Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 5
MioviKwaagur Z7. apríl 1966 morgunblaðið 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM messuna eins og bezt var á kosið. Skátar tóku virkan þátt 1 þjónustugerðinni,- Lásu pistil- inn, guðspjallið og bænir og tóku auk þess þátt í sálma- söngnum. í upphafi guðsþjón- ustunnar mynduðu skátar fánaborg, gengu upp á sviðið og stóðu heiðursvörð í hálf- hring út frá hinum fagurlega gerða krossi. Við guðsþjónustuna unnu skátar, yngri sem eldri, skáta- heitið, eins og þeir gera jafn- an við guðsþjónustur sínar fyrsta sumardag. Eins og fyrr er getið ríkti gott andrúmsloft við guðs- þjónustuna, og fór hún hið bezta fram þrátt fyrir mann- fjöldann, sem viðstaddur var, en margir urðu að sitja á stigaþrepunum eða standa að öðrum kosti. Sagði séra Ólaf- ur, að sér hefði skilizt það á foringjum skátanna, að Há- skólabíó yrði fengið aftur und ir skátaþjónustur fyrsta dag sumars úr því svo vel tókst til. En hingað til hafa skátar, eins og kunnugt er, haft guðs- þjónustur sínar þennan dag í ýmsum hverfum borgarinnar. Hitt skapar að sjálfsögðu betra og samstilltara andrúms loft, ef sem flestir skátar geta hlýtt guðsþjónustunni undir einu þakL Geysifjölmenn skátamessa í Háskólabíó fyrsta sumardag samtali við blaðið bar séra Ólafur lofsorð á skáta fyrir einstaklega smekklegan bún- að á sviði Hásklóabíós þenn- an fyrsta dag sumars. Út- bjuggu skátarnir m.a. kross, er stóð fyrir miðju sviðsins, sitt hvoru megin við hann voru merki skáta, liljur og smárar, og að öðru leyti var sviðið skreytt á viðeigandi og smekklegan hátt. Sagði séra Ólafur, að raunverulega hefði Háskólabíó verið breytt í guðs hús þennan dag. í bíóhúsinu, sem tekur um 1200 manns, voru við guðs- þjónustuna á að gizka 1400— 1500 manns, allt frá 7 ára ylf- ingum upp í foreldra og eldri skáta. Engin ókyrrð varð í húsinu meðan á guðsþjónustu stóð og var andrúmsloftið við GEYSIFJÖLMENN skátaguffs þjónusta var haldin í Háskóla bíó á Sumardaginn fyrsta og munu þar hafa verið 1400— 1500 manns. Er þetta aff öll- um líkindum fjölmennasta guðsþjónusta, sem haldin hef- ur veriff innan húss hér á landi. Ber öllum saman um, aff mjög vel hafi tekizt til um messuna af hálfu skáta og annarra, er að henni stóðu. Prestur við guðsþjónustuna var séra Ólafur Skúlason. í Frá skátamessunni í Háskólabíó Símon í Vatnskoti „A KYNDILMESSU frostavetur- inn mikla 1881 fæddist lítill sveinn í hrímaðri baðstofu á Brúsastöðum í Þingvallasveit. Sveinninn var skírður Símon Daníel........“ Á þessum orðum hefst stutt afmælisgrein hér í Morgunblað- inu 2. febrúar 1941, er Símon Pétursson bóndi varð sextugur. í daglegu tali var hann aldrei ann að kallaður en Símon í Vatns- koti, en nú er þessi gamli kunn- ingi minn fallinn frá og verður útför hans gerð í dag frá Foss- vogskirkju. Kynni okkar Símonar í Vatns- koti urðu ekki mjög náin, en hann mun jafnan standa mér fyrir hugskotssjónum sem hirin dæmigerði sjálfstæði bóndi og hagleiksmaður eins og þeir gerð- ust hér í sveitum fyrr á árum, er allt varð að vinna í höndun- um. Hagleiksmaður var hann svo af bar, enda munu þessir eigin- leikar hans hafa komið fram þeg ar í æsku, því trésmíðar lærði hann hér í Reykjavík. Símon var mikill tækninnar maður í sér. Ég veit ekki betur að handstig- inn trérennibekkur, sem stóð í litlu smiðjunni í Vatnskoti, hafi verið hans smíði mikið til. Verk- færin smíðaði hann sjálfur. í>að lék allt í höndum hans hvort heldur voru vélar eða smíðar úr málmi og tré. Hann raflýsti bæ- inn sinn, þegar rafmagn í sveit- um var enn almennt fjarlægur draumur. Litla húsið í Vatnskoti, sem hann reisti fyrir sig og konu sína Jónínu Sveinsdóttur, var friðsæll reitur. Þar komu þau til manns fimm börnum sínum og