Morgunblaðið - 19.12.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 19.12.1965, Síða 17
r SuHnuflaffur 19. des. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Tilraun, sem vert er að gera MISJAFNLEGA er spáð fyrir hinni íslenzku matvörumiðstöð, sem opnuð var nú í vikunni í London. Þessa tilraun er þó vissu lega vert að gera. Kunnugir hafa kvartað undan því tvennu, að ís- lenzkt lambakjöt væri of lítið þekkt erlendis, og þar sem því hafi verið komið girnilega á framfæri, þá hafi það ekki reynzt fáanlegt þegar síðar var eftir því spurt. Nú er ætlunin að bæta úr þessu, þar sem markaðshorfur eru taldar einna líklegastar. Um árangurinn verður ekki sagt fyr- irfram. Samkeppnin í London er hörð, og engan veginn víst, hvort við stöndum okkur í henni. Til forustu þessarar tilraunar hafa ráðist ágætir menn undir stjórn- erformennsku Ólafs O. Johnsons, stórkaupmanns, og framkvæmda- stjórn Halldórs Gröndals, veit- ingamanns. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, hefur ver- ið driffjöðurin í að hrinda þessu nýmæli í framkvæmd. Öllum nýjungum fylgir nokkur áhætta. Ef menn þora aldrei að leggja neitt í hættu, þá verður skammt komizt áleiðis. Engir aðstandend- ur þessa fyrirtækis búast við beinum gróða. Allir eru við því búnir að tapa því fé, sem fram er lagt. Ef vel tekst til, þá kann hér margt gott af að leiða. Jólaskreyting i verzlunarglugg a í Reykjavik. svo, sem allir atvinnuvegir væru komnir í kalda kol, en í hinu, að hinir mikilvægustu þeirra væru mjög aflögufærir. Á þessu herti hann enn í umræðunum um stór- iðjuna. Þá sagði hann eitthvað á þá leið, að íslendingar hefðu aldrei haft meiri möguleika til glæsilegrar uppbyggingar í land- inu en einmitt nú. Magnús Kjart- ansson, Þjóðviljaritstjóri, tók þó enn sterkara til orða. Efni máls hans var það, að við hefðum á síðustu áratugum unnið afrek í efnahags- og atvinnumálum, sem þyldu samanburð við hvern sem er. Auðvitað er hvort tveggja rétt. íslendingar hafa á síðusfu áratugum unnið meiri afrek I uppbyggingu lands sínsj en vitað er, að nokkrir aðrir hafi gert á þessu tímabili. Og staða okkar er nú, þrátt fyrir allt sem á bjátar, svo sterk, að hún hefur aldrei verið sterkari. Við höfum nú meiri möguleika til velsældar og framfara en nokkru sinni áður, einungis ef við kunnum með að fara. Þegar viðurkennt er, hve vel hefur tekizt, þá er auðsætt hvílík fásinna það er að halda því samtímis fram, að hér sé nú og hafi á ufidanförnum áratugum verið fylgt einhverri óþurftar- stefnu. Ekki er um það að villast, að reynslan hefur sýnt, að þjóð- skipulag okar er í höfuðdráttum heilbrigt, og að stefnt hefur verið í rétta átt. Grundvöllurinn of REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 18 des. ■ Sá, sem bezt hafði vit á búskap, klauf sig f rá hinum Framsóknarmenn sýnast seint þreytast á því að narta í Ingólf Jónsson. Ekki fer á milli mála, að öfundin veldur mestu um ó- hróður þeirra. í sinn hóp tala þeir um, að hart sér að þurfa að játa, *ð Ingólfur sé bezti landbúnaðar- ráðherra eftir Tryggva Þórhalls- #on! Með ólíkindum er, að hlusta m um hvað Ingólfur Jónsson þarf eð deila við