Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 19. des. 1965 Upprennandi Island Listdómur um sýningu a íslenzkri list í Bandaríkjunum EINN af kostunum við það að eiga heima í mikilli mið- stöð alþjóðalista er sá, að oss býðst a.m.k. stöku sinnum færi á að skoða margbreyti- legt úrval. Nú er m.a. boðið upp á íslenzka málverkasýn- ingu í safni American Federa- tion of Arts, sýningu lista- verka úr margs konar efni eftir unga ameríska Indíána í Riverside Museum, og loks sýningu indverskra lista hefð bundinna í Asia House. Ég kýs að ræða sérstaklega um íslendingana —^kki sízt vegna þess, að þetta e^íyrsta verulega yfirlitssýningin, sem hér hefur verið haldin, á verkum frá því landi, og er það sögulegur eigi síður en listrænn viðburður. Þetta skilst, þegar athugaður er ferill ísl. málaralistar, sem naumast upphófst fyrr en um aldamótin (svo sem fram kem- ur í fjörlegum og fróðlegum for- mála að myndaskránni). Þá voru einungis tveir starfandi málarar í landinu og allt fram til 1912 urðu þeir ekki nema hálf tylft manna. Smátt og smátt hættu brautryðjendurnir sér utan — fyrst til Danmerkur „móður- landsins", sem sjálf hafði í list- um dregizt aftur úr — síðan til Berlínar til þess að læra hand- brögð Evrópuskólanna. Þegar athugað er, hversu selnt er til starfa tekið og hversu nær alger einangrunin var til þess tíma, er ekki að undra að hríf- andi upprunaleika gætir mjög í verkum þessara manna. En með honum fer talsverður ofsi í mikl- um hluta verkanna, og kynni að mega rekja hann til þess, að ís- lenzk menning hafði nær ein- göngu beinzt að bókmenntum, — sem birzt hafa í Eddunum, Heimskringlu og öðrum norræn- um sögum — en myndlistinni hafði verið markaður þrengri bás, svo sem tréskurður, þannig að hinir nýju menn urðu að sækja á til þess að brjóta hug- myndum sínum braut. Og sýn- ingin sannar þennan sóknarhug. Þegar íslendingar breyttu um stefnu, brugðu þeir stýrinu skjótt eins og forfeður þeirra víkingarnir og létu vaða á súð- um. Ljóst er af sýningunni, að í myndlist fslands er fjör, afl og athafnasemi, þótt í henni gæti nokkurrar óvissu. Nú er sýning- in sjálf, líkt og sýningarskráin, full-samandregin til þess að til fullnustu sé hægt að átta sig á því tímabili, er hún tekur til, en það er h.u.b. frá upphafi þess- arar aldar til nútímans. Hér er úr æði miklu að velja, og þó að misjafn svipur sé yfir sýningunni verður að hafa það hugfast, að það er ekki nóg með að ísland kæmi seint inn í Evrópulistina og það á þeim tíma, er hún var á hverfanda hveli — impressjónist- ar að taka við af realistum 19. aldar, síðan post-impressjónistar, fauvistar, kúbistar og allir hinir — heldur hefur list þess lifað tvær heimsstyrjaldir, en í báð- um mátti ugga um örlög ey- landsins. Fimmtán verk listamanna eru sýnd og ná yfir þrjá „ættliði", frá Þórarni B. Þorlákssyni (1867 —1920) sem árið 1900 var fyrst- ur íslendinga til þess að halda einkasýningu og að eldheitum fylgjendum nútímastefnu eins og Þorvaldi Skúlasyni, Nínu Tryggvadóttur og Jóni Engil- berts, sem öll hafa háþróuð við- horf. Eldri listamennimir, sem notað hafa þykka áferð (imp- asto) og breiða myndbyggingu til þess að sýna hrikaleik