Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 3
Timmtu&agur 28. apríl 1966 MORGU NBLADIÐ 3 Framboðslisti Sjálfstæðismanna í Hveragerði 1. Ólafur Steinsson 2. Stefán Magnússon 3, Georg Michelsen 4. Hans Gustafsson 5. Bjarni Xómasson 6. Sigurlaug Guðmundsd. 7. Hans Christiansen FRAMBOÐSiLISTI Sjólfstæðis- manna í Hveragerði hefur verið ókveðinn þannig: 1. Ölafur Steinsson, garðyrkju- bóndi 2. Stefón Magnússon, fram- kv.stj. 3. G-eorg Michelsen, bakari 4. Hans Gústafsson, garðyrkju- bóndi 5. Bjarni Tómasson, verkamað- ur. 6. Sigurlaug Guðmundsdóttir, húsfrú 7. Hans Christiansen, banka- maður 8. Valgarð Runólfsson, skóla- stjóri 9. Guðjón Björnsson, garð- yrkjuibóndi 10. Gunnar Björnsson, garð- yrkjubóndi í sýslunefnd: Aðalsteinn Steindórsson. Valgarð Runólfsson. Sam/ð um smíði dráttar- brautar á Akureyri Verður langstærsta dráttarbraut á landinu Akureyri, 27. apríl. MILLI kl. 3 og 4 í dag voru undirritaðir í Reykjavík samn- ingar milli Akureyrarbæjar og pólska fyrirtækisins Cekop um smíði á dráttarbraut fyrir 2000 lesta skip með einni hliðarfærslu fyrir 800 lesta skip. Verð drátt- arbrauarinnar sjálfrar er nm 17 ........, u,. Jón Ólafsson Vormót FUS í Kjós Vormót Félags ungra Sjálf- stæóismanna í Kjósarsýslu verð- ur haldið í Félagsgarði í Kjós n.k. laugardag, og hefst kl. 9 e.h. Ávörp flytja Matthías Á. Mathiesen alþingismaður, og Jón Olafsson, bóndi Brautarholti. Ríótríóið kemmtir. Happdrætti verður, og hljómsveit Bjarna Sigurðssonar leikur fyrir dans- inum. Allt Sjólfstæðisfólk er hvatt til þess að mæta. millj. kr., en hún mun kosta hingað komin um 22 millj. kr. þegar tollur og flutningsgjald hafa bætzt við. Undirbúningsvinna hér ó staðnum mun kosta 8-9 millj. kr. og samtals er þetta fyrir- tæki upp ó 30 millj. kr. enda um að ræða lengstu dráttar- braut hér ó landi. Samningana undirrituðu Pétur Pétursson fyr ir h/önd Innkaupastofnunar rík- isins, Aðalsteinn Júlíusson vita- og hafnarmólastjóri fyrir hönd Efnahagsmálastofnunarinnar og Magnús E. Guðjónsson bæjar- stjóri fyrir hönd Akureyrar- bæjar með fyrirvara um sam- þykki bæjarstjórnar. Fyrir hönd Pólverja undirritaði samninginn annar af tveimur aðalforstjórum Cekop, en af þeirra hólfu voru einnig viðstaddir pólski sendi- herrann og aðalverkfræðingur Cekop. Samningagerðina annaðist Vitamálaskrifstofan og Innkaupa stofnun ríkisins fyrir hönd hafn arnefndar Akureyrar. Pólverjar munu afhenda drótt arbrautina á tímabilinu frá 31. marz til 31. október 1967. Það er allt jórnverk, sleða spil og fleira en gert er ráð fyrir að það verið allt sett upp af heima- mönnum og þeir annist einnig alla undirbúningsvinnu. Áætl- að er að framkvæmdir hefjist í sumar og dráttarbraútin verði tilbúin í árslok 1967 eða snemma árs 1968. Hliðarfærslan verður fyrir eitt skip á stærð við íslenzku togarana eða hin minni kaup- skip eða þó tvö minni fiskiskip, enda er vagninn 75 metra lang- ur. Síðar mó bæta við fleiri hliðarfærslum ef henta þykir. Hinn nýi slippur verður á sama stað og só sem fyrir er og sömu undirstöður verða notaðar, en þær eru taldar