Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. júlí 1065 MORGU NBLAÐIÐ 15 UM BÆKUR „Land og lýöveldi" BJARNI Benediktsson varð lög- fræðingur tuttugu og tveggja ára gamall. Tuttugu og fjögra ára varð hann prófessor í lögum við Háskóla íslands; hafði þá einnig að baki tveggja ára framhalds- nám í stjórnlagafræði. Slíkur náms- og embættisframi á svo ungum aldri mun vera fágætur hér á landi, ef hann er þá ekki algert einsdæmi. En atvikin höguðu því svo, að hinn ungi prófessor hvarf frá kennslu rösklega þrítugur og hefur síðan helgað sig stjórnmál- um, þannig að hið fyrra starf hans hefur nokkurn veginn horf- ið í skuggann hjá síðari um- svifum, og vill svo verða oft og tíðum. En því aðeins er að þessu vikið hér, að í hinu nýja ræðu- og ritgerðasafni hans, Landi og lýð- veldi, sannast ótvíræft, að þar fer mikill lögfræðingur og laga- maður með alhliða og víðtæka þekkingu í fræðigrein sinni ásamt frábærum hæfileikum til að gera grein fyrir persónulegum álykt- unum af þeirri þekkingu í skipu- legu, rituðu máli. Háskóli fslands hefur mikið misst, þegar Bjarni Benediktsson hvarf þaðan, ungur að aldri. En hann lagði fræði sín ekki á hilluna, þó hann hætti kennslu störfum og haslaði sér völl á öðr- um vettvangi. Þvert á móti hefur hann iðkað þau í sínu daglega starfi í þann aldarfjórðung, sem Síðan er liðinn. Miklir atburðir voru að ger- ast í íslenzku þjóðlífi, þegar Bjarni Benediktsson kom fram á vettvangi stjórnmálanna. Seinni heimsstyrjöldin var skollin á. Landið var hersetið. Rofið var hvers konar samband við Dan- mörku. íslendingar tóku í sínar hendur það vald, sem konungur hafði áður haft með höndum; sömuleiðis utanríkismál, sem Danir höfðu gegnt í umboði ís- lendinga. Lokaþáttur sjálfstæðis- málsins, lýðveldisstofnun, var að hefjast. Allt var þetta ærið við- fangsefni fyrir stjórnlagafræð- ing, enda var Bjarni Benedikts- son snemma kvaddur til ráðu- neytis um þau mál. Raunverulega stóðu íslending- •r á óværltum tímamótum, þar sem hinum langvinnu yfirráðum Dana var lokið, en framtíðin í al- gerri óvissu. Fyrstu ritgerðirnar í Landi og lýðveldi fjalla ein- mittr um þessi tímamót og eru þeirh mun girnilegri til fróðleiks nú, að þær eru skrifaðar á þeim tíma ðg út frá þeim sjónarmið- um, sem þá voru ríkjandi. Höfundur var þá fremstur í flokki þeiri-a, sem stefndu að al- gerum sambandsslitum við Dani. Ekki voru þó allir á því máli. Til vorú þeir menn, þar á með- •1 ábýrgir menn í áhrifastöð- um, sem töldu það óráð, eins og málum vár háttað, og beittú áhrif um sínum gegn því, að-. svo yrði •ð farið. Höfundur andmælti úr- tölumönnunum, eins og hann kallaði þá, og sagði meðal ánn- ars í því sambandi: „Úrtölumennirnir óttast sjálfs- traustið meira en trúna á forsjón annarra. Á þessum grundvelli hvíla rök þeirra. Hér er sá grund vallarmunur, að erfitt er að koma rökum við, því að hvorir um sig álykta frá ólíkum for- aendum." Þessi orð eru sem sagt ritúð «ð gefnu tilefni ve^na ágreinings um tiltekið mái. En gætu þau ekki verið einkunnarorð, eða að minnsta kosti einkennandi fyrir allt það tímabil, sem höfundur hefur unnið að stjórnmálum? Er sú ekki einmitt raunin enn þann dag í dag, að stjórnmálamenn álykta frá ólíkum forsendum? Er ekki einlægt verið að toga og teygja gömul