norrænn- ar náttúru, munu nú á tímum þykja full-þunghendir, ekki sízt vegna þess að sum málverkanna, sem máluð eru með grófri lita- áferð, þyldu vel að vera betur hreinsuð, enda vantar flest þeirra glit (sparkle). En þau eru heið- arlega unnin, og mörg þeirra — svo sem „Kvöld í Reykjavík" með sínum óreglulegu húskumb- öldum við sjóinn, eftir Ásgrím Jónsson, og dálítið langsótt og þokkafull mynd „Stapafell" eftir Jóhannes S. Kjarval og „Á marg litum kjól“ eftir sama málara, báðar landslagsmyndir — eru heilsteypt og virðingarverð verk. Verk yngri mannanna eru miklu fjölbreyttari að stílsmáta, og má ætla að þar gæti árekstra milli áhrifa. Meðal þeirra má telja „Dagur í marz“ og „Ströndin“ eftir Eirík Smith, sem bæði minna á Hartung, fíngerð og smágerð verk eins og „Vatnið“, abstrakt landslag eftir Guð- mundu Andrésdóttur, og loks áhrifamikil verk eins og „Hrynj- andi“ og „Gustur“ eftir Jóhann- es Jóhannesson, en í báðum verkum tekst málaranum að gefa Ásgrímur Jónsson. Dyrfjöll á F ljótsdalshéraði til kynna raunverulega hreyf- ingu með hörðum útskornum formum í rúmi, Minnstum á- rangri virðast þeir málarar ná, sem heyra til annarri eða mið- kynslóðinni, og má vera að það stafi af því að þeir eru „inn á milli“ hins hefðbundna og hins nýja. í hópi þeirar féllu mér ein- ungis sjávarmyndir Gunnlaugs Schevings („Morgunn á sjó“. og „Síldarbáturinn", m.a.) Þó að þæC myndir séu klunnalega byggðar og stirðlegar, búa þær yfir sannleika sem ljær þeim vissan styrk. Fáeinar ályktanir má gera, en þær verða að vera nokkuð af ihandahófi. Svo sem títt er um allar upprennandi listhreyfingar, eru áhrifin víðasthvar augljós —• frá Múnchen-skólanum meðal eldri manna og frá Hartung, van Gogh og Gauguin meðal yngri. En það er örðugt að benda á þau með vissu, því að hin alls- ráðandi áhrif íslenzkrar veðráttu koma hvarvetna í milli og breyta því, sem hefði getað orðið Mið- jarðarhafsblátt, í ískalda jökul- liti, breyta suðrænum lithrifum í norræn og þar fram eftir. Að lok um svo það, sem furðulegast er, að af sýningunni verða ekki ráð- in nein víxlhrif milli kynslóða, éngin merki þess að hinir elztu hneigist til þeirra í miðið, né að þeir í miðið heyi sér reynslu frá hinum yngstu. Vera má, að íslendingar séu, og alHr Norð- urlandamenn, of þverlyndir til þess; má vera að tíminn sé of stuttur til þess að hugmyndirn- ar berist á milli. En það er und- arlegt engu að síður að sjá, að brautryðjandinn Kjarval málar 1960 nákvæmlega eins og hann gerði 1937, og flestir hinir fara eins að. Að öllu samanlögðu er hér einstætt tækifæri, þó að í smáu sé, til þess að athuga hina hæggengu og erfiðu framþróun þjóðlegrar listar. Robert M. Coates. ★ Glíman við dauðann Ágætur kunningi minn, sem oft hringir í mig eða send- ir Velvakanda línu, kom hingað í eigin persónu á dögunum og færði mér bók, sem hann hafði sjálfur skrifað og nýlega er komin á markaðinn. Þetta var Sveinn Sæmunds- son og bókin hans nefnist „í brimgarðinum“, fjöidi frá- sagna af svaðilförum á só. Dag- inn, sem ég kom heim með bók- ina, kom til mín gestur — og þegar hann kvaddi spurði hann, hvort ég ætti ekkert að lána sér til að lesa. Og það varð úr, að hann fór