Morgunblaðið - 26.10.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 26.10.1966, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. okt. 1966 JISttgtittÞIafrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti ft Auglýsing.ar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. TÍMABIL LÍFSKJARA- BYLTINGAR Vandræði Wilsons Þörf nýsköpunar í verkalýðsmálum, og endur- skipulagning útflutningsatvinnuveganna í flokksráðsfundi Sjálfstæð- isflokksins, sem haldinn var fyrir rúmri viku, flutti Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, at- hyglisverða ræðu, þar sem hann ræddi eðli og orsakir ýmissa þeirra vandamála, sem stöðugt er við að etja í íslenzku þjóðlífi, og vakti jafnframt athygli á þeim ár- angri, sem náðst hefur með stefnu og störfum núverandi ríkisstjórnar frá því að hún var mynduð af Ólafi Thors í nóvember 1959. Bjarni Benediktsson sagði meðal annars um þetta stjórn artímabil: „Framleiðsla og þjóðartekj- ur hafa á þessu tímabili, þeg- ar litið er á það í heild, auk- ist örar fyrir atbeina íslenzks atvinnurekstrar heldur en á nokkru öðru jafnlöngu tíma- bili í íslandssögu, og örar heldur en með flestum öðrum þjóðum, sem við höfum spurn ir af. Þar er hvoru tveggja til að dreifa, bæði framleiðslu- aukningunni og hagstæðri verðlagsþóun mikinn hluta tímabilsins. Raunar hafa orð- ■* ið sveiflur á, en í heild má segja, að verðlagsþróunin hafi verið okkur hagstæð. Nú er því að vísu haldið fram, að þessi framleiðsluaukning, sem orðið hefur og enginn vefeng- ir, sé ekki að þakka okkar úr- ræðum. Það sé afli, það sé ný tækni, það sé hagnýting vís- inda, sem úrslitum hafi ráðið. En án frjálsræðisins, án ein- staklingsframtaksins, hefði allt þetta orðið að litlu gagni. Og einnig án atbeina ríkis- valdsins, sem við höfum fyllilega átt okkar hlut að, til þess að aðstoða einstaklinga í - öflun atvinnutækja, hefði þessi mikli auður ekki borizt hingað á land“. „Um það er deilt, að fram- leiðsla og þjóðartekjur hafa aukizt mjög ört á þessu síð- asta tímabili. Ef einungis er miðað við árabilið frá 1960 fram til 1965, má segja að þjóðartekjur á mann hafi á þessu tímabili raunverulega aukizt um sem næst þriðjung. Það er vissulega mikið á ekki lengri tíma. Öruggar heimild- ir eru fyrir því, að fjölmenn- ustu atvinnustéttir hafa frá árinu 1960 bætt hag sinn milli 33% og nokkuð yfir 40%, þ.e.a.s. fengið ríflega sinn hlut af stórauknum þjóð- artekjum. Það er því hægt að fullyrða, að þetta er eitt mesta — réttara sagt ekki einungis eitt, heldur mesta velgegnitímabil, sem almenn- ingur á íslandi hefur notið. Verið getur að einstök góð ár hafi fært með sér meiri tekju- breytingu heldur en orðið hef ur til jafnaðar á þessu tíma- bili, en slíkt góðæri hefur þá aldrei staðið svo lengi, enda er þá um algjörar undantekn- ingar að ræða, og hæpið að tala um góðæri, eins og þegar varnarliðsvinnan kom hér í upphafi seinna heimsstríðs- ins og gerði þúsundir Reyk- víkinga að matvinningum að nýju, eftir að þeir höfðu þol- að sult og harðæri atvinnu- leysistímabilsins milli 1930 til 1940“. LITLAR BREYTINGAR T agt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp um breyt ingar á áfengislögunum, sem ríkisstjórnin flytur, en þing- mannanefnd skipuð þing- mönnum úr öllum flokkum, sem kjörnir voru á Alþingi 1964, hefur samið þetta frum- varp. Efni þessa frumvarps hlýtur að valda nokkrum von brigðum, þar sem það virðist ekki gera ráð fyrir raunhæf- um breytingum til batnaðar á því ástandi, sem nú ríkir í þessum efnum. Það ákvæði frumvarpsins, að vinveitinga- húsin skuli skiptast á vínlaus- um laugardagskvöldum verð- ur að skoða sem tilraun til lausnar á því vandamáli, sem skapazt hefur vegna skorts á skemmtanaaðstöðu