Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 16
{ 16 MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 19«« Námsmeyjar Húsmæðraskóla Reykjavíkur sátu að saumum í alla nótt og gengu svo út kl. 6, til að sjá umferðarbreytinguna. Þær skríktu í H á Skúlagötunni eftir að hafa setið að saumum um nóttina A SKÚLAGÖTUNNI var fjöldi bíla, þegar um kl. 6, enda gat- an breið með akreinaskiptingu, svo auðvelt var að skipta þar um vegarhelming. Kl. 5.50 höfðu allir stöðvað ökutækin við gang- stéttamar. Mikið var þarna af leigubílum með fréttamenn og fólk, sem vildi verða vitni að þessum atburði. Veður var gott, 10 stiga hiti strax um morgun- inn og aðeins andblær frá sjón- um. Úti á höfninni lágu herskip. Þegar klukkuna vanta'ði 19 mínútur í 6 höfðu allir stöðvað bíla sína. Það var eftirvænting í loftinu. Nokkrir fóru út og drógu upp fána, þ.e. merki með áletruninni: „Við erum öll byrj- endur“ eða „Brosið í umferð- inni.“ Þetta munu vera auglýs- ingar frá Lionsklúbbnum Ægi til styrktar heimilinu á Sólheim- um. Hafsteinn Sveinsson hallaði sér út um bílgluggann. Hann er leigubílstjóri, en var þarna far- þegalaus, bara til að taka þátt í umferðarskiptunum: — Þetta er það sem koma skal, sagði hann. Ég hef alltaf verið hlynntur því. Hefði skammazt mín fyrir ann- áð. Bílarnir sem við ökum, eru byggðir fyrir hægri umferð. Og þama var Guðmundur Magnússon, sem er í umferðar- nefnd. Hann kvaðst ekki vera í embættiserindum, bara að fylgj- ast með og af forvitni, úr því hann gat fengið undanþágu á bílinn sinn. Þrír strákar komu hjólandi, /neð transitortæki með sér. ■umferð — Við þurfum ekkert að stoppa, sögðu þeir. Við erum búnir að kynna okkur það! En þeir stöðvuðu nú samt. Ætla sýnilega að verða löghlýðnir borgarar. Þyrla kom frá þaki lögreglu- stöðvarinnar og flaug yfir Skúla götuna með Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra og Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóra. Fimm mínútum fyrir sex síg- ur bílaskarinn af stað. En ekki langt. Bílarnir færa sig yfir göt- una. Vinstri handar bílstjórar gerðust hægri handar menn. Um stund voru allir á leið þvert yf- ir götuna og stöðvuðust svo hægra megin. Það ríkti eftir- vænting. Kl. 6. Bílamir sigu af stað, hægt og rólega. Það var athyglisvert að allir héldu sig á vinstri akreininni. Þáð virtist reyndar reglan á öllum götum. Of ur skiljanlegt. Þeir sem aka hægt, eiga að halda sig sem næst gangstéttinni, hraða um- ferðin að vera utan við. Og nú var engiinn að flýta sér, eng- inn fann hjá sér hvöt til að aka fram úr. Fjöldi manns var kominn út á göturnar, til að verða vitni að umferðarskiptunum. Börn, unglingar, konur og heilar fjöl- skyldur Þrjár konur urðu á vegi okkar, Sveinbjörg Hermannsdótt ir, Friðdís Jónsdóttir og Alda Borg. Þær kváðust hafa farið á fætur fyrir allar aldir til að fylgjast me'ð þessum atburði. Og þeim fannst það borga sig. Svein björg sagðist hafa verið svolítið uggandi um þetta, en hún sæi að umferðin gengi strax mjög liðlega. Og nú kom niður á Skúlagöt- una fríð fylking ungmeyja og einn riddari og sjálfboðaliði í fararbroddi. Það mátti með sanni segja að þær brostu í hægri um- fer'ð. Þær meira að segja skríktu og hlógu við hvert orð. Þarna voru komnar námsmeyjar