mjög traustar. Einnig er ráðgert, að dýpka dokk ina inn úr bátahöfninni um 11 metra og koma upp 100-120 metra löngum bryggjukanti norð an við þá rennu svo að þar gæti legið stór hafskip án þess að trufla upptöku skipa í slippinn. Þessi framkvæmd ein sér mun kosta um 6 millj kr. Slippstöðin hf. mun taka hina nýju dráttarbraut á leigu á sama hátt og núverandi drátt- arbraut. Það sem gerir þessar fram- kvæmdir hugsanlegar eru þau loforð sem ríkisstjórnin hefur gefið hafnarnefnd Akureyrar um fjárveitingar í sambandi við framkvæmdaáætlun fyrir Norð- urland og hefur hafnarnefndin nú síðustu daga átt viðræður við iðnaðarmálaráðherra og bankastjóra Landsbankans um þann stuðning og fyrirgreiðslu. Sv. P. Óánægja með utvarpið á Síðu Holti, Síðu, 26. april. Hlustunarskilyrði útvarps hafa verið mjög slæm allt frá því að nýi sendirinn á Eiðum var settur upp, en virtust mönn um það þó heldur lagast meðan nýi sendirinn var bilaður. Virð- ist mönnum það vera ofaun vera að fela ríkisútvarpinu að starfrækja sjónvarp fyrir Reykja vík og nágrenni meðan það get- ur ekki séð öllum landsmönn- um fyrir sæmilegum útvarps- 'hlustunarskilyrðum. — Fréttaritari. BRIDGE HEIMSMEISTARAKEPPNIN í brideg fyrir sveitir hófst í gær. Keppnin fer að þessu sinni fram í borginni St. Vincent í Ítalíu og stendur til 8. maí. Að þessu sinni keppa 5 sveitir um heimsmeistaratitilinn, þ. e. sveitir frá Ítalíu, Bandaríkjun- um, Hollandi, Venezuela og Thai landi. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitir frá Hollandi, Venezuela og Thailandi keppa í heimsmeist- arakeppni. Hollenzka sveitin vann þátttökurétt með þvi að hljóta annað sætið á síðasta Ev- rópumóti, en þá sigraði ítalska sveitin, en hafði áður unnið þátt- tökurétt sem heimsmeistarar. — Venezuela kemur til keppninnar sem sigurvegari í Suður-Amer- íkukeppninni og Thailand sem sigurvegari frá Asíu. Er þetta einnig í fyrsta sinn sem sveit frá Asíu keppir í heimsmeistara- keppni. Heimsmeistarakeppni þessi er sú 14. í röðinni, en ítalska sveit- in hefur sigrað 7 sinnum í röð eða frá árinu 1957. Reiknað er með að keppnin um titilinn komi einkum til með að verða milli sveitanna frá Ítaiíu og Banda- ríkjunum. Keppnin er ákaflega erfið og eru spiluð 140 spil milli sveita. Er þessum spilum skipt í 7 20 spila lotur. Að fyrstu 20 spilunum lokn- um er staðan þessi: Holland — Bandaríkin 53—45 Ítalía — Venezuela 63—26 Venezuela — Thailand 43—33 Ítalía — Holland 72—25 SfÐUSTC FRÉTTIR: Að loknum þeim 20 spilum, sem spiluð voru í gærkvöldi, er staðan þessi: Bandaríkin — Thailand 52—31 Holland — Venezuela 46—25 Ítalía — Thailand 69—14 Sæmdur riddarakrossi FREDERIK IX Danakonungur hefur sæmt hr. Aðalstein Júlíus- son, vita- og hafnarmálastjóra, riddarakrossi Dannebrogsorð- unnar. Sendiherra Dana hefur afhent honum heiðursmerkið. (Frá Kgl. Dansk Ambassade) STÁKSTflNÁR Sainfylkingin á Seltjarnarnesi Á Seltjarnamesi var boðinn fram framboðslisti „frjálslyndra kjósemda“, og að honum standa þrír stjórnmálaflokkar, Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðuflokkur inn og