Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 — Jónas Tómasson Framih. af bls. 12 Tómasson og samherjar hans, aliamótamenrLÍimir. Jónas Tómasson var einlægur trúmaður. Trúin var sú eilitfa lífsins linid, er hann sótti í kjark og huggun í raunum og óbilandi bjartsýni og lífstrú, er entist honum ti.l að mæta óhræddur láfi og dauða. Hann vissi að „must- eri guðs eru hjörtun sem trúa.“ Sjálfur bjó hann sér minnis- varða í hjörtum meðbræðra sinna og allra hinna mörgu, er um langan aldur njóta góðs af verkum hans. ísafirði, 20. sept. 1967. Ragnar Hjálmarsson Ragnar. FALLINN er frá einn af mestu sömgvasvönuim okkar á þessari öld, Jónas Tómasson, tónskáld og organisiti við ísafjarðarkirkju um rösiklega hálfrar aldar skeið. Að vísu söng hann efcki mikið sjálfur hin síðari ár, en hafði þeirn mun betra lag á að láta aðra syngja. Hann lézt 9. þ. m. í Landa.kotsspítala eftir rúmlega 4 mánaða sjúkdómslegu. Á morg Uin verður hann jarðaettiur á fsa- firði, þar sem hann innti af höndum sitt ævistarf. Jónas var fæddur að Hróars- stöðum í Fnjóskadal, S-t>inig., son ur hjónianna Bjargar Emilíu Þor steinsdóttur og Tómasar Jónas- somar, er þar bjuggu. Var faðir hans bókamaður mifcill og haig- yrðingur góður, samdi hann og þýddi m.a. nakfcur leikrit, er leikin voru viða noriðanlands um og eftir hans daga. Þegar Jónas var tveggja ára. lézt faðir hans og var þá, að þeirnar tíðar hætti, heimilið leyst upp og börnunium komið í fóstuir til vina og vanda- manna. Jónas fór þá töJ. föður- systur sdnnar Sigráðar, konu Hallgríms Ólafssonar. Þa.u fkitfcu siðar til Amerílku og tóku sér ættarnafnið Hall. Sonarsonur þeirra er Steingrímur Hadl, þekkt tóns.káld og tónlistarmað- ur í Ameríku. Af einhverj.um á- stæðum fór Jónas ekki með þeim, en var þá komið í fóstur til Gunnlaugs Einarssonar og Friðriku Friðgeinsdóttur, er þá bjuggu í Fjósaitungu í Fnjóska- dail, en fluttu síðar að Einars- nesi í Bongianfirði. Minntist hann oft dvaliar sinnar hjá þeim hjón- um og þótti innilega vænt um þau og börn þeirra. Til ísafjarðar kom Jónas í at- vinnuleit árið 1903 og hóf þar störf við verzlun og kennslu. Tvær sysitur hans, Sigrún og Helga, voru þá giftar og búsett- ar á ísafirði. Þangað var og kom in móðir hans til þese að dvelja hjá dætrum sínum, svo og bróð- ir hans, Geir, er dó ungur á ísa- firðí. Þrjú systkima, Jómaisar, þau Tómasína, Jón og Ármann, sett- ust að á Akureyri og giftust þar og hálfbróðir þeirra, Þórður Jónatanssoin er bóndi á ÖnguLs- stöðum í Eyjafirði. Þegar Jónas kom til ísafjaxðar höfðu þeir Björn Krdstjánsson og síðar Jón Laxdal um niofckuxt árabil haddið uppi söngstarfsemi í bænum og gerðist Jóinas þegar áihugasamur þátttakandi í þvi starfi. 