Morgunblaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 17
MiSvlfcudagur 22. des. 1965 MORSUNBLAÐIÐ 17 Ævintýri Marcellusar Skálholtsbiskups >0 að margir merkir og ágæt- ir menn hafi setið að biskups- stóli í Skálholti allt frá dögum Isleifs og Gissurar á 11. öld til Jóns Vídalíns og Finsenanna á hinni 18., mun ekki leika á tveim tungum, að frægastur þeirra allra er Marcellus, sá er biskupsnafn bar á þeim forn- helga stað á árunum 1448-1460. Hann leit að visu staðinn aldrei augum, því að aldrei kom hann til íslands í biskupstíð sinni. OÞessi furðulegi maður var allt í senn útsmoginn svikahrappur og ævintýramaður, gáfumaður og snillingur. Saga hBns spenn- ir yfir flest lönd í Vestur-Evr- ópu, frá Ítalíu til Norðurlanda, þar með talið Island, og frá Þýzkalandi til Englands og Frakklands. Feril hans má marka af því, oð hann lenti fimm sinnum í fangelsi, var eitt sinn dæmdur í lífstíðardýflissu, einu sinni hengdur (að nafninu til) og bannfærður af sjálfum páfanum. En ekkert af þessu beit á hann, ekkert fangelsi hélt honum, alla ævi tókst hon- um að smjú^a um Satans garn. Þrátt fyrir allt þetta komst hann til mikilla mannvirðinga bæði hjá kirkjunni og veraldlegu valdi. Hann hafði um skeið á hendi innheimtu allra páfatekna á Norðurlöndum og erkibiskups- völd í Niðarósi, varð klanslari og einkavinur Kristjáns kon- ungs I, biskup í Skálholti til æviloka, herra af Vestmanna- eyjum og jafnvel hirðstjóri yf- ir öllu íslandi. Þessi furðulegi maður á sér því harla óvenju- lega sögu, sem kemur víða við í stórpólitík Vesturlanda um miðila 15. öldina. Sagnfræðing- ar, m.a. í Noregi og Þýzkalandi, hafa skrifað um hann lærðar ritgerðir og rakið feril hans í þeirra eigin löndum. Nú loks hafa íslendingar fengið í hendur ævisögu þessa frægá nnanns, þar sem einnig er tekið tillit til þess þáttar í sögu hans, sem snertir Island sérstaklega. Það er bók- in ,,Ævintýri Marcellusar Skál- holtsbiskups“ eftir Björn Þor- steinsson sagnfræðing, sem ný- lega er komin út hjá bókafor- laginu ,,Heimskringlu“. Þó að Marcellus biskup sé frægur víða um lönd, hygg ég «að íslendingar nú á dögum viti tiltölulega lítið um hann al- mennt. Þess er ekki heldur að vænta, þar eð fátt og lítið hef- ir verið um hann ritað hér á landi. FVrir þá, sem þessar lín- ur lesa, ætla ég því að taka hér upp það, sem um hann er rit- •að í nýjustu Danmerkursögu, þar sem aðalæviatriði hans og frægðarferill er rakinn í stór- um dráttum. (Erik Kjersgaard: Danmarks Historie V (1963) 39- 41): Merkilegastur þeirra hirðgæð inga sem Kristján konungur I hafði í þjónustu sinni, var mað- ur iað nafni Marcellus. Menn skulu ekki láta sér bregða, þótt hann kallaði sig aðals mann, því að aðalstignina hafði hann gefið sér sjálfur. Ef satt skal segja, vlar Marcellus nefnilega svikahrappur, en framabraut hans er vel þess virði að farið sé um hana nokkrum orðum. Þegar Marcellusi skaut upp í umhverfi Kristjáns I á fyrstu ríkisárum hans, átti hann þegar Isarla marglitan feril að baki. Hann var fæddur nálægt Kob- lenz við Rín og hafði á yngri árum gengið undir grámunka- reglu. Ekki leið þó á löngu, unz honum fannst slíkt líf í dauf- legra lagi. Með óbrigðulli hug- vitssemi lagði hann því út á þá braut að gerast fjárglæfra- rnaður, sveik sig áfram með fölsuðum páfabréfum og lét í veðri \»aka, að hann væri að safna fé til þess að leysa kon- unginn á Kýpur úr fangelsi hjá Tyrkjum. Sagan var nægilega fjarstæðukennd til þess að henni væri trúað. Um tíma hafði hann einnig atvinnu af því að vera njósnari fyrir fylgismenn Jóhanns Húss í Bæheimi, sam- tímis því að hann hélt æsinga- ræður á móti þeim. Þetta tvö- falda hlutverk Marcellusar