Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1987 Útgefandi: Hf. Áryakur, R’eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bfernason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. BREYTINGAR í BRETLANDI \ 1 “-ukakosningar í tveimur kjördæmum í Bretlandi hafa vakið mikla athygli. Verka- mannaflokkurinn beið mik- inn ósigur í báðum kjördæm- unum og sá ósigur var sér- staklega sár í hinu gamla kjördæmi Attlees. Fyrir íhaldsflokkinn eru þessi úr- slit kærkomin visbending um, að hann eigi nú vaxandi fylgi að fagna meðal kjós- enda, en fram til þessa hefur reyndin verið sú, að vinsældir íhaldsflokksins hafa ekki aukizt að mun þrátt fyrir óvinsældir Verkamanna- flokksst j órnarinnar. Þegar Harold Wilson komst ttl valda í Bretlandi 1964 hét hann brezku þjóðinni því, að hann mundi koma efnahag Breta á réttan kjöl, og beita sér fyrir vísindalegri og tæknilegri byltingu í brezk- um atvinnuvegum, sem mundi auka samkeppnishæfni þeirra á erlendum mörkuð- um. Um langt árabil fram að valdatöku Wilsons má segja að efnahagsþróunin í Bret- landi hafi gengið í hring. Að- gerðir, sem áttu að örva efna- hags- og atvinnulífið urðu til þess að neyzla innanlands jókst að mun með þeim af- leiðingum, að útflutningur drógst saman og halli varð á viðskiptum við útlönd. Til þess að leysa þann vanda var gripið til aðgerða sem leiddu til samdráttar í efnahagslíf- inu en jafnan þegar talið var að þær aðgerðir hefðu gengið of langt var blaðinu snúið við. Út úr þessum vítahring komst íhaldsflokkurinn aldrei -meðan hann var við völd og svo virðist nú sem Wilson muni ekki heldur takast að brjóta hann. Tæplega er hægt að segja, að Verkamannaflokksstjórn Wilsons hafi reynzt mjög sósí alísk. Utan þjóðnýtingar stál- iðnaðarins, sem vinstri öfl í flokknum knúðu fram hefur Wilson yfirleitt beitt sömu ráðstöfunum í efnahags- og atvinnumálum og íhaldsflokk urinn og hann hefur í engu breytt utanríkisstefnu Breta. fjún er jafn háð utanríkis- stefnu Bandaríkjanna sem fyrr. Wilson hefur óneitan- lega sýnt töluvert pólitískt hugrekki í stjórnarathöfnum sínum á stundum en sýndar- mennska hans virðist verða stöðugt gagnsærri og valda miklu um persónulegar óvin- sældir hans. Þótt staða Verkamanna- flokksins og Wilsons sé nú mjög erfið er varhugavert að draga af því þær ályktanir, að íhaldsflokkurinn muni örugg- ur um sigur í næstu þing- kosningum. Margt getur gerzt fram til þess, að þær fara fram og Edward Heath hefur ekki enn sannað hæfni sína, sem pólitískur leiðtogi, þótt hæfileikar hans til að gegna hinum mikilvægustu stjóm- arstörfum séu hafnir yfir all- an efa. Hann virðist hins veg- ar ekki kunna að vera leiðtogi stjórnarandstöðu. Harold Wilson hefur ekki tekizt að leysa efnahagsvanda mál Breta fremur en Sir Alec Douglas Home, eða Harold MacMillan eða Sir Anthony Eden á undan honum. Ed- ward Heath hefur ekki enn fengið tækifæri til að sýna, hvort honum getur tekizt það sem öðrum mistókst. Hins vegar er ljóst, að Bretar leysa ekki vandamál sín fyrr en þeir gera sér fulla grein fyr- ir þeirri köldu staðreynd, að þeir eru ekki lengur stórveldi og hætta að haga sér eins og þeir væru það. Þeir draumór- ar hafa reynzt brezka ljóninu býsna dýrir. ALÞJÖÐLEGUR GJALDMIÐILL ^ viðtali við Morgunblað- :ð í gær skýrði dr. Jóhannes Nordal m.a. frá því, að á árs- fundi Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefst í Brasilíu á morgun verði rætt um alþjóðlegan gjaldmiðil sem fyrirhugað sé að koma á Verði af þessari ráðagerð er þar um að ræða mikilvægustu breytingu á peningakerfi heimsins síðan Alþjóðabankinn og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn voru stofnaðir fyrir tveimur ára- tugum. Dr. Jóhannes Nordal sagði m.a.: „Þær tillögur, sem nú liggja fyrir, gera ráð fyrir úví, að fyrir milligöngu Al- 3jóða gj aldeyrissj óðsins verði komið á sérstökum yfirdrátt- arréttindum, sem dreift verði út milli þátttökuríkjanna, án endurgjalds, í hlutfalli við kvóta þeirra hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þessi yf- irdráttarréttindi geti ríkin síðan notað til greiðslu til annarra ríkja, ef um greiðslu- nalla út á við er að ræða. Um þýðingu þessa nýmælis fyrir okkur íslendinga sagði dr. Jóhannes Nordal: „Fyrir ísland er þetta mikilvægt frá I Sukarno þegar hann var og hét í hópi hermanna. BARÁTTUNNI gegn áhrif- uim Sukarnos fyrrum Indónes íuforseta er hvergi nærri lok ið. Herforingjastjórnin í Indó nesíu hefur nú látið til skar- ar storíða gegn Þjóðernissinna fldkknum, sem hefur fylgt hinum fyrrverandi forseta að málum. Þó hikar stjórnin enn við að banna algerlega starfsemi flotoksins, en hefur í hótunum um að gera það, ef flokkurinn segir etotoi al- gerlega skilið við Sukarno og !lýsir yfir stuðningi við nú- verandi stjórn. Þessi barátta gegn Þjóðern issinnaflokknum hefur vissar hættur í för með sér, því að ef hann verður bannaður get ur svo farið að meðlimir hans gangi í .lið með Komm únistaflokknum, sem starfar neðanjarðar. Kommúnistar njóta nú þegar samúðar mik ils fjölda meðlima Þjóðernis- sinnaflokksins. Síðustu aðgerðirnar gegn þjóðernissinnum hafa eink- um átt sér stað á Súmatra. f héraðinu Bukit á Norður- Súmatra hefur yfirmaður hersins þar, Had hershöfð- höfðingi, bannað flotoknum að halda fundi og gefa út á- róðursrit og gert honum í raun og veru ótoleift með að starfa. Áður hafði starfsemi flokks- ins verið bönnuð í héraðinu Atjeh á Súmatra og einnig á Suður-'Súmatra. Þá hefur deild flokksins á Suður- Celebes verið leyst upp, og herstjórinn á Austur-Java hefur raunverulega einangrað flokkinn þar. Java hefur löng um verið helzta vígi flokks- ins, og fylgi flotoksins hefur verið mest á austurhluta eyj- unnar. Stjórnin gagnrýnd. Aðalmálgagn flotoksins „Suluh Marhaen" hefur snú- izt hatrammlega gegn síðustu aðgerðum stjórnarinnar gegn flokknum og héldur því fram, að aðgerðir Hads hers- höfðingja á NorðuT-Súmatra brjóti í bága við landslög. Blaðið sagði, að landsstjórar hersins hefðu enga lagalega heimild til að banna starfsemi flotoka, sem leyfðir væru lög- um samkvæmt. Þetta er harð- asta árásin, sem blaðið hefur gert á herforingja þá, sem ráða lögum og lofum í Indó- nesíu. Áður hafði blaðið kallað herstjórann á Suður-Súmatra lygara, þar sem hann hefði látið svo um mælt, að flokks- deildin þar hefði lagt niður starfsemi sína af fúsum vilja. Sukarno var fyrsti foringi Þjóðernissinnaflokksins og hann var ö'flugasti stjórnmála flokkur Indónesíu þar til toommúnistar gerðu hina