Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 7
Verðstöðvun Sjávardtvegur og fiskiðnaöur ’ Frumkvæði ríkisstjórnarinnar um almenna verð- etöðvun á sl. hausti hefur til þessa borið þann árang- ur, sem að var keppt: verðlag og kaupgjald hefur haldizt stöðugt. SL þrjú ár hefur verðlag hækkað minna hér á landi en áður. Má fyrst og fremst þakka það hóf- legri kauphækkunum frá og með júnísamkomulag- inu 1964 en áður tíðkaðist og nú síðast verðstöðvun- arstefnu ríkisstjórnarinnar, sem hlotið hefur stuðning eamtaka vinnuveitenda og launþega og alls almenn- ings í landinu. Verðhækkanir nndanfarinna ára. Á árunum 1960—1966 hækkaði verðlag að meðal- tali um 11% á ári miðað við vísitölu framfærslu- kostnaðar, en um 12,5% á ári, ef miðað er við vísi- tölu neyzluvöruverðlags. Á tímabilinu frá 1. maí 1965 til 1. marz 1967 hafa verðhækkanirnar þó orðið xnun minni en þetta, eða rúmlega 6% að meðaltali é ári miðað við visitölu framfærslukostnaðar og rúmlega 7% að meðaltali á ári miðað við vísitölu neyzluvöruverðlags. Allt viðreisnartímabilið hafa verðhækkanir verið mun minni en hækkun tímakaups og launatekna, svo •ð afkoma almennings hefur farið síbatnandi. Nem- ur meðalhækkun launatekna kvæntra verka-, sjó- og iðnaðarmanna um 20% að meðaltali á ári 1960— 1966. Verðhækkanir undanfarinna ára eru að nokkru leyti eðlileg afleiðing þeirrar lagfæringar á verð- kerfinu 1 landinu, sem viðreisnarstjórnin hefur beitt sér fyrir, en það var allt úr skorðum fært við valda- töku hennar. Þessi breyting var aðallega fólgin í leið- réttingu gengisskráningarinnar og afnámi uppbóta- og gjaldakerfisins 1960, en ennfremur í hlutfallslegri lækkun niðurgreiðslna og rýmkun verðlagsákvæða. Að öðru leyti hafa verðhækkanirnar siglt í kjöl- far kaupgjaldshækkana. 1 Verðhækkanir undanfarinna ára eru svo til ein- göngu bundnar við innlendar vörur og þjónustu, ef frá eru talin áhrif gengisbreytinga og afnáms uppbóta- og gjaldakerfisins. Hefur fiskur, landbún- aðarvörur og ýmiss konar þjónusta hækkað mest 1 verði. Innfluttar vörur hafa hækkað miklu minna, sumar jafnvel ekkert, og dæmi eru um, að erlendar vörur hafi lækkað í verðL Nauðsyn verðstöðvunar. Hinar miklu kauphækkanir undanfarinna ára hafa verið mögulegar vegna stóraukinna útflutnings- tekna þjóðarinnar, sem stöfuðu af góðum aflabrögð- um og hagstæðu verðlagi á erlendum mörkuðum. Þegar stórfellt verðfall varð á mörgum þýðingiar- mestu útflutningsafurðum landsmanna síðara hluta «1. árs, varð ljóst, að útflutningsatvinnuvegirnir þyldu ekki frekari hækkun framleiðslukostnaðar. Ríkisstjórnin beitti sér því fyrir almennri verð- stöðvun í landinu og fékk setta löggjöf um það efni í desembermánuði 1966. Samkvæmt heimild í verðstöðvunarlögunum hef- ur ríkisstjórnin bannað verðhækkun á allri vöru og seldri þjónustu, nema til komi samþykki hlut- ’’ aðeigandi yfirvalda, sem þó mega aðeins leyfa ó- hjákvæmilegar hækkanir, svo sem vegna hækkunar é tollverði innfluttrar vöru. Ennfremur hefur ríkistjórnirt bannað hækkun allra opinberra gjalda frá því sem var á árinu 1966, "' rtema til komi sérstakt leyfi ríkistjómarinnar. Verðstöðvunarlögin hvíla á þeirri forsendu að ekki r yerði kauphækkanir á verðstöðvunartímabilinu, þ.e. til 