Morgunblaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 31
Sunnudagur 22. ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 31 Frostvarnarbúnaður og vökv- unarkerfi að Arnarstöðum í Flóa F Y R I R skömmu gafst fréttamanni blaðsins tæki- færi til að skoða frostvarn- arkerfi, sem byggist á vatnsúðun, og er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Við brugðum okkur dagstund austur í Flóa og ókum heim að Arnarstöð- um. Þar er myndarlegt býli og skemmtilega um gengið, margt að sjá, sem ber hugkvæmni vitni og umgengni öll mjög snyrti- leg. Bóndinn á Arnarstöðum er norðan úr Eyjafjarðardölum og heitir Finnlaugur Snorra- son. Hann hefir mikla kar- töflurækt og samfara henni gerir hann allmargar tilraun- ir með útsæðisafbrigði. Ótald- ar eru þær milljónir, sem tap- azt hafa hér á landi í kartöflu ræktinni vegna næurfrosta. Finnlaugi fannst ekki nægja að búa sig reykbombum og hófst því handa'að útvega sér haldbetra frostvarnarkerfi, sem byggist á vatnsúðun. Að sjálfsögðu er kerfi þetta nokk uð dýrt, en það hefir fleiri kosti en þann einn, að verj- ast næturfrosti allt að 6 gráð- um C. Það má einnig mjög vel nota til vökvunar og er ekki síður til þeirra hluta ætl- að. Víða hér um Suðurland hefði einmitt vökvunarhæfni þessa kerfis getað komið sér einkar vel í þurrkatíðinni í sumar og þá ekki hvað sízt í Þykkvabæ, þar sem jarðvegur er sendinn og þornar því fyrr en annars staðar. Finnlaugur fékk kerfi sitt hjá heildverzlun Guðbjartar Guðmundssonar og er það af gerðinni Bauer og austurríkst. Kerfi þetta er allþekkt í Ev- rópu og er talið hafa gefizt vel. Að sjálfsögðu hafa engar tilraunir enn verið gerðar með það hér á landi og því engar slíkar upplýsingar fyrir hendi. Finnlaugur lætur vel af því og hefir til þessa varið garð- lönd sín í sumar fyrir frosti, sem vart varð tvær nætur. — Kerfi þetta á að verja 4% hektara lands. Það saman- stendur af 2000 metrum léttra arvél og skilar 96 tonnum af vatni á klukkustund. Dreif- ararnir snúast við vatnsþrýst- inginn og á spiss þeirra, eða enda er sérstakur útbúnaður til þess að brjóta vatnsgeisl- ann þannig að vatnið dreifist jafnt yfir tiltekið svæði sem er 500 fermetrar. Þessi geisla- brotsútbúnaður er einnig knú inn af vatnsþrýstingnum og hraðinn á öllu þessu stillan- legur. Kerfi þetta er ákaflega létt í meðförum og tekur til- tölulega skamman tíma að setja það upp og taka það niður. Verð kerfis sem þess, Traktorinn með slysavarnarboganum. Finnlaugur bóndi á Arnarstöðum á kartöfiuakrinum þar sem frostvarnarkerfið er í gangi. stálröra með 80 dreifurum og sem er nú á Arnarstöðum, er ur, þegar dælan og útbúnað- dælu sem knúin er með drátt- áætlað um 200 þúsund krón- urinn í sambandi við hana er talinn með. Að sjálfsögðu er hennar ekki alls staðar þörf, þar sem fallhæð vatns er fyr- ir hendi, en í Flóanum verður ekki komizt af án hennar. Við skoðuðum kerfi Finn- laugs og hann setti það í gang fyrir okkur og tók það vart augnablik að tengja við það dráttarvélina, en síðan hófst úðunin yfir akrana jafnt og þétt. Dreifararnir snérust hægt í hring og þeyttu frá sér vatnsgeislunum, sem stöðugt brotnuðu þannig að úðinn féll jafnt yfir akurinn. Heimilisdráttarvélin á