mis- heppnuðu byltingiartilraun sína í október 1965. Stjórnmálasérfræðingar eru mjög uggandi vegna eyðu , þeirrar er mun myndast í indónesís'kum stjórnmálum ef Þjóðernissinnaflokkurinn verður algerlega brotinn á bak aftur. Floktourinn hefur tvær milljónir meðlima, og til þess að viðhalda áihrifum sín- um er hugsanlegt að flctofcur- inn gangi í lið með toommúnist um og öðrum vinstrisinnum, sem starfa neðanjarðar. Þótt talið sé, að toosningar fari etoki fram í ár eða á næsta ári býr flotókurinn sig af kappi undir næstu kosningar eins og aðrir helztu stjórn- málaflotokar Indónesíu. Á því leikur enginn vafi, að það er herforingjastjórnin í Djakarta, sem staðið hefur á bato við bannið við starf- semi þjóðernissinna á hinum ýmsu stöðum en ekki land- stjórarhersins. En ekki er ljóst hve langt herforingja- stjórnin hyggst ganga í bar- áttunni gegn Þjóðernissinna- flokknum. Hins vegar hefur herstjórnin á Austur-Java veitt Þjóðernissinnaflokkn- um frest til áramóta til þess að styðjia nýskipunina í Indó- nesíu. Hótað er róttækum að- gerðum, ef flokkurinn hefur etoki verið hreinsaður, fyrir þann tíma. Iveimur sjónarmiðum. í fyrsta lagi er það mikið hags- munamál íslendinga, eins og allra þjóða, sem eiga afkomu sína að miklu leyti undir ut- anríkisviðskiptum, að ráðstaf- anir séu gerðar til þess, að Dróun alþjóðaviðskipta haldi áfram með svipuðum hraða og verið hefur og ekki komi til samdráttar, sem ætíð bitn- ar harðast á þjóðum, sem háð astar eru útflutningstekjum. ! öðru lagi mundu íslending- ar, þegar slíkt kerfi kæmi til framkvæmda fá í sinn hlut yfirdráttarréttindi, sem væru mikilvæg viðbót við gjaldeyr- isforða þjóðarinnar og mundu því skapa henni meira öryggi út á við“. REYKJAVÍKURBRÉF Framhald af bls. 17 er óverjandi. Af greinargerð Tímans er svo að sjá, sem þessi margreyndi forystumaður lifi í allt öðrum heimi en allur þorri' samlanda hans. Hann sýnist ekki hafa hugmynd um þá alveg sérstöku erfiðleika, sem nú steðja að íslenzfcu þjóðlífi. Á sömu misserum hefur það bor- ið við, að vetrarvertíð reynist hin erfiðasta hlutfallslega um hálfrar aldar skeið, að síld held- ur sig fyrir norðajn hafsauga, verðlag á frystum fiskafurðum er mun lægra en á fyrri hluta síðasta árs, eftirspurn eftir hrað frystum fiski fer minnkandi eða eykst ekki með eðlilegum hætti, skreiðarmarkaður í Afríku lok- aist vegna borgarastyrjaldar, verð á síldarmjöli er með allra lægsta móti og síldarlýsi nær nú ekki helming þess verðs, sem það var í fyrri hluta .1. árs. Allt er þetta lagað til þess að skapai stórkostlega erfiðleika í ís- lenzku atvinnulífi, en ef marka má frásögn Tímans, þá er eins og Eysteini Jónssyni sé þetta allt með öllu ókunnugt. Þegar sá í hópi Framsóknar, sem helzt er þó að vænta nokk- urrar yfirsýnar af, lætur sig henda slíkt, þá er sannarlega ektoi við miklu að búast af hin- um, sem minni háttar eru. Gimsteinum stolið úr bíl. Bedford, Englandi, 21. sept. NTB: Gimsteinum að verðmæti um 1,8 milljónir íslenzkra króna var í dag stolið úr bifreið á auðutn þjóðvegi í grennd við Bedford á Englandi. Verið var að flytja kim steinana til Wobum Abbey, óðals hertogans af Bedford, þar sem þeir áttu að vera til sýnis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.