Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 7 Mikið var um það, að Kópavogsbúar og Hafnfirðingar kæmu til Reykjavíkur að æfa sig í hægri umferð í gær. Ólafur K.Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins tók báðar þessar mynd ir á Hafnarfjarðarvegi. Sú efri er tekin á síðasta degi vinstri umferðarinnar, en á neðri myndinni gildir hægri umferð. Umferðarmerki flutt ÞAÐ var talsverð umferð um höfuðborgina fram eftir nóttu aðfaranótt H-dagsins, eins og margir vildu nota síðasta tækifærið til að aka á vinstra vegarhelming. Eftir því sem klukkan nálgaðist þrjú um nótt- ina, fækkaði bilunum, enda máttu engir bílar vera á ferð eftir þann tíma nema þeir, sem höfðu til þess sérstaka undan- þágu. Á sama tíma og síðbúnir Reykvíkingar flýttu sér heim til að leggja bílum sínum og ganga til náða, streymdu hópar starfs- manna höfúðborgarinnar út á göturnar til að vinna að síðustu breytingunum, áður en hægri umferð hæfist. Var sú vinna að- allega fólgin í flutningi umferð- armerkja, og hófst hún kl. þrjú. Þessu verki varð að ljúka fyrir breytinguna yfir til hægri kl. sex, svo hafa þurfti hraðar hend ur. Vinnan var öll skipulögð fyrirfram, og var starfsmönnun- um yfirleitt skipt niður í hverfi, tveimur og tveimur saman, en ! umsjón höfðu sjö verkstjórar. Dreifðust hóparnir um borgina, og höfðu þeir með sér litla stiga og skrúflykla, auk þess sem þeix höfðu kort yfir burðarstaura, sem þeir áttu að skipta um merki á. Sýndu kortin hvaða merki skyldi sett á hvern staur, og til frekara öryggis höfðu staurarnir flestir verið merktir fyrirfram með myndum af þeim merkjum, er á þá skyldu sett. Aðrir vinnuflokkar tóku að sér að breyta umferðarljósun- um, merkja akstursstefnur, og leggja trékanta við einstaka vegamót til að leiðbeina öku- mönnum um akreinar. Skipulag vinnunnar var unnið í skrifstof- um gatnamálastjóraris í Reykja- vík, og þar loguðu ljós langt fram eftir nóttu. Uppi á fjórðu hæð a'ð Skúlatúni 2, þar sem gatnamálastjórinn er til húsa, var mikið um að vera þessa nótt, því þar var fylgzt með því hvernig verkinu miðaði. Á vegg í afgreiðslunni hékk stórt kort af Reykjavík þar sem merkt var Skipt um umferðarmerki. inn á hverfaskiptingin. Þar hitt- um við fyrir Gylfa Isaksson og Friðrik Adolfsson sem gáfu þær upplýsingar að alls hefðu um 500 skilti verið flutt milli stólpa, og rúmlega 300 ný skilti verið sett upp. Taldist þeim svo til að 1350 „aðgerðir" hafi þurft að framkvæma í skiltafærslum á H-nótt, en hver aðgerð samsvar- ar því að sett verði upp nýtt skilti eða annað tekið niður. Voru þeir Gylfi og Friðrik í beinu talstöðvarsambandi við lögregluna, og fylgdust með öllu, sem gerðist. Breytingarnar gengu allar eft- ir áætlun, og þegar hægri um- ferðin hófst klukkan sex á sunnu dagsmorgun, voru lefðbeiningar- merki á sínum stöðum. stjóra, við kortið af hverfaski ptingu borgarinnar. Atvinnurekeiidur Ungur, reglusamur maður með verzlunarskóla- menntun og 4ra ára starfsreynslu í bókhaldi, endur- skoðun.og alm. skrifstofustörfum óskar eftir góðri atvinnu frá 1. júní n.k. Hefur unnið mikið sjálf- stætt. Tilboðum sé skilað á afgr. Morgunblaðsins fyrir 30. júní, merkt: „Framtíðarstarf — 8710“. Til leigu nýleg 2ja herbergja íbúð í Austurbænum í sér flokki að frágangi, með teppum, gluggatjöldum, ljósastæðum, ísskáp, eldhúsáhöldum og húsgögnum eftir þ.ví, sem óskað er. Leigan getur verið til lengri eða skemmri tíma eftir samkomulagi. Tilboð sendist til afgreiðslu blaðsins merkt: „Nýtízku íbúð — 8946“ fyrir 3. júní. Spónaplöluir frá Oy Wélh. Sehauman aJb. Vér eigum jafnan fyrir- liggjandi hinar vel þekktu, finnsku spónaplötur 1 öll- um stærðum og þykktum. Vörugeymsla v/Shellveg 244-59. Útvegum einnig allar stuttum fyrirvara. Einkaumboðið: OKALBOARD (spónlagt) VIALABOARD WISAPAN ofangreindar plötur með údVrustu dekkin Eigum takmarkaðar birgðir aí eftirtöldum SUMARDEKKJUM. 640x13 Kr. 930.00 670x13 — 970.00 560x14 — 810.00 400/425x15 — 825.00 640x15 — 1153.00 500/525x16 — 815.00 600x16 —- 1201.00 550x17 — 850.00 650x20 — 2158.00 CERIÐ SAMANBURÐ Á VERÐUM. KH. HRI5TJÁNSSDN H.F. II M 8 D U I ll SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.