Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1968 21 - SIGLUFJORÐUR Framhald af hlaðsíðu 13. Bn um veiðitímann á sumrin, þegar flest var um aðkomufólk, gat þessi tala margfaldast. Helztu röksemdirnar, sem fram voru bomar fyrir því, að Siglu- fjörður fengi kaupstaðarréttindi og aðskilnað frá Eyjafjarð arsýslu, byggðust meðal aninars á hinni öru fólksfjöligun, sem orðið hafði í bænum. Þá var og bent á ólíka staðhætti og óskýld ar þarfir kauptúnsins við aðra htata sýstannar, fjarlægt dóms- vald og liögregtastjórn og þar af leiðandi ófuilnægjandi lög- gæzlta og tollgæzta og síðast en ekki sízt hin umfangsmikta fjár miál og framfarir á vegum sveit- aríélagsins. Ýmis fleiiri rök og or sakir stuðluðu að því, að ekki varð liengur á móti því staðið, að Sigtafjörður fengi kaupstað- arréttindi og væri gerður að sér stöku lögsagnarumdæmi með eig in bæjarstjóm, lögregtastjóra og síðar bæjiarfógeta, en fyrsti mað urinn í þeirri stöðu á Sigtafirði var Guðmundur L Hannesson, og var hiann bæjarfógeti og jafnframt oddviti bæjarstjómar til ársins 1938, er fynsfi bæjar- stjóri kaupstaðarins var ráðinn, en það var Áki Jakobsson, sem jiafnframt varð fyrsti þingmaður Siglfirðinga, er Sigtafjörður var gerður að sérstöku kjördæmi 1942. Með kaupstaðarréttindunum fenigu Siglfirðingar, meira sjálfs forræði en áður, urðu óháðir Eyjafjarðarsýslu, en tóku um leið á sig þá ábyrgð og þær skyld ur, sem 'hverju sjálfstæðu bæj- arfélagi eru lögum samkvæmt lagðar á herðar. Fyrstu bæjarstjórn Siglufjarð- ar skipuðu þessir menn: Bjarni Þorsteinsson, sóknar- prestur; Helgi Hafliðason, kaup- maður; Flóvent Jóhannsson, verkamaður; Sigurður Rristjáns son, kaupmaður; Friðbjörn Niels son, kaupmaður og Guðmundur T. Hallgrímsson, héraðslæknir. Auk þess var bæj arfógeti sjálf- kjörinn í bæjarstjómina og var oddviti hennar. Alls hafa rúmlega 130 manns, aðal- og varabæjarfulltrúar set- ið funidi bæjarstjórnarinnar, en af þeim bæja'rfulltrúu’m, sem enn sitja í bæjarstjórn hefur Krist- ján Sigurðsson frá Eyri átt þar lengsta setu, og hafði um síð- ustu áramót setið S23 bæjar- stjórnafundi, en hann var fyrst kosin í bæj arstjórnina árið 1918. Næstiur að fundatiöta kemiur Þór oddur Guðmundsson, en hann var fyrst kosinn í bæjarstjórn árið 1934, og hafði, er hann hætiti, setið 422 fundi. Þá hefur og Gunnar Jóihannsson fyrrver- andi alþingismaðuir setið um 400 fundi í bæjarstjórn Siglufjarðar, en hann var fyrst kosinn í 'bæj- arstjórn 1934, eins og Þóroddur. Núverandi bæjanstjórn Siglu- fjarðar skipa: ; Frá Alþýðuflokknum: Kristján Sigurðsson og Jóhann Möller; frá Framsóknarflokknum': Ragn- ar Jóhannesson og Bjarni Jó- hannsson; frá Alþýðuibandalag- inu: Benedikt Sigurðsson og Kol beinn Friðbjarnarson, og fró Sjálfstæðisflokknum: Stefán Friðbj arn arson, Anna Hertervig og Knútur Jónsson. í bæjarnáði eiga sæti Ragnar Jóhannesson, Jóhann Möller og Knútur Jónsson. — Bæjarráð var stofnað órið 1952, og fynsta bæj- anráðið skipuðu sem aðaimenn: Kristmar