ákveð- inna aldursflokka en hins veg ar er líklegt að slík lausn muni skapa margvísleg önn- ur vandamál. í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir breytingu á ákvæði áfengislaganna um það hverj- um megi selja áfengi, og er aldurstakmarkið tuttugu og eitt ár eftir sem áður. Það er hins vegar öllum ljóst, að þetta aldurstakmark er engan veginn raunhæft, og hefur raunar reynzt óframkvæman- legt í reynd. Það ber því vissulega að harma það, að þingmanna- nefnd sú, sem nú hefur starf- að í tvö ár við endurskoðun áfengislaganna skyldi ekki koma fram með hugmynda- ríkari tillögur til breytinga og úrbóta en orðið hefur. GÆTIÐ BARNANNA að er vissulega þakkarvert og vel til fundið að barna verndarnefnd Reykjavíkur- borgar hefur hafizt handa um strangara eftirlit með útivist ATVINNULEYSI fer nú ört vaxandi á Bretlands- eyjum, en meginorsök þess er talin vera efnahagsað- gerðir þær, sem stjórn Wil sons, forsætisráðherra, beit ir sér nú fyrir. Mörgum kemur ekki á óvart, að svo skuli vera. Við því var búizt, og gert er ráð fyrir, að atvinnu- leysið muni enn fara í vöxt í vetur. Wilson hefur verið að því spurður á þingi, við hve miklu atvinnuleysi megi búast, en hann gat ekki gefið viðhlítandi svör. Flestir eru þó þeirrar skoðunar, að milli 500,000 og 600,000 manns muni verða án atvinnu, áður en veturinn er liðinn. I»að hefur vakið óróa margra á Bretlandseyjum, hve lausum stöðum hefur farið ört fækkandi að undanförnu. Það ástand er raunar aðeins staðfesting á því, að fram- leiðsla á mörgum sviðum dregst saman. Væri aðeins um að ræða framleiðslu vara til notkunar á Bretlandseyjum sjálfum, myndu áhyggjur stjórnmálamanna ekki vera ýkjamiklar. Hins vegar er um að ræða samdrátt í fram- leiðslu útflutningsvara. Fram leiðsla til útflutnings er þó einmitt það, sem bjarga skal fjárhag Breta, og útrýma (að lokum) atvinnuleysinu. Það er hins vegar stað- reynd, að þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi, er Wilson nú tal inn mjög tryggur í sessi. Hann getur næstum farið öliu sínu fram, með því skilyrði einu, að ráðstafanirnar auki á traust Breta erlendis, og miði að því að koma efnahagskerfi Breta aftur á réttan kjöl; Bretar geti keppt við helztu keppinauta, þá ekki sízt V- Þjóðverja. Það dylst hins vegar fá- um, sem til brezkra stjórn- mála þekkja, að vaxandi at- vinnuleysi (atvinnuleysingj- um fjölgaði um 100.000 í september einum) kemur illa við Wilson. Verkalýðsfélögin líta það ástand alvarlegum augum, og almennt er gert ráð fyrir, að þau eigi eftir að verða forsætisráðherranum erfiðara vandamál en sjálf stjórnarandstaðan. Margir innan stjórnrand- stöðunnar eru Wilson sam- barna á kvöldin. — Þau eiga nú skilyrðislaust að vera kom in heim til sín fyrir klukkan átta á kvöldin. Hefur verið dreift um borgina spjöldum, þar sem almenningur er minntur á þetta. Þessar ráðstafanir eru vissulega tímabærar. Það er háskalegt að leyfa börnum og unglingum útivist fram á kvöld. Enginn veit hvað slíkt getur haft í för með sér. Það mála um, að starfsemi og skipulag verkalýðsfélaganna þarfnist endurskoðunar. Litl- ar breytingar hafa orðið þar á, síðan á síðustu öld. Wilson hét því á sínum tíma að veita nýju blóði í æðar Bretlands. Enginn dreg- ur í efa, að honum hafi þá verið — og sé enn — alvara, Hins vegar á endurskipulagn- in ekki að fara fram í anda kommúnismans, —• Marx og Lenins. Wilson lýsti því sjálf- ur yfir á landsfundi Verka- mannaflokksins fyrir skömmu, að Marx væri ekki lengur „skapandi afl“. Wilson, forsætisráffherra Breta Það er haft á orði í Bret- landi, að Wilson hafi „stolið hugmyndum frjálslyndra“, þ.e. hann ætli sér að sigrast á Frjálslynda flokknum með því að framkvæma hugmynd ir hans. Hins vegar eru það verka- lýðsfélögin, sem starfa í anda „íhaldssamra" sósíalista, sem gera honum þar erfitt um vik. Meginvandamálið, sem brezka stjórnin á nú við að glíma, er, hvernig auka má, eins skjótt og unnt er, fjár- festingu þeirra fyrirtækja, sem framleiða til útflutnings. Hér er m.