Morgunblaðið - 08.12.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1965, Blaðsíða 31
Miðvikudagur 8. des. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 31 Sjfilekof? í Slokkhólmi: Ég hefði ált að f á Hóbels- verðlaunin fyrir 30 árum Hyllir Sovétstjórnina fyrir skilningsríka afstöðu til rithöfunda Stokkhólmi, 7. des. — NTB SOVÉZKI Nóbelsverð- launahafinn í bókmennt- um, Mikail Sjolokoff, kom sjóleiðis frá Finnlandi til Stokkhólms í morgun á- samt konu sinni og börn- um. Síðar í dag efndi Sjolo- koff til blaðantannafundar, og lýsti því þar yfir, að hann væri sammála þeim, sem teldu að hann hefði átt að fá Nóbelsverðlaunin fyr ir 30 árirm. Sjolokoff hélt því og fram, að sænska akademían hefði gert marg ar skyssur í gegnum árin, er hún úthlutaði Nóbels- verðlaununum í bókmennt um. Þannig taldi hann t.d. að Leo Tolstoj hefði átt að fá Nóbelsverðiaun, en Bor- is Pasternak hefði ekki átt að hljóta þau. Þá notaði Sjolokoff tækifærið til þess að hylla Sovétstjórnina fvrir skilningsríka afstöðu hennar til rithöfunda í Sovétríkjunum. „Ég þekki ekkert dæmi þess, að sovézk stofnun hafi beitt þvingunum varðandi rithöf- unda“ sagði Sjolokoff, er hann var beðinn að segja álit sitt á þeim fregnum, að Sovétstjórnin hafi tekið fram fyrir hendurnar á ungum rit höfundum. Ér hann var að því spurður, hverju það sætti, að rithöfundar á Vesturlöndum væru oft og einatt í andstöðu við stjórnarvöld þar, en hins vegar virtust rithöfundar í Sovétríkjunum hafa algjöra samstöðu með stjórnarvöldun um, svaraði Sjolokoff að það væri sökunvþess, að vestrænir rithöfundar hefðu fullkomna ástæðu til þes að vera í and- töðu við þjóðfélagið, en hins vegar væri slíks ekki þörf í Sovétríkjunum. Fjölmargir sænskir og er- lendir blaðamenn voru á fundi þessum. Framkoma Sjolokoffs var eilítið hranaleg á fundin- um, líkt og hans mun vandi, en oft brá fyrir kímni í aug- um hans, er hann svaraði spurningunum. T.d. spurði einn blaðamannanna, hvort hann væri eiginlega kapítal- isti, úr því hann hefði haft svo miklar tekjur af bókum sínum. „Þettasýnir aðeins, að Sovét stjórnin er klókari en þið haldið", svaraði Sjolokoff. „Annars hefði ég komið til Stokkhólms á eigin lysti- snekkju". Sjolokoff kvaðst mundu nota peninga þá, sem fylgja NóbeLsverðlaunaskjalinu til ferðalaga, og þá helzt til Suð- ur-Ameríku, Ástralíu og Jap- an, og jafnvel til Bandaríkj- anna, ef einhverjir peningar yrðu eftir. Verðlaunin nema 282,000 sænskum krónum (um 2.200.000 ísl. krónum). Sjolokoff var alvarlegur í bragði, er hann ræddi um Boris Pasternak, höfund „Dr. Zívagó“, sem veitt voru Nó- belsverðlaunin 1058, en hafn- aði þeim síðar. Sjolokoff kvaðs líta á sig sem fyrsta sovézka rithöfundinn, sem Nóbelsverðlaun hlýtur, þar sem hann teldi Pasternak vera einskonar útflytjanda (emi- grant). Ekki vildi Sjolokoff útskýra nánar við hvað hann ætti með þessu, heldur endur- tók hann aðeins fyrri ummæli sín, þ.d. að Pasternak hafi ver ið hæfileikamaður, en „Dr. Zívago" væri slæm bók. Ekki vildi Sjolokoff neitt segja um ummæli Jean Paul Sartre, sem fékk Nóbelsverð- launin í fyrra, en neitaði að taka við þeim, og lét þau orð falla að Nóbelsverðlaun væru „fyrsta flokks greftrun“. Hins vegar svaraði Sjolokoff greið- lega spurningum varðandi álit sitt á skandinavískum bók- menntum og rithöfundum á borð við August Strindberg, Knut Hamsun og Sigrid Uid- set. I einu svari sínu harmaði Sjolokoff afstöðu Hamsuns á stríðsárunum. „Ég hefi lesið hann síðan ég var drengur og fallið hann vel og ég varð jafn sorgbitinn vegna þessa og Norðmenn sjálfir.