Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ l®*** Krabbamein í samfélagi iKgttitlrfafrifr Útgefandi: Framkvænadast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: f lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. VERÖLD VANDA VAFIN Viðbrögð Isvestia um banatilrœðið: heimsvaldasinna Fólk grætur og harmar atburðinn tfálft fimmta ár er nú liðið 4 síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti féll. fyrir morðingjahendi vestur í Dall- as í Texas. Aðeins tveir mán- uðir eru síðan að blökku- mannaleiðtoginn Martin Lut- her King var myrtur í Memphis í Tennesse. í gær gerðist svo það að Robert Bennedy öldungadeildarþing- manni, frambjóðanda til for- setakjörs í Bandaríkjunum var sýnt banatilræði vestur í Los Angeles í Kaliforníu. Þegar þetta er ritað verð- ur ekkert um það fullyrt hvort lífi hans verði bjarg- að. Þegar fregnin um banatil- ræðið við Kennedy barst út um heiminn í gærmorgun voru menn slegnir undrun og skelfingu. Hvað er að ger- ast í Bandaríkjum Norður- Ameríku, forusturíki vest- ræns lýðræðis og mannrétt- inda? Vitanlega hafa ódæðisverk verið framin á öllum öldum, og í öllum löndum. En það er voðaleg staðreynd að nútím- km, sem kennir sig fyrst og fremst við siðmenningu og mannhelgi skuli hvað eftir annað standa frammi fyrir slíkum illvirkjum, sem morð- in á ýmsum ágætustu leið- togum Bandaríkjamanna bera vitni. Sú spurning hlýtur að vakna, hvernig það megi ger- ast að villidýrseðli og mann- hatri takist að leika svo laus- um hala í menningarþjóðfé- lagi? Það er staðreynd, sem öll- um er kunn, að aldrei hefur verið gert eins mikið til þess -f Bandaríkjunum að jafna og bæta lífskjör fólksins og eyða kynþáttamisrétti og einmitt nú á síðustu árum, meðal annars undir forustu John F. Kennedys og Lyndon Johnsons. Aldrei hefur önn- ur eins velmegun ríkt í Bandaríkjunum og nú. Þrátt fyrir það stendur þessu sterka þjóðfélagi skelfileg hætta af taumlausri glæpa- hneygð einstaklinga, sem fyrst og fremst láta stjórnast af vitfirrtu mannhatri, raka- lausu og tilgangslausu. Bandaríska þjóðin var harmi slegin þegar John Kennedy var myrtur. Morðið á Martin Luther King vakti einnig þjóðarsorg. Um bana- tilræðið við Robert Kenn- edy og afstöðu þjóðar hans til þess gegnir sama máli. Allur hinn siðmenntaði heim- ur samhryggist bandarísku þjóðinni þegar slíkir ógnar- atburðir gerast. En það er því miður ekki aðeins í Bandaríkjunum sem vandræða- og sorgaratburðir gerast um þessar mundir. Segja má að á öllum heims- hornum logi ófriðareldar. Frakkland hefur undanfarna daga verið á barmi blóðugr- ar byltingar. Stúdentaóeirðir hafa geisað í fjölmörgum höf- uðborgum, austan tjalds og vestan. Jafnvel hér í okkar litla og friðsama þjóðfélagi hefur verið efnt til skríls- uppþota. Þegar á allt þetta er litið, verður ljóst, að það er ekki ofmælt að veröldin sé í dag vanda vafin. Sú staðreynd verður að sjálfsögðu ekki sniðgengin að margvíslegt óréttlæti ríkir víða um heim. Þess vegna eru háværar kröfur um um- bætur, bætt kjör og aukið jafnrétti eðlilegar. En kjami málsins er sá að aldrei hefur jafn mikið verið gert til þess og einmitt nú að skapa rétt- læti, að vinna bug á fátækt- inni, að