úr Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Sumar vöktu í alla nótt, sátu og saumuðu, svo ekki fór tíminn til ónýtis. Aðrar létu vekja sig, en nokkrar hölluðu sér aftur, engin H-umferðarskipti gátu komið þeim á fætur fyrir kl. 6. En þá lagði hópurinn af stað í gönguferð um bæinn. Þær hlógu allar og sögðu að þetta væri voða gaman! Seinna ætluðu þær að skiptast á um áð vera um- ferðarverðir í Aðalstræti. Leigubílsjtórinn, sem hefur ekið okkur, er Gretar Marteins- son á B.S.R. Nú eftir klukku- tima akstur um erfiðustu gatna- mótin, spurðum við hvemig hon um litist á þetta. — Það er dá- lítið undarleg tilfinning, sagði! hann. Maður er svolítið spennt- ur. Þetta er óneitanlega merki- leg stund, sem ég vildi ekki missa af. Hann kvaðst hafa ver- ið atvinnubílstjóri í 17 ár, svo vaninn í vinstri umferð er nokk úð ríkur. Ekki kvaðst hann samt hafa neitt á móti breytingunni. Læt mér nægja mín eigin vanda mál. Blanda mér ekki í vanda, sem aðrir eiga að fjalla um. Hegða mér í samræmi við það, sem ákveðið hefur verið, sagði hann. Og ef maður verður fyrst í stað þreyttur á að gæta sín í hægri umferð, eins og maður verður aúðvitað að gera, þá má alltaf aka Laugaveginn eins og við gerum nú. Þá erum við á vinstri vegarhelmingi, því kyrr- stæðu bílamir hafa enn hægri götuhelminginn. Það kemur kunuglega fyrir aftur. Þær vöknuðu fyrir allar aldir til að sjá H-umferina. Svein- björg Hermannsdóttir, Fridís Jónsdóttir og Alda Borg. Mei vaktmönnum á Slökkvistöð fyrsta daginn í hægri umferðinni Fyrsti sjúkraflutningur í hægri umferð. Þegar blaðamaður Morgunblaðs ins kom í Slökkvistöðina um klukkan sjö í gærmorgun höfðu slökkviliðsmenn þegar verið á ferðinni í góðan klukkutíma við að æfa sig á nýjum akstursleið- um. Bænum höfðu þeir skipt niður í fjórtán hverfi og nú þurfti að átta sig á því hvaða leiðir væru fljótfarnastar til þeirra. Raunar höfðu allar þess- ar leiðir verið athugaðar á kort- um, en eftir var að vita, hvernig umferðabreytingarnar reyndust, þegar til kæmi að nota þær. Menn skiptust á um að fara út að aka, tveir og tveir í hverj- xim bíl og aðeins tveir til þrír bílar í senn. Allir höfðu talstöðv ar, svo að hægt var að ná til þeirra hvar sem var, ef nauðsyn krafði. Þeir Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri og Sveinn Ólafsson, varðstjóri, höfðu einn- ig verið á ferðinni til skiptis frá því klukkan sex en nú buðu þeir upp á kaffisopa og senn bættist í hópinn Rúnar Bjarna- son, slökkviliðsstjóri einnig kom inn út í umferðina að æfa sig og fylgjast með. Morguninn var afar rólegur — óvenjulega rólegur sögðu vaktmennimir. Haldið var áfram æfingaakstrinum en þegar á leið og umferðin þéttist, tóku að myndast umferðahnútar og var þá jafnóðum athugað, hvernig bezt væri að sneiða hjá slíkum stöðum, ef til útkalla kæmi. Einn ig var rætt um þær leiðir, sem lengdust með umferðabreyting- unni, til dæmis um Miklatorgið. Munurinn nam auðvitað ekki ýkja miklu, en í augum slökkvi liðsmanna skiptir hver einasta mínúta miklu máli. Eitt af því sem atíhuga þurfti var að senda ekki marga bíla sömu leið í útköllum, heldur dreifa þeim til að tryggja að ekki festust allir í umferðinni á sama stað, ef hnútar yrðu slæm- ir. — Við ætlum að reyna að nota sírenurnar sem allra