s» komst þó upp, og um stundar sakir komst hann í kynni við böðulinn í Köln. Hann vfcir bundinn á stiga og hattur með djöflamyndum færður á höfuð honum. Þannig til reika var hann hafður borgarbúum til spotts og aðhláturs til sýnis und ir gálganum. Því fór fjarri, að MarcelluS væri glæframaður af venju- legri gerð. Hann var stórgáfað- ur, snillingur mætti næstum segja. Honum tókst að vinna sér traust manna með lognum frægðarsögum af sjálfum sér, og meira að segja að hialda því trausti ,þótt sannleikurinn kæmi síðar í ljós. Eftir auðmýking- una miklu í Köln sat hann fangelsi um hríð. En er biskup- inn þar í borg tók um þær mund ir krankleika allmikinn, lézt fanginn kunma vel til læknis- listar og bauð fram þjónustu sína. Og hann var svo heppinn, að honum tókst að lækna hinn tigna sjúkling. Fyrir það fékk hann að launum prestakall, sem hiann taldi þó neðar virðingu sinni að þiggja. Litlu síðar hélt hann til Rómar á fund páfa, og þar hafði hann heppnina einnig með sér. Páfi gerði hann að inn heimtumanni allra kirkjutekna á Norðurlöndum og veitti hon- um biskupsembætti í Skálholti (1448). Marcellus kom til Dianmerk- ur 1449, um þær mundir sem Kristján I. náði konungdómi yf- ir Noregi. Hann hélt á loft föls- uðum embættistitlum og fylgdi konungi til krýningarinnar í Nið arósi. Þá stóð svo á, að erki- biskupsembættið var laust, og komst Marcellus að þeirri niður- stöðu, að þar væri staða við sitt hæfi. Með því að heita konungi páfahylli og miklum fríðindum 'af páfa hendi fékk hann kon. ung til að styðja kjör sitt, og að því búnu hélt hann sigurviss til hirðar páfa til að ganga frá mál um sínum. En er til Rómar kom, brá honum í brún, því að þar gat að líta nafn hans á kirkjudyrum borgarinnar með- al þeirra, sem lýstir voru í banni kirkjunnar. Hann tók það ráð að flýja þegar í stað úr borginni. En á hinn bóginn þorði hann ekki að koma aftur tómhentur á fund konungs. Hafði hann því viðstöðu i Köln á heimleiðinni í því skyni að sýna þar og auglýsa páfabréf. Grunur lék á um gildi bréfa þessara og sveinar Kölnar- biskups gerðu honum heimsókn í gistihús hans, komust að hinu sanna um ferðir hans og fangels- uðu hann um stundarsakir. Þeg- ar Marcellus náði loks til Dan- merkur, beið hans þar enn hremmilegri niðurlæging. í Kaup mannahöfn hitti hann Henrik Kaldajárn (Kalteisen), lærðan þýzkan guðfræðing, sem páfinn var þá nýbúinn að veita erki- biskupsembættið í Niðarósi. í fundi þeirra fólst sá beizki brodd ur, að Henrik hafði séð Marcell- us einu sinni áður, — nefnilega bundinn á stiga undif gálgan- um í Köln. Strokumunkurinn bar ekki höfuðið hátt þessa daga, en Kaldajárn hélt óhindraður leið- ar sinnar til Þrándheims. Ekki leið þó á löngu, unz Marcellus hafði aftur komið sér í mjúk- inn hjá Kristjáni konungi Hann fékk leyfi til að hefna sín á Kölnarbúum með því að láta leggja hald á eignir Kölnarkaup manna í Danmörku. Upp úr því höfðust miklar birgðir af Rínar- vínum, en jafnframt margra ára deilur milli Kristjáns konungs I og hinnar voldugu Hansaborgar. Auk þess breiddi Marcellus út kviksögur um það, að Kaldajárn hefði hlotið embætti sitt fyrir undirróður af hálfu Svía, og er hann var í Noregsferð í fylgd með konungi, fékk hann talið konung á að krefjast þess, að erkibiskup segði af sér embætt- inu. Kaldajárn varði sig með því að hann hefði staðfestingu páfa, en Kristján konungur lét það ekki á sig fá. „Þannig er ástatt um páfahirðina", sagði hann, „að hver sem kemur þangað með nokkra gulldúkata, getur fengið allt, sem hann lystir.