Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 — Gullæðið Framlhald af bls. 1 grösum, og því sjálfsagt að birgja sig upp meðan tími væri til og Bandaríkjamenn stæðu við s kuldbindingar sínar um að selja fyrir 35 dollara úns- una. Eðlilegt er að seld séu um fimm tonn af gulli á dag á gullmarkaðnum í London, en strax á mánudag eftir gengis- lækkun pundsins fór salan upp í 20 tonn. Á þriðjudag nam hún 30 tonnum, á miðvikudag 65 tonnum, á fimmtudag 85 tonnum og á föstudag 100 tonn um. Sýnt þótti að ef svona héldi áfram væri jafnvel gengi dollarsins í hættu, því þótt gullbirgðirnar í Fort Knox næmu 13 milljörðum dollara, eða rúmlega 10 þúsund tonn- um, og gætu því staðið af sér margra vikna gullæði, var ekki öll sagan þar með sögð. Dollarasjóðir Eins og fyrr segir hafa mörg lönd safnað sér dollarabirgð- um, og g j aldeyris j öf nuður Bandaríkjanna hefur verið ó- hagstæður um margra ára skeið, þótt viðskiptajöfnuður- inn væri haggtæður. Þetta hef- ur leitt til þess að ýms erlend ríki eiga nú samtals um 14 milljarða dollara í geymslum seðlabar.ka sinna, og einkabank ar og einstaklingar erlendis svipaða upphæð. Samtals nem- ur þetta 28 milljörðum dollara eða rúmlega tvöfaldri þeirri upphæð, sem geymd er í gulli í Fort Knox. Ef þessi ríki, bank ar og eifistaklingar hefðu sam einazt um að innleysa dollara sína, hefði sú ákvörðun leitt til gengislækkunar dollarsins. Svo var þó ekki, og strax á mánudag, rúmri viku eftir gengislækkun sterlingspunds- ins, tók að draga úr eftirspurn inni eftir gulli. Spákaupmenn- irnir sáu fram á það að vin- veitt erlend ríki stæðu vörð um dollarann til að tryggja eig in gjaldeyri, og Bandaríkin stóðu við skuldbindingar sínar um að selja gull fyrir 35 doll- ara únsuna. Tilkynnti fjár- málaráðl.erra Bandaríkjanna að fyrr yrði tæmd gullgeymsl- an í Fort Knox en gullverð yrði hækkað, og virtust flest- ir trúa þeim orðum. Nú virðist hættan liðin hjá í bili, og dollarinn stendur jafn traustur og áður. En meðan gullæðið var sem mest vikuna eftir gengislækkun pundsins voru ekki allir á einu máli um það hvort Bandaríkjamönn um tækist að verrida dollar- ann. Margir efnahagssérfræð- ingar voru þó sammála um það að gullæðið ætti rætur sínar að rekja til franskra yfirvalda, og þá að sjálfsögðu aðallega til de Gaulles forseta, sem bar ein- dregið á móti því á blaða- mannafundi sínum viku eftir gengislækkunina. Dollarinn og de Gaulle Þannig sagði einri af ritstjór- um brezka blaðsins „The Daily Telegraf“ í ritstjórnargrein: „De Gaulle forseti hefur staðfest þá ákvörðun sína að gera Frakkland að auðugasta ríki Evrópu með því að knýja fram Verðhækkun á hinum miklu gullsjóðum Frakka, skera dollarann og pundið nið- ur þannig að þau verði ekki lengur alþjóða gjaldmiðill, eyða gullsjóðum Bretlands og Bandaríkjanna, og hrekja lönd in út úr Evrópu, bæði efna- hagslega og viðskiptalega." Ritstjórinn segir að ef þetta eigi að takast, þurfi de Gaulle bandamenn. Hafi hann því leitað til Arabaríkjanna. Á blaðamannafundi sínum lýsti de Gaulle því