skapa betra og feg- urra mannlíf. Þrátt fyrir það verður upplausnar og eyð- ingaröflunum mikið ágengt. Sálarlaust hatur brýzt út í morðum og ódæðum. Andleg- ur þroski mannkynsins er þrátt fyrir allar framfarir á sorglega lágu stigi. Tækni- þróun og siðgæðisþroski hafa ekki haldizt í hendur. Þess vegna dynur ógæfan yfir lönd og þjóðir. fslenzka þjóðin vottar bandarísku þjóðinni samúð vegna þeirra hörmulegu at- burða, sem enn á ný hafa gerzt í landi hennar. GLÆSILEG SUNDLAUG CJundlaug Reykvíkinga í ^ Laugardal var vígð á laugardaginn. Laugin er glæsilegasta mannvirki og búin beztu tækjum. Alls geta 800—900 manns synt í henni samtímis og aðstaða til sund iðkana og annarrar heilsu- ræktar er þar eins góð og bezt verður á kosið. Við vígsluathöfnina á laug- ardag flutti formaður Laugar- dalsnefndar, Úlfar Þórðarson, ávarp og komst m.a. svo að orði: „Hér á að verða bað- strönd. Hér verður tekið á móti öllum, sem vilja njóta sunds og sólar, bæta sér upp langan vetur og njóta heilsu- samlegrar útiveru og íþrótt- ar.“ Allir þeir, sem kynnast aðstæðum við nýju laugina BANATILRÆÐIÐ við Robert F. Kennedy hefur vakið sorg og skelfingu um alla heims- byggðina. Hvarvetna láta stjórnmálamenn og almenn- ingur í Ijósi einlægar vonir um, að Kennedy lifi af og bíði ekki varanlegt heilsu- tjón. Páll páfi var meðal þeirra fyrstu, sem fékk vitn- eskju um það sem hafði gerzt. Hann var þá að ávarpa um 10 þúsund pílagríma á St. Péturstorginu og sagði þeim frá atburðinum. Sovézka fréttastofan Tass birti fréttina snemma í morg- un án þess að f jalla nánar um málið. Seint í dag skrifaði Isvestia, málgagn Sovét- stjórnarinnar um morðtil- ræðið: „Tilræðið við Rohert Kennedy er afleiðing af krabbameinsæxlinu, sem ét- ur sig æ dýpra inn í samfélag heimsvaldasinna.“ Fyrirsögn blaðsins er „Bandaríkin. Nýr glæpur.“ Blaðið segir, að það sé orðin hefð í Bandaríkjun- um að myrða stjórnmála- menn, jafnvel um hábjartan dag og í nærveru ættingja þeirra. Ofbeldisaðgerðir virð- ast vera orðin viðurkennd og óskrifuð lög í Bandaríkjun- um og enginn endir ætli að verða á því, að Bandaríkja- menn láti byssukúlurnar ráða. Almenningur í Moskvu virtist vart trúa eigin eyrum, er frétt- irnar bárust og AP segir, að við- brögðin hafi verið mjög á sömu lund og þegar John F. Kennedy var myrtur árið 1963, en báðir Kennedy-bræður hafa notið ást- sælda í Sovétríkjunum. Sovézk kona, sem fréttaritari AP tala'ði við á götu, hafði tár í augunum og sagði: „Þetta er martröð. Þetta er hræðilegt." Annar borg- ari sagði „Það er ömurlegt að búa í slíku landi, þar sem hægt er að skjóta hvern sem er niður.“ Allir lýstu þeim vonum sínum, að Kennedy lifði af. í Moskva bar opinber embætt- ismaður fram þá spurningu, hvort einhver tengsl væru á milli morðsins á John Kennedy og árásarinar á Robert. Komm- únistar og leiðtogar A-Evrópu- ríkja hörmuðu allir tilræ’ðið. I Bandaríkjunum hvarflaði sams konar spurning að ýmsum, og Mike Mansfield, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni sagði: „Ég velti því fyrir mér, hvað sé bogið við þetta land, þegar slíkt ofbeldi getur átt sér stað.