með Brimgarðinn heim með sér. • Tveimur dögum sfðar skilaði hann bókinni aftur með þeim orðum, að hún væri mjög skemmtileg: Hvort ég ætti ekki aðra eins? Því miður hef ég ekki fengið tíma til að lesa bókina til enda, en ég hef lesið nógu mikið til þess áð sjá, að viðfangsefni höf- undar eru vel valin og bókin lipurlega skrifuð — og fjörlega á köflum. Ég geri ráð fyrir að þetta verði mikið lesin bók. Sannar frásagnir og glímuna við dauð- ann á sjónum hafa alltaf verið mjög eftirsótt lestrarefni hér á landi. ★ Vinsælt lestrarefni Þetta er mjög eðlilegt, því áð líf okkar allra er ná- tengt sjósókninni: Allir þekkja einn eða fleiri, sem komist hafa í hann krappann — og íslend- ingar hafa mikla ánægju af að lesa um liðna atburði, einkum það, sem hægt er að segja, að sögufrægt sé. — Vel skrifaðar frásagnir um svaðilfarir eru líka annáð og meira en lýsing á því, sem raunverulega hefur gerzt. Þær eru verulega spenn- andi — hættulega spennandi, því að erfitt getur verið að slíta sig frá bókinni. En margar góðar sögur af þessum vettvangi eru enn óskráðar. Vonandi heldur Sveinn áfram, því að ég veit, að honum mundi ekki reynast erfitt að draga saman efni í aðra bók. Sjálfur var hann lengi á sjónum, þekkir mikinn fjölda sægárpa og kann sögur þeirra. í beinu framhaldi af þessu langar mig til a'ð gera einu bréfi í bunkanum á borðinu hjá mér skil. Það er að vísu stílað til Lesbókar, vitnað til Haga- lagða í Lesbók 3. okt. Er þar um að ræða stöku, sem höfundur bréfsins, Egill Sigurðsson frá Arnarsöfðum, segir að ekki hafi verið feðruð. Greinir hann nánar frá atvikum: „Eins og allir Breiðfirðingar vita eru miklir straumar í ' Breiðafirði. (Röstin milli Rif- girðinga og Arnarbælislanda er t.d. talinn 16—18 mílur að straumhraða). Verður sjór því oft æði úfinn á þessum slóðum. Snæbjörn Kristjánsson í Her- gilsey var eitt sinn sem oftar staddur í Flatey, er veður spillt ist snögglega. Taldi hann fló- ann ófæran. Heim þurfti hann að komast, en ákvað að fresta förinni vegna ve'ðurs. Þar hjá stóð mðaur, sem tal- aði um að flóinn væri fær, þetta væri ragmennska hjá Snæbirni, sem hlustaði á oflátunginn. Þagði Snæbjörn um stund, en vatt sér síðan að manninum og sagði: Ég hef reyn í éljum naúða jafnvel meira þér. Á landaihærum lífs og dauða leikur enginn sér. Snæbjörn mátti þar trútt um tala. Þegar hann ungur að ár- um var formaður undir Jökli sínum: Fyrir storkunarorð eins fór hann í róður — gegn vilja hásetanna. Bátnum barst á í lendingunni, fyllti fyrst og hvolfdi síðan. Drukknuð.u há- setarnir, sem með honum voru. en sjálfur var hann að hrekjast í brimgarðinum í fjórar klukku- stundir, fyrst á bátnum, en síð- an án hans. Að lokum barst hann það nærri landi, að hann náði til botns og fékk haldið sér móti útsogninu — og annar maður gat vaðið út með band um sig og náð honum. Að velkjast í brimgarðin- um svona lengi í nærri von- lausri baráttu við dauðann, má teljast ofurmannleg þrekrau teljast ofurmannleg þrekraun, enda var Snæbjörn aíburöa hraustmenni“. Kaupmenn - Kaupféliig Nú er rétti tíminn til að pánta rafhlöður fyrir veturinn. fyrir transistortæki Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.