yfir að ísraels- mönnum bæri skylda til að hverfa skilyrðislaust aftur frá herteknu svæðunnum frá því í júní, og segir ritstjóri Daily Telegraf að þessi yfirlýsing forsetans sé nátengd gullæð- inu. De Gaulle hafi ákveðið að veita Aröbum fullan stuðning í deilu þeirra við Gyðinga í því skyni að fá á móti stuðning þeirra við að knésetja dollar- ann. Arabar hafa löngum ver- ið trúaðir á gull, og reynist því auðvelt að fá þá til að trúa því að betra sé að sitja uppi með birgðir þessa umdeilda málms en peningaseðla. „Ef þessi tilraun tekst hinsvegar ekki“, segir ritstjórinn, „hefur hún í för með sér mikið fjár- hagslegt tap fyrir Araba. Með því að taka fé frá annari fjár- festingu, geta Arabar tapað 150 milljónum dollara í vöxtum einum.“ í sama streng tekur Anthony Bambridge, ritstjóri viðskipta- mála við brezka blaðið Obser- ver. Segir hann að allt fram á þriðjudag eftir gengislækkun- ina í Bretlandi hafi gullkaup- in á mörkuðunum ekki farið fram úr áætlun. Svo hafi upp- lýsingarnar úr Le Monde um úrsögn Frakka úr gullsjóðnum borizt um allan heim, og þá fyrst hafi gullæðið hafizt. — „Flestir spákaupmenn líta svo á“, segir Bambridge rit- stjóri, „að þeir séu að veðja á réttan hest. Þeir geti ekki tap- að, eri hafi möguleika á mikl- um hagnaði, ef Bandaríkin verði neydd til að gefast upp. Það eina sem þeir velta vöng- um yfir núna er hverja aðra ill girni Frakkar hafi í huga.“ Fjármálaritstjóri Lundúna- blaðsins „The Times", Charles Raw, segir m.a. „Frakkar segj- ast álíta að bezta leiðin til að bæta úr skorti á verðmætum, sem unnt er að byggja milli- ríkjaverzlun á, sé að tvöfálda gullverðið. Flest önnur ríki, önnur en gullvinnslulónd eins og Suður-Afríka eru á ann- arri skoðun. Þau segja að gullbirgðir verði allxaf tak- markaðar, og að eftir þvi sem viðskiptaþörfin aukist hijóti það greiðslukerfi, sem byggist á þessum takmörkuðu birgð- um, að krefjast endurskoðun ar“. Charles Raw ræðir einnig frétt Le Monde um giUsjóð- inn og segir, „Markaðurinn var viðkvæmur fyrir.........Þetta nægir til að koma af stað gull- æði“. „Aðeins fyrir gullsmiði og tann )ækna“ , Gullæðið í Evrópu virtist valda litlum áhyggjum í Banda ríkjunum, ef dæma má af blaðaummælum. Þó vir talið að eftirspurnin eftir guHi gæti' auðveldað Johnson Banda- ríkjaforseta að fá þingið til að samþykkja 10% tekjuskattsvið auka til að draga úr fjárfest- ingum og tryggja gengi doil- arsins. Gullæðið kom þó til um ræðu í bandaríska þing nu, og kenndi þá margra grasa. E’n.na mesta athygli vöktu umrnæli fulltrúardeildarþingmannsins Henrys Reuss, sem er formað- ur alþjóða gjaldeyrismálanefnd ar deildarinnar. Sagði hann meðal annars: „Senn kemur að því að gull verður ekki not- að lengur sem grundvöllur al þjóða gjaldmiðils“, og hann bætti því við að þeir, sem nú hamstra gull verði síðar meir að taka afleiðingunum. Þegar núverandi erfiðleikar eru yfir staðnir, sagði Reuss, verður. dollarinn jafn styrkur og að-^ ur. Bandaríkin geta se’t állar gullbirgðir sínar, og eftir það, spáði þingmaðurinn, fellur