hugtök í vil ein- hverri stefnu eða hugsjón, þang- að til enginn skilur annan? f ritinu má finna fleira, sem mælt er vegna ákveðins tilefnis, en stenzt þó jafnframt sem al- hæfing tímabilsins. Tökum sem dæmi nokkrar málsgreinar úr langri ritgerð, sem heitir Sjálf- stæði fslands og atburðirnir vorið 1940. Þar rekur höfundur málin, eins og þau horfðu við á þeim tíma. Um sjálfstæðisbaráttuna farast honum meðal annars orð á þessa leið: „Segja má, að þeirri baráttu hafi að mestu lokið 1918, því að samkvæmt sambandslögunum eiga íslendingar það að nær öllu undir sjálfum sér, hvort þeir taka öll mál í eigin hendur eða ekki eftir 1943. En hinum þætti bar- áttunnar var eigi lokið 1918. Hann var gegn vantrú íslendinga á því, að þeir væru þess megn- ugir að standa á eigin fótum.** Þessi orð eru rituð fyrir tutt- ugu og fimm árum og miðuð við aðstæður á þeim tíma. Enn í dag eru þau engu síður þörf hug- vekja. Vantrú á mætti þjóðar- innar er almennari en margur hyggur. Með hliðsjón af þeirri staðreynd er sjálfstæðisbarátt- unni enn ólokið. í júnímánuði árið 1943 flutti höfundur langa ræðu á Þingvöll- um, og nefnist hún Lýðveldi á íslandi. Þá er sjálfstæðismálið að komast á lokastig. Höfundur víkur þar að hinni gömlu drottn- unarþjóð, Dönum, og farast með- al annars orð á þessa leið: „Engan getur undrað, þó að hin gamla yfirráðaþjóð okkar, Danir, hafi verið tregir til að sleppa völdum sínum hér á landi. Slíkt er í samræmi við mannlegt eðli. Óvild þeirra til íslendinga hefur áreiðanlega ekki ráðið af- stöðu þeirra, enda hefur hún sjálfsagt aldrei verið fyrir hendi. Metnaður og hagnaðarvon hafa eflaust haft einhver áhrif. Þetta hafa samt ekki verið aðalorsak- irnar. Bein góðvild hefur senni- lega ráðið mestu um. Eftir alda- langa stjórn Dana á landinu var hag íslenzku þjóðarinnar svo komið, að beztu menn þeirra trúðu þvi í alvöru, að ísland væri óimagi, sém Danmörk mætti eigi af hendi sleppa, heldur yrði með ærnum kostnaði að treina í lífið.“ Hræddur er ég um, að höfund- ur hafi þarna hyllzt til að gera Dani að betri mönnum en þeir hafa nokkru sinni verið. Það er ómótmælanleg staðreynd, að stjórn Dana á íslandi var alla tíð ill. Og síðasti „konungur vor“, Kristján tíundi, hafði ekki meiri mætur á íslenzkum þegnum sín- um en svo, að þeir voru honum fremur ógeðfelldir, að því er tal- ið er. En líklega hefur höfund- ur mælt af vorkunnsemi, því ásigkomulag þessara fyrrverandi yfirdrottnara var vægast sagt aumt um þessar mundir. Daginn, sem lýðveldið var stofnað, ritaði höfundur í Morg- unblaðið grein, sem hann nefndi Sjálfstæðisbaráttan í hundrað ár. f grein þessari, sem er næsta gagngerð og samþjöppuð, rekur höfundur alla helztu þætti sjálf- stæðisbaráttunnar frá fyrstu tíð til þess dags. Annar hluti bókarinnar, Stjórn skipun, hefst með ritgerðinni Sáttmálinn 1262 og einveldis- hyllingin 1662. Margt hefur verið um þá at- burði skrifað, aðallega af sagn- fræðingum. Höfundur skoðar þá ekki aðeins frá sagnfræðiíegu sjónarihiði, heldur einnig lög- fræðilegu. Minnist ég ekki að hafa lesið neitt annað um sama efni, sem fróðlegra sé og varpi á það skýrara ljósi. Og hvergi leynir það sér í ritgerðasafni þessu, að höfundur er nákunn- ugur íslenzkum lögum frá öllum timum, sem og allri sögu