Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAOIO Laugardagur 3. júlí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00- á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 5.00 eintakið. MÁLALOKUM ALMENNT FAGNAD Hér við Pasvik-á hafa Rússar opnað glufu í jámtjaldið. Ofarlega á myndinni sést raforku- verið, sem Norðmenn byggðu fyrir Rússa. Skandinavíubúar komast til Rússlands án vegabréfsáritunar ¥Tin farsæla lausn síldardeil- unnar hefur vakið fögnuð allra landsmanna og síldveiði- flotinn er farinn til veiða á ný. Honum fylgja góðar óskir um gott tíðarfar og mikinn afla á yfirstandandi vertíð. Síldardeilan var vissulega í upphafi mjög alvarlegs eðlis og um skeið var tvísýnt hvort takast mundi að leiða hana til lykta, áður en meiri háttar tjón var orðið. Það hefur nú tekizt og eiga allir þeir aðil- ar, sém að þeirri lausn hafa unnið, og þá ekki sízt ríkis- stjórnin, skilið þakkir al- þjóðar fyrir þessi happasælu málalok. í sambandi við lausn deil- unnar er það ánægjulegt, að ljóst var, að allir aðilar henn- ar gerðu sér glögga grein fyr- ir nauðsyn þess, að þannig yrði að málinu unnið að traust manna á lög og rétt í landinu yrði ekki rýrt. Þess vegna kom ekki til greina, að breyting yrði gerð á löglega uppkveðnum úrskurði yfir- nefndar verðlagsráðs um 235 kr. síldarverð á mál. Hins veg ar hefur ríkisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir því, að síld- arverksmiðjurnar greiði sum- arverðið fimm dögum lengur en yfirnefnd hafði gert ráð fyrir, og er sú fyrirætlun rík- isstjórnarinnar eðlileg í ljósi þess, að lögákveðið er, að sum arverð á síld skuli ákveðið frá 10. júní til 30. sept. Bráðabirgðalögin um verð- jöfnunar- og flutningasjóð voru fyrst og fremst sett í þeim tilgangi að greiða fyrir verðákvörðun á síldinni. Þau voru einungis heimildarlög og við setningu þeirra var alls ekki Ijóst, hvort nauðsynlegt væri að til þeirra heimilda yrði gripið. Nú hafa málin skipazt þannig, að samkomu- lag hefur tekizt í verðlagsráði sjávarútvegsins um allt síld- arverð í sumar og var verð á saltsíld ákveðið það hátt, að ekki er talið þörf á að grípa til þeirra uppbóta og tilfærslu sem bráðabirgðalögin heim- iluðu. Bráðabirgðalögin hafa þann ig tvímælalaust náð tilgangi sínum, sérstaklega í því að tryggja nægilega mikinn mun bræðslusíldárverðs og salt- síldarverðs, svo að öruggt er, að sú mikla vinna, sem jafn- an er við söltun síldar, fell- ur ekki niður og afkomu- möguleikar fólks á Norður- og Austurlandi verða tryggðir. Alvarleg deila hefur verið leyst svo sem bezt verður á kosið. Hún sýnir okkur, að leggja verður áherzlu á, að verðlagsráð sjávarútvegsins taki í framtíðinni ákvörðun um síldarverðið, áður en veið ar hefjast, eins og lög gera ráð fyrir. Af henni má margt læra og ýmsan lærdóm draga, en hin skjóta lausn hennar sýnir svo ekki verður um villzt, að á slíkum deilumálum er nú grip ið af meiri heilindum og á- byrgðartilfinningu en oft áð- ur. Vonandi verður þessi happasæla lausn síldardeil- unnar til þess að flýta því, að lokið verði þeim kjara- samningum hér sunnanlands, sem enn er eftir að ganga frá, svo að vinnufriður verði tryggður um landið allt og fólkið og forsvarsmenn þess geti einbeitt kröftum sínum að vaxandi uppbyggingu ís- lenzks atvinnulífs og bættum kjörum þjóðinni til handa. VIGTUN BRÆÐSLUSÍLDAR Tj’itt atriði í yfirlýsingu rík- ^ isstjórnarinnar við lausn síldveiðideilunnar hefur vak- ið sérstaka ánægju bæði sjó- manna og útvegsmanna, en það er fyrirheit ríkisstjórn- arinnar um, að hún muni beita sér fyrir því, að öll bræðslusíld, sem lögð verður inn til síldarverksmiðjanna á Norður- og Austurlandi verði vigtuð frá upphafi sumarsíld- veiða 1966. Vigtun bræðslusíldar hefur verið baráttumál útvegs- manna um árabil, en síldar- verksmiðjurnar hafa ekki orð ið við óskum um það. Af þeim sökum var flutt tillaga til þingsályktunar á síðasta Al- þingi um, að skipuð yrði nefnd til þess að kanna þgtta mál og að því stefnt, að vigt- un bræðslusíidar yrði tekin upp á vertið 1966. Flútnings- menn þessarar tillögu voru fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Matthías Bjarnason, Sverrir Júlíusson, Pétur Sigurðsson og Guðlaug- ur Gíslason. Eini þingmaður- inn, sem heldur hreyfði and- mælum við þessari tillögu var Lúðvík Jósefsson, formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins. Útvegsmenn og sjómenn hafa nú fengið fyrirheit um, að þessu baráttumáli þeirra verði komið í frámkvæmd næsta sumar og er ljóst af um mælum fulltrúa þeirra við lausn síldveiðideilunnar, að Fyrir skömmu undirrit- uðu Rússar og Norðmenn samning um, að allir Skandinaviubúar geti heimsótt sovézka landa- mærabæinn Boris Gleb án þess að hafa vegabréfsárit un, en gestirnir mega ekki dveljast þar lengur en 24 klukkustundir. Þegar landamærin voru opnuð eftir síðustu helgi, þyrptust húsmseður frá norska landamærabænum Kirkenes í N.