31. október 1967, sem geri verðstöðvun ófram- kvæmanlega. Kauphækkanir hafa ekki orðið, verðstöðvunarlög- Irt hafa verið í heiðri höfð, og almenningur hefur *'• tekið þeim vel. Þess er því að vænta, að þau nái '■ tilætluðum árangri og leiði til stöðugra verðlags i landinu. JAFNFRAMT því, að framleiðsluaukningin í sjáv- arútvegi og fiskiðnaði á undanförnum árum hefur verið meginundirstaða aukinnar velmegunar al- mennings í landinu, hefur átt sér stað stórfelld upp- bygging í þessum atvinnugreinum. Eign sjávarútvegs og fiskiðnaðar í skipum, verksmiðjum, vélum og öðr- um fjármunum hefur aukizt um rúm 50% frá árslok- um 1958 til ársloka 1966, nam á verðlagi ársins 1960 rúmlega 2,600 millj. kr. 1958, en 4,045 millj. kr. 1966. Ríkisvaldið hefur með aðgerðum sínum ýtt undir vöxt sjávarútvegs og fiskiðnaðar, m.a. með stóraukn- um stofnlánum, styrkjum til framleiðniaukningar, aukinni rannsóknastarfsemi og mörgu öðru móti, en þó e.t.v. mest með þeirri frjálsræðisstefnu, sem fylgt hefur verið í efnahagsmálum. Vegna þessa stuðnings ríkisvaldsins og áræðis og framtaks einstaklinganna hefur tekizt að hagnýta hina miklu fiskigengd undanfarinna ára þjóðinni allri til framfara. Endumýjun fLskiskipaflotans Hin nýju og glæsilegu fiskiskip, sem landsmenn hafa eignazt frá árinu 1960, hafa borið á land megin- hluta aflamagnsins. Fiskiskipaflotinn hefur stækkað meira á viðreisnartímabilinu en nokkru öðru sam- bærilegu timabilL en jafnframt hefur samsetning hans breytzt. Langflest hinna nýju skipa eru stálfiskiskip yfir 100 brúttórúmlestir að stærð, flest yfir 200 rúm- lestir, en þessi skip eru fyrst og fremst smíðuð til síldveiða. í árslok 1958 voru fiskiskip yfir 100 brúttórúm- lestir 49 að tölu. samtals 7.561 brúttórúmlest en 1. des. 1966 voru þau 181 að tölu, samtals 40.470 brúttói rúmlestir. Aukningin nemur því yfir 400%. í árslok 1966 vom svo í smíðum 34 stálfiskiskip heima og erlendis, sem flest verða afhent á þessu árL Afkastaaukning í síldariðnaði Gífurleg aukning hefur orðið á afkastagetu sildar- iðnaðarins á viðreisnartímabilinu. Hefur fjöldi nýrra sildarverksmiðja verið byggður á Austurlandi og Suð- vesturlandi og aðrar stækkaðar. Afkastageta síldarverksmiðja á Austurlandi var I érslok 1958 13.820 mál á sólarhring, en var í árslok 1965 komin upp í 36.350 máL Afkastageta síldarverksmiðja á Suður- og Vestur- landi var í árslok 1958 10.900 mál á sólarhring, en var í árslok 1965 orðin 38.500 mál. Sumarsíldveiðin hefur á undanförnum árum að lang mestu leyti verið stunduð úti af Austurlandi og mestu af aflanum skipað á land á Austfjörðum. En síðustu árin hefur verið leitazt við að nýta nokkuð afkasta- getu verksmiðjanna á Norðurlandi með því að flytja til þeirra síld að austan í sérstökum síldarflutninga- skipum, og hefur rikissjóður lagt fram fjármagn I þessu skyni. Sömuleiðis hefur verið nokkuð um síld- arflutninga til verksmiðjanna á Suðvesturlandi, en vor-, haust- og vetrarsíldveiðin þar, sem um skeiS var mjög mikil, hefur brugðizt á ný nokkur undan- farin ár. Forgöngu um þvílíka síldarflutninga höfðtt Einar Guðfinnsson og synir hans í Bolungarvík. HiMi i miffin. - U. mai 1967 A FRAMFARAI .F.TO J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.