Morgunblaðið - 09.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1965, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ 23 Fðstudagar S. júlí 1965 EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, lézt hið fræga kvennagull, Porfirio Rubirosa, í bílslysi í Bou- logne-skógi við París fyrir skömmu. Var hann einsam all í bifreið sinni af Ferrari gerð, er hjólbarði sprakk, bifreiðin hentist á aðra, er stóð kyrr við vegfftn, og þaðan á tré. Slysið varð nokkrum kílómetrum frá staðnum þar sem Aly Khan prins og einnig heimsfrægt kvennagull, ók á tré fyrir fimm árum með sömu af- leiðingum. Rubirosa var 55 ára. — Bifreið Rubirosa eftir slysið í Boulogne-skógi. Eitt mesta kvennagull aldarinnar lézt í bílslysi Hann var jarðsettur í París í úrhellisrigningu að við- stöddum nokkrum vinum, ættingjum og eiginkonu, Odile Rodin, sem hefur verið frú Rubirosa frá 1956. Ruibirosa er frægastur fyrir hina geysilegu kvenhylli, sem hann skýrði sjálfur með því að segja, að hann væri ek'ki vahdlátur, heldur liti allar konur hýru auga, sama hvort þær væru dökkhærðar, ljós- hærðar eða rauðhærðar. Og í þessum hópi voru bæði rík- ustu og fegurstu konur heims. Um árabil var Rubirosa sendim.aður Dóminíkanska lýð veldisins í ýmsum löndum, en lét af þeim störfum 1962, skömmu eftir að Rafael Truj- illo, einræðisherra, var ráð- inn af dögum. Rubirosa gerð- ist þá umibo’ðssali fyrir dóm- iníkanska vindla og tók að rita ævisögu sína. Bóikin er ekki enn komin út, en hen-nar er víða beðið með eftirvænt- ingu. Hafði Rubirosa gert samning við kvikmyndafélag um rétt til að gera kvifcmynd eftir henni, og ætlaði sjálfur að leika aðalhlutverkið. Starfsferill Rubirosa í utan ríkisþjónustu Dominíkanska lýðveldisins hófst 1932, er hann kvæntist Flor del Oro, dóttur Trujillos. Vann hann m.a. í sendiráðum lands síns í Berlín og París. Ekki hafði hann verið lengi í hjónaband- inu, er hann tók að renna hýru auga til annarra kvenna,- og lét ekki þar við sitja. Eft- ir 10 ára hjónaband var Flor del Oro nóg boðið og hún skildi við kvennagullið. Meðal kvennanina, sem Rubirosa hafði átt vingott við fyrir skilnaðinn var Danielle Darr- ieux, sem þá var nefnd „feg- ursta kona heims“. Enda beið hann ekki lengi með að gift- ast henni, þegar hann var laus við dóttur Trujillos. þétta hjónaband entist í fimm ár og var sambúðin hin hörmu- legasta, að sögn Danielle. Kvaðst hún hafa verið á barmi glötunar og geðvei'ki vegna eilífs nætursvalls er þau skildu og einn vinur hennar hefur eftirfarandi eft- ir henni: „Ég óttast ekkert framar í lífinu. Ég hef verið gift Ru'birosa.“ Rubirosa og Danielle bjuggu í París á árum sí’ðari heimsstyrjaldarinnar, og þá lenti hann nokkrum sinnum í kasti við þýzka setuliðið. Sat hann um tíma i fanga- búðum, sakaður um að hafa hrint þýzkum ofursta Skömmu eftir að hann slapp þaðan, var skotið á hann á götu í borginni og hann særð- ist lítillega. Aldrei hefur sanmazt hver að árásinni stóð, sumir segja, áð það hafi verið Þjóðverjarnir, en aðrir eru þeirrar skoðunar, að af- brýðisamur eiginmaður hafi notað sér hemaðarástandið til að reyna að stytta kvenna- gullinu aldur. Eftir skilnáðinn frá Dani- elle var Rubirosa í peninga- vandræðum. Gekk hann þá að eiga Doris Duke, sem talin var ríkasta kona heims. Brúð- kaupið olli mikilli hneykslun, því að brúðguminn kom þang að dauðadrukkinn, og skömmu eftir að veizlan hófst, hafði hann bætt á sig heilli kampavínsflösku og féll ó- sjálfbjarga í