Morgunblaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. júlí 1965 CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Þar eð bróðir hans ýtti ekkert undir hann að víkja nánar að þessu efni, dróst hann aftur úr þeim og fór til Sir Vincents. Hr. Rivenhall fékk Soffíu taumana, og lét þess um leið getið, að hann væri feginn að vera ekki í stóra vagninum. Hún stillti sig um að svara því nokkru, og það sem eftir var leið- arinnar, var allt slétt og fellt með þeim og engin ágreinings efni risu upp, til þess að spilla samkomulaginu. Húsið, sem Sir Horace hafði útvegað greifafrúnni var rúm- gott og skrautlegt og stóð í skemmtilegum garði. Þegar vagn arnir staðnæmdust við dyrnar, var þeim hrundið upp og grann- ur maður, svartklæddur stóð á efsta þrepinu með bugt og beygj- ingar. Soffía heilsaði honum á sinn venjulega ,vingjamlega hátt og flýtti sér að spyrja, hvar hr. Rivenhall gæti komið hestunum sínum fyrir. Granni maðurinn smellti fingrum, rétt eins og lodd- ari og hestasveinn spratt jafn- skjótt upp, eins og úr jörðinni, og hljóp til þeirra gráu. — Ég ætla að sjá, hvar þeim verður komið fyrir, og svo kem ég bráðum með henni móður xninni, sagði hr. Rivenhall. Soffía jánkaði því og gekk upp að þrepunum og sagði: — Það koma nú tveir í viðbót við þá, sem boðnir voru, Gaston. En það verður vonandi ekki til óþæg- inda? — Það gerir ekkert, frú, svar- aði Gaston. — Frúin bíður yðar 1 salnum. Greifafrúin lá út af á legubekk í setustofu, sem vissi út að suður- garðinum. Vorsólin var enn ekki orðin neitt til ama, en samt var dregið fyrir gluggana að nokkru leyti, til þess að loka hana úti. Þar eð gluggatjöldin voru • græn, eins og áklæðið á húsgögnunum var grænleit hálf- birta í stofunni. Soffía flýtti sér að rífa gluggatjöldin frá og æpti hátt um leið: — Sancia, þú getur ekki verið þekkt fyrir að liggja sofandi, þegar gestirnir þínir eru alveg að koma að dyrunum! Ofurlítið andvarp heyrðist frá legubekknum. —'Æ, húðin á mér, Soffía! Ekkert er eins skaðlegt fyrir hana og sólskinið. Hvað oft er ég búin að segja þér það? Soffía gekk til hennar og beygði sig niður til að kyssa hana. — Já, góða Sancia mín, en henni frænku minni þykir það skrítið, ef þú liggur hérna í dimmunni, svo að hún verður að fálma sig áfram til að finna þig. Blessuð stattu á fætur! — Auðvitað stend ég upp, þeg- •r frænka þín fer að nálgast, sagði greifafrúin með miklum virðuleik. — Ef hún er komin að dyrunum, ætla ég að gera það strax. Ég tel ekki eftir mér að hreyfa mig svolítið. Til þess að sanna þessa full- yrðingu, rakti hún fagurlega út- saumað sjal af fótum sér, lét það detta á gólfið og leyfði svo Soffíu að hjálpa sér að standa upp. Hún var gildvaxin og dökk- hærð, og meira frönsk en ensk í klæðaburði. Hún var lítið meira en hálffertug að aldri, en hefði getað verið eldri, eftir holdafar- inu að dæma. Og hún leit ekki út fyrir að vera ekkja, fannst frú Ombersley, þegar hún kom inn í salinn og tók í ietilega höndina, sem henni var rétt. — Com ’está? spurði greifafrú- in, breiðri og letilegri rödd. Hubert varð hræddur, því að hann hafði heyrt, að greifafrúin talaði ágætlega ensku. Hann sendi Soffíu ásakandi augnatillit og hún brá skjótt við og aðvaraði stjúpu sína um þetta. Greifafrú- in brosti blíðlega og sagði: — De seguro! Ég tala bæði frönsku og ensku og hvort tveggja ágæt- lega. Líka þýzku, en bara ekki eins vel, en samt betur en allur almenningur. Það er mér innileg ánægja að hitta systur Sir Hor- ace, enda þótt mér finnist þér ekki neitt lík honum, senora. Valgamé! Eru þetta allt synir yð- ar og dætur? 