Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MARZ 1968 M. Fagias: FIMMTA MVM kærðu eða hótuðu að gera múð- ur, hætti hún að skipta við þá. Imre þekkir eina tvo, sem hún hefur komið í vandræði. Hérnú" er ég með nöfnin. Hann dró upp velkt veski og úr því úrelt sporvagnaspjald. — Ég átti ekki annan pappír að skrifa á, sagði hann afsakandi. — En hér eru þeir: Jósef Bartha, Barossgötu 74. Skóari. Og Klein. Skóari líka. Heitir líka Josef. Stalins- torgi 36. En í augnablikinu heit- ir Stalinstorgið víst eitthvað ann að. Þegar ég gekk þar um, var verið að plokka skiltin niður o,g á eftir pissuðu þeir á þau. Hann þagnaði andartak en hélt tvo áfram: — Þessi Bartha missti at vinnuleyfið sitt fyrir tilverknað frú Halmy. Hún dró hann fyrir verkamannaréttinn á upploginni kæru. Hinn, Klein, slapp með sekt. Imre segir, að hún hljóti að hafa fjandans góð sambönd, því að annars hefði hún ekki sloppið jafnvel frá svona ó- þokkabragði. — Hvernig er með þennan Josef Bartha? Býr hann enn þarna í Barossgötu? spurðu Nem etz. — Það veit ég ekki. Lehotzky yppti öxlum. — Ég skyldi gjarna komast að því fyrir yður, en ég verð að flýta mér til flokksins. Við erum orðnir skot- færalausir, og ætlunin var, að ég sækti nýjan forða í Petöfi— — Eruð þið alltaf uppi á | þessu sama þaki? — Já, en við verðum þar ekki mikið lengur. Það, eru engir ■ Rússar orðnir eftir á svæðinu. Og þá er engin ástæða til að vera að híma þarna uppi eins j og einhver krákuhópur. — Heyrið þér nú, Ernoe. Nem etz lagði hönd á öxl honum. — Ef byltingin tekur einhvern- \ tíma enda, finnst mér, að þér ! ættuð að finna yður almennilega atvinnu. Þér eruð iðnlærður, er það ekki? — Vitanlega. Ég var fjandans \ duglegur steinsmiður, þangað til kommarnir slógu mig út. Síðan j fór eins og fór. Þér vitið hvern- ! Íg’ — Ágætt. Þér skuluð fá ríf- j andi atvinnu. Hugsið yður bara alla legsteinana, sem við þurf- um, þegar þessu verður ein- hverntíma lokið. Þá verðið þér ríkur, Ernoe. Lehotzky sendi honum sorg- ! bitið augnatillit, sem gaf til 1 kynna, að þarna vissi hann bet- ur. — Já, þér segið það, fulltrúi Það verð ég að segja. Þú ókst snildarlega inn í bílskúrinn. KLÚBBURINN ÍTALSKI SALURINN TRÍÓ ELFARS BERG SÖNGKONA: MJÖLLIIÓLM í BLÓMASAL RONDÖ TRÍOIÐ Matur framreiddur frá kl. 7 e.h. Rorðpantanir í síma 35355. — OPIÐ TIL KL. 1. 26 Ég fæ almennilega vinnu og verð hamingjusamur maður þangað til einn góðan veðurdag, að einhver kvenmaður kemur j kjagandi með úttroðna tösku sem segir: „Taktu mig, ef þú þorir“. Jósef Bartha bjó þar sem áð- ur hafði verið verkstæði hans í Barossgötu. Það var ekkert skilti yfir dyrunum — líklega hafði það verið tekið niður um leið og hann missti atvinnuleyfið sitt. Áletrun á rúðunni var smurð hvítri málningu, en samt vel læsileg gegn um hana: „Josef Bartha, skósmiður. Nýsmíði og viðgerðir". Það var hengd á- breiða fyrir gluggann. Dyrnar voru læstar og Nemetz varð að veitingahúsið ASKUR BÝÐUR YÐUR berja hvað eftir annað, áður en roskin kona opnaði. Úti fyrir skein októbersólin gegn um skýjafarið á loftinu en inni t flögnuðu verkstæðinu var þegar orðið dimmt. Konan hleypti Nem etz inn og læsti síðan aftur. Hún stóð kyrr og þegjandi og beið þess, að hann segði eitthvað. Augu hans vöndust smám saman hálfrökkrinu. Það. sem hann sá, var að hálfu verkstæði en að hálfu svefnherbergi. Vinnuborð- ið stóð þarna enn, en svo var líka komið hjónarúm, hálffalið bak við fataskáp, matborð, fjór ir stólar og legubekkur. Hann sá tvær manneskjur enn í her- berginu — magra unga stúlku, sem sat í hnipri á legubekkn- um með sjal yfir sér, og grá- hærðan mann í víðum buxum og stórri peysu — liklega var þetta skóarinn sjálfur. Hann stóð upp og staulaðist til Nemetz. Hann var hávaxinn, talsvert álútur og með tréfót. Einnig hann virtist bíða þess, að Nemetz gerði grein fyrir erindi sínu. Og stúlku- krakkinn