þjóðar- innar. Þá koma ritgerðirnar Deildir Alþingis og Þingræði á íslandi. Þar lýsir höfundur hug sínum til þessarar elztu stofnunar þjóð- arinnar og skýrir frá þróun henn ar. Kemur þar fram sem víðar, að höfundur er eindreginn for- svarsmaður þingræðis og lýð- ræðis í sem víðtækustu formi. Næst eru greinarnar Bráða- birgðalög og afstaða Alþingis til útgáfu þeirra og Stjórnskipu- legur neyðarréttur. I hinni síðar nefndu ræðir höfundur þau til- vik, þegar lögleg yfirvöld fara á bak við lög eða brjóta stjórnar- skrá vegna tiltekins neyðar- ástands samkvæmt því lífslög- máli, „að nauðsyn sé lögum rík- ari.“ Höfundur ræðir einkum tvö dæmi: yfirtöku æðsta valds- ins, þegar samband rofnaði við Danmörku 1940, og frestun Al- þingiskosninga 1941. Þá kemur ræðan Endurskoðun stjórnarskrárinnar, löng og ýtar- leg, flutt í ársbyrjun 1953, tæp- um níu árum eftir stofnun lýð- veidis. Höfundur hafði þá um nokkurra ára skeið verið formað- ur nefndar, sem átti að undirbúa eða annast þá endurskoðun, og var sú nefnd skipuð fulltrúum frá öllum stjórnmálafiokkum landsins. Stjórnarskrá sú, sem lögð var fram við stofnun lýðveldis 1944, var samin aðeins til bráðabirgða, eða svo var það látið heita, að minnsta kosti. Margir voru þá óánægðir með hana og töldu hana óhæfa til frambúðar. Að þessu víkur höfundur. „Sú skoð- un varð ríkjandi," segir, hann, „að endurskoða þyrfti alla stjórn- arskrána. . . En upp úr því var ákveðið að efna til allsherjar stjórnarskrárendurskoðunar. — Hafa síðan margvislegir titburð- ir verið hafðir í þá átt, en lítil Bjarni Benediktsson. niðurstaða orðið hingað til.“ Síðan gerir höfundur grein fyr- ir hugsanlegum ágreiningsatrið- um: „Það eru einkum tvö megin- atriði," segir hann, „sem valda munu sérstökum ágreiningi við setningu nýrrar stjórnarskrár. Annars vegar er meðferð æðsta framkvæmdavaldsins og hins vegar kjördæmaskipunin. .... Náskylt þessu tali, sem yfirleitt er ærið óskýrt, er það, sem að því hnígur, að efla þurfi völd forseta íslands og helzt fá honum hliðstæð völd við for- seta Bandaríkjanna, en svo sem kunnugt er, þá er í Bandaríkj- unum ekki þingræðisstjórn slík sem við eigum við að búa.“ Þarna fer ekki á milli mála, að höfundur er að gera lítið úr skoðun, sem var, að ég hygg, talsvert almenn á fyrstu árum lýðveldisins. Menn litu svo á, að stjórnarskrá okkar hefði í einu og öllu verið sniðin eftir afdönk- uðu kóngsveldi, forsetavaldið hefði t.d. verið sniðið eftir marg- niðurlægðu og löngu úreltu kóngsvaldi. Þar að auki töldu menn, að íslenzkt þingræði veitti ekki nægilegt vald til að stjórna af festu ög röggsemi — minnug- ir þess, að það var valdaleysi, en ekki ofurvald innanlands, sem reið þjóðveldinu að fullu á sín- um tíma. í þriðja lagi litu menn svo á, að valdalaus forseti væri allt of dýr skrautfjöður fyrir svo fá- menna þjóð sem íslendinga. Af þeim sökum vildu menn setja embætti forseta og forsætisráð- herra undir einn hatt. Allar þessar ástæður höfðu menn uppi. Vera má, að ein- hverjir hafi litið til Bandaríkj- anna sem fyrirmyndar. En hitt er jafnvíst, að margir höfðu líka i huga ástand þeirrar þjóðar, sem bjó við víðtækast- þingræði, það er Frakka. Og fáir vildu hafa óstjórn þeirra að eftirdæmi. Það olli þjóðinni vonbrigðum, þrátt fyrir skiptar