1909—1910 dvaldi hann í Reykjavík við nám í tónfræði og orgelleik hjá Sigfúsi Einars- syni. Þegar svo Jón Laxdal fLutt- ist til Reykjavíkur tók Jónas við stjórn söngflokksins og gerðist síðar organleikari og söngstjóri í ísafjarðarki.rkju. Meða.n hann gegndi því starfi vonu á hverju föstudagsfcvöldi kirkjusön.gsæf- ingar á heimili hans og voru þangað boðnir og velfcomnir all- ir þeir, er stuðla vildu að efl- ingu kirfcj-usöngsins. Árið 1933, þegar or.ganistanuim og þáver- andi sóknarpresti, séra Sigiur- geiri Sigurðssyni, síðar biskupi, þótti kirkjuisönigurinn ekki svana kröfum tímans, var gripið til þess ráiðs að sbofina söngfélag, er hlaut nafnið „Sunruukórinn“. Var hlutverk þess að annast um söng í ísatfjarðarkirfcju og að styðja að eflingu sönglistar _og hvenskonar tónmenntar á ísafirði og í grennd. Hetfur félagið sdðan starf að við góðan orðstár. Vordð 1922 var Kariateór ísa- fjarðar stofnaður. Ýmsir áhuga- menn hiötfðu þó oft áður ætft söng í smærri eða stærri hópum. Vetf- urinn 1921—2 höfðu þannig áll- margir söngmenn bæjarins æft kanlafcórislög undir fonustu og stjórn Jónasar Tómasisonar. En er voraði fóru menn að tala um að . stofna söngfélag. Nokkrir vildu þó láta það bíða til haustis- ins. „Kom þá fram tillaga frá Jónasi Tómassyni um að félagið sfcyldi stofnað nú þegar og var sú tillaiga samþykkt", stendur þar. Á féla-gsfundi um haustið „mimnti söngstjóri félaga á skyld ur þeirra að mæta alltaf á ætfing- um og það stundvíslega. Talaði ennfremur um r.egliusemi félaga á samsönigvum og prúðmannlega framkomu. Lagði hann til að gengið væri til atkvæða um hvort byrja skyldi æfingar nú þegar og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli“. Þannig voru vinnuibröigð Jón- aisar að halda lífi í söngfélögun- um og halda uppi aga þar sem félagamir þurftu að leggja fram mifcLa vinniu án annars endiur- gjalds en ánægjunnar af starf- inu. Jón.as hafði kynnt sér nofckuð starfsemi Tónlisitarfélaigsins í Reykjaivík og hafði mikla löngun til að stofna slíktf félag á ísa- firði. Ræddi hann þetta við notokra líklega þátttakendur, þ. á m. undirritaðan, en lagði á- herzlu á að fá Halldór Hailldórs- son banfcastjóra til formennsku. Halldór var hlédnægur og treg- ur til í fyrstu, en lét þó tilleið- ast, er hann hla.ut a-llra tTaust og áeggjan. Fórst honum sitarfið prýðilega úr hendi, sem vænta mátti, en hans naut, því miðiur, skamma stund. Félagið s'tafnaði svo Tónlistar.skóla ísafjarðar, er a-lla tíð hetfur verið mikið sóttur og hetfur stfuðlað að hverskonar tónmennt á ísafiirði. Skól.as.tjóri hans hetfur frá upphafi verið Ragnar H. Ragnan Þegar Sunnufcórinn gefckst fyrir sýninigu á „Bláu kápunnd" á ísatfirði haustið 1948, var þetta m. a. skritfað um Jónas: „Auk starfans sem kirkjuorganleiikari og stjórinandi kirkjusöngsins, hef ur hann bilásið lífi í almenna söngstartfsemi í bænum og hald- ið up-pi og stjórnað blönduðum kórum og situndum einmig karla- kór og hatft á hendi kennslu í sönig, söngfræði og orgelleik. Ef þurtft hefur á söng eða. undirleik að h.alda í sambandi við leitostarf sem-i, almennar skemmtisaimkcxm ur eða útisamkomur hinna fjöl- mörigiu félaga í bæn.um, hetfur oftast verið leitað til Jówasar og alltatf hetfur hann ráðið fra,m úr vandanum á einihvern hátt“. Þegar erlendir og innlendir listamenn iheimisóttu ísafjörð va.r jatfnan leitað til Jónasar um fyr- ir-greiðslu. Aldrei vissi ég til að hann tæki eyrisvirði fyrir allt þetta mifcLa starf, mema að sjáLflsögðu fyrir starf kirkjuorgainista, en það