guil verðið niður í sex do'lara á únsu, og kaupendur eru ein- göngu gullsmiðir og tannlækn- ar. Þrátt fyrir bjartsýni í Banda ríkjunum var mikið ritað um það í evrópsk blöð hvaða ráð- stafanir Bandaríkjamenn gætu gert til að tryggja gengi doll- arans, ef gullæðið héldi áfram. Flestum bar saman um að ef farið væri að ráði Reuss þmg manns og hætt að haida gull- verðinu í 35 dollurum á únsu, leiddi það til gludroða i gjald eyrismálum hins frjálsa helms. Hinsvegar gætu Bandaríkin dregið úr fjárfestingu erlend- is og efnahagsaðstoð við önnur ríki, sett takmarkanir á ;nn- flutning eða jafnvel gert ráð- stafanir til þess að draga úr innanlandsneyzlunni til að auka útflutninginn og tak- marka eyðslu bandanskra ferðamanna erlendis. Allt þetta yrði til þess að draga úr dollaraflóttarmm frá Banda- ríkjunum, þótt fæst yrði vin- sælt í helztu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Hættan liðin hjá Hættan virðist að mestu liðin hjá nú, eins og fyrr segir, því gullsala dróst mjög saman á gulimörkuðunum í síðustu viku, en rétt er að geta þess að ef de Gaulle eða einhver sá annar eða aðrir, sem stóðú fyrir gullæðinu, hefðu fengið vilja sínum framgerigt, hefðu myrutir flestra ríkja Vestur-Evrópu verið hætt komnar, og víða um heim hefði skapazt neyðar- ástand. Dollarinn er ekki al- máttugur, það hefur komið skýrt fram. En hann er grund völlur,, sem fjölmörg önnur ríki byggja efna sinn á, og ef verðmæti hans minnka, minnka eignir annarra ríkja að sama skapi. Ri'tstjóri „The Financial Times“ í Lon.don segir svo í grein um gullæðið nýafstaðna: — „Þeim sem spurja hvort það, sem gerðist með pundið Ósóftir vinningar NOKKRIR ósóttir vinningar í happdrætti Kvennadeildar Slysa varnafélagsins, bíða eigendanna. Meðal vinninga þessa er: glæsi- leg saumavél. Miðarnir eru núm- er 7972 — 18239 — 12761 — 22395 — 649 — 7501. Vinninganna má vitja í Slysavarnahúsið á Granda garði, sími 20360. geti einnig gerzt með dodlar- ann, vil ég svara stuttlega, auð- vitað; en ég vil bæta því við að það þarf ekki að gerast, og 1 í versta tilfelli gerist það varla fyrr en eftir langan tíma. Þar að auki er það staðreynd að ef að því kemur að gullverðkvu verður breytt, þá er sennilegast að flesetir þeir, sem hafa legið á gulli tapi þassi ár meiru en þeir hafa hagnast með því að liggja með eignir sínar bundnar án vaxta og að endanlegur hagn aður nái eki að bæta upp rýrn- un verðgildiis peningaseðlanna." ★ í öllum þeiim blaðasikrifum og1 umræðum, sem fram hafa farið að undanförnu, hefur alltaf verið rætt um Bandarík- in sem einhverja uppsprettu gullsins. Ekki er þ«ð vegna þess að jarðvegur Bandaríkjanna sé gullríkastur, og er langt frá því að svo sé. Bandaríkin eru að vísu fjórða mesta gull-land heims, miðað við gull unnið úr jörðu, en þau eru langt á eftir þeim þremur ,,stóru“. Sam- kvæmt skýrslum fyrir árið 1963 nam gullvinnsla fimm mestu „gullríkjanna" sem hér segir: Suður-Afríka: 27.430.000 únsur Sovétríkin: 12.500.000 — (áætlað) Kanada: 4.010.000 — Bandaríkin: 1.460.000 •— 4 Oscar