skoðanir, að ekki tókst að endurskoða stjórn- arskrána fljótlega eftir stofnun lýðveldisins. Tel ég ekki ósenni- legt, að ræða Bjarna Benedikts- sonar, sem flutt var og birt á prenti fyrir tólf árum, verði nú til þess, að það mál komist aft- ur á dagskrá. Síðasti hluti bókarinnar heitir Öryggismál íslands og utanríkis- stefna. Þar er sannarlega af reynslu talað, því segja má, að höfundur hafi mótað þau mál lengst af frá stofnun lýðveldis, jafnvel svo, að hann hefur í sumra augum orðið eins konar persónugervingur fyrir utanrík- isstefnu íslendinga það tímabil. „En fá mál hafa verið meira um- deild í íslenzkri stjórnmálasögu", eins og höfundur orðar það í einni grein sinni. Bjarni Benediktsson hefur fjallað um þau mál oft og víða, bæði sem fræðimaður og stjórn- málamaður. f ritgerðasafni han* eru þrettán greinar og þættir þar að lútandi. Sumir þeirra bera með sér, hver gustur hefur staðið um þau mál. Eftir að lesa þessa þætti í einni lotu, þykist ég mega ráða, að orð höfundar hafi tíðum verið rang- túlkuð sem oftúlkuð — rangtúlk- uð af andstæðingum, en oftúlkuð af samherjum. í því sambandi- leyfi ég mér að benda á grein, sem höfundur skrifaði um utan- ríkis- og öryggismálin á tíu ára afmæli lýðveldisins. Þar gerir hann grein fyrir, hvernig hann hugsar sér, að þeim málum verði bezt varið til frambúðar, þegar sá tími kemur, að erlent herlið hverfur úr landinu. Margt hefur breytzt á þeim ald arfjórðungi, sem liðinn er, frá því að Bjarni Benediktsson hóf stjórnmálaferil sinn. Þá var sú trð, að menn urðu að láta sér nægja háleitar hugsjónir. Nú er að renna upp tími hinna raun- hæfu framkvæmda. Hvers konar mannleg viðleitni krefst sér- menntunar og sérhæfingar, þar með talin stjórnmál. Þess hefur ekki verið krafizt hingað til, að stjórnmálamaður sé stjórnlaga- fræðingur að menntun. Hins veg ar er ekki ósennilegt, að slíks verði krafizt í framtíðinni. Áður var litið á stjórnmálin sem eins konar almenn tilfinn- ingamál. Nú færast þau óðum 1 það horf að verða sérfræðinga- vinna. Þó verða þau vonandi ekki svo hversdagsleg, að afburða rit- leikni og ræðusnilld verði einsk- is metin á þeim vettvangi. Ræður og ritgerðir Bjarna Benediktssonar hafa ávallt vak- ið mikla athygli. Ritgerðasafn hans, sem nú er komið fyrir al- mennings sjónir, mun því koma fáum á óvart. Engu síður mun það verða mikið lesið, því það er merkileg heimild um við- burðaríkasta tímabil í sögu þjóð- arinnar. Auk þess gefur það orð- um höfundar ekki lítinn þunga, að hann er nú æðsti valdamaður þjóðarinnar og formaður stærsta stjórnmálaflokksins. . Senn tekur að fyrnast yfir sum mál, sem reifuð eru eða rakin í Landi og lýðveldi. Önnur eru enn ofarlega á baugi sem pólitísk deilumál. Lesendur munu því virða bókina frá ólíkum og jafn- vel gagnstæðum sjónarmiðum. En alla vega verður hún lesin at athygli og brotin til mergjar, því hún er annars vegar almenn sagn fræðileg heimild, svo sem fyrr segir, hins vegar persónuleg greinargerð þess manns, sem mesta hefur yfirsýn um stjórn- mál íslendinga seinasta aldar- fjórðunginn. Þess skal að lokum geta, að Hörður Einarssoh sá um útgáfn bókarinnar. Hann hefur og rit- að formálsorð og stuttar inn- gangsgreinar fyrir köflunum. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.