Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1907 Jónas Pétursson, alþm.: Vísitölur og skyldu þ jónusta 2. grein í MORGUNBíLAÐINU 5. október s.l. birti ég í stuttu máli hugleið- ingar um ofannefnd efni, Ég setti fram 11 punkta og bað menn í lok greinarstúfsins að hugleiða þessi miál í alvöru og hleypi- dómalaust. Ég held að tími sé nú kominn að ræða þetta nokkru nánar. Af ásettu ráði lét ég sem skemmstan rökstuðning fylgja. Umræður hafa líka verið miklar uppi nú um skeið um skyld mál- efni. Við getum nefnt þau kjara- mál. Tízkan vill hafa sitt. Viðleitni ríkisvaldsins er ávalt sú að reyna að jafna kjörin, firra hvern einasta borgara því að lenda á vonarvöl, láta þá, sem meira hafa umleikis, standa sem mest undir samfélagsþjónust- unni. Tekjuskattur byggist á því og einkum stigahækkun hans og útsvörin einnig. En r.ú erum við í tryggingarþjóðfélagi. Við erum í tryggingarþjóðfélagi, sem við munum í vaxandi mæli hverfa inn í og við munum nota trygg- ingakerfið í vaxandi mæli til þess að jafna kjörin, að leysa það hlutverk, sem áður var að nokkru leyti reynt að leysa gegn- um skattamálin. Ég sagði, að viðleitni ríkis- valdsins væri jafnan sú að reyna að jafna kjör borgaranna, Keppi- keflið við skattheimtuna er það að reyna að valda sem minnstu óréttlæti. Við getum sagt, að það væri æskilegast að geta haft skattana réttláta, en ég held, að það sé Öhætt að segja, að það sé hreinn barnaskapur að ætla, að við náum nokkurn tíma full- komnu réttlæti í skattheimtu. Keppikeflið er einmitt það að valda sem minnustu óréttlæti, jafnframt að hafa skattkerfið sem einfaldast og þannig að það feli í sér sem fæsta möguleika til undankomu skattanna. f stuttu máli er sá grundvöll- ur, sem ég hef byggt þessa punkta á, að hverfa í vaxandi mæli inn á þá braut að hafa tryggingarnar til þess að ná mark miði jafnréttisins í þjóð'félag- inu, í afkomu og aðbúð. Vísitölur og niðurgreiðslur. Ég skal nú víkja í réttri röð að þeim punktum, sem ég setti hér fram. Það er þá fyrst vísital- an. Ég tel, að við þurfum að byggja upp tvær vísitölur, fyrst svipaða vísitölu og við höfum haft um verðlag innanlands, vísi- tölu, sem þó byggist á nútíma- notkun einstaklingsins á vörum og þjónustu, sem byggir á því, hvernig hann ver sínum tekjum eða hvernig útgjöldum hans er háttað. í öðru lagi þurfum við að hafa vísitölu yfir útflutnings- verðið og við þurfum að nota mieðaltal þessara tveggja vísi- talna sem grundvöll, sem vísi- tölubinding miðast við. Og það, sem sérstaklega vakir fyrir mér með því að hafa vísitölu yfir út- flutningsverð er það, að þau áhrif, sem við ómótmælanlega ibúum við af okkar útflutnings- verði, verði látin hafa jafnóðum sjálfkrafa áhrif, t.d. á vinnulaun og annað, sem vísitala verður látin hafa áhrif á í þjóðfélaginu. í»á tel ég í öðru lagi, að fella ætti niður niðurgreiðslur vöru- verðs néma á nýmjólk, Ég held, að það sé óumdeilanlegt, að nið- urgreiðslurnar hafi valdið hinni miestu röskun í öllu okkar fjár- málakerfi. Það er aðeins ein nið- urgreiðsla, sem ég get viður- kennt og það er niðurgreiðsla á nýmjólk, vegna þess að það er mjög skynsamleg leið til þess að greiða fjölskyldubætur. Þannig förum við að nokkru leyti inn á leið jöfnunar, því að það eru fyrst og fremst barnmargar fjöl- skyldur, sem mundu njóta eða njóta niðurgreiðslanna á ný- mjólk. Hækkaðar fjölskyldubætur og