Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 30. des. 1965 fltttgtmfrfafrft Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. BERLÍN GLEYMIST EKKI 17ið og við er fólk um víða * veröld óþyrmilega minnt á það, að í Norður-Evrópu eru milljónir manna lokaðar inni í stærstu fangabúðum, sem veraldarsagan kann frá að greina. Við og við berast _ fregnir um tilraunir ein- hverra úr þessum hópi til þess að flýja ríki Ulbrichts í A-Þýzkalandi. Og enda þótt ferill Walters Ulbrichts og kumpána hans við Berlínar- múrinn sé þegar orðinn blóð- ugri en verstu böðla mann- kynssögunnar vekur hver fregn um nýtt morð við Ber- línarmúrinn jafn mikinn hrylling og sú fyrsta. Á annan í jólum var 27 ára gamall maður myrtur af morðsveitum kommúnista í A-Þýzkalandi, er hann reyndi ásamt öðrum að flýja til V- Berlínar. Leitin að frelsi frá stærstu fangabúðum heims hefur enn einu sinni kostað mannslíf og enn einu sinni • verður samvizka þeirra, sem tekið hafa sér fyrir hendur að verja ofbeldisstjórn komm únista í A-Þýzkalandi ónáðuð vegna þess að ungur maður var drepinn fyrir þá sök eina að vilja ekki lokast inni bak við múr, gaddavír og skrið- drekavarnir kommúnista. — Morðin við Berlínarmúrinn eru orðinn mörg. Sú áhætta aftrar því þó ekki að íbúar A-Þýzkalands reyna aftur og aftur að brjótast í gegn með einhverju móti. Athygli vek- ur, að hér er fyrst og fremst um ungt fólk að ræða. Greini- — legt er, að það getur ekki til þess hugsað að búa alla ævi við ófrelsi kommúnismans. Það vill heldur fórna lífi sínu en vera lokað inni í fanga- búðum Ulbrichts. Það eitt seg ir sína sögu um lífið í Aust- ur-Þýzkalandi. Orð eru í þeim efnum óþörf. PíM eru vissulega takmörk fyrir því hve lengi hægt er að þola það ástand, sem rík- ir í A-Þýzkalandi. Á sama tíma og önnur kommúnista- ríki í A-Evrópu losa um höft og bönn, auka frjálsræði og - samskipti við V-Evrópuþjóð- ir, ríkir gamaldags Stalínísk ofbeldisstjórn í A-Þýzka- landi. Það eru líka takmörk fyrir því hve lengi hægt er að horfa án aðgerða á hið stöð- uga blóðbað við Berlínarmúr- inn. Það er ekki aðeins hroða- legur vitnisburður um ógnar- stjórnina og ófrelsið í Aust- ur-Þýzkalandi. Það er svartur blettur á allri Evrópu, ögrun við hugsjónir frjálsra manna um heim allan, sem ekki verð ur þoluð til eilífðar. Sú stund mun koma fyrr eða síðar að öll Berlín og allt Þýzkaland verður frjálst á ný. Á meðan mun Berlín ekki gleymast. TEKJUR SJÓMANNA að er algengur misskilning- ur sem víða verður vart, að hinn mikli síldarafli á þessu ári hafi tryggt öllum þorra íslenzkra sjómanna geysiháar tekjur. Á það er fyrst að líta, að tiltölulega lítill hluti síldveiðiflotans hef ur náð mjög miklu aflamagni. í öðru lagi er fjöldi vélbáta um og innan við 100 tonn, sem lítt eða ekki hefur stundað síldveiðar á árinu. Það er þess vegna stað- reynd, að sá hluti sjómanna sem fyrst og fremst leggur stund á þorskveiðar með línu og jafnvel net, er fjarri því að geta talist í hópi hátekju- manna. Þvert á móti er óhætt að fullyrða að margir þess- ara sjómanna búi við lélegri kjör en fjölmargir þeir sem í landi vinna. Á það ber einn- ig að líta, að sjómannsstarfið er erfitt, áhættusamt og hef- ur oft og einatt í för með sér fjarvistir frá heimilum sjó- mannanna. Engum dylst, að það er mjög