Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968 5 100ARAN0RRÆN POSTSAMVINHA Ákveðið hefur verið að útg'áfu dagur frímerkis þess, sem Norð- urlöndin fimm gefa út með sam- eiginlegri mynd, m.a. í tilefni 100 ára afmælis norrænnar sam- vinnu í póstmálum, skuli vera 28. febrúar 1969. Þetta er ein ákvörðunin, sem tekin var á ársfundi Norræna póstsambandsins í Reykjavík 3- 5. júlí 1968. Voru mættir þar fulltrúar frá hinum fimm nor- rænu póststjórnum. Fundurinn ákvað ennfremur að lagfæra burðargjöld fyrir fylgiblöð blaða og tímarita milli Norðurlandanna, á þann hátt að framvegis skuli innanlands burð argjald gilda gyrir slíkt. Einnig var ákveðið að gsra til raunir með notkun innanlands- eyðublaða með öðrum póstsend- ingum til þess að gera almenn- ingi auðveldara að nota þjón- ustu póstsins. Hagræðingarmál og þjónustan við almenning voru mjög til um- ræðu á fundinum. Norræna póst sambandið hefur þessi mál til meðferðar í mismunandi vinnu- nefndum. í sambandi við hagræð ingar og þjónustumál voru rædd ar tillögur til breytinga á al- þjóðapóstsamningunum, en al- þjóða póstþing verður haldið 1969. (Frá Póst og símamálastjórn- inni.) Fulltrúar þeir er fundinn sóttu. Því er slegið föstu: Hvergi meira tyrir ferðapeningana. Majorka og London — 17 dagar trá krónum 8.900,oo Nú komast íslendingar eins og aðrar þjóðir ódýrt til sólskinspáradísarinnar á Majorka, vinsælasta ferðamannastað álfunnar. Majorka er vinsælust allra staða vegna þess að sólskinsparadísin þar bregzt ekki og þar er fjölbreyttasta skemmt- analíf og mestir möguleikar til skoðunar og skemmtiferða um eyjuna sjálfa, sem er stærri en Borgarfjarðar- og Mýrasýslur tii samans, og einnig er hægt að komast í ódýrar skemmtiferðir til Afríku, Barcelona og Madrid (dagferðir), Monte Carlo og Nizza. Flogið beint til Spánar með íslenzkri flugvél. Tveir heilir sólar- hringar í London á heimleið. Þægilegar ferðir til eftirsóttra staða. Aukaferðir 21. ágúst og 4. september Næstu ferðir: 17. júlí (fá sæti) 31. júlí (fá sæti). 14. ágúst (fullbókað), 28. ágúst (fullbókað), 11. sept. Brottfarardagar annan hvern miðvikudag (fuiibókað), 25. sePt., 9 október og 23 október. LONDON - AMSTERDAM - KAUPMANNAHÖFN 12 daga ierðir — Verð krónur 14.400,oo Stuttar og ódýrar ferðir sem gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru mjög ólíkar. Miljónaborgin London er tilkomu- mikil og sögufræg höfuðborg stórveldis með fjölbreytt menningar- og skemmt- analíf. Amsterdam er heillandi fögur með fljót sín og síki, blómum skrýdd og létt í skapi. Og svo borgin við sundið, Kaupm annahöfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast annars staðar á erlendri grund. Fararstjórar: Klemenz Jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson. Brottfarardagar: 21. júii — 4. ágúst — 18. ágúst — 1. sept. — 8. sept — 15. sept. Athugið að SUNNA hefur fjölbreytt úrval annarra hópferða með íslenzkum fararstjórum. Ferðaþjónusta SUNNU fyrir hópa og einstaklinga er viðurkennd af þeim mörgu er reynt hafa. Bankastræti 7 _____________ símar 1 64 00 og 1 20 70. SUIMINIA Ferðaskrifstofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.