var víst lengst alf stoorið við nögl og dugði skammt til lítfs- viðurværis. Jónas varð því að fara aðrar, leiðir til aið atfla sér hi'ns daglega brauðs. Árdð 1920 réðist Jónas í að kaupa bókaverzlun Guðm. Bergs sonar póstaiflgreiðsílum.anns, er þá fluttist til Reykjavífcur, en það var len.gi eina bókaverzLunin í bænum. Rak han-n verzlunina á- fram á s-ama stað og msð svip- uðu sniði og verið hafði, enjók hana þó smátt og smátt. Árið 1930 byggði hann svo alls'tórt verzlunar- og ibúðarhús við Hafn arstræti og flulttó verzlunin.a þangað. Var víst stundum þröngt í búi fyristu árin, en e'kiki verðu.r annað sagt en að verzlunin hafi datfnað vel í höndum Jónasar. Þagar Prentsmiðja Vestuxlands hætti störtfum og til stóð að selja hana til Reykjaivífcur, réðist Jón- as í það stórvirki að ka.upa pnent smiðjiurnar á ísafirði og sameina þær í eitt fyrirtæki, er hlaut nafnið „ísr.ún“, en Magnús Ól- atfsson, mágur hans, gerðist pnentsmiðjustjóri og lagði fyrir- tæfcinu til húsnæði. Stofnaði Jón ais einnig bóikbandsstofu í sam- bandi við prentsmiðjuna, undir florystu Bárðar Guðmundssonar, og hótfst þá nokkur bókagerð á ísafirði Síðar var ákveðdð að kaupa setningavél og fleiri n.auð synleg tæfci og til að afla nægi- legs fjár í því skyni var stofnað hlutaféla.g um fyrirtækið. Jónas sat í bæjaxstjórn ísa- fjarðar 1917—1923. Var alllengi í skattanefnd, gegndi störfum fá- tækratfulltrúa, sáttasemjaxa og fjölmöxgum öðnum trúnaðarstörf um. Sat á kirkjuþingi frá því fyrsfa, svo lengi sem bann gat því við komið. Var ötulil með- limur Góðtemplarareglunnar og sat á fjölmörgium Stónstúkuiþing- um. Hann gerðist félagi í Odd- fellowrieglunni, þegar hún festi rætur á ísafirði og var meðal stotfnenda Rotaryfélags. Hann var gerður heiðursmeðlLmur margra þessara féla.ga fyrir sín mætu stförtf og á áttræðisatfmæl- inu fyrsti og einasti heiðursborg ari ísatfjarðarkaupstaðar. Ætla mætti, að þau störf, er hér hafa verið talin, væru ærin. ænin ævistörtf eins manns, en þó er margt ótali'ð og þ. á m. það, sem telja verðux langmerkileig- a®t oig mun lentgi halda natfni ihans á lofti, en það enu tónsmíð- arnar, s>em þó voriu allar tóm- stundaiðja og oft llítið næði, svo að surnt vaxð að salta árum sam an. Eitt sinn, er ég heimsótti Jónas á Isatfirði, sat ha.nn við sfcritftir. Hann mun. þá hafa ver- ið nálægt áttriæðu. Ég spurði hvað nú væri á prjónunum. Hann kvaðstf vera að keppast við að búa lögin sín undir prent- un áður en hann færi. Hann hatfði hlotið nokkurn sityrk frá Alþingi, ég held kr. 10.000,00 á ári, nofckur síðustu árin, til þess að gefa út ténverk sin. Vax hann bæði glaður og þafcklátur fyrir þessa viðurfcennimgu. Og honum tókst með guðs hjálp og góðra manma að koma mestfu atf því út áður en hann fór. Helztfu' verk hans er.u þessi: Helgistef 1941 og aufcið 1958, þ. e. 20 sáLmalög og 15 orgelverk. Strengjastef I og II, alls 72 lög fyrir einsöng, tvísöng, kvenna- kór, karlafcór og samkór. Auk þess gaf hann út einstfök lög og smærri hefti með lögum etftir, ýmsa höfunda. En lanigveiga- mesta verkið er „Stren,gleilkar“, 21 lag við samn.efnda.n ljóða- flokfc