landbúnaðarspek- inga Framsóknar. Ingólfur segir 6em rétt er, að bændum ríði á engu meira en að stækka bú sín, ef búin verði nógu stór og vel rekin, skapist aðstaða til að selja íslenzkar landbúnaðarvörur á er- Jendum markaði, styrkjalaust. Skiljanlegt er, að menn greini á um samkeppnismöguleika svo jiorðlægs lands við hin, sem við miklu betri veðurskilyrði búa. Hitt er með ólíkindum, sem var haldið fram af hálfu Framsókn- armanna á dögunum í umræðum é Alþingi, að síður en svo væri einhlýtt að stækka búin. Þvi fylgdi þrældómur og aðrir ann- markar. Ekki varð annað skilið ef þessum orðræðum en æskilegt væri að halda kotbúskap sem víð- est við. Ekki er furða, þó að sá Framsóknarþingmaður, sem mest vit hefur á búskap, fengi sig ekki til að fylgja flokknum í þessari fáránlegu baráttu fyrir lítil- mótleikanum. Björn Pálsson greiddi ekki atkvæði um bráða- birgðalögin um ákvörðun búvöru verðs, þó að flokksbræður hans hömuðust á móti þeim með öll- um illum látum. Þá varð Fram- ■óknarmanni að orði, að Sjálf- etæðismenn mættu láta sér í léttu rúrr.i liggja, hvað hinir fjösuðu úr því, að sá Framsóknarmanna, sem héfði jafn mikið vit á bú- skap og allir hinir samanlagt, ó- merkti orð þeirra jafn greinilega með gerðum sínum. Björn snýst gegn flokksbræðrum sínum í öllu því, sem hann hefur vit á, en er þeim trúr og dyggur í því, sem hann ekki þekkir og er það fleira en flesta mundi gruna. Ávítaður fyrir að útvega meira fé Dugnaður Ingólfs Jónssonar og frábær eljusemi við að ýta fram þeim málum, sem hann hefur tekið að sér, er kunnari en frá þurfi að segja. Ingólfur átti manna mestan þátt í setningu vegalaganna veturinn 1963, enda er enginn honum skilningsbetri á nauðsyn endurbóta á vegalagn- ingu og vegakerfi. Þegar vegalög- in voru sett varð það að ráði, að halda í fjárlögum ákveðinni upp- hæð til vegamála. Enginn ágrein- ingur er um það, að úr þeirri fjárhæð mátti ekki draga. En þegar sýnt varð, að bæta þurfti úr halla ríkissjóðs á árinu 1964 var um það tvennt að velja, að hækka almenna skatta eða afla fjár til sérþarfa. Á þetta reyndi sérstaklega um framlagið til vega mála. Auðvitað hefði verið hægt að hækka almenna skatta og halda sama framlagi og verið hafði á fjárlögum. Hitt þótti ó- líkt skynsamlegra, að efla hina sérstöku tekjustofna, sem þegar höfðu verið ákveðnir til vega- mála og taka vegaútgjöldin alveg af fjárlögum. Hér var eingöngu um að ræða mun á aðferð, þ. á m. hvort betra væri til yfirlits. Efnislega skipti hitt öllu máli, að heildarfjárveiting til vegamála yrði ekki minni en lofað hafði verið. Ingólfur Jónsson lagði á- herzlu á efni málsins, og fékk m.a.s. fram aukningu á vegafé. Fyrir það afrek hafa ókvæðisorð Framsóknarmanna dunið á hon- um. Þeir láta eins og verra ódæði hafi ekki verið framið en að út- vega hið aukna fjármagn. Löng- unin til þess að ná sér niðri á hinum harðduglega landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, ber dómgreind Framsóknarmanna gjörsamlega ofurliði. Gáfust upp við tillögugerð Til þess að auglýsa enn betur öfund sína í garð Ingólfs, báru Framsóknarmenn þá eina til- lögu fram við afgreiðslu fjárlaga, að halda þar sömu