Arn- arstöðum vakti athygli okkar vegna slysavarnarútbúnaðar, sem á henni er, en það er sterkur bogi, sem gengur yfir sæti ökumanns. Það er útbún- aður, sem fleiri ættu að taka upp og yrði þá minna ura hin tíðu dráttarvélaslys. Að lokum bað Finnlaugur okkur að geta þess að mönn- um væri heimilt að koma og skoða útbúnað hans um helg- ar, meðan hann er í notkun. Nýtt leikrit eftir Jökul í haust Sveinn Einarsson stjórnar NÝTT LEIKRIT eftir Jökul Jak obsson verður fyrsta nýja við- fangsefni Leikfélags Reykjavík ur á þessu hausti og verður vænt anlega frumsýnt í október. Byrj- að var að æfa það í vor, en höf- undur hefur skrifað nokkuð af því upp í sumar, og byrja æfing- ar af fullum krafti aftur 1. sept- ember. í æfingu hefur þetta leik rit verið kallað „Kanarífugl til sölu“, en hefur ekki hlotið end- anlegt nafn. Fleira verður nýtt við þessa sýningu en að þetta er nýtt leik rit eftir íslenzkan höfund. Leik- stjórinn er Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, og er það fyrsta leikritið sem hann setur á svið. Áður hefur hann stjórnað nokkr um útvarpsleikritum og verið að Leiórétting I MINNLNGARGREIN sem Sveinn Benediktsson birti í blað- inu í gær um Guðmund Ás- mundsson féllu niður í prentun í erindi Jónasar Hallgrímssonar, sem vitnað var til, tveir stafir, í enda orðs. Þar sem þetta breytti meiningu prentast erindið að nýju: Jónas kvað: Stríð er starf vort í stundar-heimi, berjumst því og búumst við betri dögum. Sefur ei og sefur ei í sortanum grafar sálin, — í sælu sést hún enn að morgni. stoðarleikstjóri bæði hér og 1 Svíþjóð. Leikendur eru Guðrún Ásmundsdóttir, Inga Þórðardótt- ir, Valgerður Dan, sem er nýút- skrifuð úr leikskóla Leikfélags- ins, Steindór Hjörleifsson, Helgi Skúlason, Brynjólfur Jóhannes- son og Gestur Pálsson. Leikritið gerist í Reykjavík nú á dögum og mun vera bæði gam an og alvara. Þó einkum það síð arnefnda. Jökull lætur nú skammt stórra högga á milli. í sumar hefur Sumarleikhúsið farið með tvo nýja einþáttunga eftir hann um landið, við góðar undirtektir, ný lega flutti útvarpið eftir hann út varpsleik og loks er Leikfélagið að undirbúa sýningu á ofan- greindu leikriti. Og skemmst er að minnast sýninganna á „Hart í bak“, sem sló öll met hvað sýn ingafjölda snerti. Ævintýrið og Gamla konan Þegar Leikfélagið byrjar vetr arstarfsemina 1. september, verð ur haldið áfram sýningum á „Sú gamla kemur í heimsókn" og Ævintýri á gönguför", sem sýnt hefur verið úti á landi í sumar. - Glæsilegt Framhald af bls. 30 verið sama, hiver yrðu endailok þessia húss eða hvar það lenti og því hafi séæ og konu sinni komið saman um að fela skát- unum varðveizlu þess. Sér hafi alltaf fundizt þessi félaigs skapur startfa í anda móður sinnair. Hún hafi verið góð kona, sem alltaf hafi haft ástæður tiil að hjálpa öðrum, þrátt fyrir lítil veraldleg efni og þess vegna hafi hamn viljað minnast hennar með þessari litlu gjöf. í morguin var svo skáta- messa í hvamminum hér fyr- ir neðan, og prédikaði séra Bernharðuir Guðmundssoin, fyrrv. sóknarprestur í Súða- víik, en það verður sennilega eitt af hans síðustu prestsveirtk- uim hér vestra, því að hainn er nú að fiytja snður á iand. Þessu móti fer nú senn að