Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 31
Sunnudagur S. sept. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 31 | i Björk, Mývatnssveit, 26. ág. 'i SVO sem kunnugt er, hafa í ' sumar verið allmiklar fram- 1 kvæmdir til undirbúníngs 1 kísilgúrvinnslu við Mývatn. i Hafa þær framkvæmdir aðal- i lega miðazt við að koma upp I sérstöku dælukerfi, þannig að I hægt sé að dæla botnleirnum úr Mývatni alla leið að fyrir- huguðum verksmiðjustað, 1 skammt vestan Námafjalls. — I 1 í VIKUNNI var gerð tilraun við Mývatn með að dæla kisilgúr i geymi og síðan um leiðslur að Bjarnarflagi, þar sem kísilgúr vinnslan mun fara fram. Þótti tilraunin tak- ast vel. Sjá grein á bls. 31. Fæst þá væntanlega úr því skorið hvernig þessi tilraun tekst, hvort hráefnið, kísil- leirinn, verður óskemmdur, þegar þannig er búið að fara með hann. Eins og 'áður er getið er mikilvægt talið að ekki sé öfugur halli á dælu- leiðslunni, því tæma verður hana í hvert skipti er dæl- ingu er lokið. Þegar leirnum er dælt verður hann eðlilega blandaður allmiklu vatni. !>arf því að skilja vatnið frá, með þar til gerðri skilvindu, síðan verður að leiða affallið í burtu. Allar þær framkvæmdir, sem hér hafa átt sér stað, varðandi kísilgúrvinnslu eru að vonum orðnar kostnaðar- samar. Verður þvi að vænta þess að þær gefi góða raun, og niðurstöður allar verði já- kvæðar. Hitt er svo annað mál Kísilgúrverksmiijan vii Mývatn senn fullgeri Tvö efnistilboð varðandi þetta bárust erlendis frá. Var til- boði frá Hollandi tekið, eru því vélar og annað efni þaðan flutt. Kom skip beint frá Hol- landi til Húsavikur og Akur- eyrar með þetta efni, sem var síðan tafarlaust flutt að Mý- vatni. Almenna byggingafé- lagið í Reykjavik tók að sér allar framkvæmdir hér. Verk- stjórn hefir haft á hendi Karl Guðmundsson en Pétur Stef- ánsson, verkfræðingur, dag- leg verkfræðileg störf. All- margt manna hefir unnið þarna í sumar eða milli 20—• 30 manns. Sumir hafa búið í gamla bænum í Reykjahlíð, en fæði hafa þeir fengið í Hótel Reynihlíð. Að sjálf- sögðu hafa nokkrir heima- menn haft þarna atvinnu svo og bifreiðastjórar við akstur. Allar framkvæmdir til þessa hafa gengið vel og jafnvel bet- ur en reiknað var með í upp- hafi. Nú er lokið byggingu dæluhsús við Helgavog og koma þar fyrir vélum. Þá er þar einnig búið að reisa all- stóran stálgeymi. Menn frá Stálsmiðjunni í Reykjavík önnuðust það verk. Lokið er við að leggja raf- línu 3 km frá Reykjahlíð að verksmiðjustað. Þar eru jarð- ýtur að jafna grunninn undir fyrirhugaða verksmiðju, svo og að jafna svæði i kring. Að undanförnu hafa rafmagns- menn unnið að raflögn í dælu hússins. Ennfremur er að mestu lokið að leggja 500 m flotleiðslu frá landi út á vatnið. í þessa leiðslu voru notuð 6 metra löng járnrör, 8 þumlunga víð og tvær stál- tunnur festar saman sem flot- holt undir hvert rör. Hafa járnsmiðir og rafsuðumenn lengi unnið að gerð þessarar leiðslu. Frá Helgavogi að verksmiðjustað eru milli 3 og 4 km. Nú er að verða langt komið að leggja dæluleiðslu þessa leið. Hefir það verk reynzt all-tafsamt á köflum. Tvær jarðýtur hafa unnið að því að jafna undir þar sem leiðslan liggur. Er það talið mikilvægt atriði, svo og að fá sem réttastan halia í sam- bandi við tæmingu á leiðsl- unni. Þessi leiðsla er að mestu ofan jarðar, en þar sem hún liggur yfir þjóðveginn, varð að grafa hana í jörð. Á þeim kafla verður hún steypt í stokk svo hægt er að komast að henni ef með þarf. Öll leiðslan er gerð úr 8 þuml. víðum járnrörum, 6 m löngum með flans á endunum, boltuðum saman. Eins og seg- ir er þetta verk senn á enda. Nú er gert ráð fyrir að til- raunadæling geti hafizt um næstu helgi, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Dælupramminn, allmikið bákn; 18 tonn, sem kominn er á flot, verður tengd ur við enda flotleiðslunnar úti á vatninu. Á honum er öfl- ugur snígill og svo dæla. Fyrst verður snigillinn látinn losa botnleirinn, síðan tekur dælan við og dælir honum í geym- inn uppi á landi. Þegar búið er að dæla þangað nokkra stund verða dælurnar í stöðv- arhúsinu settar í gang. Eiga þær síðan að skila leirnum í þró verksmiðjunnar. Að sjálfsögðu er beðið með mikilli eftirvæntingu þeirrar stundar að dæling geti hafizt. að margir óttast, að allt jarð- rask, svo og verksmiðjurekst- ur spilli fegurð og friðsæld Mývatnssveitar, einnig hinu fjölskrúðuga fuglalífi, sem