þess stoáldsins, sem hann ætíð dáði mestf og átti að vini meðan báðir lifðu, Guðm. Guð- mund'ssonar skólaskálds. í formála segir Jónais svo: „Ljóðaflakfcurinn Strengleikar, etftir G.uðmund Guðmundsson, er 30 stfutt ljóð, sem mynda þó eina hei'ld. Efnið er hu.gleiðing skólapilts, sem að loknu námi heldur heirn til æskustöðvan.na. Hann hraðar ferðinni, því að heima býst hann við að hitta unnustuna. Bftirvæntingin er miki'l. Hann minnisit skemimti- gönigu.nnar fr.á liðnu sumri við blástrauma Rangár. Og þegar þau sun,gu saman: „Sko, háa foss inn hvíta“, „Þú sér hve blærinn vaiggar vær“ o. fl. — Og nú er hleypt í hiað. En þar heima, ræð- ur sorigin ríkj.um, því að morigni þes's da.gs hefir unuiusta ha.ns dá- ið“. Þetta, er dramatístet verk og perlum stráð af beggja hálfu. Jónas gat þess eitt sinn í við- tali, að motto sitt við tóm,smíð- arnar hefði verið „Præludium" Guðm. Guðmundssonar: „Mig varðar ekkert um „isma“ og istanna þrugl um list! Ég flýt edn,s og lóan mót sól í söng þegar sál m,n er ljóðaþyrst.“ o.s.frv. í þeim er sá heiti blær, sem til _ hj artans nær.“ Árið 1921 giftistf Jónas önnu dóttur Ingvars Sigfússonar og Sigríðar Árnadóttur á ísafirði. Hún var Jónasi samhent í öllu hans starfi meðan hennar naut við, sérstaklega þó á sviði tón- iistarinnar. Hún lék vel á píanó og hafði yndislega þýða söng- rödd, Ég sé þau hjónin í anda á hljómleiteum. í ísatfjarðiar- kirkju, þegar eitt af vinsælustu lögum Jónasar var fyrst kynnt. Hann lék á orgelið, en Ánna söng sálminn „Ó, faðir gjör mig lítið ljós“. Augljóst var að lag- ið hneitf áheyrendur stra,x, enda var meðferðin snilldarleg. — Þau hjónin eignuðust þrjá syni: Tómas Árna, lækni, giftur Önnu Jóhannesdóttur, Ingvar hljómlistarmann, giftur Stellu M. Sigurjónsdóttur og Gunnlaug Friðrik, bóksala, giftur Láru Gísladóttur. Anna lézt af völd- u,m uppskurðar í Bandaxíkjuinum árið 1943. Hún var öllum kunn- ugum harmdauði og skarð fyrir skildi á heimilum. Það var eins og skipti um tóntegund hjá hús bóndanum. í stað hinna léttu tóna: „Litla skáld á grænni grein", „Hugsjónin“ o.fl. komu nú: „Sorgarstef", „Söknuður“, ,,Kveðja“, „Minning" o.fl. eða hinir djúpu sorgartónar. „Haustkvöld" er eitt af lög- um Jónasar við ljóð Steingríms Það endar svo: Fagra haust, þé fold ég kvað faðmi vef mig þínum. Bleikra lautfa láttu beð að legstað verða minum. Annað La,g við ljóð Jóns frá Ljárskógum „Að skilnaði" end- ar þannig: Og nú er leiðir skilja og vetur sezt að völdum, þá verður þetta síðasta kveðjiuóstoin mán; að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum köldum og vefji sínu fegursta skarti sporin þín. Þetta hygg ég að Jónas mundi velja sem kveðjuorð til okkar, sem eftir lifum. Vinir og frændur óska þér fas arheilla, þakka samfylgdina og margar ánægjulegar stundir. Við biðjum þess, að þú fáir áfram að vinna að þínum hugð- arefnum hinum megiin tjaildsins. Guð fylgi þér á braut. Ólafur Magnússon. Frá mér og mínum eg fæni minningarlj’óðin smá. Söngvasvanurinn kæri svíífur nú burt osis frá, yfir þá miklu móðu sem mannlífið þekkir eL Himnanna hulins leiðir,. vernda þitft faigra fley. Ótfaldar eígurn stundir yndis, um störtf þín hér. Listinni æ þú unnir ölLu það vitni ber. Saknar þin sveit og kirkj.a, syngjandi kóra-ival. Öruggt má á því byggja: Y.rki þitft lifa skal. Þér var oss þönf að kynnast ag þilggja, götfug rtáð. Lengi mururni þess minnast og metfa þína d'áð. Með sömgsins hjarta hrein.u hörpuna stilltir vel. Gleðjast n.