upphæð til vegamála og verið háfði og er það lægri upphæð en aflað verð- ur samkvæmt tillögu ríkisstjórn- arinnar. í fyrra fór lítið fyrir lækkunartillögum Framsóknar- manna við fjárlögin, en því meira fyrir hækkunartillögunum. Þá vildu þeir láta hækka útgjöld um hundruð milljóna. Ef bætt var við tekjumissi, sem ríkið hefði orðið fýrir, ef Framsókn hefði tekizt að stöðva þau tekjuöflun- arfrumvörp, sem hún snerizt á móti, þá hefði hagur ríkissjóðs orðið átta hundruð til þúsund milljónum lakari á þessu ári en ella. Fyrir réttu ári fullyrtu Framsóknarmenn æ ofan í æ, að ríkissjóður mundi vel standast slíka útgjaldaaukningu og tekju- missi. Framsóknarmenn sögðu tekjuafgang undanfarinna ára smáræði miðað við þann tekjuaf- gang, sem verða mundi á árunum 1964 og 1965. Fátt sýnir betur algera fjármálaglópsku þeirra en þessar fullyrðingar. Virðingar- vert væri, ef tillöguleysi þeirra nú stafaði af því, að þeir skömm- uðust sín fyrir það, hversu full- yrðingar þeirra í fyrra reyndust gersamlega Tit í hött. Vonandi verkar þvílík skömmustutilfinn- ing eitthvað á undirvitund þeirra. En ekki hafa þeir sómatilfinningu til að viðurkenna skömm sína. Þvert á móti, þá fullyrða þeir nú, að hagur ríkissjóðs sé svo bág- borinn, að þýðingarlaust sé að bera fram einstakar breytingar- tillögur til að fylla þá botnlausu hít. Sá stóryrðavaðall á að skýla algjöru úrræðaleysi þeirra sjálfra. í hinu orðinu reyna þeir þó að afsaka eymd sína með því, að þá vanti ríkislaunaða sérfræðinga til að setja hugmyndir þeirra í fram- bærilegt form! Ofan á þetta raus bætast fullyrðingar um að láns- traust ríkisins sé orðið svo sterkt út á við, að engin vandkvæði muni á, þó að við höfnum hag- kvæmum framkvæmdum og velj- um hinn verri kost í rafmagns- virkjunum! „Hann Ingólfur sagði það!“ Vesaldóminn fullkomna Fram- sóknarmenn með því að reyna að skjóta sér á bak við um- mæli Ingólfs Jónssonar frá því í vor um Búrfellsvirkjun. Sú frammistaða Eysteins Jónssonar var þeim mun miður sköruleg, sem Ingólfur var sjálfur ekki við- staddur, heldur erlendis í emb- ættiserindum. í tilvitnaðri ræðu velti Ingólfur málum fyrir sér að hygginna manna hætti, án þess að nota stór orð um leið og hann byggði á þeim tölum um kostn- aðarmun, sem ekki verður með neinu móti fram hjá komizt. Þá er það ekki síður hlálegt að heyra Framsóknarmenn nú vitna til orða ríkisstjórnarinnar í greinar- gerð um landsvirkjunarfrumvarp ið sl. vor, að virkjun stór- fljóta landsins sé litlu meira átak hlutfallslega, en virkjun Sogsins á sínum tíma. Vafalaust er þetta rétt, því að þá er einmitt byggt á þeirri forsendu, að unnt sé að selja nægan hluta rafmagnsins þegar í stað til stóriðju. Vill nota málið til að komast í stjórn Út yfir tekur, að Framsókn skuli ótilneydd minna á aðdrag- anda Sogsvirkjunarinnar. Ein af ástæðunum, sem af hennar hálfu voru færðar fram fyrir þingrof- inu alræmda á árinu 1931, var einmitt sú, að þá höfðu þingmenn Reykvíkinga flutt frumvarp um virkjun Sogsins. Framsókn hélt því þá fram, að með slíkum fjár- glæfrum væri hag og öryggi ríkis sjóðs og þjóðarinnar stefnt í stór- kostlegan voða! Sogsvirkjunar- frumvarpið