almannatryggingagjöld. Þá er þriðji punkturinn um það, að stórhækka ætti fjöl- skyldubætur, m.a. sem afleið- ingu af brottnámi niðurgreiðslu vöruverðs, og hækka einnig aðr- ar bætuir almannatrygginga. En jafnframt þessu þyr'fti hið beina almannatryggingagjald að hækka mjög. Núna er þetta milli 3-4 þús. kr. á ári fyrir einstakling- inn og ég hef séð það í fjárlaga- frumvarpi því, sem nú liggur fyrir, að öll almannatrygginga- iðgjöld einstaklinga í landinu, einstaklinga og hjóna, eru ekki meira en tæpar 300 millj. enda þótt heildarútgjöld almanna- trygginga séu nokkuð mikið á 2. milljarð og myndu samkv. mín- um hugmiyndum raunar enn stórhækka, ef við förum í vax- andi mæli inn á jöfnunarleiðina gegnum tryggingarnar. Afleið- ingin af þessu hlýtur óhj'ákvæmi lega að verða sú, að hin beinu almannatryggingagjöld hljóta líka að stórhækka. En ég sagði um fjölskyldubæt- urnar, þær þurfa að hækka vegna þess í fyrsta lagi, að ég legg til, að niðurgreiðslurnar hverfi, allar nema á nýmjólk, sem verður til þess að hækka ýmsa neyzluvöru. í öðru lagi hef ég síðar í þessum punktum tillögur um það að taka upp að Jónas Pétursson. verulegu leyti fasteignaskatta í stað útsvara. Það miá líká rök- styðja það, að þeir verði nokkru erfiðari þeim, sem t.d. hafa barn- marga fjölskyldu af því að barn- mörgu fjölskyldurnar munu að öðru jöfnu þurfa stærra hús- rými. Á móti þessu eiga einnig hækkaðar fjölskyldubætur að vega. í þriðja lagi legg ég svo til, að önnur höfuðtekjuöflunar- leiðin fyrir ríki og sveitarfélög verði með vaxandi sölusköttum. Þeir fela einnig í sér hækkun á útgjöldum stórra fjölskyldna og þarna kemur þriðja ástæðan fyr- ir, því að ég tel, að fjölskyldu- bæturnar eigi að hækka veru- lega. Afnám tekjuskatts. Þó er ég með 4. liðinn, sem ">r áfnám tekjuskattsins. Ég drap ofurlítið nánar á þann punkt í minni fyrstu grein og ég hefi þar ekki miklu við að bæta. Ég játa það, eins og ég sagði, að það virð ist að ýmsu leyti vera réttlát leið að taka þeim mun meira af þeim, sem meiri hafa tekjuirnar, en ég held, að reynslan hafi sýnt það, að þessu fylgja miklu fleiri ókostir heldur en kostir vegna þess, að við eigum svo erfitt með að ná réttlæti í slíkri skatt- heimtu. Og dæmin eru sífellt fyrir augum og eyrum. Menn háfa sífellt á reiðum höndum ótal dæmi um óréttlátan tekju- skatt án þess, að það sé hægt að festa hendur á því, sem fram er haldið, en afleiðingin er það, sem ég vildi kalla hrein eitrun í þjóðarsálina. Og þó að þessi tekjustofn hafi verið alldrjúgur fyrir ríkissjóðinn, sem gefur 500-600 millj. á ári, held ég, að að það sé hægt að ná þessum pen ingum eftir leiðum, sem a.m.k. eru ekki óréttlátari í eðli sínu, en sem ekki fela í sér þessa hættu, þessa eitrunarhættu í þjóðarsálina. Fasteignaskattur að verulegu leyti í stað útsvara. Þá kem ég að fasteignaskatt- inum, sem ég legg til, að verði tekinn að verulegu leyti upp í stað útsvara. Ég vil engu slá föstu um það, að hve miklu leyti hann getur komið í stað útsvar- anna. Ég hefi í stuttu máli hugs- að mér, að hann myndi fyrir mjög mikinn þorra manna verða svipaður eins og menn þurfa núna að greiða í útsvörum, svona 20 þús. kr af meðalíbúð, 15-25 þús. kr. af nýrri meðalíbúð. En það eru ótal mörg rök, sem hníga að því að nöta fasteign- irnar sem grundvöll að tekjuöfl- un fyrir sveitarfélögin. Hann er byggður á því, sem við gætum kallað