Óla-fsson, Haraldur Guð mundss’On og Bjarni Bjarnason, og sem varamenn: Þóroddur Guð mundsson, Sigurjón Sæmundsson og Jón Steflánsson. Auk þess var bæjarsitjóri, sem þá var Jón Kjartansson, sjálfkjörinn í þæj- arráð og formaður þess. Fná því að Guðmundur L. Hannesson lét af störfum sem bæjarfógeti, árið 1938, hafa ver ið kosnir sérstakir forsetar bæj- arstjórnar, og þessir menn ver- ið aðalforsetar: Erlendur Þor- steinsson 1938—41, Óli 'Hertvig 1942, Þormóður Eyjólfsson 1943- 45, G’unnatr Jóbamnissan 1946- 49, Bjarni Bjarnason 1950-52, Jón Ste%nsson 1953, Baldur Ei- ríksson 1954-65 og Ragnar Jó- hannesson 1966 og síðan. Sjö bæjarstjórar hafa verið á Siglufirði: Áki Jakobsson 1938- 42, Óli J. Hertvíg 1942-46, Hall- grímur Dalberg um átta mánaða skeið 1946, Gunnar Vagnsson 1946-49, Jón Kjartansson 1949- 57, Sigurjón Sæmundsson 1957- 65 og Stefán Friðbjarnarson frá 1966 og síðan. Bæjarfógetar hafa verið, auk Guðmundar L. Hannessonar, þeir Bjarni Bjarnason, Einar Ingimundarson, fyrrum alþing- ismaður og núverandi bæjarfó- geti, Elías Elíasson. — O — Samkvæmt efnahagsreikningi bæjarsjóðs Siglufjarðar um ára mótin 1966-67 nam hrein eign bæjarins þá rúmlega 34 milljón- um króna, og eru þá ekki með talin ýmis bæjarfyrirtæki, er hafa sjólfstætt reikningshald, en í þessum eignum bæjarins eru meðal annars nýendurbyggður barnaskóM, gagnfræðaskóli, sund höll, em sjafnframt er íþrótta- hús til almennra inniíþrótta, skrifstofuhús það sem bæjar- skrifstofurnar hafa til umráða, en í því er einnig lögreglustöð og dómssalur, en hús þetta á Siglufjarðarbær að hálfu. Þá má nefna ráðhús ,sem er í bygg- ingu, en neðsta hæð þess er full- gerð og þar er hið myndarlega bókasafn Siglufjarðar til húsa, og ennfremur eru þar haldnir bæjarstjórnarfundir. Efri hæð- irnar tvær eru fokheldar, en hver hæð um sig eru 360 fer- metrar. Meðal bæjarfyrirtækja, sem hafa sjálfstætt bókhald og ekki koma fram í reikningum bæjar- sjóðs, má nefna Rafveitu Siglu- fjarðar og vatnsveitu, en bók- færðar eignir umfram skuldir rafveitunnar voru um áramótin 1966—67 rúmar 19 milljónir króna, og er hún eitt traustasta og arðsamasta fyrirtæki bæjar- ins ,en auk þess sem hún sér fyr ir raforkuþörf Siglfirðinga, sel- ur hún ríkisrafveitunum orku fyrir Ólafsfjörð og Fljótamenn. Aðalraforkuframleiðslan er í hinu fullkomna orkuveri við Skeiðfossa í Fljótum, en auk þess er ný díselvaraaflstöð við Hvanneyrará í Siglufirði. Hafnarsjóður Siglufjar'ðar er einnig sjálfstæð bæjarstofnun, en bókfærðrar eignir hans um- fram skuldir voru um áður- greind áramót 13 milljónir kr. Helztu eignir hafnarinnar eru hafnarbryggjan, sem endur- byggð var og stækkuð fyrir nokkrum árum, öldubrjóturinn, sem var tekjnn í notkun 1940, sjóvarnargarður við Hvanneyr- arkrók og innri höfnin, sem lengi hefur verið í uppbyggingu, en þar hefur meðal annars ver- ið áformaður að koma upp drátt- arbraut. Þá á bærinn, eins og áður getur síldarverksmiðjuna Rau'ðku, og Gránuverksmiðjuna, sem upphaflega var byggð af „Hinum sameinuðu ísl. verzlun- um“, sama árið og Siglufjörður hlaut kaupstaðarréttindjn. Loks er að geta þess, að Siglufjarð- arbær á 45% í Utgerðarfélagi Siglufjarðar h.f. á móti Síldar- verksmiðjum ríkisins, en félag þetta gerir út togarann Hafliða. Þegar Siglufjörður hlaut kaupstaðarréttindi árið 1918, voru áðeins fyrir fimm kaup- staðjr í landinu, það er Reykja- vík, Akureyri, ísafjörður, Seyð- isfjörður og Hafnarfjörður, en Siglufjörður stóð. brátt í sviðs- ljósinu, sem einn mesti athafna- og útflutningsbær landsins, ut- an Reykjavíkur, og varð hann þýðingarmikill og gildur þáttur í uppbyggingu þjóðarbúsins all- an fyrri helming þessarar aldar, og er raunar enn, þó að í mjnni mæli sé en áður var. Hið umrædda tímamótaár, er Siglufjörrður fékk kaupstaðar- réttindin var jafnað þar niður um 38 þúsund krónum í útsvar á heimamenn og aðra þá, sem út- svarsskyldir voru á Sigtafirði, en þar á meðal voru ýmsir út- vegsmenn, bæði innlendir og er- lendir. Til samanburðar má geta þess, að á síðastljðnu ári báru Siglfirðingar sjálfir 18,5 milljónir í útsvör og aðstöðu- gjöld. Á morgun, mánudaginn 20. maí, verður hátíðafundur hald- inn í bæjarstjórn Siglufjar’ðar, en að öðru leyti verður hinna tveggja tímamóta, verzlunaraf- mælisins og kaupstaðarréttind- anna, minnst með miklum há- tíðahöldum á Siglufjrði um fyrstu helgina í júlí. Þó að nú sé vetrarlegt um að litast á Siglufirði, er vonandi að þá hafi hafísinn látið undan síga og þey- vindar eytt snjó og klaka. Mænusóttarbólusetning AUir Reykvíkingar á aldrinm 16 — 50 ára eiga kost á bólusetningu gegn Mænusótt á tímabilínu 20. maí til 28. júní n.k. Þeir ,sem ekki hafa verið bólusettir eða endurbólusettir síðust 8 — 10 árin, eru sér- staklega hvattir til að koma til bólusetningar. Bólusett verður í Heilsuverndarstöðinni við Baróns- stíg alla virka daga nema laugardaga kl. 1 — 4,30 e.h. (Gengið inn um austurdyr frá baklóð). Gjald fyrir hverja bólusetningu er kr. 30,00 og er fólk vinsamlegast beðið að hafa með sér rétta upp- hæð, til að flýta fyrir afgreiðslu. Fjölniennið. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR. Barnavinafélagið Sumargjöf Aðalfundur félagsins verður haldinn á skrifstofu félagsins Fornhaga 8 miðvikudaginn 22. þ.m. kl. 17.15. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Aðnlfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn dagana 20.—22. maí næstkomandi, og hefst hann kl. 14 mánudaginn 20. maí í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum sambandsins. 2. Lagabreytingar, ef fram koma tillögur. 3. Önnur mál. Vinnuveitendasamband Islands. Byggingameistarar Byggingarlóð um 5000 ferm. á bezta stað í bænum er til sölu nú þegar. Lóðin liggur að þrem umferða- götum. Komið gæti til mála að skpita lóðinni í tvær lóðir minni. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Upplýsingar ekki gefnar í síma. ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON, HRL., Austurstræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.