Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1«6« 17 ( Trúboðinn Rank í góðum félagsskap. Sigurður Sverrir Pálsson. Brezkur kvikmyndamaður. J. Arthur Rank og einveldið hans I. í upphafi ... LORD Joseph Arthur Rank, eða réttara sagt fyrirtæki hans, hef ur verið bitbein brezkra blaða- manna og gagnrýnenda allt frá þeim tíma, er þeir fyrst tóka eftir nafni hans á kvikmynda- tjaldinu. Óneitanlega hafa áhr'f hans á brezkan kvikmyndaion- að verið mikil, hvort sem þau hafa verið til góðs eða ills. Vatri ekki úr vegi að kynnast mann- inum og fyrirtæki hans að nokkru. Arthur Rank fæddist í Huli, 23. desember, 1888, og verður því áttræður á þessu ári. Fað- ir hans, Joseph Rank, eða J:>e, var forríkur myllueigandi og þrælslunginn verzlunarmaður. Kenndi hann sonum sínum verzl unarhætti strax á unga aldri, og segir að einu sinni hafi hann kallað synina fyrir sig og ráðg- ast við þá um kaup á myllu nokkurri. Þeir töldu óráðlegt að kaupa að svo stöddu. Seinna, þeg ar myllan reyndist borga sig mjög vel, seldi Joe gamli þeim mylluna á okurverði, en hann hafði þá keypt hana á laun gegn ráðleggingu sona sinna. Arthur hætti í skóla 17 ára gamall og má ennþá sjá áhrif- in af þessari stuttu skóladvöl hans á því, hvað hann á bágt með að stafsetja rétt einföldustu orð. Sennilega hefur hann ekki hreykt sér mikið af menntun sinni um dagana, en samt gat hann ekki stillt sig um að láta eftirfarandi orð falla í október ’62, er hann sagði af sér sem formaður hins mikla fyrirtækis: „Vitið þið bara hvað, þegar ég hætti í skóla sögðu þeir að ég væri sá mesti heimskingi, sem nokkurn tíma hefði jörðina troð ið!“ Eftir að kennararnir höfðu látið í ljós þetta álit sitt á lær- dómshæfileikum Arthurs, tók Joe gamli við og reyndi nú verzl unarhæfileika hans. Gerði hann son sinn að yfirmanni einnar myllunnar. Mun engin mylla í Rank-kerfinu hafa tapað jafn- miklu á jafnskömmum tíma. Gamli maðurinn lét sér ekkert bregða, en skrifaði tapið bara á menntunan-eikning Arthurs. í fjórðung aldar frá of- anskráðum atburðum gerðist fátt og smátt í lífi Arthurs Ranks. Hann malaði sér milljón- ir, lifði rólegu lífi, giftisit öðrum milljónera og margfaldaði eigur sínar. Að einu leyti var hann samt frábrugðinn öðrum milljón erum. Hann rak sunnudagaskóla og prédikaði meira að segja sjálf ur á hverjum sunnudegi. í 30 ár hjólaði Rank í skólann í Rei- gate með sunnudagsmatinn í körfu og fræddi „börn sín“ um kristin fræði og góða siði. Samt fannst honum þetta ekki næg þjónusta við kirkjuna, þar sem honum ofbauð trúleysi alþýð- unnar, og hugðist hann nú beita fjármunum sínum til þess að end urkristna lýðinn. Nærtækasta á- róðurstækið var kvikmyndin. Var ætlun Ranks að framleiða myndir um trúarleg efni fyrir kirkjur og sunnudagaskóla, sem annaðhvort tóku efni sitt beint úr Biblíunni eða voru nútíma- dæmisögur með sterkum siðferð is boðskap. Safnaði hann nú að sér nokkrum meðlimum úr hinni viðsjárverðu kvikmyndastétt, sem var ekki í miklu áliti hvað siðferði snerti, og hóf fram- leiðslu trúarlegra áróðurs- kvikmynda. Ein af fyrstu mynd um hans fjallaði um fiskveiði- þorp í Yorkshire og var kölluð „The Turn Of The Tide“. Hlaut myndin 3. verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum 1935. Varð Rank mjög upp með sér af þessu afreki og vildi nú gefa samlöndum sínum tækifæri til þess að sjá myndina, en á þessu stigi málsins rak hann sig á þann bitra sannleika, að enginn fékkst til þess að sýna meistara- verkið. Rank varð klumsa. Við- brögð hans voru samt einkenn- andi fyrir starfsaðferðir hans síðar. Hann lét peningana tala og keypti kvikmyndahúsið Leic ester Square Theatre til þess að sýna þessa einu mynd. Horn- steinninn að einveldinu var lagð ur. Kvikmyndaframleiðsla er alls- staðar í heiminum ótryggur iðn- aður, nokkurs konar veðmál eða fjárhættuspil ævin'týra- manna, sem annaðhvort leggja þetta fyrir sig vegna gullofinna draumóra um auðtekinn hagnað eða vegna köllunar í þessa átt. Rank lagði þetta ekki fyrir sig í gróðaskyni, enda vissi hann ekki