þýðingarmikið að línu- og netaveiðar verði stundað- ar af kappi framvegis sem hingað til. Hraðfrysti fiskuf- inn, sem skapar stóran hluta útflutningsverðmæta okkar, byggist að verulegu leyti á vetrarvertíðinni. Þess vegna þarf afkoma sjómannanna á hinum minni bátum að vera eins góð og trygg og frekast er kostur. Vitanlega hlýtur markaðsverð í viðskiptalönd- um okkar að ráða mestu um fiskverðið. En sjómenn og út- vegsmenn munu telja sig þurfa á töluvert hækkuðu fiskverði að halda. Er það út af fyrir sig ekki óeðlilegt, þegar á allt er litið. Hvers vegna framdi Erich Apel sjálfsmorð? — eftir IMeal Ascherson SJÁLFSMORÐ ráðamanns í Austur-Þýzkalandi hefur vakið heimsathygli. Senni- lega verður þó aldrei varp- i, að ljósi á orsakir þess, að i dr. Erich Apel, yfirmaður efnahagsráðs Austur- Þýzkalands, svipti sig lífi, að morgni 3. desember sl. Að öllum líkindum verða aldrei birtar dagbækur þær eða minnisblöð, sem hann lét eftir sig, og sagt er, að komið hafi verið til Vestur-Berlínar. Dauði hans kann þó að verða til þess, að mönnum verði ljós ara en áður, hvað gerzt hefur undanfarið í stjórn- málum Austur-Þjóðverja. Það skal haft í huga, að þótt þeir, sem hörðustum orð- um hafa farið um lifnaðar- hætti og stjórnarstefnu Aust- ur-Þjóðverja, telji tvennt bera hæst: einræði og al- menna vesöld, þá eru deilur stjórnmálamanna á milli mjög með sama blæ, hvar sem er í heiminum. Fyrir rúmri viku hélt Erich Honecker, meðlimur fram- kvæmdanefndar austur-þýzka kommúnistaflokksins, ræðu á fundi miðstjórnar flokksins, þar sem hann dveildi mjög á ráðamenn fyrir áhugaleysi. Séretáklega vék hann að menntamálum, og varð tíð- rætt um „spillta“ rithöfunda og „afvegaleidda“ stúdenta. Þessi ræða ber vitni um bar- áttu þá innan flokksins, sem þar stendur nú milli æðstu manna. Walter Ulbricht sjálf- ur er þar æðsti dómari. Fyrir tíu árum var Ulbricht fremstur í flokki hugsjóna- manna austur-þýzkra komm- únista en nú kemur hann fram á annan hátt, og minnir mest á „þjóðarföður". Stund- um reynir hann að koma fram af góðvild. Það var Ulbricht, sem hratt í framkvæmd „Lib- erman“-kerfinu, og beitti þá fyrir sig yngri, ókreddubundn ari mönnum. „Liberman“- kerfið, sem styðst frekar við afrakstur og gæði en fram- leiðslumagn einungis, er nú I talið lengra á veg komið í A-Þýzkalandi en nokkru öðru leppríki austan járntjalds. — Komast Tékkóslóvakía og Pól landi þar hvergi nærri. Einn þeirra yngri mana, sem Ul- bricht fól sérstök störf, í þessu skyni, var Apel. Samfara þessu átti sér stað nokkur breyting, sem miðaði að auknu frelsi í félags- og menntamálum. Hér er þó alls ekki um raunverulegt frelsi að ræða, og nálgast hvergi það, sem gerist á þessum svið um í Póllandi og Tékkósló- vakíu. Þúsundir manna sitja enn í fangelsum í A-Þýzka- landi, vegna stjórnmálaskoð- ana sinna. I rauninni var ekki um veru lega bót að ræða, þótt Ul- bricht hvetti opinberlega til aukins samstarfs „vel hugs- andi“ rithöfunda í báðum hlut um Þýzkalands. Ulbricht var aðeíns að gæða illa haldna hugsjónamenn smá- von. Hún leiddi þó til þess, að ákafir gagnrýnendur þjóð- skipulagsins tóku að láta skoð anir sínar í ljós í hvassyrtum, oft ruddalegum Ijóðum. — Drengir létu sér vaxa hár. Flokkurinn lét það afskipta- laust, og gekk jafnvel svo langt að leyfa prentun