ö.o. um að ræða end urnýjun vélakosts o.fl., sem nauðsynlegt er, svo að brezk fyrirtæki fái staðizt sam- keppni erlendra fyrirtækja, sem framleiða fyrir alþjóða- markað. Þá þykir víða mikil þörf á nýtízkulegri vinnu- brögðum. Til þess, að þessu marki verði náð, þarf (í augum Wilsons) að endurskipuleggja starfshætti verkalýðsfélag- anna, á svipaðan hátt og gert var í V-Þýzkalandi. Mannfá, nær algerlega sjálfstæð verka er líka athugunarvert, sem minnzt var á á blaðamanna- fundi barnaverndarnefndar fyrir skömmu að takmarka útivist unglinga yfir 14 ára aldur. En það er rétt sem þar var sagt, að þegar búið er að venja yngri aldursflokkana við að vera ekki á rölti langt fram eftir kvöldi, kemur það frekar af sjálfa sér að eldri aldursflokkar hlíti settum reglum hvað útivist snertir. Kjarni málsins er, að börn og unglingar hafa illt eitt af því að vera úti fjarri heimil- lýðsfélög, sem lítið eða ekk- ert samband eða samstöðu hafa við stærn verkalýðssam- tök, hafa margsinnis valdið miklum vandræðum á brezka vinnumarkaðnum, með ein- hliða aðgerðum sínum. Þessi félög verða að ganga í stærri samtök, sem eru ábyrg gerða sinna í staðinn hlytu þau þá fulla vernd yfirvaldanna. Þá þykir mörgum rétt að auka hlutdeild hluthafa ein- stakra framleiðslufyrirtækja í stjórn þeirra; slíkt yrði þeim hvatning til að berjast fyrir frekari nýskipan, sem aftur leiddi til meiri hagnað- ar, fyrir þá sjálfa og þjóð- félagið. Þetta telja margir nánustu samstarfsmanna Wil- sons þýðingarmikið. Þeir telja „þjóðlegan kapitalisma“ meira virði á þessu sviði eiv gamaldags Marxisma. Eins og málin standa nú, þá á Wilson í talsverðum, og stundum miklum, erfiðleik- um, vegna þeirrar miklu skuldarbyrðar, sem Bretar hafa orðið að axla til þess að tryggja stöðugt gengi sterl- ingspundsins. Hins vegar er öllum ljóst, að felling gengis brezka pundsins yrði góður grundvöllur fyrir nýrri út- flutningssókn Breta. Þetta ráð er þó ekki eins handhægt, og margir virðast telja, því að Bretar yrðu ekki einir um að ákveða gengisfellingu. Verði gengi brezka gjaldmiðilsins ekki skert, bendir margt til þess, að stjórn Wilsons verði að veita útflutningsfyrirtækj- um þann stuðning, sem þau þarfnast, til þess að gera þau samkeppnishæf á alþjóða- markaði. Ýmsir, sem vel þekkja til forsætisráðherrans, telja, að sjálfur sé hann hlynntur síð- ari leiðinni, styrkjakerfinu. Það myndi veita honum sterk ari aðstöðu til að koma á ströngu ríkiseftirliti. Á þessu sviði fylgir Wilson enn sósíal- istum. Hann verður þá fyrst að hefjast handa við verkalýðs- félögin. Það verður vart gert, nema með sérstakri lagasetn- ingu, sem tryggir vinnufrið- inn, meðan endurskipulagn- ing atvinnuveganna fer fram. Atvinnuleysi skapar hins veg ar ekki það andrúmsloft, sem heppilegast er í þessu sam- bandi fyrir Wilson. Hins veg- er er atvinnuleysið þrátt fyr- ir allt, hættumerki, sem verka lýðsfélögin skilja, og því kann Wilson að takast að breyta starfsháttum þeirra. (Þýtt og endursagt). um sínum langt fram á kvöld. Slíkt atferli býður margvís- legum hættum heim. Það er þess vegna þýðingarmikill þáttur í uppeldi æskunnar að venja hana af göturápi á síð- kvöldum. Allir Reykvíkingar verða að taka höndum saman við barnaverndarnefnd og vinna að því að settum regl- um verði framfygt um útivist barna og unglinga. Það er fyrst og fremst í þágu æskunn ar sjálfrar og framtíðar henn- ar. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.