Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 32
SIMI 31180 201. tbl. — Sunnudagur 5. september 1965 \T1 1 1 TVÖFALT EINANGRUNARGLER 20ára reynsla hérlendis Gott veöur á miöunum FKEMBR óhagstætt veður var á síldarmiðunum fyrir Austfjörð- um á föstudagskvöld og aðfara- nótt laugardags, en við Jan May- en var allsæmilegt veiðiveður og var komíð gott veður þar um slóðir í gærmorgun. Átján skip tilkynntu um afla, samtals 10.855 mál og tunnur. Þessi skip höfðu mestan afla: Bjarmi II 1500 mál, Hugrún ÍS 1500„Keflvikingur KE 1500, Sigl- firðingur 1300 tunnur og Súlan EA 1375 mál. í gærmorgun tilkynntu þessi skip um afla: Jón Kjartansson 1830 mál, Helgi Flóventsson 1361, Helgá Guðmundsdóttir 1200, Guð björg GK 732, Náttfari 680 og Guðrún Þorkelsdóttir 1112 mál. Símastour í hættu BLAÐIÐ hafði í gær tal af Kagn ari í Skaftafelli og spurði hann, hvort hlaupið í Skeiðará hefði aukizt.'Hann sagði að í vestri far veginum hefði vatnsflaumur-inn aukizí frá því í fyrradag, en það gerðist hægt og rólega. í eyztri farveginum var rennsli svipað og í fyrradag. Ragnar taldi að einn símastaur væri nú í ha/ttu, en þeir eru sjö, sem nú eru um- flotnir vatni, með 150—200 m. miliibíli. Þjoiur tekinn AÐFARANÓTT föstudags var stolið bifreið úr Reykjavík og henni ekið til Hafnarfjarðar. Þar stal ökumaðurinn svo benzíni á bifreiðina en lét ekki við svo bú- ið sitja, heldur stal annarri bif- reið þar og ók henni niður í mið- bæinn. Lögreglunni í Hafnarfirði tókst áð hafa hendur í hári þjófs- ins og reyndist hann vera ölvað- ur og Téttindalaus. Þá upplýstist einnig um þjófn- aðinn í Lagarfóssi og reyndust þjófarnir vera þeir sömu og stálu 1700 Jtrónum úr Skógafossi. Úr Lagarfössi stálu þeir 800 krónum. Akranesi, 4. september: — 2,20 METRA hátt var búið að steypa kl. 7 í morgun af hæð stórleðjugeymisins, sem byggður er í sementsverksmiðjunni. — Hann.er 25 m í þvermál og verð ur 10' m hár fullsteyptur, svo að þarna er nálega kominn 1/4 af hæðinni. — Oddur. Frú brunanum í fjósi og hlöðu að Setbergi við Hafnarfjörð. Fjós og hlaöa að Setbergi brunnu í gær Fullkomnasti bíll Hafnarfjarðar- slökkviliðsins ekki notaður KLl'KKAN 9.50 í gærmorgun var slökkviliðinu í Hafnarfirði tilkynnt um, að eldur væri laus í fjósi og hlöðu við bæinn Set- berg, sem er á mörkum Hafnar- fjarðar og Garðahrepps. Slökkvi- starfið gekk ekki greiðlega og var leitað aðstoðar slökkviliðs Reykjavíkur, sem sendi tvo bíla á vettvang. Fjósið, hlaðan og mjaltaútbúnaður á bænum evðilagöist í eldinum og 1200 hestar af heyi í hlöðunni. Ein kýr kafnaði í reyk. Slökkvistarí- inu var ólokið er blaðið fór i prentun. Tveir bílar fóru frá slökkvi- liðinu í Hafnarfirði að Setbergi, en mjög erfiðlega gekk að finna vatn til að dæla á eldinn. — Er mjög litið vatn i Garðahreppi og hefur orðið að grípa til sérstakra ráðstafana við bruna þar áður, og vatnflutningar farið fram þangað. Hins vegar vekur það undrun manna, að fuilkominn slökkviliðsbíll Hafnfirðinga með háþrýstidælum og tvö tonn af Vatnsleysi háði mönnum við sllökkvistarfið. vatni í geymum var ekki sendur á staðinn. Kl. 10.10 bað slöklkviliðið i (Hafnarf irði Reyk j aivólkiUTslökík v i - hðið að koma sér tiil aðstoðar og 'kcnm það á vettvang sikö'mim'u síð- ar með tvo bíla, bíil fyrir slöngu- lögin og annan með ful'la vatns- geyma. Var reynt að ná vatni úr leek skamimt frá Setbergi, en það tókst ektki saikir þess hve vatnið var gruggugt og siur stífl- uðust, en með 600 metra lögn í annan læk var loks hægt að