einu sinni hvernig iðnað- urinn gekk fyrir sig. Hann neyddist samt til þess að kynna sér hina órannsakanlegu vegi penimganna í þessum spillta iðn aði. Brezk kvikmyndaframleiðsla hefur stöðugt verið á niðurleið, þó að alltaf hafi skotizt upp ein og ein mynd öðru hvoru, sem glæddi von framleiðandanna. Brezkar myndir, framleiddar fyr ir brezkt fjármagn, stóðu nokk- uð vel að vígi gagnvart Holly- wood fram að fyrri heimsstyrj- öldinni, en eftir stríð hafði Holly wood náð forystunni. Eftir það var vonlaust fyrir Breta, að ætla sér að brjóta Hollywood-ein- veldið á bak aftur og lágu fyrir tvær ástæður. í fyrsta lagi hafði Hollywood tekizt að grópa sína gullnu ímynd í huga almenn- ings, og var sem töfrasprota væri veifað, er á nafnið var minnst. í öðru lagi er sú und- arlega staðreynd, að þetta er sennilega eini iðnaðurinn í heim inum, þar sem aukinn markaður krefst ekki aukinnar fram- leiðslu. T.d. er hægt að full- nægja myndaþörf Reykjavíkur með rúmum 400 myndum á ári, miðað við að hvert hús skipti vikulega. En það er einnig hægt að mæta þörf alls heimsins með 400 myndum á ári. Og það var Hollywood innan handar að framleiða þennan fjölda. Svo að hver mynd, sem framleidd var t.d. í Bretlandi, varð að taka tíma frá Hollywoodmyndunum. Aðstaða Breta gagnvart Holly wood var og er verri en nokkurs annars lands, sem fram- leiðir eigin kvikmyndir. Vegna skyldleika milli tungumála láta brezkir áhorfendur sig engu skipta þó að myndin sé amerísk og brezkir framleiðendur verða því að gera myndir, sem stand- ast fyllilega samanburð við Hollywood framleiðsluna. Annað vandamál þeirra var, að flestir af beztu leikurum þeirra og leik stjórum stungu af til Holly- wood, sem gat boðið betri kjör. Og síðast en ekki sízt er það aðstaða amerískra mynda á er- lendum markaði. Vegna mjög víðtæks og auðugs heima- markaðs ná flestar amerískar myndir upp öllum framleiðslu- kostnaðinum í heimalandinu einu saman. Allar sýningar utan Bandaríkjanna eru því hreinn ágóði. Filmuleigan getur því verið óhuggulega lóg, sem gerir samkeppnis aðstöðu aftur mjög erfiða. Ríkisstjórnin gerði enga til- raun til þess að vernda iðnað- inn fyrr en 1927, að hún setti lög (Quota Act), að hvert kvik- myndahús yrði að verja ákveðn- um tíma á ári hverju til sýninga á brezkum myndum. Afleiðingin var sú, að amerísku fyrirtækin létu Bretum í té dollara, til þess að framleiða ódýrar „formúlu- myndir“, svokallaðar „Quota quickies“, sem síðan voru sýnd- ar á morgnana áður en venju- legur sýningartími hófst, og þar með var lagabókstafurinn af- greiddur. Þrátt fyrir ömurlegt ástand voru samt nokkrar mjög góðar myndir framleiddar á þessu tíma bili og fram til 1940. Þetta var einmitt uppgangstími Hitchcocks sem hóf hér feril sinn um 1920, og nutu Bretar nærveru hans til 1940, en þá sigldi hann til Hollywood. Frá honum komu myndir eins og „The Lodger“, „Blackmail“, „The Man Who Knew Too Much“, „Sabotage“ og „The Lady Vanishes“, svo að (nokkrar séu nefndar. Ant- hony Askuith með „Cottage on Dartmoor” og „Tell England“, Carol Reed með „The Stars Look Down“, heimildarmyndir eins og „Drifters" eftir Grierson og „Night Mail“ eftir Harry Waft eru nokkrar úr þunnskipuðu liði úrvalsmynda frá þessum tíma. Aðalástæðan fyrir gengileysi brezkra mynda á erlendum mark aði hefur verið skortur á stíl, eða ákveðinni ímynd, sem þeim hefur ekki tekizt að skapa. Flest ar aðrar þjóðir eru auðþekktar af ákveðnum tegundum mynda, meira að segja Danir fyrir sín- ar gamanmyndir. Vert er að minnast hér einn- ig á tvo Ungverja, sem settu mjög svip sinn á þetta tímabil. Gabriel Pascal, leikstjóri og mik ill aðdáandi Bernard Shaw, var einn af þeim fáu, sem fékk að kvikmynda leikrit Shaws í friði og með fullu samþykki höfund- arins. Gerði hann t.d. „Major Barbara“, „Pygmalion“ og síðar „Caesar and Cleopatra“. Alex- ander Korda kom til Englands rétt eftir 1930 sem nokkurs kon- ar þúsund þjala smiður í iðn- inni. Hann hafði áður stundað kvikmyndagerð í Ungverjalandi, hjá Ufa í Berlín, í Hollywood, og í París