mig í „Frey“, mál- gagn Búnaðarfélags íslands, og virðist réttnefni að kalla slík skrif „aðgerðir gegn mér“, enda þótt stjórn Búnaðarfélags íslands vilji ekki kannast við það í grein sinni í Mbl. í gær, að slíkt sé sér viðkomandi. Tvær þessara greina eru eftir bústjóra tilraunabúsins á Hesti, undirmann dr. Halldórs Pálsson- ar, og sú þriðja eftir sauðfjár- ræktarnaut Búnaðarfélagsins, Árna G. Pétursson. Felugreinin svokallaða, sem var prentuð óvart í Búnaðarblaðinu og síðar yfirprentuð, var þess eðl- is, að ég gat búizt við enn meiri óhróðursskrifum af háifu Búnað- arfélagsins en komið var, ef hún birtist og því afréð ég að láta prenta yfir hana, enda þótt svo slysalega tækist til sem raun ber vitni, að hægt reyndist að- lesa hana í gegnum yfirprentunina. Ummæli ráðunautanna í Mbl. í gær benda eindregið til þess, að ekki hafi verið fjarri til get- ið um það, hver viðbrögðin við felugreininni hefðu orðið, ef hún hefði birzt í Búnaðarblaðinu. — ★ — Ég komst yfir gögn tveggja elztu sauðfjárræktarfélaganna í landinu með því móti, að ég að- stoðaði Svein Hallgrímsson, lis- ensístúdent við að setja upp kerfi til að koma tölum sauðfjárrækt- arfélaganna inn á vélkort til úr- vinnslu í rafeindaheila erlendis. Áður en Sveinn fór með vélkort- in úr landi var tekin kópía af þeim, sem ég hafði undir hönd- um. Þegar Ottó A. Michelsen gekkst fyrir fyrsta rafeindaheilanám- skeiðinu hér á landi haustið 1963, samdist svo um, fyrir sérstakan velvilja hans, að ég fengi að vinna úr þessum gögnum í raf- eindaheilanum. Þegar þeirri vinnu var alllangt komið, til- kynnti deildarstjóri Búnaðar- deildar mér, að Búnaðarfélagið teldi mig ekki hafa leyfi til að vinna úr þessum gögnum. Gekk ég þá á fund búnaðarmálastjóra og fór þess á leit að fá slíkt leyfi, en fékk það ekki, og hætti ég þá við úrvinnslu gagnanna að sinnL Þegar grein Árna G. Péturs- sonar, sem áður er nefnd, birtist í „Frey“, taldi ég mig eiga svo hendur mínar að verja, að ég tók mér það bessaleyfi að Ijúka úr- vinnslunni án þess að fyrir lægi leyfi Búnaðarfélagsins. Reiknaði ég bæði út, hver kynbótaframför hefði orðið í þessum félögum yf- ir 20 ára tímabil í hæfni ánna til að eiga þung lömb, og einn- ig reiknaði ég út fyrir annað fé- lagið, hversu mikið einstakir hrútar hefðu bætt stofninn eða skemmt hann með tilliti til hæfni ánna til að gefa þung lömb. Niðurstaðan af útreikningun- um var, í fyrsta lagi sú, að hæfni ánna til að eiga þung lömb hafði sáralítið batnað á þessu tímabili fyrir tilverknað kynbóta. Einnig kom í ljós, að þeir tveir hrútarnir, sem mest höfðu skemmt ærstofninn á öllu tíma- bilinu, höfðu báðir fengið I. heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi. Alls höfðu þrír hrútar í þessu félagi fengið I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, og þess er skylt að geta, að sá þriðji bætti ær- stofninn með dætrum sínum. Dætur bezta hrútsins í Stranda sýslu eru á skýrslu á tilraunastöð inni á Reykhólum, og þar kem- ur i ljós, að hann hefur spillt stofninum að því er varðar hæfnl ánna til að eiga væn lömb. Það væri margt hægt að tína til fleira, sem bendir til, að stefn- an, sem nú er fylgt í kynbótum sauðfjár í landinu geti verið var- hugaverð, en þetta verður látið nægja. Ég hef tekið saman greinargerð um nauðsyn þess að erfðasam- hengið milli byggingarlags fjár- ins og afurðaseminnar verði rannsakað sem ýtarlegast, og þar er skýrt frá því helzta, sem vit- að er um vandamálið. Sú grein- argerð var send B.