“ Kalteisen varð ekki svarafátt. „Ég efast um það,“ svaraði hann, „Marcell us fór þangað líka, en fékk þó ekki það sem hann vildi“. Erkibiskupinn varð þó loks að gefast upp. En tilraunir konungs til að troða Marcellusi inn í stað hans fóru samt út um þúfur, og Marcellus varð að láta sér nægja stöðu í ríkisráðinu. Það fékk nú að njóta reynslu hans og tví- mælalauss dugnaðar og næstum því takmarkalauss óheiðarleika. Fullkomlega takmarkalaus var óheiðarleiki hans nefnilega ekki. í aðeins einú tilliti var hann áreiðanlegur: hann sveik aldrei konunginn. Hann hafði hvorki ættir né óðöl við að styðjast eins og aðalsmennirnir í ríkisráðinu, og einmitt þess vegna varð hann dæmigerður konungsþjónik Slík- ar manngerðir urðu stöðugt áhrifameiri við evrópskar kon- ungshirðir, um þessar mundir. Oftast voru þetta gáfaðir menn af lágum stigum, sem studdu í eiginhagsmúnaskyni þjóðhöfð- ingjana í því að gera þá óháða voldugum aðalsmönnum. Það var jafnvel kostur fremur en hitt að slíkir menn stóðu oft og tíð- um á ærið lágu siðferðisstigi. Utanríkismál og milliríkjasam skipti voru það svið, sem ríkis- ráðið hafði minnst um að sgja. Á þau málefni var að mestu litið sem einkamál konungs, og þar fékk Marcellus óviðjafnanlegt tækifæri til að láta gamminn geisa. Þegar hann hélt uppi vörn um fyrir Kristján I, gagnvart páfavaldinu. voru hugvitssemi hans enginn takmörk sett. Páfinn verðúr að látla sér skiljast, skrif aði hann, að konungurinn getur ekki látið stjórna sér frá Ítalíu, þar sem hann á fullt í fangi að halda við sjálfri tilveru kristin- dómsins í hinum harðbýlu lönd um sínum. Stö'ðug hætta vofði yfir, að þegnar hans hyrfu til grísk-ortódoxrar villutrúar. Pen inga væri ekki hægt að úvtega til krossferðar móti Tyrkjum, því að Kristján konungur þyrfti á öllu sínu að halda til að verja sín eigin lönd fyrir árásum heið- ingja, í baráttu við „Tatara Kurmana, Erpjóna, Mankra og Lappa“. Til skýringar skal þess getið, áð Tatarar og Kurmanar bjuggu handan Rússlands og því lítil hætta af árásum þeirra, Lappar voru hálfkristinn og einkar friðsamlegur þjóðflokkur, en Erpjónar og Mankrar voru hvergi til nema í heilbúi Marcell usar sjálfs. Stundum kom Marcellus fram sem ítalskur fegurðardýrkandi, sem kallaði alla Olympsguði til vitnisburðar um ágæti viðtak- anda bréfsins, og ekkert mann- legt vár honum óviðkomandi, jafnvel ekki gott siðferði. Þegar hinn léttúðugi kardínáli Enea Silvio Piccolomini, sem Marcell- us hafði ein sinni hitt og kynnzt persónulega, var kjörinn páfi nafninu Píus 2., óskaði Marcellus honum til hamingju og áminnti hann um- að halda sig á vegi dyggðarinnar. „Vertu hlédrægur í viðskiptum við hina gáskafullu Venus; gæt þín gagnvart hyl- dýpi nautnarinnar, og þótt þú kunnir forðum að hafa gefið þig holdinu á vald, þá láttu það ekki komast upp í vana“. Marcellus biskup fórst í sjó- slysi undan strönd Svíþjóðar snemma árs 1460, og sannaðist á honum hfð fornkveðna; að sá verður ekki hengd.ur, sem drukkna skal. f samanburði við heimshorna- manninn Marcellus eru aðrir rík- issráðsmenn Kristjáns konunugs I. heldur litlausar persónur. Þetta yfirlit um ævi Marcell- usar ætti að vera nóg til þess að gefa dálitla hugmynd um, hve geysilega litbrigðaríkt og forvitnilegt söguefni maður- inn er. Allt er þetta efni valið og því gefið líf og litur í bók Björns Þorsteinssonar. Sjálfur hefir hann lagt fram merkilegan skerf, sem aðrir hafa sneitt hjá, er ritað hafa um Marcellus. Það er afskipti hans af kirkjustjórn og öðrum málefnum íslands á því tímabili, sem hann var Skál- Framhald á bls. 16 ALFRÆDASAFN AB Ritstjóri: Jón Eyþórsson. 