starði á hann, rétt eins og hún héldi niðri í sér andan- um. Nemetz sagði til sín og kvaðst gjarna vilja tala við Josef Bartha. — Ég er Josef Bartha, sagði maðurinn og kinkaði kolli. — Hvenær sáuð þér síðast hana frú Halmy? Nemetz kom beint að efninu. Maðurinn fékk einhverja smá- kippi í augnalokin, en hristi höf- uðið. — Ég þekki ekki neina frú Halmy. Hann sneri sér og gekk frá Nemetz, svo sem til að gefa í skyn, að SEimtalinu væri lokið. — Ég er hræddur um, að það sé misskilningur, sagði Nemetz og stöðvaði hann. — Þér þekkt uð hana prýðisveh Þér hafið skipt við hana árum saman. Maðurinn yppti öxlum. —Þá skulum við heldur orða það þann ig að ég muni ekki eftir henni. — Við skulum nú ekki vera að eyða tímanum. hr. Bartha. Þér keyptuð sútaskinn af henni. Það er að segja þangað til hún kom því til leiðar, að þér misst- uð atvinnuleyfið. — Gott og vel, þá keypti ég bara skinn af henni. Ég keypti svo viða skinn. Viljið þér kannski, að ég muni hvern ein- asta stað? — Þér hljótið að minnsta kosti að muna hana, alvc-g sérstaklega úr því að það var hún, sem kostaði yður atvinnuleyfið. Maðurinn stóð kyrr og starði á rifu i yzta horninu á múrn- um. — Og hafi svo verið Hvað? um það? sagði hann með þreytu legri og þurri rödd. Nemetz leit á andlit hans. Gróft andlit, rétt eins og skor- ið út í mjúkt trc, sem síðan hefði þornað og skroppið saman í það sem það var nú. Að öllu samanlögðu forljótt andlit, með alltof stór eyru og arnarnef. í handhœgum umbúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJÚKIJNGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT IAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA Gleðjið frúna — fjölskjlduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofujðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leigubíl með réttina heim tiljðar. A S KU R. matreidir fyrir yður alla daga vikannar Suðurlandsbraut lf sími 38550 Hrúturfnn 21. marz — 19. apríl. í d?g va.rj ráð að halda fund með góðum virum og starfs- félögum og skipuleggja til hvaða ráða skal næst gripa. Farðu snemma til hvílu. NautiJ 20. apríl — 20. maí. Þú skalt starfa að helztu hugðarefnum þínum í dag og ’áta eapan trufla þig Farðu út að skemmta þér í kvöld með kunn ingjum. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Ánægjulegur dagur til hvers konar samskipta við hitt kynið Farðu pó ekki of geyst. Krabbinn 21. júní — ?2. júlí. Einbeittu þér að lestri og uppbyggilegum athöfnum í dag. Kvöldið skaltu nota til að fara út og lyfta þér upp. Ljóni i 23 júlí — 22. ágúst. Þú ert mjög að brjóta heilann um eitthvert viðfangsefni og ekki ósennilegt að þú sjáir nýjar hliðar á því í dag. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Þú perir of mik'ð úr erfiðleiknum og því verður einnig örðugra að sigrast á þeim. Vertu bjartsýnn allt fer vel. Vogii- 23. október — 21. nóvember. Góður dagur til alls skemmtanahalds, svo framalega sem þú velur þér ánægjulegt íólk til að vera samvistum við. Drekinn 23 oktober — 21. november. Þú crt sannur vinur vina þinna og á það reynir í dag. Þú munt síðar linna. að vinaftan er það bezta sem til er og skalt ekki telja eltir þér það sern þú verður að leggja að þér. BogmsSurinn 22. nóvember. — 21. desember. Þú ert í leiðu skapi og finnst enginn kunna að meta þig. Vertu ekki svartsýnn og mundu að enginn er spámaður í sínu föðunandi Steingeitin 22. desember. — 19. janúar. Innkaup öll hagstæð í dag, en athugaðu þó þinn gang og kauptu ekki of mikið i einu. Forðastu rifrildi við ættingja. Vatnsberinn 20. janúar — 20. febrúar. Þú skalt halda áfram að starfa við verk sem þú hefur lengi haft í huga Skemmtu þér í kvöld í vinahópi. Fiskarnir 19. febrúar — 20. niarz. Nágiannar þínir veigja þér sennilega heldur betur undir uggum í dag en vertu ekki iangrækinn og reyndu að sýna stillingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.