ú englar góðiir og Guðríkis fagra hvel. Gísli Kristjánsson. Kveffja frá Stórstúku fslands. Á morgun verður Jónas Tóm- asson tónskáld kvaddur, lands- kunnur maður fyrir löngu. Bindindissamtökin í landinu eiga þar á bak að sjá ágætum liðsmanni. Hann gerðist á unga aldri félagi í Góðtemplararegl- unni Dagsbrún, var m.a. æðsti þeim félagsskap í 63 ár. Hann. gegndi ýmsum embættum í stúk unni Dagsbrnu, u; m.a. æðsti templar og síðan lengi umboðs- maður stórtemplars. Hann var söngstjóri (annar af tveim) Stórstúkunnar frá 1940 til ævi- loka. Störf Jónasar að bindindsmál um báru sömu einkenni og störf hans að söngmálum; sama trú- mennskan, sama fórnfýsin^ sama félagshyggjan. Og undir- straumurinn, sem léði honum orku til þessara starfa var hinn sami: Löngunin til að gera líf sitt og ekki síður annarra bjart- ara, fegurra, betra, Jónas Tóm- asson var hugsjónamaður. Stórstúka íslands minnist Jónasar Tómassonar með miklu þakklæti fyrir löng og heilla- drjúg störf í þágu bindindis, auk þess sem reglusystkin hans minnast hins hát.tprúða og góð- gjarna drengkaparmanns með söknuði. Ólafur Þ. Kristjánsson. t Móðir okfcar, tengdamóðir og amma, Berít Sigurðsson, Þinghólsbraut 23, verðiur jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 26. september kl. 2 e.h. Þeim sem vildu’ minn,ast hennar er bent á Hólmavíkunkirkju. Böm, tengdabörn og bamabörn. t Útfför manmsims míns og föðiur ok,ka,r Sigfúsar Bjarnasonar foirstjóra, Víffimel 66, fér fram fná Dómkirkjunni þriðjudaiginn 26. þ.m. kl. 1,30 e.h. Blóm og kransar vinisam- legastf afþakfcað. Rannveig Ingimundardóttir og bömin. t Móðir okfcar, systir, ten.gda- móðir og amma, Hólmfríður Sveinbjörnsdóttir frá Siglufirffi, Vesturgötu 46 A, verður jarðisungm frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 25. sept. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vin- samlega afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hinnar láitniu, látfi Krabbameinsfélag- ið njóta þeisis. Böm, systkin, tengdabörn, barnabörn. t Móðir og tengdamóðir okkar Henny Othilie Kristjánsson verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni þriðjudagimn 26. þ.m. kl. 10.30 f.h. Atihöfninni verður útvarpað. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líkna,r6tofn- anir. Áslaug Arngrímsdóttir, Baldur Maríusson, Unnur Arngrimsdóttir, Hermann Ragnar Stefánsson. Bílstjórastaða á vörubíl yfir 5 tonn, er laus hjá einni af stærstu og elztu heildverzlunum bæj- arins. Umsóknir merktar „Vörubílstjóri 2742“ leggist inn á afgr. Mbl. Greinilegar upplýsingar óskast um fyrri störf og hjá hverjum umsækjandi hefur unnið áður. Greint sé frá heimilisfangi, símanúmeri, aldri og öðru, sem máli skiptir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.