ljúka, eiginlegri dagskná þess er lokið. Það er okkur, setm að undirbúningi þess höfuim staðið, sérstök ámægja, bve margir foi'eldrar hafa komið og beimsátt búðimar nú um helgina. Með því íá foreldir- arnir að Sjá, að það er starf- samt og haimingjusamt ungt fólk, sem hefir byggt upp þetta litla skátaþorp hér í Skálavík. Ég fullyrði, að héð- an fara allir heim með Ijúfar endurminningar. — Hve margir skátar hafa tekið þátt í mótinu? — Þátttakendur í sjá'lfu mótinu voru um 120. f sam- bandi við mótið voru svo sér- stakar fjölskyldubúðir, hérna himu meginn við lækinn. Hafa sennilega verið þar um 80 næturgestir í nótt. Bru það aðallega gamilir sikátar með fj'ölskylduir sinar. Ekiki má ég gleyma því, að við höfum gefið út fjölritað blað hér á mótinu, sem við nefnum „Tryppið", og hefir það komið út alla mótsdag- ana. Þetta er orðið talsvert merkilegt blað, því að þetta er 5. árgangur þess. Það kom fyrst út á Skátaimóti Vest- fjarða í Hestfirði sumarið 1945, og má sennilega rekja nafngiftina til fyrsta útkomu- staðarins. — Að lokurn, Árni, hverjir voru mieð þér í mótsstjórn á þessu móti? — Það voru þau Guðrún Sigurjónsdóttir, sem var tjaldbúðiastjóri kvenskátanna og Snorri Hermannsson, sem var tjaldbúðastjóri drengja- skátamna. Það fer ekki milli mála, að skátarnir eru saimmála móts- stjóranum, að þetta skátamót í Skálavík hafi tekizt í al'la staði vel og hafi fi’amikvæmd þess verið þeim félögum, sem um undirbúninginn sáu, til hins mesta .sóma. ri r* r T r boo veioi í Laxa í Leirársveit AKRANEISI 21 ágúst. — 650 lax- ar hafa nú í sumar veiðst í laxá í Leirársveit síðan stangaveiðin hófst þar 12. júní. Þarna er átt við allan neðri hluta Laxár upp á Eyrarfossum. Þetta er stórum betri veiði í ánni en á sama tíma í fyrra. Þá höfðu veiðst í lok veiðitímans 12. sept. tæplega 700 laxar. Nú er 21 veiðidagur fram- undan. Formaður veiðifélags sveitarmanna, veiðihúsvörður og laxabókari er Sigurður bóndi Sigurðsson i Stóra-Lambhaga. * — Oddur. Fjölmemii við útför Guðmundar r Asmundssonar hrl. ÁRDEGIS í gær fór fram £rá Dómkirkjunni útför Guðmund- ar Ásmundssonar hæstaréttarlög- manns. Var fjölmenni svo mikið við athöfnina að hvert saeti kirkjunnar var skipað og varð fólk frá að hverfa. Dómprófastur, séra Jón Auð- uns, jarðsöng. — Meðal við- staddra voru forsætisráðherra- hjónin, forseti Hæstaréttar og borgarstjóri og frú. Athöfnin hófst með því, að dr. Páll ísólfsson lék einleik á kirkjuorgelið ,,Largo“ eftir Hand el. Söngmenn úr karlakórnum Fóstbræður sungu sálmana „A hendur fel þú honum“ og „Allt eins og blómstrið eina“. Þá lék dr. Páll sálmaforleik eftir Bach. í minningarræðu sinni um hinn látna lagði dómprófastur út af sálmi Davíðs: „Hvert get ég farið frá anda þínurn". Kistan var sveipuð íslenzkum fána, og við hana fagrir blóm- sveigir. Heiðursvörð stóðu við kistuna oddfellowbræður úr stúk unni Þorsteinn. Rekum var kast- að í kirkjunni. Síðan var kistan borin út, en dr. Páll lék sorgar- göngulag eftir Handel. Kistu hins látna báru nokkrir nánir vinir Guðmundar Ásmundssonar og forráðamenn Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Hann var jarð- settur í Fossvogskirkjugarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.