Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 14
■ 14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1967. Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: f lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Þor-björn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. "X s BL YGÐUNARLA UST OFBELDI ATVINNU- KÚGARA 17'rétt Mbl. urn hina ósvífnu atvinnukúgun Framsókn armanna á Austfjörðum, þeg- ar kaupfélagsstjóri Fram- sóknar á Fáskrúðsfirði hótaði æskufólfci á staðnum brott- rékstri úr vinnu hjá kaup- félaginu, ef það tæki þátt í stofnun félags ungra Sjálf- stæðismanna á staðnum, hef- ur vakið alþjóðarreiði og þetta athæfi hefur verið for- dæmt af öllum almenningi, hvar í flokki sem hann stend ur. Tvennt er sérstaklega at- hyiglisvert við þennan at- burð. í fyrsta lagi gerist þetta á Austurlandi, þar sem veldi Framsóknarflokksins hefur í áratugi verið mikið og ein- mitt á þeim stað, Fáskrúðs- firði, þar sem tök Fram- sóknarmanna á atvinnutæbj- unum eru sterkust. Hér er ekki um neitt einsdæmi að ræða, 'því að þannig hafa Framsóknarmenn misnotað aðstöðu sína innan sam- vinniúhreyfingarinnar um langt árabil, en hins vegar hrýs mönnom hugur við því, að slíkt skuli gerast á árinu 1967. Þessi atburður sýnir, að enn hefur gamla Framsókn- arafturhaldið öU tök í sam- 'vtinnuhreyfingunni og skirrist eíkki við að beita þeim tök- um á þann veg, að öllu heið- arlegu fóllki hlýtur að of- bjóða slófct framferði. í öðru lagi hafa vakið sér- staka athygli ummæli kaup- félagsstjórans og sveitar- Stjórans, sem jafnframt er einn helzti forustumaður Framsóknar á staðnum, í við- tali vdð Mbl. í ummælum beggja þessara manna kem- ur fram svo blygðunarlaust ofstæki og pólitískt svart- nætti að næsta ótrúlegt er, að slíkt hugarfar skuh fyrir- finnast á íslandi á því herr- ans ári 1967. Kaupfélagsstjór- inn segir: „.... ef á að nota kaupfélagið, sem áróðursstöð fyrir fhaldið þá er mér að mæta. Ef á að fara að reka áróður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í kaupfélaginu og ala þar upp eitthvert pólitískt hreið- ur, hvað á ég þá að gera við fólfcið? Ef á að rækta upp Sjálfstæðisflokkinn af starfs- láðinu hjá mér þá rek ég það eða fer sjálfur.“ Já, hvað á vesalings maðurinn að „gera váð fiólíkið“, ef það leyfir sér að hafa sjálfstæðar skoðanir? Oddviti Framsófcnar á staðnum segir: „Við skulum segja að kaupfélagsstjórinn hafi þrúgað tvær tii þrjár manneskjur...í þessum orðum felst sú blygðunar- lausa ósvífni, að það sé svo sem ekkert til þess að gera veður út af þótt „tvær tii þnjár mannesikjur“ séu kúigað ar til þess að hafa ebki sjólf- stæðar skoðanir með því að hóta atvánnumissi. Hér er um slíkt huigarfars- legt svartnætti að ræða, að menn þurfa að láta segja.sér slílkt tvisvar, en þessi um- mæli voru viðhöfð við blaða- mann Mbl. eftir að hann hafði skýrt frá erindinu og óskað viðtals um þetta mál. Hér er um að ræða dæmi- gert Framsóknarhugarfar. — Þannig er afstaða Framsókn- anmanna til fólksins. Það gerir ekkert til, þótt það sé kúgað. Það skal ekki fá vinnu hjá FramsóknarafturhaldinU, ef það hefur aðrar stjómmála ákoðanir en Framsóknarfor- kólfarnir. Hverjir vilja veita slíkum mönnum brautargengi? ÞÁTTUR EYSTEINS LJÓTASTUR ótt þáttur kaupfélags- stjóra Framsóknar í þessu máli sé Ijótur skulu menn þó gæta þess, að hann er í þessu máli aðeins verk- færi í höndum annarra manna, fiorustumanna Fram- sóknarfilokksins. Eysteinn Jónsson og fylgd- arsveinar hans voru á Fá- skrúðsfiiirði daginn áður en þessi fiáheyrði atburður gerð- ist og átoveðin ummæli, sem kaupfélagsstjórinn lét falla við einn þeirra æskumanna, sem hann hótaði brottrekstri úr vinnu, benda eindregið til þess, að Eysteinn hafii gefið honum fyrinSkipanir um þetta ofbeldi þá. Eysteinn Jónsson er alinn upp í þvá andrúmslofti, sem einkenndi Framsóknarflokk- inn á hátindi valda hans, á þriðja áratug þessarar aldar. Hann hefur aldrei getað los- að sig við það hugarfar, sem mótaði