“ Sjolokoff taldi auk þess, að nauðsynlegt væri að rithöfund 3r hefðu afskipti af stjórnmál um. Er hann var þá aftur spurður álits á afskiptum Mikail Sjolokoif — frelsi með skilyrðum. Sovétstjórnarinnar af ungum rithöfundum, sagði hann að^ lög Sovétríkjanna næðu til allra borgara þeirra, hvort heldur þeir væru rithöfundar eða ekki. Hann lagði áherzlu á, að stjónarvöldin í Sovét- ríkjunum gætu ekki skipt sér af störfum dómstólanna. Loks var Sjolokoff að því spurður, hvort hann hefði hitt Nikita Krúsjeff nýlega, en þeir þekkjast vel. „Vinátta okkar er með ágæt urn, en ég hefi ekki hitt hann nýlega, þar sem hann hefur verið sjúkur", svaraði Mikail Sjolokoff. Átta Nóbelsverðlaunahafar munu veita viðtöku verðlauna skjölum sínum úr hendi Gústafs Adolfs konungs á föstudag. Einn verðlaunahaf- inn gat ekki komið því við að vera viðstaddur athöfnina. Er það japanski prófessorinn Sin-Itiro Tomonaga, sem deil- ir eðlisfræðiverðlaununum með Bandaríkjamönnunum Julian Schwinger og Richard Feynman. Tomonaga var svo óheppinn að detta og brjóta nokkur rif- bein fyrir nokkrum dögum, og er nú rúmfastur. Lífeyrissjóðsfélagar hafi rétt til húsnæðisstjórnarlána Sovétstjðrnín eykur framlag til landvarna VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hélt almennan fé- lagsfund í Iðnó, sunnudaginn 28. nóv. 1965. Ræddar voru tillögur samn- lnganefndar félagsins um breyt- ingar á kjarasamningi VR, sem fellur úr gildi 31. des. nk. Formaður samninganefndar, Magnús L. Sveinsson, gerði grein fyrir tillögunum. Gera tillögurnar ráð fyrir veru legri breytingu á flokkaskipan samningsins, sem felast aðallega í tilfærslum milli launaflokka. — /Jb rófíir Framhald af bls. 30. legur glímuskálfti í leikmönnum og barist hart á bá'ða bóga. Ár- mann komst strax yíir í 11—2, en KR saxar á aftur og um miðj- an hálfleikinn standa leikar 19— 18 fyrir Ármann. Það sem eftir er hálfleiksins ná KR-ingar betri tökum á leiknum og komast í 36.29 í htéi. í seinni hálfleik Mafn misritast ÞAU mistök urðu í frétt á bak- síðu blaðsins í gær, þar sem ekýrt var frá að ungur piltur hefði missf meðvitund í síldar- geymi ,að nafn Ásmundar Magn ússonar verkstjóra síldarverk- smiðjunnar brenglaðist á tveim Ur stöðum og var hann þar kall- áður Ásbjörn Magnússon. Biður blaðið velvirðingar á þessum naistökum. Þá er farið fram á styttri vinnu- viku, auknar tryggingar í veik- indaforföllum og fleira. Voru tillögufnar samþykktar samhljóða. Formaður VR, Guðmundur H. Garðarsson, skýrði frá umræð- um, sem fram hafa farið um rétt- indi lífeyrissjóðsfélaga til lána úr hinu almenna veðlánakerfi hús- næðismálastj órnar. í tilefni af því var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: „Vegpa opinberra umræðna um, að lífeyrissjóðsfélagar skuli hélst sama spennan í leiknum. Ármenningar síga á og þegar 12 mínútur eru til leiksloka standa leikar 44—46 fyrir KR, og eru Ármenningar að sækja í sig veðrið. Þá fær Birgir örn dæmda á sig fimmtu villuna, og verður að yfirgefa völlinn, en hann hafði verið aðaldriffjöður Ármenninga og skoraði 14 stig og hirt ara- grúa af fráköstum. Hallast nú sannarlega á ógæfuhliðina hjá Ármanni og ná KR-ingar alger- um tökum á leiknum, hraðupp- hlaup þeirra fara að ganga og skora þeir Gunnar og Einar hverja körfuna af annari. Loka- tölur urðu 82 stig gegn 65, stór KR sigur eftir góða baráttu hjá Ármenningum. Ármenningar sýndu í þessum leik að þeir geta hvenær sem er hafnað sem meist- arar, þáð vantar aðeins herzlu- muninn. Enginn getur sagt fyrir hvað skeð hefði ef Birgir örn hefði náð að vera inná allan ekki hafa sama