tveim fósturbörnum. Símon var kominn ytfir sextugt, er ég kynntist honum. Er ég sá hann í fyrsta skipti var kyrrt sumarkvöld við Þing- vallavatn. Þá geisaði heimsstiyrj- aldarbálið. Símon var að koma úr róðri á litla bátnum sínum. Það var ekki dauður fiskur sem hann tók upp úr bátnum, sem mér fannst hálffullur af vatni. Sprelllifandi Þingvallasilungur- inn sem gljáði á í skini kvöld- sólarinnar, og var settur beint í silungakistu. Hér áður fyrr smíð- aði Símon slika kistu á gamla Ford, sem hann átti og flutti fisk inn lifandi á markað. Þetta er eitt dæmi þess hve hugvitssamur maður Símon í Vatnskoti var. Ég hafði orð á þessu við hann um silungakistuna, er hann var bograndi yfir bátnum. Hann setti nú bátinn kjölréttan, tottaði bognu pípuna sína, brosti sínu skemmtilega og eftirminnilega brosi, — gaf mér stutt svar og eyddi þessu, — hann var hrað- mæltur nokkuð. Síðar kom ég alloft í Vatnskot og var alltaf skemmtilegt að koma þangað. Við fráfajl Jónínu breyttist öll aðstaða Símonar í Vatnskoti til átframihaldandi búsetu í Þingvalla sveit, — þar sem hann stóð eigin- lega jafnföstum fótum og sjálf Hrafnabjörg. óhugsandi finnst mér nú er leiðir skilja, að eiga aðra mynd af Símoni í Vatns- koti, en þar sem hann stendur snöggklæddur á hlaðinu heima í Vatnskoti, utan við lágreista skemmuna eða á bótskelinni sinnL lullandi undan landi glað- legur á svip, með pípuna eína, — með í baksýn hina fögru Vatns- vik og Amarfell baðað í skini kvöldsólarinnar. Sverrir Þó'rffarson. Listi Sjólf- stæðismonno n Reyðnifiiði FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- manna við hreppsnefndarkosning arnar í Reyðarfirði er þannig skipaður: 1. Arnór Þórólfsson, oddviti. 2. Stefán Guttormsson, umb.m. 3. Páll Elísson, bifvélavirki. 4. Jón Björnsson, eftirlitsim. 5. Kristinn Magnússon, kaupm. 6. Sigurjón Scheving lögrþjónn 7. Rögnvaldur J. Axelsson, járnsmiður. 8. Ólafur Þorsteinsson, vélstjóri 9. Gísli Þórólfeson, framkv.stj. 10. Elís Árnason, vélgæzlumaður 11. Sigríður Snæbjörnsdóttir, húsfrú. 12. Kristinn Briem, skritfstofum. 13. Gunnar Egilsson, verkstjóri. 14. Ingibergur Stefánsson, verzlunarmaður. Til sýslunefndar: Sigurjón Scheving, lögregluþjónn og Krist inn Magnússon, kaupmaður. Frumvarp samið um afnot bóka- safnsbóka ÁRIÐ 1963 skipaði menntamála ráðnuneytið nefnd til þess að athuga um höfundarétt rithöf- unda vegna útlána og afnota ís- lenzkra bóka í almennum söfn- um. Nefndin skilaði áliti 1964. Málið hefur siðan verið til at- hugunar hjá ríkisstjórninni. Hef ur hún nú ákveðið að undirbúa og leggja fyrir Alþingi, er það kemur saman næst, frumvarp til laga um þetta efni, er að megin- stefnu verði byggt á þeirri lög- gjöf, sem nú gildir á Norður- löndum á þessu sviði. Verður haft sa.mráð við Rithöfundasam- band íslands um samningu frum varpsins. (Frá Menntamálaráðuneytinu) Fió Fulltiúuiáði Sjúll- stæðisfélagunna í Reykjavík STARFANDI eru á vegum Fulltrúaráffs Sjálfstæffisfélaganna í Reykjavík eftirtaldar hverfaskrifstofur í borginni. Skrif- stofurnar eru opnar milli kl. 2—10 e. h. alla virka daga nema laugardaga milli kl. 1—5. VESTUR- og MIÐBÆJARHVERFI Hafnarstræti 19 Sími: 22719 NES- OG MELAHVERFI Tómasarhaga 31 Sími: 24376 AUSTUR- OG NORÐURMÝRARHVERFI Bergþórugötu 23 Simi: 22673 HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Mjölnisholti 12 Sími: 22674 LAUGARNESHVERFI Laugarnesvegi 114 Sími: 38517 LANGHOLTS-, VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegi 27 Sími: 38519 SMÁÍBÚÐA-, BÚSTAÐA- OG HÁALEITISHVERFI Starmýri 2 Sími: 38518 Rlaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Hverfisg. 1 frá 4 - 62. Ingölfsstræti Fálkagata Laugarteig Laufásv. frá 58 - 79 Laugav. 33 - 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.