“ Páll páfi sagði 10 þúsund píla- grímum frá atburðunum, eins og fyrr greinir. Mikil sorg greip um sannfærast um þessi orð. Reykvíkingar hafa eignazt baðstað í borg sinni. Þar mun æskan geta þjálfað líkama sinn og sál til frekari átaka við erfiði lífsbaráttunnar, þar munu aldnir geta hvílt lúin bein eftir langan lífsferil víð yl heitra linda og fagurt um- hverfi. Þegar hin nýja laug var tekin í notkun var gömlu lauginni handan Sundlauga- vegarins lokað. Við vígslu sig í mannfjöldanum og örvænt- ingaróp fylltu loftið. Páfi sagði: „Við getum ekki þagað yfir sorg okkar. Þær fréttir voru að ber- ast, a'ð Robert Kennedy hafi ver- ið sýnt banatilræði í Los Angel- es.“ Páfi sagðist harma mjög þennan atburð og hann bæði til guðs að sú almenna gremja og sorg, sem slíkur atburður vekti yrði til að bægja ofbeldishneigð úr hjörtum allra manna. í París fór fréttin eins og eld- ur í sinu og þar sem annars staðar sýndi almenningur mikla hryggð og skelfingu vegna at- burðarins. De Gaulle tilkynnti ráðherrum sínum sjálfur frá því, sem gerzt hafði og óska'ði síðan eftir því, að fá að fylgjast sem gaumgæfilegast með fréttum af líðan Kennedys. Sargent Shriver, nýskipaður ambassador Bandaríkjanna í Frakklandi og kona hans, Eunice, sem er systir öldunga- deildarþingmannsins, stóðu í stöðugu símasambandi við Kennedy-fjölskylduna í Banda- ríkjunum og kváðust mundu halda heimleiðis, ef ástæða þætti til. Shriver sagði við frétta menn, að þau væru í senn harmi og felmtri slegin, og hugur þeirra leitaði umfram allt til eiginkonu og barna Kennedys og Rose, mó'ður hans. I London bárust fréttirnar með leifturhraða. Eftirmiðdags- blöðin birtu fréttir og myndir með feitu letri yfir þverar for- síður. Miklar hringingar voru þar eins og alls staðar til frétta- stofnana til að fá nýjustu frétt- ir af líðan Kennedys. Kennedy á marga vini í London, en þar bjó hann í bernsku, er faðir hans var sendiherra í Bretlandi. Jacqueline Kennedy hélt flug- leiðis frá New York til Los Ange les í gærkvöldi, að beði mágs síns. Með henni var Stanislaus Radzivill, prins og eiginmaður systur hennar, sem kom frá London fáeinum mínútum áður. Þeir, sem voru vi'ð er frú Kenn- edy steig upp í flugvélina, segja að hún hafi virzt í mikilli geðs- hræringu og hvað eftir að því komin að bugast. Miehael Stewart, utanrikisráð- herra Bretlands, sagði blaða- mönnum, að hann væri bæði hryggur og gramur, og bætti því við að hann hefði mikla samúð með fjölskyldu Kennedys í sorg þeirra. Harold Wilson og kona hans sendu Ethel Kennedy sam- úðarskeyti. Bandarískir hermenn og ó- breyttir borgarar í Saigon höfðu tár í augum, er þeir töluðu um morðtilraunina. Hermaður einn sagði: „Guð hjálpi okkur, hvað í ósköpunum er að gerast þarna heima?“ Annar sagði: „Þetta er alveg eins og síðast" og átti þar við morðið á John F. Kennedy, forseta. Willy Brandt, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands' sagði við fjölmennan hóp fréttamanna, að v-þýzka stjórnin væri harmi nýju laugarinnar flutti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávarp, þar sem hann mælti fyrir munn þeirra, sem lengst hafa lagt leið sína í gömlu laugina og sagði: „Við félagarnir kveðj- um okkar gömlu laug með viðkvæmum, þakklátum huga. Einu sinni var hún ung, en nú er hún orðið