Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968 7 Sýnir málverk sín í Þrastalundi Spjallað við Kristinn Reyr Þúsundþjalasmiðir eru enn til á íslandi. Sönnun þess fékk ég ótvíræða einn daginn í síð- ustu viku, þegar ég kleif stig- ana upp á 4. hæð í húsinu núm- er 50 við Bergstaðastræti. TJpp allan ganginn blöstu við manni málverk eftir íbúa þessarar hæðar. Maðurinn er löngu mörg um kunnur og heitir Kristinn Reyr. Hér á árum áður þekkti ég hann allvel. Þá var hann Pétursson, en Reyr er hans lista mannsheiti. Ég hafði hitt hann á förnum vegi rétt áður, og höfðum við þá mælt okkur mót heima hjá honum, til þess þar og þá að fræðast um, hvað hann væri helzt að gera um þessar mund- ir. Þegar ég kom inn fyrir dyrn ar tók Kristinn Reyr á móti mér, léttur á fæti og léttur í lund, eins og hans er vandi og bauð mig velkominn af alúð. Allir veggir voru þaktir mál- verkum, þar sem þau komust fyrir, þar sem ekki var allt þakið í bókum fyrir. „Þú átt geysilegt bókasafn, Kristinn?" segjum við, hrifnir af öllu, sem fyrir augu ber. „Það er nú varla að undra", svarar hann hæglátlega. „Ég rak Bókabúð Keflavíkur hátt í tuttugu ár. Ekki svo að skilja, að bóksalar þurfi endilega að verða bókamenn, en oft fer þetta saman, sem betur fer, og myndi ég telja þá betri bók- sala eftir.“ „En nú veit ég, að þú málar, ertu með sýningu um þessar mundir?" ' „Það var lóðið, lagsi. Ogþað meira að segja á óvenjulegum stað. Ég sýni um þessar mund- ir 18 olíumálverk í veitinga- skálanum í Þrastarlundi, aust- ur við Sog. Þangað liggur margra leið í veðurblíðunni, og það er enginn aðgangseyrir, og opið er eins lengi og veitinga- salurinn er opinn." „Hefurðu haldið margar mál- verkasýningar?" „Nei, ekki nema tvær áður, og báðar i Keflavík. En þessi í Þrastarlundi er sölusýning, og ég hef aldrei reynt að spenna verð mynda minna of hátt." „Leyfist mér að spyrja, hvernig stendur á þessum hljóðfærum hérna inni? Þú ert þó aldrei tónskáld líka?" „Tónskáld er auðvitað all- stórt orð, en ég hef fengist við að semja lög, og s.l. haust kom út lítið lagahefti eftir mig: Sjö einsöngslög, sem fæst í mörgum bókaverzlunum og hjá Páli Bernburg og Hljóðfærahús inu. Ég hef gert þessi lög við ljóð margra þjóðskálda okkar, en þau eru þessi: Húsin í hænum eftir Tómas Guðmundsson, skoðun þessi að mér finnst merkileg og stórkostleg þessi bylting, sem á öllu hefur orðið á landi okkar síðasta manns- aldurinn. Við þurfum ekki lengra að leita. Ég, ungur mað urinn, man eftir hlóðum í eld- húsi, man eftir árabátum, sem lagt var upp að klöppum í stað hafnargarða. Nei, þetta er jafnvel meira en menningar- bylting. Samt heldur maður alltaf tryggð við fornar slóð- ir. Ég er ættaður úr Grinda- vík, úr Staðarhverfinu, og við stofnuðum fyrir skömmu félag um staðinn: Staðhverfingafélag Kristinn Reyr, listmálari, tón- skáld og ljóðskáld. Amma kvað eftir örn Arnar- son, Vorið góða eftir Jóhannes úr Kötlum, Að skýjabaki eftir Davíð Stefánsson, Bráðum kem ur betri tíð eftir Laxness, í veizlulok eftir Magnús Ásgeirs son og Elín Helena eftir Stein Steinarr." Og að beiðni minni hljómar brátt frá píanóinu fallegt lag: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumar- daga. — Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi, eink- um