Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. 5 Vélabilun ollí ekki slysinu í Eyjum Rannsókn slyssins ekki Eokið MENN frá Loftferðaeft- irlitinu fóru til Vestmanna eyja í fyrradag til þess að rannsaka flugslysið, sem varð þar á miðvikudags- kvöldið, en þá fórust þrír ungir menn. Gísli EGILL Benediktsson, Gíslasonar frá Hofteigi, 31 árs og læt- ur eftir sig konu, Ásgeir Hinrik Einarsson, Jónsson- Þórður Gíslason sér vélina koma úr norðvestri og fljúga mjög lágt. Flýgur hún þá í átt að Litlahöfða og tekst að komast upp yfir svokallaða Kinn, þar sem hún hverfur sjónum hans. Telur Þórður í viðtali við Loftferðareftirlit- ið, að liðið hafi um 3—4 mín- útur, þar til hann varð var við reykjarmökk yfir slys- staðnum. KWTOL LITUHOFOI KWSSINN ÍÝNIR. SLySSTAÐlNN ar gjaldkera Sparisjóðs Ljóst er, að eftir að flug- vélin hverfur úr augsýn Þórð- ar, flýgur hún út yfir hafið og snýr við. Er hún síðan á bakaleið inn yfir eyjarnar er slysið verður og skellur hún þá í Kervíkurfjall í um 60 metra hæð yfir sjó. Hreyflar flugvélarinnar hafa verið í lagi þar til slysið var<\ Má sjá það af skurði skrúfublaðanna. Þegar flug- vélin skall í hlíðina hefur hún verið í svo til láréttri stóðu, en hallað þó örlítið eins og hún hafi verið í hægri beygju. Skrúfurnar hafa grafizt í hlíð- ina og þar var einnig mikið brak af farmi flugvélarinn- ar. Nær allt brak flugvélar- innar sjálfrar hefur hrapað fyrir björg, í sjó fram. Nótt- ina eftir slysið voru á slysstað Reykjavíkur og nágrennis, 23ja ára og Finnur Thom- as Finnsson, 22ja ára, son- ur Hjálmars Finnssonar forstjóra. . _ .,. Rannsókn slyssins er engan . veginn lokið, en hins vegar Jr~ liggur nú Ijóst fyrir, hvernig flugvélin flaug áður en slys- ið varð. Yfirheyrðir hafa ver- ið sjónarvottar að flugi vél- arinnar yfir Vestmannaeyja- kaupstað og umhverfi flug- vallarins. Ljóst er af þeim yfirheyrsl- um, að flugvéiin hefur komið úr vestri og flogið yfir flug- turninn, beygt til hægri og horfið út í sortann. Aftur kemur flugvélin yfir eyjarnar úr norðvestri og flýgur þá síðan í suðaustur og beygir í austur. Þetta er eina myndin, þeirra, sem birtast hér í blaðinu, sem tekin er daginn eft- ir slvsið. Maðurinn í úlpunni er Ingimar Sveinbjörns son flugstjóri hjá Flugfélagi fslands. Fremst á myndinni liggur önnur skrúfan, hin er lengra til hægri og ör- lítið fjær. 7 vindstig og haugabrim og var vélarbrakið með öllu horfið morguninn eftir. Eftir að Loftferðareftirlitið hafði rannsakað slysstaðinn var hlíðin hreinsuð og brak- inu steypt fyrir björg. Ekki hefur unnizt tími til að vinna úr öllum gögnum og er málið því enn í rannsókn. Slysstaðurinn er um 700 m sunnar en aðflugsleið á flug- brautina er og slysið var 50 m neðar en flugbrautin ligg- ur. Gíróáttaviti flugvélarinn- ar fannst og sýndi 215 gráður. Munar það um 90 gráðum frá legu flugbrautarinnar, sem liggur í norðvestur. Flugvél- in mun samkvæmt því hafa flogið í stefnu suðvestur. Staðurinn, sem flugvélin r akst á Kervíkurfjall. Maður- inn, sem stendur í brekk unni ofarlega stendur efst við brakið og mun flugvélin hafa runnið niður brekkuna og í sjó fram. Styrktarfélag vangefinna fær 30 þús. kr. gjöf FÉLAG austfirskra kvenna hef- ur í tilefni 25 ára starfsafmælis síns gefið Styrktarfélagi vangef- inna kr. 30 þús. Gjöf þessi var afhent framkvæmdastjóra Styrkt arfélagsins hinn 3. maí sl. af firú Önnu Johannesen, formanni Félags austfrrskra kvenna, og frú Halldóru Sigfúsdóttur, ritara þess. Þess skal einnig getið að nýlega barst Styrktarfélaginu 10 þús. kr. gjöf frá Kvenfélagi Þing vallahrepps. Styrktarfélagið þakkar þessum kvenfélögum hinar raunsnarlegu gjafir, og þá velvild og skilning á starfsemi Styrktarfélagsins, sem þær vitna um, og árnar þeim og starfi þeirra allra heilla á komandi timum. ......m m m mm - Mynd þessi er tekln beint til suðurs yfir Stakkabót, skömmu eftir siysið. Bátar ieita að braki á floti. Kiettarnir eru Stóri- og Litli-Stakkur. (Ljósmyndir: Sigur- geir Jónasson), Irlandsfa rar og aðrir okkar farþegar ÍRLANDSFARÞEGAR og utanlandsfarþegar okkar. Hin árlega skemmtun fyrir farþega okkar verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal n.k. sunnudagskvöld kl. 9. Kvöldið verður helgað ÍRLANDI og verða sýndar þaðan kvikmyndir og auk þess syngja THE DRAGOONS írska þjóðsöngva, en síðan verður dansað. Súlnasalur verður opnaður fyrir matar- gesti kl. 7. LÖIMD & LEIÐIR I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.