24 Frú Ombersley flýtti sér að leiðrétta það og framkvæma nauð synlega kynningu. En greifafrú- in missti fljótt áhugann á því og brosti bara til gestanna allra í einum hóp og bauð þeim að fá sér sæti. Soffía tók það frarri, að Sir Vincent mundi vera gamall kunningi hennar, og því heilsaði hún honum með handabandi og sagðist muna vel eftir honum. Enginn trúði þessu og allra sízt Sir Vincent sjálfur, en þtegar hún hafði verið minnt á tiltekið kvöld í Prado, hló hún og sagði, já, nú myndi hún hann vel og hvaða glanni hann hefði vérið. Svo hafði hún gefið sér tíma til að meta fegurð Ceciliu og sagði við móður hennar, að fegurð hennar væri frábær á enskan mæli- kvarða og slíkt vekti mikla at- hygli á meginlandinu. Líklega hefur hún eitthvað þótzt þurfa að» gera fyrir ungfrú Wraxton, því að hún brosti líka blíðlega til hennar og sagði, að hún væri mjög ensk útlits.. Ungfrú Wrax- ton, sem hafði aldrei öfundað Ceciliu af fegurð hennar (af því að henni hafði verið innrætt að fegurðin væri ekki annað en hjóm og hégómi), svaraði, og kvaðst hrædd um, að hún væri ekkert út yfir það venjulegasta, og að í Englandi væru dökkhærð- ar konur mest í tízku. Þegar þetta efni hafði gengið sér til húðar, féll þögn á alla við- stadda, og greifafrúin lagðist aftur á bak í eitt hornið á legu- bekknum, og frú Ombersley tók að brjóta heilann um, hvaða um- ræðuefni gæti vakið áhuga þess- arar daufgerðu hefðardömu. Hr. Fawnhope, hafði setzt í glugga- sætið, og var nú að horfa á þessa grænu jörð, sem sál hans þráði, Hubert horfi á heimafrúna eins og töfraður, og hr. Rivenhall settist hjá honum og fór að glugga í eitthvert tímarit, sem hann fann á borði hjá sér, og fletti nú blöðum þess, eins og utan við sig. Nú varð ungfrú Wraxton með alla sína samkvæ- iskunnáttu að hlaupa í skarðið, og það gerði hún með því að segja greifafrúnni, að hún væri mikill aðdáandi Don • Quixote. — Það eru allir Englendingar, sagði greifafrúin. — Og enginn þeirra getur borið nafnið hans rétt fram. í Madrid, þegar enski herinn var þar, sagði hver ein- einasti liðsforingi mér, að hann dáðist svo að Cervantes, sem í flestum tilvikum var lygi. En svo eigum við líka Quevedo, og Espinel og Montelban, svo að að- eins fáir séu nefndir. Og í Ijóð- skáldskap....... —E1 Fenix de Espana, greip hr. Fawnhope fram í, snögglega. Greifafrúin leit á hann með velþóknun. — Rétt er það. Þekk- ið þér verk Lope de Vega? Soffía, kallaði hún og sneri nú til síns eigin móðurmáls, — þessi ungi maður með engilsandlitið les spænsku! — Það er nú ekki nema illa, svaraði hr. Fawnhope, og lét sér ekkert bregða við þessa lýsingu á andliti sínu. — Við, skulum tala saman, sagði greifafrúin. — Alls ekki, svaraði Soffía ein- beitt. — Að minnsta kosti ekki ef þú ætlar að tala spænsku. Til allrar hamingju fyrir sam- kvæmið kom Gaston inn í þessu og tilkynnti, að hressing væri fram borin í borðsalnum. Það kom fljótlega í ljós, að hversu löt sem húsmóðirin kynni að vera var brytinn hennar ekki á því að láta hlutina danka. Þarna biðu allskonar ljúffengir útlendir réttir gestanna, ásamt ýmsum tegundum léttra vína. Það var sýnilegt af því, hve hóflega ung- frú Wraxton tók fyrir sig af réttunum, að henni fannst þetta bruðl bera vott um skort á menningu, en Hubert, sem tók ríflega til matar síns, fór að hugsa með sjálfum sér, að þessi greifafrú væri líklega mesti önd- vegis kvenmaður, eftir allt sam- an. Og þegar hann sá, hvernig hún dró sjálf á bátinn, eins og ekkert væri um að vera, tók þessi aðdáun hans að nálgast lotningu. Þegar máltíðinni var lokið, laut Gaston að eyra húsmóður sinnar og tilkynnti henni, að hlið ið að blómagarðinum hefði verið opnað. — Já, blómagarðinum, sagði hún. Unga