dæla vatninu. Þegar Reyikjavíkurslökikviliðið koirn á vettvanig virtist eldur vera (Ljósm. S'v. Þ.) uim alilt f jósið og hlöðuna og var hann að breiðast út í heystabba, som stóðu hjá hlöðunni. Sk>kikvistarfið stóð enn yfir, er blaðið var tilbúið til prentunar í gær, og var þá ekki hægt að fá neinair upplýsirrgar um slökkvi- starfið í Hafnarfirði. Það vekur að vonum furðu manna, að slökikiviliðsimenn í Hafnarfirði hafa fyrirmæli um að nota ékki fulilkomnasta bilinn þegar eldur er laus í Garða- hreppi, en þó mun silöikkviliðið i Haifarfirði eiga að annast el>d- varnir þar. Blaðið átti I gær saimta'l við Einar Halldórsson bónda á Set- bergi, oig spuirði uim tjónið af eld- inium: Framhald á bls. 2 Bezta heimildarkvikmynd- in á EdinborgarEi átíðinni Umsagiiir blaða um Surtseyj^rkvikmyndina SURTSEYJARKVIKMYND Os- valds Knudsen, sem sýnd var ásamt mynd hans „Sveitin milli sanda“ á kvikmynd&hátíðinni í Edinborg 31. ágúst sl. hefur feng ið ákaflega góða dóma í skozkum blöðum. Var hún því sýnd tvisv ar og ætlunin að hafa sérstaka sýningu á henni í Film House í næstu viku. Scottish Daily Mail (Penny Sutherland) segir daginn eftir að kvikmyndaunnendur, sem hafi sleppt því að sjá kvikmynd- ina Cameo, sem Hollendingar buðu upp á þetta kvöld, hafi fengið sín laun í miklu meira spennandi mynd í Film House. Ein af stuttu kvikmyndununi þar hafi verið ísienzka myndin „Birth of an Islar.d", bezta heimildar- kvikmyndin á Edinborgarhátíð- inni fram að þessu. Vonist fór- stöðumenn sýningarinnar til að geta sýnt hana aftur í vikunm. Þetta sé saga eldgoss, sem hófst 1963, og sem myndaði eyjuna Surtsey. HoMywood gæti ekki með öllum sínum íburði framleitt^ neitt stórfenglegra að sjá — gufu og reykský líktust atomsprengju, fljót af sjóðandi hrauni og slög reiðrar haföldunnar. Á bak við heyrist hin rólega frásögn vis- indamannanna, sem hópuðust að þessu „miniatur" sköpunarverki og þróun jarðar. í blaðinu Scotsman segir Allen Wright í upphafi greinar sinnar, að ísland og Kúba hafi komið fram með sterkustu heimildar- kvikmyndimar á hátíðinni. Is- lenzka myndin þykir svo góð, það eigi að sýna hana aftur á föstudag. — Þó hana skorti kannski eitthvað á fágun í upp byggingu og formi, þá gefi hún ákaflega dramatíska sýningu á eldgosi í Atlantshafi, þar sem Surtsey hafi orðið til. Margar góðar myndir hafi verið teknar af eldgosumi, en þetta sé sú fyrsta sem sýni hir. voldugu átök höfuð skepnanna, þar sem öldurnar verði að hörfa fyrir bráðnum hraunstraumum. Þetta sé geysi- Jega æsandi sjón, sem verði enn þá meira spennandi við að horfa á fólk hætta sér inn í þetta viti aí eldi og gufu. ^KogwaBUtsÍM fylgir blaðinu í dag og er efnl hennar sem hér segir: 1. Flugmennirnir í Fanang. 2. Svipmynd: Arthur J. Gold- berg. 3. Endurfieddu.r brúðarslagur, — Löngu horfinn vetur, ljóð eft- ir Salvatore Quasimodo. 4. Einvígið, annar þáttur Sigurð- ar Heiðdals í flokknum: ,,Ég gekk til prestsins“. —- Hún á alían heiminn, grein um Marian Anderson. 5. Bókmenntir: Hvað heldur líf- inu í leikritum? eftir Arthur Miller. 7. Símaviðtal við Rúðrik Haralds son og hljómplötuþáttur Svavars Gests. 8. Baráttan við myrkrið, úr sögu Reykjavíkur, eftir Árna Óla 9. Eins og mér sýnist, eftir Gísla J. Ástþórsson. 10. Þankarúnir próf. Jóhanns Hannessonar og þáttur um er- lendan bókamarkað. 13. Gylfaginning, teikningar eftir Harald Guðbergsson. 14. Þrír Islenzkir dýrlingar, eftir Jónas Guðlaugsson, fyrri hluti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.