Clausen „Sögur og sagnir af Snæfellsnesi## — Ný bók eftir Oscar Clausen, rithöfund KOMIN er út ný bók eftir Oscar Clausen, rithöfxmd, „Sögur og sagnir af Snæfellsnesi". Clausen varð áttræður á s.l. vetri, og i tilefni af þeim tímamóituim í ævi hans er þessi bók gefin út. Oscar Clausen hieifur á langri ævi safnað sögum og þáttum af óvenjulegu eða sérstæðu fólki af Snæfellsnesi, í fyirstu án þess að hugsa sér þær til útgáfu, þóbt svo yrði síðar. Þéssi útgáfa á „Söguim og sögnum af Snæfeílsnesi" er hugsað tveggja binda verik. Sög- ur af Snæfellsnesi, sem út kom í heftum árið 1935 og næstu ár á eftir, er að sjálfsögðu veigamikill hlu'ti þessa bindis. Einnig er hér að finna Sögur Ásu á Svalbarði, sem einnig er áður útgefið og loks er langur þáttur af Hrapps- eýingum, ættmönnum Boga Beniediktssonar hins mikla fjár- aflamanns og verzlunarstjóra ÓladEs Thorlaciusar í Stykkis- hólmi, en Bogi er kunn-ur fyrir hið merka mann- og sagnfræði- rit sitt Sýslumannsævir. „Sögur og sagnir af Snæfells- nesi“ er fjölbreybt að efni, eins og ráxmar er um rit þessarar tegundar. Bókin er 286 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Skuggsjá. Slökkviliðið kvatt út 380 sinnum '67 —vi&sjárverðasti tími, snertir, fer nú í hönd ÞAÐ sem af er árinu hefur slökkviliðið í Reykjavík verið kvatt út 380 sin-num, en miðað við sama tíma þarf að Leita allt aftur til ársins 1961 til að finna færri útköll. Þessar upplýsingar gaf Rúnar Bjarnason, slökkvi- liðsstjóri, fréttamönnuim í gær og gat þess jafnframt, að nú færi í hönd sá tími, sem viðsjár- verðastuir væri, hvað eldsvoða snerti. Er full ástæða til að vara fólk við fyrir hátíðarnar, en þeiim fylgja jólaljós, skoteldar og áramótabrermur, sem í mörgum tilfellum, þegar ógætilega er farið með eld, hafa spilit ánægju fólks og valdið slysum. Bezta vörnin í þessum efnum er, að hver og einn líti í eigin barm og spyrji sjálfan sig, hvort hann viti nóg og hafi gert nóg til að forða sér og sínum frá óhöppum af völdum elds, sagði slökkvi- liðsstjóri. Eftirfarandi tölur lét slökkvi- liðsstjóri fréttamönnum í té um útköll slökkviliðsins á undan- förnum árum. (Miðað við klukk an tólf á hádegi 7. desember.): ÁR ÚTKÖLf 1967 380 1966 456 1965 481 hvað eldsvoða 1964 430 1963 386 1962 424 1961 346 Moskvufarur 1957 MOSKVUFARAR 1957 hittast aftur í átthagasal Hótel Sögu nk. laugardagskvöld til að rifja upp gömul kynni og til að minnast 10 ára afmælis ferðarinnar. — Á skemmtuninni mun Guðmundur Magnússon, fararstjóri, flytja á- varp, Hanna Bjarnadóttir syngur einsöng, lesið verður upp úr veggblaðinu, sem gefið var út á leiðinni, og einhverjir munu koma fram úr hljómsveit Gunn- ars Ormslev, en sú hljómsveit vann gullverðlaun á Moskvumót- inu 1957 í samkeppni við hljóm- sveitir frá mörgum öðrum lönd- um. Fleira verður til skemmtun- ar, en aðalatriðið verður svo auð- vitað almennur söngur og dans til kl. 2. Telja verður víst, að það verði glatt á hjalla sem fyrr hjá ferðalöngunum frá 1957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.