Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967, 19 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Kópavogsbíó. Lögreglan í St. Pauli. l»ýzk mynd. Leikstjóri: Júrgen Roland. MÉR skilst, að þetta eigi öðr- um þræði að vera „heimildar- kvikmynd“ um hið illræmda bæj arhverfi St. Pauli í Hamborg. Yfirvöldin hafa ekki undan að taka við kvörtunum frá fólki, sem hefur orðið fyrir iíkams- árásum, verið rænt fjármunum eða prettað á einhvern hátt. Það er jafnvel kvartað yfir vændis- konunum fyrir of mikinn af- greiðsluhraða við roskna menn eða ölvaða. Því þarna er gnægð vændis- kvenna, enda er víst erfitt að uppræta þá þjóðfélagsstétt víða íútlandinu og kannski ekki meira en svo æskilegt, eftir því sem Jón Kristófer kadet í hern- um segir, en hann telur að milliríkjaviðskipti mundu að mestu leggjast niður, ef gleði- konur væru ekki til staðar. Svo hlýjan faðm bjóða þær hröktum farmönnum, sem leita á þeirra náðir í einmanaleik sínum. Stúlka er nefnd Margot, og verður hún fyrir því slysi að verða ástfangin af harðsvíruð- um afbrotamanni, Brúnó Kapp að ngfni. Brúnó þess er í þann veginn að losna úr langri fang- elsisvist fyrir margháttuð afbrot og þykist eiga lögreglu- manninum Glantz grátt að gjalda, þar sem hann hafði átt manna mestan þátt í því að koma honum í svartholið. Síð- ustu dagana í fangelsinu hefur hann uppi áform um að útvega sér skammbyssu og kála Glantz, þegar hann er orðinn frjáls maður aftur. Margot unnusta Brúnós er ekki rónni vegna þessara áforma. Hún hafði jafnan trúað á sak- leysi hans, en gerði sér hins veg- ar réttilega ljóst, að sundurskot- inn lögregluþjónn mundi reyn- ast ódrjúgt búsílag til framtíð- arsambúðar þeirra. Brúnó losnar úr fangelsinu og tekur nú til óspilltra málanna að reyna að útvega sér byssu, til að slátra lögregluþjóninum. Margot víkur sér með lagi undan að útvega peninga til þess, svo að Brúnó leitar uppi vændis- konu, sem hann þekkti, lætur sem hann vilji eiga venjuleg við skipti við hana, en raunveruleg ætlun hans er að ná af henni peningum til byssukaupa. Og þegar vændiskonan snýst til varnar fjármunum sínum, lýst- ur hann hana til bana. Skömmu síðar kemur til loka- uppgjörs milli Brúnós og Glantz, og ásamt með Margot — sem skyndilega hefur glutrað niður ást sinni á afbrotamanninum — eiga þeir þátt í að leiða efnis- þráð myndarinnar til drama- tízkra og óvæntra lykta. maðurinn hætti við að kála lög- reglumanninum, þegar honum loks gafst gott tækifæri til þess. Sízt þar sem meginhluti mynd- arinnar fjallar um viðleitni hans til að ná hefndum. Líklega hefur kjarkurinn bilað á síðustu stundu, þegar á átti að herða. — Kannski hefði maður sjálfur orðið að lúta sama veikleika í hans sporum. Talsverð spenna er í mynd þessari annað kastið, og sem skemmtimynd mundi hún standa nærri meðallagi þeirra mynda, sem „Stórreykvíking- um“ gefst kostur á að skoða um þessar mundir. Ásta og Haraldur á grasaf j alli. (Ljósm. Páll). Ögmundur, Skugga-Sveinn og Ketill. (Ljósm. Páll). Dalvík 2 maí 1967. S J ÓNLEIKURINN