skar, gam- alt hró, og fúið allt tréverk. Nú er hún öll, og verður graf in undir vegakerfi bæjarins. lostin. Brandt er vel kunnugur öldungadeildarþingmanninum og þekkti einnig John bró'ður hans. Brandt kvaðst fyrir sína hönd og v-þýzku stjórnarinnar lýsa yfir andstyggð á atburðinum. í S-Afríku þusti fólk til frétta- stofnana til að spyrja um líðan Kennedys og úti á götum tár- felldu margir er þeir lásu, að Kennedy væri milli heims og helju. Kennedy kom í heimsókn til S-Afríku fyrir tveimur árum og vakti þá umtal og allmikla gremju yfirvalda skorinorð af- staða hans til kyruþáttavandamáil anna. Útvarpið í Hanoi sagði, að skot árásin á Robert Kennedy sýndi hið rétta andlit og starfsaðferðir bandarískra stjórnmálamanna, sem skirrðust ekki við að út- hella blóði til að jafna reikning- ana við andstæðingana. í Belgrad í Júgóslavíu beind- ist athygli manna óðar frá nýaf- stöðnum stúdentaóeirðum í borg inni og menn fylgdust áhyggju- fullir með fréttum um heilsufar Kennedys. Borgarar ræddu árás- ina sín á milli og margir spurðu; hvers vegna það væri Kennedy- fjölskyldan sem biði hvert áfall- ið öðru meira. Forseti Ítalíu, Giuseppe Sara- gat, fordæmdi verknaðinn og sagði hann illmannlegan. Leið- togi ítalskra kommúnista, Pietro Inago, sagði, að Bandaríkin leystu ekki örlagaríkar þjóðfé- .lagslegar og pólitískar deilur með villimannslegum ofbeldisað- gerðum. Forsætcisráðherra grísku her- foringjastjórnarinnar, Georges Papadoupolos, sendj skeyti til Kennedys og sagði, að öll gíska þjóðin sameinaðist í bæn um að hann mætti lífi halda og ná heilsu. í Tyrklandi hurfu fréttir af kosningunum þar í landi um síð- ustu helgi í skuggann, og margir grétu á götum úti og báðu fyrir lífi Kennedys. í Nairobi í Kenýa var Kenn- eth Kaunda, forseti Zambíu, á leið til flugvallar eftir opinbera heimsókn hjá Jomo Kenyatta, forseta, er þeir heyrðu um bana- tilræðið. Báðir lýstu yfir sorg sinni og samúð. — Alþjóðlegur fundur blaðamanna stendur yfir þessa dagana í Nairobi og varð þar uppi fótur og fit. — Grís'ki blaðaútgefandinn Helen Vlac- hou, sagði, að skotárásin á Kennedy gæfi ástæðu til að spyrja, hvort ekki þyrfti að inn- leiða höft og bönn á byessum og skotvopnum í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir morð. í írlandi voru fyrstu viðbrögð svipuð og annars staðar og þó sennilega enn meiri, þar sem Kennedy-fjölskyldan er af írsk- um uppruna og írar hafa alla tíð dáð Kennedy-bræður mjög. Jack Lynch, forsætisráðherra, lýsti harmi sínum og þjóðarinnar allr- ar yfir þessum skelfilegu tíðind- um. í Addis Abeba sagði Haile Sel- assie, keisari, í skeyti til frú Kennedy, að eiginmaður hennar hefði fylgt dyggilega sömu stefnu og bróðir hans, þeirri stefnu er hefði frið og réttlæti að marki. Meðal annarra, sem einnig Framh. á bls. 25 En jafnframt fögnum við upprisu hennar og endur- reisn hér handan við veginn. Þetta er sama laugin endur- borin, Laugin í Laugardaln- um og þarf ekki annað nafn, þriðja kynslóðin, ef ég má svo segja, í mínu minni.“ Laugin í Laugardal á eftir að gleðja borgarbúa og verða ungum sem öldnum gott at- hvarf til heilsuræktar og líkamsþ j álfunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.