var flutt þing eftir þing, en fékkst ekki samþykkt, fyrr en Sjálfstæðismenn voru komnir í stjórn með Framsókn. Þá var hún knúin til að láta af mótstöðu sinni. Það skyldi þó aldrei vera eitt- hvað svipað sem nú vakir fyrir Framsókn? Ætlunin sé sú, að nota stóriðjuráðagerðir til að reyna að vekja tortryggni og fjandskap í garð ríkisstjórnarinn- ar og flokka hennar, og tefja málið til þess að geta samið um það, ef Framsókn kemst í ríkis- stjórn á ný? Þá múndi hún þakka sér framkvæmdirnar og kenna öðrum um, hversu þær hefðu dregizt úr hófi! Þegar yfirlýsing Framsóknar er athuguð, sést ó- tvírætt, að þessi möguleiki er þar mjög hafður í huga. „Aldrei meiri möguleikar - afrek síðustu áratuga“ Ekki er tvískinningur komm- únista í lýsingu þeirra á efna- hagsástandinu nú minni en Fram- sóknar, þó að afstaða þeirra til sjálfrar stóriðjunnar sé alveg ó- tvíræð. Athygli hefur vakið, að Lúðvík Jósepsson hefur í öðru orðinu að undanförnu lýst því veikur Hitt væri fásinna að viður- kenna ekki, að hér er umbóta- þörf í mörgu. Grundvöllur vel- sældar okkar og framfara er of veikur. Erfiðleikarnir við að búa í þessu norðlæga eylandi eru ærn ir, þó að við hagnýtum allar auð- lindir þess. Þá blasir fyrst við hið óbeizlaða fossaafl. Virkjun stór- fljótanna hefur hingað til reynzt okkur ofurefli. Þar verður strax að virkja meira afl en við þegar í stað höfum sjálfir not fyrir. Ráðið við þeim vanda er, að selja öðrum aflið um sinn. Nú tala kommúnistar um að hyggilegra kynni að vera að leiða þetta afl til annarra landa og selja það þar. Þeir vilja ekki hafa á sama hátt sem frændur okkar í Noregi, að leita samvinnu við útlendinga um að koma upp atvinnurekstri í landinu sjálfu. Atvinnurekstri, sem Norðmejnn telja, að hafi haft úrslitaáhrif um eflingu þeirra eigin iðnaðar vegna þess lær- dóms og njargháttuðu reynslu, sem þeir öðluðust í samvinnu við erlendu sérfræðingana. Van- traustið á eigin getu okkar fslend inga er svo yfirgengilegt, að furðu hlýtur að vekja. Á því van- trausti er sú skýring helzt, að kommúnistar segi ekki hug sinn allan. Það, sem þeir óttast, er samvinna við lýðræðisþjóðir. Jafnvel þá þjóð, þar sem lýðræði er rótgrónast, svo sem í Sviss- landi. Kommúnistar mundu hins- vegar bregðast allt öðru vísi við, ef um samvinnu við Sovétmenn væri að ræða. r Atta stip; á þýðingu tækni op; hagræð- ingar Baráttan gegn hagnýtingu tækninnar er vonlaus til lengdar. Tæknin hefur þegar gjörbreytt sjávarútvegi og landbúnaði. Hver einasti skyniborinn maður sér hvílík þjóðarskömm það er, að láta vatnsaflið stöðugt renna ó- notað til sjávar. Sú var tíðin, að verkamenn í Reykjavík mót- mæltu bættum starfsháttum við uppskipun, eins og t.d. vegna kola kranans: þeir héldu, að slíkt mundi svipta þá atvinnu. Nú skilja þeir manna bezt, að hagnýt ing vélaafls, tækni og hagræðing vinnubragða er frumskilyrði fyr- ir bættum lífskjörum þeirra eins og þjóðarinnar í heild. Ómetan- legt er, að þessi skilningur hefur fengið staðfestingu í nýgerðum samningum milli vinnuveitenda og Alþýðusambands. Vonandi verður samvinnu í sömu átt hald- ið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.