1. FRUMAN. Höf.: John Pfeiffer. Þýðandi: Dr. Sturla ^Friðriks- son. 2. MANNSLlKAMINN. Höf. Alan E. Nourse. Þýð.: P. V. G. Kolka, læknir og Guðjón Jóhannesson, lækn- ir. OFANGREINDAR bækur eru eru nýlega úit komnar hjé Al- merana bókafélaginu. Eru þær fyrstu baðkurnar í flokki, sem út koma undir heildarheitinu: Al- fræðasafn AB og mtun Jón Eyþórsson annaist ritstjórn verks- ins. Hér er um að ræða bóka- flokk um rauravísinidalag efni, sem upphaflega kom út á vegum tímaritsiras Life og eru ritstjórar þess meðhöfuradar að bókuraum. Þessar fyratu tvær bækur, sem út eru, komnar Fruman og Maranalikaminn, lofa sannarlega góðu um framhaldið. Þar er fjallað um vísiradaileg efni á ljiósan og akemmtilegan háitt, þannig að líklegt er að veki áhuga lesandans og hrífi hann rraeð aér. 1 Fruimunni er fjalllað um byiggingu frumunar orkumyrad- un, arfgengi, upphaf l'ífsins á jörðinni, skiptirag fruma og fjölg- un, vöðvaafl, heila- og tauga- frumiur og loks eradalokin, hrörn- un og dauða. í Mannsiikamaraum er fyrst rakin saga rannsótkna, sem mið- uðu að aukirani þekkingu manna á þessu verkfæri aradans, líikam- anum. Þá segir frá eirastaklirags- eðli og erfðum, samviranu beina og vöðva, hjarta og blóðrás, meltingu stig af stigi, hlutverki lunigraa og nýrna, skynfærum og taugakerfi og kyragimætti hor- rraónanna. í báðum bóikunum er mikill fjöildi frábærra mynda, bæði lit- rnyrada og svart hvítra, sam eru mikilsverður þáttur í framsetn- ingu efnisins og eru reyndar for- sendur þess, að hægt sé að fram- reiða það, á svo aðgengilegan hátt sem þarna er gert. En auk þess eru myndirnar hin mesta bókaprýði. Ég gæti trúað að áhugi fyrir bókum sem þessum yrði mestair hjá ungu kynslóðinni. Áhrif vís- irada og tækni á lífskjör fóiiks og atvinnu aukast stöðugt. Samfara því vex þörfin á að afla sér undirstöðuiþekkingar á ýmsum iþeim grundvallavsviðum, sem rauravísindi byggjast á. Þess vegna hafa ungliragar raú, í sam- ræmi við aldaranda þess tíma, sem hefir fóstrað þá, mjög mik- inn áhuga fyrir tæknilegum og vísindalegum efraum. Skortur bóka á íislenzku um raunvísindaleg efni hefir verið mikill þrándiur á götu við að kyrana og kenna þesisar greinar í stoólum. ílámenni þjóðarinnar og máleinangrun hefir þar valdið Okkur sérstökum erfiðleibum. Kernur þetta vel fram í því, hvensu oft skortir íslenzik orð yfir vísindaleg hugtök. f þeim tveimur bókum sem hér er vak-. in athygli á, hefir verið leitast við að ráða bót á þessu mieð því að taka upp fjölda nýyrða. Skrá yfir þau er aítast í bókun- •um með vísun til latneslkra íræðiheita. Þar er enrafremur nafna- og atriðaorðaskrá og tailin eru þar upp nokkur rit á erasku uni sömu eða hliðstæð efni og 'fjalllað er um í þessurp bókum. Það framtak Almerana bóka- félagisins, að ráðast í útgáfu þess- ara bóka, er fagnaðarefni. Ekkert hefir verið sparað til að gera þær sem bezt úr garði og með hagkvæmri samvinrau við hina erleradu eigeradur útgáfuréttar- ins, er nú hægt að bjóða þær í vönduðum íslenzkum búningi við hóflegu verði. Islenzkum ungilingum og is- lenzkum skólum verður hinn mesti feragur að þessum bóka- flokki. Mörgum skólanemenda mun þýkja þær forvitnilegar og skemmtilegur lestur. Ekki er heldur óMklegt, að þær gætu orð- ið kennurum ábending um nýjar leiðir í kennslu. Þessar bætour sýna greinilega, að sum þau við- faragsefni, sem nemeradum hefir ekki þótt sérstaklega skemmti- legt að glíma við í skólum okkar, má setja fram á lifandi og áhuga- verðan há'tt. í stað þess að vera dauð skólaspeki, verður raáms- greinin virkur þát'bur í því um- hverfi, sem nemandinn hrærist og 'höfðar þá eins og sjálfkrafa til áhuga hans og l'öngunar til að vita meira. Hver góð bók, sem skólanemendur geta fengið í heradur, greiðir götuna að þvi rraarki, að kennslan í skóilum okkar færist í það horf. Kristján J. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.