kommúnistar. Frum- kvæðið að þessu framboði munu kommúnistar og Framsóknar- menn hafa haft, en fengið Al- þýðuflokksmenn á Seltjarnarnesi til samstarfs við sig. Tilgangur- inn með þessu framboði mun vera sá, að sýna alþjóð svart á hvitu, að vinstri flokkamir geti unnið saman, og ef þeir geti bar- izt sameiginíega í sveitarstjóm- arkosningum, hljóti þeir líka að geta starfað saman að stjóm þjóðmála. Seltjarnarneshreppur mun hafa orðið fyrir valinu hjá flokksforingjum Framsóknar og kommúnista sökum nálægðar sinnar við Reykjavík, þar sem búast mætti við svipuðum skoð- unum kjósenda á Seltjamarnesi og í Reykjavik, en einnág vegna þess, að stærð hreppsins er heppileg til þess að gera slíka prófkosningu og fylgjast með, en kjósendur em um niu hundmð. Ekki hafa þó allir fylgjendur þessara flokka á Seltjamarnesi verið hrifnir af ráðabreytninni, enda var þeim ráðum beitt við samningu listans, að þeir menn, sem voru í fyrstu sætum þessara flokka við síðustu sveitarstjóm- arkosningar hafa allir verið látn- ir víkja, þótt einn þeirra hafi að vísu fengizt í síðasta sætið á list- anum. Hinir hafa metið meir heimasveit sína en þessa póli- tísku tilraunastarfsemi. Fundir borgarstjóra Fundir þeir, sem borgarstjóri hefur boðað til með íbúum Reykjavíkur, hafa mælzt mjög vel fyrir. Meira að segja svo, að minni hluta flokkamir í borgar- stjóm treysta sér ekki til annars en játa, að slíkt fyrirkomulag funda sé eðlilegt og heppilegt, en vita annars ekki hvað þeir eiga um fundina að segja, nema þá helzt Framsóknarmálgagnáð, sem lafftur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Það heldur þvi fram í gær, að fundirnir séu haldnir „á kostnað borgarsjóðs“. Auðvit- að veit Framsóknarblaðið full- vel, að það fer með hrein ósann- indi, en það er nú ekki vant að láta sig muna um slíka smámund. Að sjálfsögðu em þessir fundir, eins og aðrir fundir um hin margháttuðu áhugamál borgara, kostaðir af viðkomandi áhuga- mönnum, i þessu tilfelli fjöl- mörgum borgurum Reykjavíkur, sem með frjálsum framlögum vilja styrkja það ,að íbúum höf- uðborgarinnar sé gerð sem bezt grein fyrir störfum borgarstjóm ar og efla þann meirihluta, sem bezt hefur stjórnað málefnum Reykjavíkur. Kommar klókastir Eins og bent hefur verið á hér í blaðinu virðast kommúnistar ætla að verða einna klókastir í kosningabaráttunni mú. Þeir skilja, að tilgangslaust er að halda því fram, að ekki hafi ver- ið vel haldið á málefnum Reykjavíkur síðustu árin. Þess vegna hafa þeir gripið til þess ráðs að þakka sér framgang mála, þótt allir þeir, sem til þekkja brosi auðvitað í kamp- inn. En þeir þakka sér ekki ein- ungis það sem gert hefur verið, heldur einnig það, sem meirihlut inm hefur ákveðið að gera. Þann- ig segir í ritstjórnargrein í kommúnistablaðinu i gær uni hitaveituna: „Þá þarf einnig að hraða sem mest byggingu nýju hitaveitu- geymanna á Öskjuhlið .... Allt verður að gerast, sem unnt er, tU að tryggja snurðulausan rekst ur hitaveitunnar og full not henn ar fyrir íbúa borgarinnar“. » r r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.