hann þá. Það brýzt enn út, þar sem völdin eru hans, eins og á Fáskrúðsfirði. Þáttur hans í þessu máli er því ljótastur al'lra þeirra, sem tefcið hafa þátt í atvinnukúg- uninni á Fáskrúðsfirði. LAOS Vientiane, Laos AP eftir Bob Poos. HEFUR tekizt að koma á stjórnmálalegu jafnvægi í Laos? Bandarískur stjórn- málamaður velti þessari spurningu lengi fyrir sér en sagði síðan: „Já, ég held að það sé óhætt að segja það, ef tillit er tekið til alls, sem á undan hefur gengið“._ Þetta er varkárt svar, en jafnframt mjög bjartsýnt, ef litið er á hina sterku tilhneig ingu Laosbúa til að skipta urn stjórnir í landinu á und- anförnum árum. Annar dipló- mat sagði: „Ég er alls ekki að segja, að ekki séu. þeir aðilar í landinu, sem myndu velta stjórn Souvanna Poum- as, ef þeir héldu sig örugg- lega hafa betri stjórnanda, en ég held að menn séu þeirrar skoðunar nú, að ekki sé á betra völ. Souvanna Pouma, er for- sætisráðherra í samsteypu- stjórn Hlutlausra og Þjóð- ernissinna, hann tilheyrir flokki þeirra fyrrnefndu, en aðstoðarforsætisráðherrann er þjóðernissinni. Upphaflega var komið á stofn þriggja flokka stjórn í Laos árið 1962, eftir Genfarráðstefnuna, en þriðji aðilinn, Pathet Lao hreyfingin, sem er kommún- istísk byrjaði fljótlega með aðstoð N-Vietnam að reyna að gera her Hlutlausra óvirk- an, en hann er uppistaðan í her Laos. Morð og hryðju- verk knúðu Hlutlausa og Þjóðernissinna til nánara samstarfs og árið 1963 voru allir ráðherra Pathet Lao farnir frá Vientiane og hafa ekki komið þangað síðan. Stjórnmálafréttaritarar segja að Laos sé gptt dæmi þess að þriggjaflokkastjórn geti ekki haldið velli ef kommúnistar séu einn aðilinn. Flokkarnir þrír héldu eina ráðstefnu á yfirráðasvæði kommúnista, en hún varð ár- angurslaus. Átök hófust og standa enn yfir. Byltingartil- raunir hafa verið gerðar í Vientiane og ýmsum öðrum öðrum borgum í Laos, en þær hafa allar mistekizt. Hægri menn gerðu byltingartilraun 1965, en hægrimenn og hlut- lausir hafa síðan undir for- ustu Souvanna Poumas getað jafnað ágreininginn á milli sín. Hershöfðingjarnir tveir, Kong Le frá Hlutlausum og Thao Ma, sem var Hægri maður hafa báðir farið úr landi. Það var Ma herhöfð- ingi, sem fyrirskipaði sprengjuárásirnar á bæki- stöðvar hersins í Vientiane í október sl. Stjórninni hefur með góðri samvinnu tekizt að ná yfir- ráðum yfir % hlutum Laos og % hlutar landsmanna styðja hana. Tvær meirihátt- ar hernaðaraðgerðir stjórnar- innar hafa borið góðan á- angur. Konungur landsins. Savang Vatthana, sem er ein- lægur Búddbatrúarmaður vinnur ótrauður að tryggingu jafnvægis í landinu. Friður, þróun og velmegun eru undirstöðu-atriði stjórn- málalegs jafnvægis, en þau atriði eru mikið komin undir stríðinu í nágrannaríkinu Vietnam. Souvanna Pouma segir sjálfur, að meðan styrj- öldin geisi í Vietnam, sé lítil von um frið í Laos. — Prjónastofan Framhald af bls. 19 • kanski hefðu brandararnir ekki hitt í mark. Til skýríngar þessu breytilega sjónarmiði, sem ýmsum virtist reyndar „rángt“ sjónarmið, mætti minna á hver skil rík- um og fátækum ‘ eru gerð í málsmeðferðinni. Ekki vantar fátæktina í Prjóna- stofunni, en ihvar eru byltínga- mennirnir? Hefur hinum hetju- lega öreigalýð verið útrýmt með illu, ellegar hafa öreig- arnir orðið að smáborgurum sakir ofmikillar velmegunar áður en tjialdinu var lyft? Fátækir menn eru í þessum leik tómir svindlarar sem eru að reyna að verða ríkir svo þeir geti orðið enn meiri svindl- arar. Aumastir allra eru þeir með pípuhattana. Hvernig gátu þeir komist þetta hátt? Hafði einíhverskonar grikkur lyft þeim í söðulinn? Eða komust þeir í embætti þegjandi og hljóðalaust af því þeir voru rökrétt tjáníng og náttúrleg lausn. á vandamálum sérstaks umhverfis? Það er ekki spurt um þetta í leiknum og því er ekki heldur svarað. Hver og einn verður hér að treysta get- speki sínni. Kynni og að vera að þeir með pípuhattana séu einmitt mehnirnir sem öll þjóðin elskar, enda vilja þeir gera alt