rétt til lána úr hinu almenna veðlánakerfi hús- næðismálastjórnar éins og aðrir þjóðfélagsþegnar, samþykkir fé- lagsfundur í VR, haldinn 28: nóv. 1965, að mótmæla harðlega öll- um hugsanlegum aðgerðum, sem kynnu að hafa slíka réttindaskerð ingu í för með sér. Beinir fundurinn því til stjórn- ar VR að standa á verði um hags- muni lífeyrissjóðsfélaga í þessu máli“. leikinn, og er mér næst að halda að þeim hefði tekizt að brjóta KR-liðið niður, því það sýndi svo ekki var um villst á laugardag- inn að það þolir illa mótlæti, og í sfðari hálfleik á móhi Ármanni sýndu það aftur að því er einkar lagið að „bursta“, þegar botninn er dottinn úr mótherjunum. Hjá Ármanni átti Birgir glæsilegan leik meðan hans naut við, en einnig Ingvar með 9 stig og Hall- grímur með 16 stig, gó'ðan leik. Hjá KR áttu Gunnar og Kol- beinn heiðurinn af þessum sigri, og er stjórn þeirra á samleik liðs- ins frábær. Stig KR skoruðu Einar Bollason 31, Gunnar 20, Kristinn 12, Kolbeinn 77, Gutt- ormur 6 og Þorsteinn 2. Dómarar voru Hólmsteinn Sig- urðsson og Guðmundur Þor- steinsson. Moskva, 7. des. — NTB SOVÉTSTJÓRNIN tiikynnti í dag að framiag vegna landvarna yrði hækkað um 5% fyrir næsta ár, og væri svo gert sökum ógn- ana þeirra, sem stöfuðu frá heims valdasinnum á Vesturlöndum. Á fundi Æðsta ráðs Sovétríkjanna sagði Vasili Garbuzov, fjármála- ráðherra, að fjárveiting til land varna yrði aukin um 600 milijón- ir rúbla í 13,400 milijónir. Hins vegar kvað hann svipaða hlut- fallsupphæð renna til Iandvarna miðað við niðurstöðutölur fjár- laga, eða um 12,8%. Aukningin á framlagi til land- varrta í Sovétríkjunum er hin fyrsta í tvö ár. 1964 lækkaði Sovétsitjórnin framlagið um 600 millj. rúbla fyrir árið 1905. Út- gjöld til landvarna hafa minnkað miðað við niðurstöðubölur fjár- laga úr 16,1% 1963 í 12,8% nú. Fjárlög Sovétríkjanna fyrir næsta ár eru þau hæstu í sög- unni, og nema gjöld samtals 105,000 millj. rúblna. Á fundi Æðsta ráðsins í dag sagði fjármálaráðherrann að nauðsynlegt hefði verið að auka framlag til þess að styrkja land- varnir ríkisins á tímu.m versn- andi ástands í allþjóðamálum. „Árásaröflin í heimsvaldaríkjun- um eru í uppgangi og þau reyna stöðugt að skapa ný gróðurhús styrjalda," sagði hann. Jafnframt því, sem fjárlaga- fruimvarp var lagt fyrir Æðsta ráðið gerði Nikiifai Baibakov, hinn nýbakaði yfirmaður Efna- I ha'gsóætlunarráðs rikisins, grein 'fyrir efnahagsáætlun Sovétrikj- anna fyrir árið 19G6. f mörgum iðngreinum verður framleiðslu- aukningin minnkuð frá því, sem var sl. ár, en vestrænum hag- fræðingum þykir þetta benda til þess að taka eigi nú upp ra-un- hæfari áætlunarbúskap. Gert er nú ráð fyrir 6,7% framleiðsl.u- aukningu í stað 8,1% á þessu ári. Það telst til nýmæla, að á fundi Æðsta ráðsins nú er í fyrsta sinn gert ráð fyrir spum- ir.gátíma. Er talið að spurningia- tími um utanríkismál verði lik- lega á fimmtudag, og eigi þá Andrai Gromyko utanriikisráð- herra að svara spurningum. St jórn FFSÍ skipt- ir með sér verkum HIN nýja stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslánds haf- ur skipt með sér verkum. Forseti FFSÍ var kosinn sér- staklega af þingi sambandsins. Hann _er Guðmundur H. Odds- son. Á stjórnarfundinum voru kosnir varaforsetar þeir Henry Hálfdánarson og Guðmundur Pétursson, ritari Böðvar Stein- þórsson og gjaldkeri Sverrir Guðvarðarson. Þá er rétt að geta þess, að frá- farandi forseti FFSÍ, örn Steins- son, baðst eindregi'ð undan endur kosningu, sem slíkur, þótt hann gæfi kost á sér í stjórn sain- bandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.