-Noregi til Bor- is Gleb, m.a. til að kaupa toll frjálsan kavaír og vodka. Á opnunardaginn settu Rússar upp skilti á landamærunum, og voru ferðamenn boðnir velkomnir á rússnesku, norsku og ensku. Þennan dag notuðu um 100 manns tæki- færið og skruppu til Sovét- ríkjanna. Talið er líklegt, að Rússar veiti einnig öðrum ferða- mönnum en Skandinövum leyfi til að heimsækja Roris þeir telja hér um mikinn á- vinning að ræða fyrir útgerð- ina. UNDIRSKRIFT HANDRITA- SAMNINGSINS T íyrrad. undirritaði Gunnar * Thoroddsen, sendiherra íslands í Danmörku, samning um afhendingu handritanna. Undirskrift samningsins tákn ar að vísu ekki, að handritin komi heim innan tíðar. Fyrir dyrum standa í Danmörku málaferli út af þeim og mun afhendingin ekki fara fram, fyrr en þeim er lokið. En þótt svo sé er ljóst, að handrita- málið er komið á lokastig. Við undirskrift samnings- ins hélt Gunnar Thoroddsen ræðu, þar sem hann sagði m.a.: „Handritin éru okkur ís- lendingum dýrmæt Þau eru Gleb í náinni framtíð. Einn- ig hefur heyrzt, að Rússar ætli að gera samskonar sam- komulag við Tyrki um heim- sóknir til einhvers bæjar á landamærum ríkjanna. Ferðamenn, sem ætla að heimsækja Boris Gleb, verða Rússar opna járntjaldið við Kirkcnes í N.-Noregi. að fara um norska bæinn Kirkenes. Til þessa hafa í- búar Kirkenes orðið að láta séi nægja að horfa yfir til Boris Gleb, en vel sést á milli bæjanna. Þegar Rúss- arnir opnuðu landamærin, í okkar augum óaðskiljanleg- ur hluti menningararfs okk- ar og þjóðernistilfinningar. Þó skiljum við, að þau eru dönsku þjóðinni einnig dýr- mæt. Við vitum hve mikla þýðingu þau hafa haft fyrir danskt menningarlíf á liðnum árum. Við vitum að gleðin yfir því að gefa er í hugum margra Dana blandin trega og sársauka. Þeim mun meir metum við þennan stórhug og einstæðan norrænan vinar- hug.“ Málaferlin vegna afhend- ingar handritanna munu sjálf sagt taka nokkurn tíma. Á meðan verðum við að vera þolinmóðir og einbeita kröft- um okkar að því, að búa sem bezt í haginn fyrir handritin og þá vísinda- og rannsóknar- starfsemi sem fram mun fara í sambandi við þau. Senn kemur að því að safn Árna Magnússonar snýr aft- um til ættjarðarinnar eftir langa utivist voru norsku húsmæðumar ekki lengi að grípa tækifær- ið og héldu af stað með inn- kaupatöskur sínar. Kirkenes er norðaustasti bær í Noregi og liggur í botni Varangurs- fjarðar, 13 km frá járntjald- inu. Flestir íbúamir lifa á járniðnaði ,en skammt fyrir utan bæinn er stórt jámiðju- ver. Þótt landamærin milli Noregs og Sovétrikjanna séu ekki löng, liggja þau í mörg- um hlykkjum. Á kafla fylgja þau Pasvik-á, en á þeim bakka árinnar, sem tilheyrir Noregi liggur gömul rúss- nesk kapella. Rússar vildu ekki selppa kapellunni og því beygir landamæralínan fyrir hana. Myndast þar eins konar ferhyrningur með ána á eina hlið, og það er á þess- um ferhyrningi, sem Rússar hafa opnað járntjaldið. Skömmu áður en landa- mærin voru opnuð var vígt raforkuver, sem Norðmehn byggðu fyrir Rússa á staðn- um þar sem þeir eiga báða bakka Pasvik-árinnar. För taflmamia til ísaffarðar AKRANESI, 30. júní —,, 14 tafí- menn bæjarins fóru prýðisför tit ísafjarðar. Lagt var upp héðan kl. S föstudagsmorgun og ekið fcil Melgraseyrar. Þar var stigið um borð í Djúpbátinn í logni og sólskini og komið til höfuð- borgar Vestfjarða kl. • un» kvöldið. Fylgdu Ísfirðingar gest unum um bæinn og nágrennið og buðu öllum til kaffidrykkju í Mánakaffi. Á luagardaginn var teflt í skátaheimilinu á 14 borðum :>g sigruðu ísfirðingar með 8 vinn- ingum gegn 6. Bæjarstjórn, Isa- fjarðar bauð skákmönnunum til kvöldverðar, þar sem vel vac veitt, ræður fluttar og tekið lag- ið. Að kvöldverði loknum vac keppt I hraðskák á 13 borðum. Akurnesingar unnai þar 38 '4 vinning gegn 90ísfirðinga. Heim var haldið kl. t í sunnu- dagsnvorgun á Fagranesinu. Vac það hreinasta skemmtiferð inn ísafjarðardl)út>. t Vigur var öll- um boðUt tát kaffidcykkju hjá Bjarna Sigurðsayai- og konu Fraiwb. i bla. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.