nekt- armynda í tímaritum, mynda, sem aldrei hefði fengizt leyfi til að birta í Vestur-Þýzka- landi. Allt þetta vakti athygli á Vesturlöndum, og því var haldið á lofti. Þær undirtekt- ir voru hörðum hugsjóna- mönnum kommúnista í Aust- ur-Þýzkalandi hins vegar ekki að skapi. f sumar var látið til skarar skríða, eftir óeirðir unglinga i Leipzig, og ósiðlegt framferði ungra „leðurjakka“ við stúlkur í Halle. Þá brá FDP, ungkommúnistahreyfing in, hart við, og fyrirskipaði, að unglingar skyldu skera hár sitt. Málgagn flokksins, „Neu- es Deutschland", sem fylgir „íhaldssömum" kommúnist- um, lét til skarar skríða gegn „óábyrgum" ungum mönnum, og fordæmdi þau áhrif, sem það taldi yngri kynslóðina verða fyrir af Vestur-Þjóð- verjum. Ulbricht hefur haft lag á að halda sig utan við allar deilur, og lofað deiluaðilum að leiða mál sín til lykta, án beinna afskipta. Því leyfði hann gagnárásunum að halda áfram. Brátt tóku þær einnig að snúast gegn rithöfundum, og þá hvað mest gegn Wolf Bierman, sem skyndilega varð aðalskotmark blaðanna. Hugsjónafræðingar gengu jafn vel svo langt, að krefjast þess að horfið yrði frá „sósíal- isma“, sem byggðist á afkomu einstaklinganna, en í þess stað stofnað „Volksstaat", alþýðu- ríki, á breiðum grundvelli. Þar var snúizt gegn þeirri stefnu, sem Erich Apel, og leiðtogi hans, Ulbricht, höfðu fylgt. Apel átti andstæðinga inn- an flokksins, en þeir leiddu hann ekki út í dauðann, og fráfall hans mun ekki hafa í för með sér, að hugsjónafræð- ingarnir fái því til leiðar kom- ið að horfið verði frá upptek- inni stefnu í efnahagsmálum. Deilan, sem leiddi til dauða hans, var deila við utankom- andi aðila: Sovétríkin. Ulbricht hefur alltaf sýnt sérstaka hæfileika í viðskipt- um sínum við Sovétríkin. — Hann er ekki sá leiksoppur sovézkra kommúnista, sem margir hafa viljað vera láta. Hann hefur leyft sér margt, án samráðs við þá, og jafn- vel óhlýðzt skipunum þeirra. Austur-Þjóðverjar njóta mjög óhagstæðra viðskiptakjara við Sovétríkin, miklu verri kjara en Pólverjar. Apel beitti sér hins vegar fyrir því, að hrá- efni, sem keypt hafa verið frá Sovétríkjunum væru hagnýtt í A-Þýzkalandi, og fullunnar vörur seldar þaðan til Vestur- landa með ágóða. Sovézkum ráðamönnum féll þessi iðja illa. óg í september sl. héldu Apel og Ulbricht til Moskvu, til að ræða málin nán ar. Þeir kröfðust báðir þess, að miðlað yrði málum. Apel hélt hins vegar fast við fyrri skoðun sína, löngu eftir að yf- irboðarar hans höfðu fallið frá henni. Hann lét ekki und- an, og að morgni 3. des. var hann að þrotum kominn. Þá var lagt fyrir hann samnings- uppkast sovézkra, og átti hann að undirrita það, samkv. skip- un framkvæmdanefndar aust- ur-þýzka kommúnistaflokks- ins og Ulbrichts. Þá skaut hann sig. Þeir í V-Þýzkalandi, sem mest ættu að vita, halda þessu fram. Staðreyndin um dauða Ap el hlýtur að vera þessi: Væri A-Þýzkaland algjörlega ósjálf- stætt leppríki, þar sem engum leyfðist að hafa eigin skoð- anir, þá væri Apel enn á lífi. Hann virðist vera fórnardýr nær einstakrar mótstöðu. — Hann var verkfæri hluta flokksins, en annar flokkshluti mun hagnast á dauða hans. A-Þýzkaland tekur nú hröð- um breytingum, sem stefna þó ekki í rétta átt, og Apel heltist úr lestinnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.