í. til athugunar með bréfi dags. 14. des. 1964, svo að B. í. er kunnugt um, að ég byggi óskir mínar um auknar tilraunir á fleiru en tilrauninni með háfættu hrútana. Ég hef unnið að því undan- farið að koma upp kerfi, þar sem hægt verði að meta einstak- ar kindur eftir því, hve verð- mætar þær eru til kynbóta. Ég lauk við að koma þessu kerfi upp í marz í vetur og ósk- aði eftir því við B. í. að fá tæki- færi til að flytja framsöguerindi um þetta kerfi og kynbætur sauð fjár almennt á námskeiði, sera B.f. efndi til fyrir alla héraðs- ráðunauta landsins dagana 15.—• 20. marz 1965. Mér var neitað um leyfi til að flytja framsöguerindi um málið á námskeiðinu. — ★ — Það er rétt að hafa ofanritað í huga, þegar ummæli ráðunauta B. í. um mig í Mbl. í gær eru skoð uð ofan í kjölinn, en þau hljóða þannig: „Það kemur mönnum undar- lega fyrir' sjónir, þegar „vig“ I grein sinni nefnir ákveðinn til- raunamann hjá landbúnaðar- deild, Stefán Aðalsteinsson, sem sé „kannski sá menntaðasti og færastL sem miðstöð íslenzkra búvísinda hefir á að skipa“, og ætlazt til þess, að tilgáta hans um hugsanlega túlkun á niður- stöðum ákveðinnar tilraunar, sé tekin gild sem sönnun þess, að sú stefna sem fylgt hefur verið í ræktun sauðfjár með tilliti til vaxtarlags, sé röng, henni beri þegar að breyta. Slíkar forsendur eru alltof veikar, og fáir tilrauna menn mundu æskja þess, að þannig niðurstöður yrðu túlkað- ar eins og blaðamaðurinn gerir. Á þær yrði aldrei litið sem heilagan sannleika, jafnvel þótt þær kæmu frá þeim tilrauna- mönnum, sem í starfi sínu hafa sýnt jákvæð viðhorf og unnið sér æðri háskólagráður fyrir störf sín. Þaðan væri þeirra líka sízt að vænta sem og þess að vilja láta flokka sig sem menntaðastan og færastan meðal starfsbræðra sinna. Það er því vafasamt, að nokkr- um tilraunamanni sé greiði gerð- ur með slíkum skrifum, sem blaðamaðurinn hefur látið frá sér fara, hversu mikil sem löngunin til að láta bera á sér og þörfin fyrir viðurkenningu kann að vera.“ (Leurbreyting mín. S. A.) Það er alvarlegt, þegar allir ráðunautar B. í. að einum und- anskildum skrifa undir: að það sé löngunin til að láta bera á sér og þörfin fyrir við- urkenningu, sem réði gerðum tilraunamannsins, að tilraunaniðurstöður þurfi að vera af ákveðinni gerð (ekki „þannig niðurstöður") til þess að á þær verið litið sem heilagan sannleika, að tilraunamaðurinn þurfi að hafa sýnt jákvæð viðhorf og unnið sér æðri háskóla- gráður til þess, að gild sé tek- in ákveðin tilraunaniðurstaða, sem hann hefur fengið. (Það er rétt að skjóta hér inn til skýringar, að ef ég hefði á sín- um tíma sýnt „jákvæð við- horf“ og viljað verða Fram- sóknarmaður árið 1956, þá hefði B. í. stutt mig af alhug í því að fá styrk til framhalds- náms, og þá væri ég líklega búinn að taka „æðri háskóla gráðu“, þ.e .doktorsgráðu sem námsgráðu í Bretlandi). Eiga menn að trúa því, að ráðunautar B.í. skrifi óhikað und Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.