og þekkti því kvik- myndagerð eins vel og fötin, sem hann gekk í. Fyrsta mynd hans í Bretlandi, „The Private Life of Henry VIII“, með Charles Laughton sem Henry, setti allt á annan endann, og Korda var skyndilega orðinn heimsfrægur. Myndin vakti einnig gróðavon- ir hjá brezkum framleiðendum á ný, þar eð myndin tók fljót- lega inn tífaldan framleiðslu- kostnað sinn. Eftir þessa einu mynd var Korda fær um að reisa sitt eigið kvikmyndastúdíó að Denham, sem kostaði hann um eina milljón punda og var eitt hið bezta í Evrópu á sínum tíma. Korda hóf nú að framleiða mynd ir í fyrirtæki sínu, London Films, í anda „Henry VIII“, en sú mynd átti ekki eftir að endurtaka sig. Endaði ævintýrið með því, að Denham lenti í höndum hveiti- malarans Ranks. Sambandinu milli Ranks og Korda svipaði mjög til Disraelis og Gladstones. Korda var alls, sem Rank var ekki. Korda var orðheppinn bó- hem, fráskilinn og listfengur. Rank aftur á móti ríkur Meþód- isti, farsællega giftur og ólistfeng ur, og hjólaði um Surrey með sunnudagaskóla hugsunarhátt. Einkunarorð Korda voru „1. gæði 2. magn“, Ranks „1. magn, 2. gæði“. Rank þoldi einnig mjög illa gagnrýni og hefur hatur á gagnrýnendum fylgt fyrirtækinu fram á þennan dag. T. d. tók hann einhverju sinni blaðamann nokkurn til bæna, sem hafði skrif að grein, er Rank þótti sérmið- ur í hag og spurði: „Gerir þú þér ljóst, þegar þú skrifar slíka hluti um fólk, að Guð horfir yfir öxl þér?“. 1935, árið sem Rank sneri sér að kvikmyndaframleiðslu, var hann einn af ríkustu mönnum í Bretlandi, þá 46 ára gamall. Trúboðinn Rank hafði samt eng- ar áætlanir um að verða kvik- myndakóngur, er hér var kom- ið sögu. Framleiðsla á trúarleg- um barna- og fræðslumyndum var aðeins tómstundagaman. Til þess að vera betur fær um að standa á eigin fótum, lét hann reisa Pinewood stúdíó og var það opnað í október, 1936. Og til þess að vera viss um að fá sínar eigin myndir sýndar, varð hann að hafa dreifingarhring sér innan handar. Kom hann sér í samband við General Film Dis- tributors (GFD) og var þar með kominn í nána snertingu við pen- ingahringiðjuna að tjaldabaki. Uppgötvaði hann nú, sér til mik- illar undrunar, hversu svimháar upphæðir bandarískar myndir drógu út úr landinu á hverju ári. Þegar honum var fyllilega ljóst hversu slæm áhrif þessi einstefna dollaranna hafði fyrir efnahag Heimsveldisins hóf hjálp semin þeysireið í höfði Ranks. Framleiðsla fræðslu- og áróðurs- mynda fyrir kirkjur varð nú aukaatriði. Rank setti sér nýtt markmið: Að bjarga Bretlandi úr klóm auðvaldssinnanna og taka ærlega í hnakkadrambið á Hollywood og hrista úr þeim helv . . . hrokann. Hann var full- komlega sannfærður um að geta beygt Hollywood að fótum sér og hófst þegar handa um að undirbúa áhlaupið. Hvernig Rank fór að því að byggja upp hið fræga einveldi sitt er of flókið mál, til þess að lýsa í smáatriðum. Meginregl- an, sem hann notaði var fengin að láni frá þeim gamla, sem hafði kennt sonum sínum „að kaupa upp, eða kaupa hlut í, fyrir- tækjum, sem aðrir höfðu þegar stofnað“. Þegar Rank fór að rann saka efnahagsuppbyggingu iðn- aðarins, komst hann fljótlega að því, að feitustu bitarnir voru dreifing og sýning myndanna. Sameinaði hann því nokkra litla kvikmyndahúshringi, sem sýndu myndir, sem G.F.D. dreifði. Aðili að þessum hring var Odeon Thé- atres, og þegar stofnandi þeirra, Oscar Deutsch, dó, 1941, féllu þau sjálfkrafa inn í Rank-hring inn. Sama ár fór stærsti dreif- inga- og sýningahringurinn í landinu, Gaumont-British á höf- uðið og gafst Rank tækifæri til þess að kaupa hræið. Rétt fyr- ir stríðslok, eða um 1944, var hveitimalarinn orðinn að kvik- myndakóngi. J. Arthur Rank átti nú um 600 kvikmyndahús rak eig dreifingarfyrirtæki og starfrækti 3 kvikmyndastúdíó. Baráttan við Holywood gat hafizt. Kvikmyndaframleiðandinn Rank á frumsýningu fyrstu mynd- arinnar um brezkan iðnað. Næstur honum stendur Harold Wilson þáverandi formaður Board of Trade. J. Arthur Rank og einveldið hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.