eitt öruggasta form verð- mæta, og menn vita af honum fró ári til árs. Hann er ekki háð- ur sveiflum, heldur er þetta fast- ur útgjaldaliður hjá fasteigna- eigendum gagnstætt því, sem nú er með útsvör og tekjuskatta, sem eru háð sífelldum sveiflum og valda þess vegna miargsvísleg- um erfiðleikum fyrir greiðend- urna. Fasteignaskatturinn verð- ur almennur í raun og veru og það, sem er einn höfuðkostur hans, hann mun tvímælalaust vega á móti óhæfilegri verð- bólgu, því að ein höfuðorsök verðbólgunnar undanfarin ár hefur verið, ef svo mætti segja, flótti peninganna í fasteignirnar og kapphlaup um fasteignir. Það er alveg nauðsynlegt, að menn átti sig á því, að þessi tekjustofn á aðeins að vera fyrir sveitar- félögin. Ég veit, að það mætti benda á einstök dæmi eins og menn hafa stundum sett fram um aldrað fólk, gamalt fólk, sem þessi skattur mundi koma illa niður á. Ef slík einstök dæmi eru íyrir hendi, hafa sveitarfélög in það á valdi sínu gegnum skyldu sveitarfélaganna að firra borga sína eða íbúa, firra þegna sína örbirgð, að bæta það eftir öðrum leiðum. Og ég tel þetta hreina grýlu að hampa því, að skatturinn kunni að koma illa niður á öldruðu fólki. Það eru ekki síður þeir, sem þetta snert- ir ekki, sem hampa þessari ástæðu. Þetta er í mínurn huga stundum eins og menn séu að taka gisla eða það, sem einu sinni var gert, að bera fyrir sig börn í orrustu. Fasteignaskatturinn er í eðli sínu beint hagstjórnartæki í þjóðfélaginu. Auknir söluskattar til tekjuöfl- unar bæði fyrir ríki og sveita- félög. Þá kem ég að söluskattinum, sem ég tel, að eigi að verða í vaxandi mæli tekjuöflunarleið, bæði fyrir ríki og sveitafélög. Ég var, þegar söluskattur var lagður á, honum mjög andvígur, en við erum komnir inn á sölu- skattsleiðina og förum aldrei af henni aftur og það er staðreynd, að í vaxandi viðskiptaþjóðfélagi er þetta örugg og meira að segja má segja allréttlátt leið til þess að afla tekna. Og að því leyti, sem hún er óréttlát eins og ég var að benda á hér áðan, eigum við að fara eftir leið trygging- anna til þess að vega upp á móti óréttlæti söluskattsleiðarinnar. En hún er réttlát að því leyti, að hún leggst á þá, sem réðstafa fé sínu. Það er að vísu mjög æski- legt, að hægt væri að hafa sölu- skattinn mismunandi háan, þann ig að hann væri hærri af því, sem við köllum lúxus. Ég veit, að í þessu er mikill vandi fó'lg- inn hvað innheimtuna, álagn- ingu og innheimtu snertir, en þetta væri að sjálfsögðu mikið æskílegra. Ég hefi nefnt hér svo kallaðan virðisaukaskatt, sem sagt er, að Danir hafi nýlega tekið upp. Þá leið ber mjög að athuga, en í stuttu máli held ég, að við eigum að fara inn á sölu- skattsleiðina í sem mestum mæli og hverfa í þess stað frá útsvörum og tekjuskatti. Það eru fleiri kostir, sem þessu fylgja. Með þessu verður skattakerfið miklu einfaldara og enda þótt það sé mikið á orði, liggur það í augum uppi, að það að skattsvik í söluskatti eigi sér stað, eins og með tekjuskattinn, er auðveldara að beita skatteftir- litinu á ðeins annan þennan þátt, sem sagt á söluskattinn og ná með því miklu meiri árangri heldur en ef fleiri skattheimtu- leiðir eru notaðar, sem þarf að beita eftirlitinu við. Aukinn skyldusparnaður Þá er ég með sjöunda punkt- inn að hækka skyldusparnaðinn, og gengi þessi hækkun t.d. til framkvæmdasjóðs. Þetta kann að stinga ýmsa illa, en það ber að