fólkið vill sjálf- sagt ganga svolítið sér til skemmtunar í honum, meðan við hvílum okkur ofurlítið. Það hefði aldrei hvarflað að frú Ombersley að benda gesti á að taka sér middagshvíld, en þar sem hún lagði sig alltaf sjálf eftir mat, hafði hún ekkert við þetta fyrirkomulag að athuga, og gekk nú með greifafrúnni inn í setustofuna. Þar reyndi hún fyrst að færa bróður sinn í tal við hana, en með litlum árangri. Greifafrúin sagði bara: — Það er ekkert gaman að vera ekkja, og auk þess kann ég betur við mig í Englandi en á Spáni, þar sem svo mikið er um fátækt. En að vera madrusta fyrir hana Soffíu .... nei, og þúsund sinn- um nei! — Okkur þykir öllum svo vænt um hana frænku okkar, sagði frú Ombersley og ætlaði að móðgast. — Mér líka, en hún er bara svo þreytandi. Maður veit aldrei hverju hún finnur upp á næst, og það sem verra- er, hún fær mann til ýmislegs, sem maður vildi alls ekki gera. Frú Omibersley gat ómögulega stillt sig um að vera ofurlítið meinleg. — Kæra frú, ég er al- veg viss um, að hún frænka mín fengi yður aldrei til að hreyfa yður gegn yðar eigin vilja. — Jú, víst! Þér þekkið alls ekki hana Soffíu. Það er eins erfitt ef ekki erfiðara að streitast á móti henni. Meðan á þessu stóð var sú, sem um var rætt að koma fyrir blóm- vendi í hnappagati Huberts. Hr. Rivenhall hafði farið út í hest- húsin, en hin fjögur voru á leið gegn um kjarrið, út í bláklukku- skóginn, því að hr. Fawnhope hafði fengið innblástur að kvæði um Ceciliu og treysti sér ekki til að koma því í ljóð annars staðar en þar. Enn hafði hann ekki komið saman nema einu vísuorði, en vænti sér talsverðs" af því, ef hitt yrði ekki lakara. Ungfrú Wraxton lauk lofsorði það, en þegar skáldið tók Cec iliu undir arminn og ætlaði að leiða hana burt frá hinum, var hún óðar á verði til að hindra slíkt tiltæki. Hún veik ekki frá hlið elskendanna, og með þraut- seigju og tilvitnun í kvæði Cow- pers tókst henni að leiða athygli skáldsins frá Ceciliu og að sjálfri sér. Sir Vincent, sem fannst þetta gaman og nokkur tilbreyt- ing frá öllum leiðindunum, beið átekta og fékk sín laun fyrir. Cecilia, sem var enginn bók- menntahestur og leiddist þessi kvæðalestur, tók að drágast aft- ur úr hinum, en þá greip Sir JAMES BOND « # "OVE CF LE CH/FFBE'S MEH K6EPS W fiPPO/MTMSAJT MTU THZ££MYSTESlOUS CHARPcrees /v ms tcwm of goxPLB-i.ES-eoux Eftir IAN FLEMINC vmA J I ^ Ji. Einn af mönnum Le Chiffre fer til móts við þrjá dularfulla náunga í borginni, þar sem er spilavítið Royal- des-Eaux. Við höfum fengið liðsauka. Felix Leiter, hinn amenski, er kominn. Það virðist allt vera í lagi með hann. Hann getur orðið gagnlegur. Vincent tækifærið og slóst í för með henni, og loks tókst honum að lokka hana frá kvæðalestrin- um og út úr skóginum. Hann sagði, að enda þótt hann dáðist mjög að ungfrú Wraxton og gáf- um hennar, fyndist sér tal henn- ar þreytandi. Kvað ljóð og blá- hosur hafa deyfandi áhrif á skap sitt. Sér fyndist jör.ðin rök og alls ekki hæf fyrir viðkvæma stúlku til að ganga á. Hann fór því með Ceciliu til að skoða dúfnahúsið, og þar eð hann var útfarinn duflari og hún nógu lag- leg til þess að gera það ómaksins vert að eyða með henni nokkr- um mínútum, þá voru þau saman eina klukkustund, án þess að honum leiddist svo teljandi væri. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Fáskrúðsfjörður F R lí Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt i lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans og söluturni Kaupfé- lagsins er blaðið einnig selt í Iausasölu. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunolaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.