Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 17
Framkvæmdir viðreisnarstjórnarinnar í húsnæð- ismálum hafa miðað að því: 1) að tryggja nægar og stöðugar íbúðabyggingar í landinu, 2) að hækka verulega opinber lán til íbúðabygg- inga, 3) að létta efnalitlum fjölskyldum að eignast íbúð- ir. 4) að leita úrræða til þess að lækka byggingar- kostnað. ri >að hefur lengi verið stefna Sjálfstæðisflokksins, að sem flestar fjölskyldur búi í eigin húsnæði. Nú búa um 75% allra fjölskyldna í landinu í eigin fbúðum, sem er hærra hlutfall en hjá nokkurri ann- arri þjóð, sem um er vitað. Jafnframt eru hýbýli fólks hér á landi rúmbetri og vandaðri en algengast er erlendis. íbúðabyggingar. Á árunum 1960—1966 hefur verið lokið við bygg- inu tæplega tíu þúsund íbúða á öllu landinu. Miðað við meðalfjölda fólks á hverja íbúð svarar það til húsnæðis fyrir u.þ.b. 40 þús. manns. Á sama tíma hefur fólksfjölgunin verið um 23 þús. manns. Hefur hefur margfaldast, og upphæð einstakra lána sömu- leiðis, hvort tveggja hlutfallslega miklu meira en nemur hækkun byggingarkostnaðar. Samkvæmt lögum frá árinu 1965 má lánsfjá^æð- in nú nema allt að 280 *ús. kr. á hverja íbúð. Þessi lánsfjárhæð er miðuð við vísitölu byggingarkostnað- ar 1. júlí 1964, og skal hún framvegis breytast sam- kvæmt þeirri vísitölu. En jafnframt er ákveðið, að næstu fimm árin skuli lánsfjárhæðin hækka um 15 þús. kr. á hverju ári, þó að vísitala byggingarkostn- aðar valdi ekki svo mikilli hækkun lánsfjárhæðar- innar. Lánin nema nú allt að 340 þús. kr. á hverja íbúð; Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var hámark lánsfjárhæðarinnar 100 þús. kr. á hverja íbúð, en á stjórnartíma vinstri stjórnarinnar 1956-’58 voru veitt lán á hverja íbúð þó í reynd miklu lægri. Á árinu 1962 var lánsfjárhæðin á hverja íbúð hækk- uð í 150 þús. kr. Lánskjörin eru nú almennt þannig, að lánin ei’U afborgunarlaus fyrsta árið, en greiðast síðan á 25 árum með 4% ársvöxtum og jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana, en lánin eru bundin kaup- gr eiðsluvísitölu. ' Aðstoð við efnalitlar fjölskyldur Viðreisnarstjórnin hefur beitt sér fyrir sérstök- um ráðstöfunum til að létta efnalitlum fjölskyldum að eignast íbúðir. Hafa aðgerðir hennar í þessu skyni yfirleitt verið ákveðnar að höfðu samráði við verkalýðshreyfinguna, en þessar eru hinar helztu þeirra: 1) Hærri lán til efnalítilla meðlima verkalýðsfélaga Á árinu 1965 var heimilað í lögum, að Húsnæðis- málastofnun ríkisins veiti efnalitlum meðlimum verkalýðsfélaga sérstök lán til viðbótar hinum al- mennu lánum stofnunarinnar. Skal árlega varið 15—20 millj. kr. af tekjum Byggingarsjóðs ríkis- ins í þessu skyni. Húsnæðismálastjórn ákveður lán þessi að fengnum tillögum stjórnar viðkomandi verka lýðsfélaga. Upphæð viðbótarlána þessara má nema allt að 75 þús. kr. Á árinu 1966 námu þessi viðbótarlán nær 20 millj. kr. 2) Verkamannabústaðir Hámark lánsfjárhæðar Byggingarsjóðs verka- manna út á hverja íbúð í verkamannabústöðum var Nýtízku fjölbýlishús rísa örar en nokkru sinni fyrr. því verið byggt umfram fólksfjölgun fyrir sem svar- ar 17 þús. manns, sem leitt hefur til stórfelldra bóta á húsnæðisástandinu. íbúðabyggingar á stjórnartíma bili núverandi ríkisstjórnar samsvara því nokkurn veginn, að byggt hafi verið fyrir alla íbúa kaup- staðanna Akureyrar og Hafnarfjarðar. I Jafnframt þessari miklu fjölgun íbúða, hefur með- alstærð íbúða enn aukizt nokkuð. Á árunum 1960—1966 hefur fjárfesting í íbúðar- húsnæði að meðaltali numið um 23% af allri fjár- munamyndun í landinu. Samtals hefur þjóðin á þess- um árum varið u.þ.b. 6.700 millj. kr. í íbúðabygg- ingar, miðað við verðlag hvers árs. Lán til íbúðabygginga 1 í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa opinberar lán- veitingar til íbúðabygginga aukizt meira en nokkru einni áður. Heildarupphæð árlegra lánveitinga á veg- nm Húsnæðismálastofnunar ríkisins, sem sett var á Stofn árið 1955 fyrir forgöngu Sjálfstæðisflokksins, 1 Hin mikla hækkun lánsfjárhæðar á hverja íbúð í tíð núverandi ríkisstjórnar og fjölgun veittra ián, hefur leitt til mikillar hækkunar heildarútlána hús- næðismálastofnunarinnar úr Byggingarsjóði ríkis- ins.. Frá stofnun almenna veðlánakerfisins á árinu 1955 til ársloka 1966 hafa verið afgreidd lán á þess vegum, sem hér segir: ___ 1955 27,4 millj kr. 1956 63,7 — 1957 45,7 — 1958 48,8 — 1959 34,5 — 1960 52,2 — 1961 78,0 — 1962 86,6 — 1963 91,1 — 1964 160,5 — 1965 283,4 — 1966 343,4 — Samtals 1.315,3 millj kr. á árinu 1965 hækkað upp í 450 þús. kr. Áður hafði hámarkið verið hækkað í 300 þús. kr. á árinu 1962, en í tíð vinstri stjórnarinnar lánaði byggingarsjóð- urinn 140—160 þús. kr. út á hverja íbúð. Tekjuhámark lántakanda hefur nú verið hækkað upp í 120 þús. kr. árstekjur að viðbættum 10 þús. kr. fyrir hvert barn á framfæri, úr 50 þús. kr. árstekjum að viðbættum 5 þús. kr. fyrir hvert barn í tíð vinstri stjórnarinnar. Eignahámark lántakanda hefur verið hækkað í 250 þús. kr. skuldlausa eign úr 75 þús. kr. Umrætt tekju- og eignahámark breytist nú í san»- ræmi við kaupgj aldsvísitölu. Til þess að gera byggingarsjóðnum kleift að standa undir hækkun lánanna hafa framlög sveitarfélaga og ríkissjóðs til byggingarsjóðsins verið hækkuð mjög verulega. Auk þess hefur ríkisstjörnin beitt sér fyr- ir öflun lánsfjár til byggingar verkamannabústaða. 3) 1250 íbúðir fyrir láglaunafólk Með lögum, sem sett voru á árinu 1965, var ríkis- stjórninni heimilað að láta byggja hagkvæmar, ódýr- 13. mai 1967 I Á FRAMFARALEIÐ 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.