Skugga- Sveinn eftir Matthías Joch- umsson hefur verið sýndur undanfarið á Dalvík 9 sinnum og í öll skiptin fyrir fullu húsi. Leikfélag Dalvíkur og Ung mennafélag Svarfdæla höfðu samstarf um að setja leikinn á svið. Skugga-Svein leikur Stein- grímur Þorsteinsson og er hann jafnframt leikstjórL Leiktjöld málaði Brimar Sig- urjónsson. Dalvíkingar hafa að öllu leyti annast uppsetningu leiks ins og lega allir, sem að því hafa unnið mikla þökk skil- ið fyrir frábæran dugnað við erfið skilyrði. Góð leiksýn- ing er vissulega mikil upp- lyfting í dreifbýlinu eftir snjó þungan og illviðrasaman vet- ur. Sýningum fer nú að fækka á leiknum. Afgreiðslustarf Vantar ungan mann til afgreiðslustarfa í raftækjaverzlun í Miðbænum. Helzt með gagnfræðaskólamenntun. Kaup eftir samkomulagi. Sendið nafn og símanúm- er til blaðsins fyrir 17. þ.m., merkt: „Raf- tækjaverzlun 2158.“ Þótt sumum kunni að finnst það undarlegt um þýzka mynd, þá er er þessi alls ekki sneydd húmor, þótt kaldhæðniskenndur sé hann. Hún er til dæmis ekki svo galin vændiskonan, sem tók tuttugu mörk aukreitis fyrir að spila út tilfinningum sínum. — Hversu hér er um nákvæma heim ildarkvikmynd að ræða, hefur undirritaður ekki þekkingu til að dæma um. En ég skildi aldrei almennilega, hvers vegna glæpa Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Sölubörn Sölubörn Merkjasala Slysavarnadeildarinnar INGÓLFS er í dag fimmtudaginn 11. maí — Loka- dag — Merkin eru afgreidd til sölubarna frá kl. 09.00 í dag á eftirtöldum stöðum: Mýr arhúsaskól a Í.R. húsinu, Túngötu Hafnarbúðum Austurbæj arskóla Hlíðaskóla, Hamrahlíð Álftamýraskóla Laugalæk j arskóla Breiðagerðisskóla Siysavarnahúsinu, Grandagarði Miðbæjarbarnaskóla Vörubílastöðinni, Þrótti Axelsbúð. Barmahlíð Biðskýlinu, Háaleiti Langholtsskóla Vogaskóla 10% sölulaun — Söluverðlaun — Flugferð Sjóferð 6 söluhæstu börnin fá 20 söluhæstu börnin fá flugferð í þyrlu. sjóferð út á Faxaflóa. Foreldrar hvetjið börnin til að selja merki. MP. miðstöðvarofnar Vér útvegum MP. PANEL - OFNA frá Svíþjóð með stuttum fyrirvara. Glæsileg verð. vara — hagstætt Leitið upplýsinga. Einkaumboð á íslandi fyrir: A/B FELLINGSBRO VERKSTÁDER, FELLINGS- BRO: Hannes Þorsteinsson heildverzlun Hallveigarstíg 10 — Sími 24455. Útboð Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur óskar eftir tilboði í eftirtalin atriði í 18 íbúða sambýlishús í Fossvogi: 1. Trésmiðavinnu við mótauppslátt, ásamt handlöngun, mótarif og mótahreinsun. 2. Fylling í grunn á rúmm. gjaldi. Áætlað magn 700 rúmm. 3. Handhreinsun fyrir undirstöðum. 4. Saumur, mótavír, girði og önnur smávara vegna mótasmíði. 5. Allir gluggar með ísettu plasti. 6. Mótatimbur, en félagið leggur til notað timb- ur sem það hefur, og hefur forkaupsrétt að timburleyfum samkvæmt nánara samkomu- lagi í verksamningi. 7. Þak ásamt þakjárni. Teikninga af húsinu má vitja á skrifstofu félags- ins, Laugaveg 105. Tilboð verða opnuð þriðjudag- inn 16. þessa mánaðar, á sama stað, kl. 17. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.