fyrir alla. Um eitt verður ekki vilst, þeir kioma úr einhverjum stað þar sem ríkja kiasisiskar hugmyndir um út- gáng þjóðfélagsstólpa: pípu- hattar, kjóll, sígaravindill osfr. Eini rílki maðurinn, Sine Mani- ibus, er handleggjalaus um- renníngur sem lifir á bón- björgum; hann er í reyndinni sá sem hefur sterkasta hand- leggi í leiknum. Þaraðauki er hann hérumbil eins útundir sig og sjálfur hrossakjiötssalinn, og einginn fer framúr honum í afli til þess að tortiíma þessari veröld. Fegurðin fær sérstaka merk- íngu undir þessu sjónanhorni. Þegar fégurðardrotníngunni sleppir, en hún er einhverslkon- ar fcvendjöfull, þá eru almennir fulltrúar fegurðarinnar sannir „píslarvottar gæfunnar." Fyrst eru þessi stúlkutetur Prjóna- stofunnar veidd í einfeldnínga- gildrur, þeim er misþyrmt, þær eru sveltar og fángelsaðar. Yansvefta óþvegnar og í drusl- um eru þær dregnar gegnum höfuðskepnurnar af fegurðar- stjóra, sem er hroissakjötssali að mentun, og gerður út af gamalærum dólgi í hjólastóli iil þess að reyna að hafa pen- ínga uppúr fegurð. Góðkunn fjallkona íslenzkrar rómantík- ur er í þessu um'hverfi orðin skessa, feit og þarefitir væru- kær, talar í bassa og hefur nafn af frægu sjóskrýmsli Mel- villes. í öllum leikritum verður að hafa Frelsara Heimsins. Frels- ari Prjónastofunnar birtist í ibsensgenvi (lafafrakka) og hefur eitthvert innhlaup hjá prentsmiðju. Fagnaðarboðskap- ur hans er Allsnægtaborðið (kallað í eniskum texta þess- arar greinar The Universal Table of Cornucopia), blandinn einhverju sem kynni að vera austræn speki, en stundum rennur útí. fyrir honum svo 'hann fer að tala einsog Dýra- verndunarfélagið ellegar Láta í djósi kenníngar um landbúnað- armál og þessháttar, sem eru bersýnilega rángar. Frelsaranum fylgir aðeins ein sál, sannheilög og auðtrúa prjónafcona; og þó stundum komi fyrir að hún dofni í trúnni, því holdið er veikt, finnur hún hana aftur; og hún og frelsari hennar finnast að lokum eilíflega á himnum (þriðji þáttur). Spurníng: Hvaða siðaboðskap flytur þetta? Svar: Sjónleikir hrökkva skamt sem siðaboðskapur, þó ekki væri af öðru en því að sannprófast hefur að hver með- al-leikihúsgestur stendur á lángtum hærra siðferðasstigi en meðal-leikritahöfundur. Það hefur einnig annast að þeir af áhorfendum sem standa á 'lægra siðferðisstigi en í meðal- lagi, skána efcki hót, heldur komast í tæri við lögregluna eins fyrir því þó þeir sjái fjölda leikrita sem eru ful'l af igóðri meiníngu. Að vísu held ég því fram sem höfundur að Prjónastofan sé full af góðri meiníngu; en ég geri mér ekki neinar tálvonir um að hún hækki almenna meðaihegðun í landinu. Ég vona á hinn bóginn að hún geri menn ekki lakari en þeir voru fyrir. Má ég að lokum taka það fram, sem ég hef reyndar oft gert áð- ur, að ég fæ ekki séð að þetta leikrit búi yfir neinum dul- málum eða felumyndum, né tilheyri sýmbólsku stefnunni (hvað sem sú stefna kann að vera). Prjónastofan er veröld í sj'álfu sér, smáheimur, einsog okkar. Halldór Laxness. NÚ ER TÆKI- FÆRIÐ, AUST- FIRÐINGAR! 4 ustfirðingar hafa nú séð framan í hið rétta andlit Framsókn armanna. Þeir hafa búið við ok þeirra ag yfir- gang um alltof langan tíma. Kaupfélög-in undir stjórn Framsáknarmanna hafa verið allsráðandi í atvinniumáluim Austurlands allt fram á sið- ustu ár og enn eru til staðir á Austurlandi eins ag á Fá- skrúðsfirði, þar sem Fram- sóknarmenn eru aMsráðandi í atvinnumálum, sem á öðr- um sviðum. Hinn 11. júní næsttoomandi er kærfcamið tækifæri fyrir Austfirðinga til þess að sýna Framsóiknarafturhaldinu hvern hug þeir bera til slíkra ofbeldisverka. Hinn 11. júní hafa Austfirðingar tæfcifæri til að reka Framsóknaraftur- haldið af höndum sér. Hinn 11. júní hafa Austfirðing- ar tækifæri til þess að brjóta í eitt stoipti fyrir öll þá fjötra, sem Framsóknarmenn hafa bundið þiá í. Hinn 11. júní hafa Austfirðingar tækifæri till að segja upp vistinni hjá atvinmulkúgurunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.