athuga, að með því að fella niður leið útsvara og tekjuskatts og fasteignaskattarnir leggjast í fæstum tilfellum á yngsta fólkið, tel ég rök fyrir því að ná ein- hverju af þessu fé til þess að hafa til útlána ráðstafna í þjóðfélag- inu. En þar er þörfin mjög brýn. Það má að vísu segja, að við ætt- um kannski að treysta á það, að einstaklingarnir sjálfir legðu þetta fé fyrri, þannig að eftir hinni frjálslu leið mundi nást sami árangur. Ég skal ekki full- yrða, að þetta gæti ekki skeð, en við höfum nú þegar í gildi skyldu sparnað og mér finnst það vera rökrétt afleiðing af þessum punktum, sem ég er hér að ræða, að við ykjum skyldusparnaðinn. Minni launamismunur Þá er það afleiðing í áttunda lagi af afnámi tfekjuskatts og því, sem ég einnig sting upp á, að við gætum fellt einnig niður útsvörin, að endurskoða á launa kerfi opinberra starfsmanna, þar sem launamismunur yrði minnk- aður. Launamismunurinn nú byggist tvímælalaust m.a. á því, að skattar eru miklu hærri á þeim, sem hafa hærri launin. Þess vegna er það rökrétt af- leiðing, ef skattar og útsvör eru felld niður, þá sé þessi launa- mismunur minnkaður. Happdrætti á fleiri sviðum samfélagsframkvæmda Þá sting ég upp á því, að happ- drætti verði komið á fót til fjár- öflunar til samfélagsfram- kvæmda og ég nefni þá fyrst og fremst vegasjóðinn, og ég teldi æskilegast, að það væri í hvert skipti um takmarkaða ákveðna framkvæmd að ræða, sem verið er að afla fjár til eftir happ- drættisleiðinni. Ég nefndi vega- og brúargerð um Skeiðarársand, sem ég vænti ,að sé að verða eitt viðurkenndasta þjóðnytja- mál í samgöngumálum, sem við þurfum að leysa. Og ég trúi því, að þegar þessar nýju tekjuöflun- arleiðir væru komnar til fram- kvæmda, að það verði horfið frá tekjuskatti og útsvörum, en tek- ið á hinn bóginn upp kerfi óbeinu skattana í miklu stærri mæli, mundi fjöldi manna verða fúsir til að verja nokkru af tekj- um sínum til þess að styðja ýms- ar samfélagsframkvæmdir í þjóð félaginu, sem horfa allri þjóð- inni til heilla, Og það hefur mikla kosti að geta einmitt lagt í vald þegnanna sjálfra að meta hverjar þjóðfélagsumbætur þeir vildu helzt styðja. Ég hef að vísu heyrt það, að reynslan af happ- drættum sé því miður sú, að það vilji verða minnstur hluti, sem komi út sem nettó-tekjur til þeirra verkefna, sem verið er að afla fjár til. Ég held, að þetta sé hægt að hafa talsvert í valdi sínu og auðvitað er happdrættis- leiðin tilgangslítil, ef hún geng- ur að miklu leyti í sjálfa sig, þannig að tilkostnaður við vinn- inga og alla framkvæmd er svo mikill, að kannske 80—S0% af tekjum happdrættisins hverfa þannig. Ég hefði haldið, að það væri hægt að framkvæma slíkt happdrætti, sem auðvitað er sett á stofn; ekki til þess að blekkja menn þannig, að þeir raunveru- lega fái fé sitt aftur, heldur til þess að vísu að gefa þeim kost á, ef heppnin er með, að njóta Árbæjarhverfi - Árbæjarhverfi Tekið á móti fatnaði til hraðhreinsunar að Hraunbæ 43. Hreinsun 4 kíló af fatnaði fyrir 150 kr. - HRAÐHREINSUNIN, Starmýri 2 (horni Álftamýrar og Starmýrar). Skyndisala á sútuðum lambskinnum Skyndisalan er á Laugavegi 178. Skrautskinn í mörgum litum. Verðið er ótrúlega hagstætt. Jólagjöfin sem hentar öllum með- limum fjölskyldunnar. Dov/ð Sigurðsson hf. Fiat-umboðið Laugavegi 178 — Símar 38888 og 38845.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.