Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 11
11 fUk>(' ■ i'T^*'‘W.t p r «Tlr' ^ ''(rTVtTTrrr^/ r~rrrr * -■ MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 196« Trjáplöntur hafa komið vel undan vetri Gróðursettar irerða um 750 þús. plöntur AIXAR trjáplöntur hafa komið vel undan vetri í vor, og gróð- ursetning gengið með ágætum fram að þessu. Er plöntun nú í þann mund að hefjast fyrir norð- an og austan, en þar hafa vor- kuldar og frost í jörðu tafið nokkuð. Kom þetta fram á blaða mannafundi með Hákoni Bjarna- syni, skógræktarstjóra og Hákoni Guðmundssyni ,formanni Skóg- ræktarfélags íslands. Hefur verið leitazt við að setja plönturnar í sem fæst skóglendi og taka í þess stað stærri svæði undir á hverjum stað, enda þótt ávallt verði að dreifa plöntunum nokkuð á milli einstaklinga og hinna minni skógræktarfélaga. Um 27 skógræktarfélög taka þátt í gróðursetningu á hverju vori, og hafa þau flest tekið upp þá stefnu að vinna á fyrri svæðum en hafa þau stærri en áður tíðk- aðist. Geta þau með þessu móti nýtt betur það fé, sem þau afla sér. AUs verða gróðursettar í vor um 750 þús. trjáplöntur, þar af setur Skógrækt ríkisins 2®8 þús. en skógræktarfélög 462 þús. Plöntun verður víðast lokið nú um Jónsmessu, ef tiðarfar spillist ekki til muna. Að þessu sinni verður lítið um síðsumarsplönt- un vegna sparanðarástæðna, en slikt eykur þó jafnan álagið að vori. Trjátegundir þær, sem aðal- lega er þlantað, eru sitkagreni, rauðgreni, bergfura, stafafura, lerki og birki. Lerki er einungis plantað norðanlands og austan, en sitkagreni hér sunnanlands og vestanlands. Nú er nokkur skort- ur á birkiplöntun, vegna þess að óhöpp hafa orðið og vegna þess að skortur er á fræjum. Félagatal Skógræktarfélags fs- lands er nú um 7-8 þúsund manns. Ríkið veitir um 11 millj. ónir til skógræktarinnar, en að auki fær hún um 3 milljónir ár- lega af sölu vindlinga. I>ær tekj- ur hafa þó heldur minnkað — voru um 150 þús. krónum minni á sl. ári en árið á undan. Nokkrar góðar gjafir hafa bor- ist. Þorsteinn Erlendsson frá Ár- bakka í Landssveit arfleiddi Skógræktarfélag Rangæinga að kr. 260 þúsund krónum til starf- semi sinnar. Verður því fé varið til góðursetningar að Hamragörð um, sem skógræktarfélagið festi kaup á árið 1962. Þá hefur frú Helga Paul, sem búsett er í Kaliforníu, systir Sig- urðar heitins Jónassonar, for- stjóra, gefið 100 þúsund krónur, sem hún óskar að verði varið til skógræktar á stað ekki fjarri Geysi, sem Sigurður gaf íslenzka ríkinu á sínum tíma. MJÖG GÓÐ 3ja herbergja íbúð (2 svefnherbergi) á KaplaskjóLsvegi til leigu nú þegar. Tilboð merkt: „Góð umgengni — 8271“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. júní n.k. Hafnarfjörður Til sölu er 3ja herb. risíbúð við Öldukinn í mjög góðu standi. Teppi á stofu og gangi. Sérinngangur. HRAFNKELL ÁSGEIRSSON, HDL., Strandgötu 45, Hafnarfirði, súni 50318. Einbýlishús í Hafnarfirði J Til sölu vandað 5 herb. 116 ferm. einnar hæðar steinhús á Hvaleyrarholti. Ræktuð lóð. Árni Gunnlaugsson hrl. Austurgötu 10, Hafnarfirði. Simi 50764 kl. 9.30—12 og 1—5. Tökum fram í dag og síðan daglega til 17. júní kápur, dragtir, buxna- dragtir og kjóla í glæsilegu úrvali. Hagstætt verð. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Kjólaverzlunin MÆR, Lækjargötu 2. m VERKSTJÓRI ÓSKAST Óskum að ráða verkstjóra vanan vegagerð og til- heyrandi mælingum. Kunnátta í ensku eða skandinavisku nauðsynleg. Upplýsingar í sima 52485. Bæjarsjóður Kópavogskaupstaðar óskar eftir tilboði í jarðvinnu við lögn vatnsveitu í Álfhólsveg og Þverbrekku. Útboðsgögn verða af- hent milli kl. 9 og 12 frá 12. þessa mánaðar á skrif- stofu bæjarverkfræðings gegn 1000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð kl. 11 þriðjudaginn 18. júni 1968 á skrifstofu bæjarverkfræðings. Bæjarverkfræðingur í Kópavogi. Jaðar Börn sem verða á fyrsta námskeiðinu að Jaðri, mæti við Góðtemplarahúsið kl. 4 í dag með læknis- vottorð og farangur. Næstu daga verður tekið við vistgjöldum barna á 2. námskeiðið á sama stað kl. 4—5.30. Upplýsingar í síma 15732 kl. 9 — 10 f.h. Skuldabréf Höfum kaupendur að ríkistryggðum skuldabréfum og góðum fasteignatryggðum skuldabréfum. Málflutnings og fasteignastofa, Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti, Austurstræti 14, símar 22870, 21750. Sokkabuxur hvítar og mislitar. Laugavegi 31. íbúð í Hafnarfirði Til sölu 3ja herb. nýleg íbúð á 1. hæð i fjöbýlishúsi við Álftaskeið. Sérþvottahús í íbúðinni. Frystiklefi í kjallara. SKIP OG FASTEIGNIR, Austurstræti 18, simi 21735, eftir lokun 36329. KEFLAVÍK Orðsending til Keflavíkinga Næstu daga verður hafin útrýming á villiköttum í Keflavíkurkaupstað og er þeim sem hafa heimils- ketti bent á að gæta þeirra innanhúss, ella eiga þeir á hættu að kettirnir verði fjarlægðir. Kvörtimum um villiketti má beina til lögreglunnar. \ atnsendaf élagið Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudags- kvöld, 13/6, kl. 8.30 í Café Höll, uppi. Dagskr: Skýrsla og kosning stjórnar. Önnur mál. Inntaka nýrra félagsmanna og móttaka ársgjalda fer fram á fundinum. Góðfúslega mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Fyrir 17. júní Telpnakápur, ný snið, nýir litir. Buxnadragtir skærir litir. Slá og buxnapilB. Jakkar telpna og drengja. Frakkar, drengjastærðir. — Skyrtur, slaufur, bindi. Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn. Laugavegi 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.