fáa eða enga eiga síná líka. Vonandi verður svo um hnútana búið að fuglalífinu verði ekki hætta búin t.d. vegna oliubráks eða annarra óhappa. Veit ég að allt verður gert til að fyrirbyggja slíkt. Þó er sjálfsagt að vara við öllum hættum í þessu sam- bandi, en óþarfa svartsýni er engum til góðs. Kristján Þórhallsson. I I — Syndafallið Framhald af bls. 30 Hann hefði verið í Þýzka- landi og kynnst hryðjuverkun um þar á stríðsárunum og þessar minningar koma fram. Þetta fær geysilega á hann og vefst inn í sambandi hans við konur, hjónabönd hans og ástir. Hann er alltaf að leita að sannieikanum, hvað sé sannleikurinn og hvernig eigi að lifa. Hann var eitt sinn vinstrisirmaður mjög og hélt að það væri máttarstólpi lífs- ins, en kemst að því, að það eru svik. Svo leitar hann af sömu ástæðum á náðir ástar- innar, en allt fer á sama veg. — Er þetta ekki með erfið ari hlutverkum, sem þú hef- ur fengizt við, Rúrik? — Jú, ég myndi segja það. Það er ákaflega margslungið og svo or ég á sviðinu allan timann. — Og ljósabeitingin fér með stórt hlutverk í leikritinu. — Já, það er áhætt að segja það. Það reynir mikið á Ijósameistarann og ég hugsa að þeir háfi ekki komizt í annað ems síðan húsið byrj- aði, segir Rúrik að lokum. Nú snúnum við okkur að Herdísi og ræðum lítillega við hana. — Hvernig lízt þér á hlut- verk þitt, Herdís? — Ja, mér lízt auðvitað vel á það. Það er ákaflega gaman að því en ég er samt afskap- lega hrædd við það í aðra röndina. Ég held, að ég hafi sjaldan verið bæði svona spennt fyrir og um leið hrædd við nokkurt hlutverk. — Hvernig heldurðu að fólk taki þessu leikriti? — Ég veit ekki, en það verð ur gaman að sjá það. Aftur á móti höfum við leikararnir allir mjög gaman af því, og það virðist vaxa eftir því sem maður fæst oftar við það, en svo er oft með góð leikrit. — Snarpasta Framhald af bls. 12 ið. Því að helmingi þjóðar- innar finnst það „andleg á- reynsla" að vera að hugsa um stjórnmál. Þar skilur á með okkur og Norðmönnum. En um úrslitin vil ég ekk- ert segja annað en það, er mér finnst líklegt að stjórnar skipti verði í Noregi bráðum. Það heyrist oft, að verka- mannastjórn hafi setið of lengi (30 ár) og þessvegna sé reynandi að fá eitthvað ann- að. Þetta segir unga fólkið, sem vill alltaf fá nýja melo- díu. En þungbúnir meðlimir borgaraflokkanna segja: — „Gerhardsen har sittet for lenge“, umfram það segja þeir fátt. — Líkaega kveður Gerhard sen stjórnarstöðulinn bráð- lega. Akranesi, 4. september: — KLUKKAN 8,45 fór rafmagn af og öll ljós slokknuðu hér í bæ í gærkvöldi. Klukkan 9,20 kom raf magnið aftur. — Oddur. Straumar heitir danshljómsveit BORGARNESI, 4. sept. Strauimar heitir danslhljóimsveit sem spilað hefur í Borgarfjarðar- héraði í sumar og ætlar hún næstkomandi sunnudagslkvöld að leilka í samkomuhúsi Njarðvíkur. Hljóimsveit þessi fór fyrst af stað som skóilahljóimsrveit Sa'mivinnu- skólans sl. vetur og hafa þeir fé- lagar haldið saman síðan og spil- að eins og fyrr segir hér í héraði í sumar við miklar vinsældir. Fróttaritari MW. varð þess að- í stuttu máli njótandi að blusta á hljómsveit- ina spila og fannst hormm þeir ekki hafa lægra að aðrar slíkar 'hiljómsiveitir. 1 hljómsveitinni eru Sigurður Halldórxson með sólógítar, MetJh-usailem Þóriöson með bassa, Jón B. Stefánsson með tromanu og Jóhann G. Jóhanns- son með rytmagítar. Alliir em piltarnir 19 ára. — Hörður. Hljómsveitin Straumar. Talið frá Jóhann S. Jóhannsson, Sigurður ÞórLsson. vinstri: Jón B. Ilalldórsson og Stefánsson, Methusalem Kairo, 4. september NTB. @ Sextán manns biðu bana og tugir annarra sæirðust í átökum lögreglu og fiski- mainna í bænum Damietta á Miðjarðarbafsströindinm, u.þ.b. 210 km norðaustur af Kairo. Af því er segir í opinberum fregnum af þessum atiburði átti hann hvergi skylt við pólitískar æsingar — heldur kom til átaikanna etftir að strandgæzlumaður einn skaut til bana ólöBblýðinn fiski- manin er var að draga sér í soöið á bannsvæði rétt uppi •í landisbeinum. Til sölu vegna brottflutnings af landinu m.a.: fatnaður, kven- og barna, Kelvínator ísskápur og sjálfvirk þvottavél, stór pálmi, barnajárnrimlarúm, róla, og statív bílstóll, 2 ferðatæki, annað fyrir bíl, dúkkuvagn og nýr Petegree bamavagn, lítið borð og stólar, skuggamyndasýningarvél, tjald o. m. fl. Til sýnis í dag og næstu daga uð Goðheimum 12, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.