minnzt í dag sögðu þeir Gunnar og Sveinn — til þess að forðast að valda óðagoti og hræðslu í um- ferðinni. Blikkljósin notum yið ekki í æfingakeyrislunni — og ekki í útköllum nema á liggi. Þessa ákvörðun urðu þeir að endurskoða er á daginn leið, því að umferðin varð þá svo gífur- leg, að bílarnir komust ekkert áfram, þegar mikið lá við og var þá gripið til bæði blikkljósa og sírena. En þá var fólkið búið að átta sig það vell á breytingunni, að það brá fljótt og vel við, þeg- ar í sírenunum heyrðist. Um klukkan hálf ellefu fyrir hádegi kom fyrsta útkallið; beð- ið var um sjúkrabifreið að Mið- túni 54, þar sem ung stúlka, Mar grét Hallgrímsdóttir þurfti að komast í sjúkrahús Hvítabands- ins. Varð hún þar með fyrsti sjúklingur, sem sjúkrabíll flutti í hægri umferð Þegar kom að vaktaskiptum kl. 1 og menn Gústafs Guðjóns- sonar, varðstjóra tóku við, hafði ekki gerzt neitt sérstakt. Ung- ur piltur hafði verið fluttur í Borgarspítalann og ein kona á fæðingardeildina. Næstu klukku stundir voru ámóta blessunar- lega tíðindalitlar. Annar flutning ur sængurkonu og tvö lítilsháttar brunaútköll. í fyrra sinnið hafði verið kveikt í ruslahrúgu á Sel- tjarnarnesi og varf ljótt sökkt í henni — í hitt skiptið hafði kvikn að í bifreið við Hátún og vatr búið að slökkva eldiinn, áður en dælubíll komst á vettvang eftir 4—5 mínútur. Þegar leið að kaffitíma töld- um við tíma til kominn að kveðja þá ágætu menn í Slökkvistöðinni sem allan sólarhringinn eru reiðu búnir að þjóta á vettvang, þeg- ar borgarbúar þurfa á þeim að halda, hvort heldur það er til að komast í læknahendur eða til að slökkva óvelkominn eld. En rétt í þann mund, er við ætluð- um að ganga út, heyrðist hróp- að: „Slys við nýju sundlaugarjiar sennilega stórslys, fljótir af stað“ Eftir nokkrar sekúndur var sír- enan farin að emja og sjúkra- bifreiðin þaut út úr húsinu. Um- ferðin stöðvaðist þegar í stað og bíllinn smaug milli bílaraðanna, ýmist á hægri brún eða vinstri. Enginn sagði orð álla leiðina og þegjandi hlupu mennirnir út úr bifreiðinni á Sundlaugaveginum, rétt austan við nýju laugarnar. Þar hafði mannfjöldi safnaz.tsam an uimhverfis lítinn dreng, Björn Gunnlauigsson að nafni, er lá á götunni með rauðröndótt teppi yfir sér og sessu undir höfði. Hann var með fullri meðvitund, en mjög fölur. Hann var borinn varlega inn í sjúkrabif- reiðina og örfáum mínútum síð- ar nam hún staðar úti fyrir Slysavarðstofunni. Þar var Bjönn litli skilinn eftir í örugg- um höndum lækna- og hjúkrun- arliðs. Síðar fengum við þær upplýsingar, að hann væri lík- lega fótbrotinn og hefði ef til vill hlotið meiri meiðzl, en þegar þetta var skrifað, var ekki úr því skorið, hvort þau væru al- varlegs eðlis. Sjá frétt. H-dagur á Vopnafirði Vopnafirði, 26. maí. ÚR HÆGRI umferðinni er allt ágætt að frétta, hún hefur geng- ið alveg snurðulaust. Eina breytingin virðist sú, að fólk fari miklu frekar eftir settum regl- um en áður, bæði gangandi og ökumenn. Veðrið hér er ágætt, logn og sólskin. Töluvert meiri umferð hefur verið úr sveitinni inn í kauptúnið en venjulega. I tilefni sjómannadagsins hafa Slysavarnakonur kaffisölu hér í dag, en að öðru leyti hefur ekki verið haldið upp á daginn. — Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.