fang brúður sinn ar. Rubirosa var kvæntur Doris Duke í rúm.t ár, og við skilnáðinn tókst honum að fá sér dæmöan nokkurn hluta af eignum hinnar auðuigu konu sinnar. Leikkonan ung- verska Zsa Zsa Gabor var reiðubúin að aðstoða hann við að eyða peningunum og hon- um var félagsskapur hennar mjög Ijúfur. begar tók að lækka í peningakassanum, stökk Zsa Zsa frá vini sín- um, en hann elti hana yfir Atlantshafið og bað hana að giftast sér. Hún neita’ði og hann gaf henni glóðraauga, sem hún sýndi fréttamönn- um stolt á svip. Eftir hryggbrotið tók Rufoi- rosa að stíga í vænginn við hina auðugu Barböru Hutt- on og þau gen.gu í hjónaband. Þegar Zsa Zsa frétti um hjóna Rubirosa og síffasta konan han Odile Rodri. Þau höfffu verið gift í níu ár, er hann lézt. bandið, sagði hún, að það myndi í mesta lagi endast í hálft ár, og hún spáði ekki of djarflega, því að eftir 72 daga lauk sambúð Barböru og Rubirosa. Aftur hófst skiln áðarmál og aftur tókst Rufoi- rosa að verða sér út um hluta af eignum konu sinnar. Pen- ingákassinri fylltist á' ný og Zsa Zsa sást aftur við hlið Porfirios. Að sögn, reyndi han-n að fá hana til að gift- ast sér, en árangurslaust. Það tók skötuhjúin tvö ár að eyða Fjórar af fimm eiginkonum kvennagullsins. Aff ofan: Flor del Oro, Danielle, Doris og Barbara. peningum Barböru Hutton, og að þeim loknum sagði ung- verska leikkonan skilið við kvennagullið fyrir fullt og allt. Leikkonan Ava Gardner tók nú að sér að hugga Por- firio, en þeirra kunningsskap ur stóð ekki lengi, og 1956 gekk hinn fraegi maður að eiga unga franska leikkonu, Odile Rodin. Með henni bjó hann til dauðadags, og virt- ist ekki hafa nálægt þvi eirns mikinn áhuga á öðrum kon- um og áður. Rubirosa var sonur eins af hershöfðingjum Trujillos ein- ræðisherra. Sem fyrr segir hóf hann ungur störf í utan- ríkisþjónustu lands síns, og um tírna var hann sendiherra í Buenos Aines, á Kúbu og í Belgíu. - íþróttir Framh. af bls. 22 við hinni miklu pressu og fengu þeir fá upphlaup og engin hættu- leg. í lok leiksins tókst FH svo að skora 1 mark og lauk leiknum 4:1 fyrir Víking. í liði FH saknaði maður margra sem leikið hafa með liðinu í sum- ar. Mikil mistök var það að láta Arnar í markið, á þeirri for- sendu, að hann væri ekki eins vanur að leika úti og Karl, sem er margreyndur markvörður. Auðvitað átti Karl að vera kyrr í markinu, en Arnar gat sem bezt farið á annan kantinn. Úíkings-liðið sýndi í fyrri hálf- leik góðan leik. Var knötturinn látinn hafa fyrir erfiðinu. Þó er nú ekki hægt að segja að öll mörkin hafi verið skoruð með glæsibrag. Tvö voru skoruð eftir herfileg mistök hjá vörn FH. — Vinstri útherjinn skoraði eitt cnjög faliegt níark, fallegasta markið í leiknum. í síðari hálfr- leik fann liðið ekki leiðina sem þurfti til þess að snúa vörn í sókn. — R. M. EFTIR hádegi í gær varff árekstur á Borgartúni meff þeim afleiffingum aff sendi- ferffabifreiff valt ,en engan sakaði. Skemmdust báðir bíl arnir mikið, einkum sendi- ferðabíllinn, svo sem sjá má á myndinni. Þaff var ein sígaretta, sem oili ölium þessum ósköpum. Vörubíll var að koma út úr portinu hjá Byggingarfélag- inu Brú viff Borgartúniff. Þá missti bilstjórinn sígarettuna sína og varff svo mikið um það, aff liann missti stjórn á bíinum og ók beint inn á Borgartúniff þar sem hann lenti á hliðinni á sendiferöa- bil, sem var á leiff austureftir og velti honum á götunni með fyrrgreindum afleiðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.