fyrir ung dreingi.. — fol- öldin þá fara á sprett og fugl- inn sýngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur." „Hvert er það stórfurðulega hljóðfæri, sem hér er mér til vinstri handar?" „Þetta er rafmagnsorgel ítalskt, frá honum Páli Bern- burg. Hreinasta þarfaþing, eins og eitt dáindisgott kirkjuorgel, og hefur einn kost, sem ég met öllum meir. Ég bý hér í sam- býlishúsi, og hér myndi píanó- spil bergmála á milli hæða og_ máski yrði ég rekinn eftir eina nótt, ef ég léti heyrast í mér, þegar ég er að „músisera". En á þessu orgeli þarf ég ekki nema að hreyfa einn takka, stinga heyrnartóli upp í eyrað, og þá heyri ég alla mína mú- sík og ekkert heyrist út i frá. Ef þetta er ekki bráðnauðsyn- legt, þá veit ég eíkki, hvað það orð þýðir." „Og hér sé ég svo ljóðabók eftir þig. Þú ert semsagt ekki við eina fjölina felldur". „Nei, það er ég sjálfsagt ekki, en þetta er sú síðasta af 5, og eru 7 ár siðan hún kom út, heit ir Minni og menn. Hinar eru Suður með sjó, 1942, Sólgull í skýjum, 1950, Turnar við torg, 1954, Teningum kastað, 1958, svo að þú sérð, að þetta er ekkert smálítið að vöxtum. Um gæðin verða aðrir að dæma. Annars er brot af minni lífs- Málverkið Skógardísir, sem er eitt af 18 málverkum, sem sýnd- ar eru nú í vcitingaskálanum í Þrastarlundi. ið. Það átti 5 ára afmæli 1967. Við höldum þorrablót á hverj- um þorra, og auk þess komum við svo saman á Jónsmessunni og höldum hátíð." „Er það ekki eitthvað lag, sem þú hefur samið, sem virkilega hefur slegið í gegn, Kristinn Reyr?" „Ætli það sé þá ekki helzt lagið Amorella, sem Haukur Morthens gerði frægt erlendis fyrst. Auðvitað var það dægur- lag, en vill ekki fólkið alltaf hafa eitthvað fyrir sinn snúð, sem það skilur? Ég ætla bara að vona, að fólkið skilji líka myndirnar mínar austur I Þrast arlundi, og máski lengi líkatil að eignast þær upp á vegg hjá sér. Þá er mér nóg laun- að allt mitt strit." Og tími okkar til samtals á förnum vegi reyndist ekki lengri í dagsins önn og amstri að þessu sinni, svo að við kvöddum listamanninn og þús- undþjalasmiðinn, Kristinn Reyr, og héldum áfram göngu okkar í góða veðrinu. — Fr.S. FORIMIilil VEGI og Grensássóknar, verða afgreidd í skrifstofu minni í Neskirkju á miðvikudögum kl. 5-6. sími 11144. Séra Frank M. Halldórsson Séra Ólafur Skúlason fjarver- andi frá *3.-20. júlí. Vottorð af- greidd Hlíðargerði 17, milli 11-12. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son fjarverandi frá 11. júlí — 26. júli Vottorð afgreidd hjá kirkju- verði sími 33913. Grensásprestakall Vegna f jarveru minnar um nokk urra mánaða skeið, munu vottorð verða afgreidd í skrifstofu séra Franks M. Halldórssonar, og ei sóknarfólki bent á að snúa sér til hans. Guðsþjónustur hefjast aftur ( Breiðagerðisskóla eftir sumarhlé, eins og undanfarin ár. Felix Ólafs- son. Spakmœli dagsins AUir geta borið byrði sína, hversu þung sem hún er, unz nóttin kem- ur. AHir geta lifað með hugann fullan af góðvilja, þolgæði, kær- leika og hugrekki, þar tii sól geng ur til viðar. Og þetta er í raun réttri allt það, sem lífið krefst af oss. — RX.Stevenson, Notið sjóinn og sólskinið! son Tómasarhaga 51. Rvk. Heimili þeirra er að Stigahlíð 12. Rvk. Á morgun, mánudag 8. júlí, á 80 ára afmæli frú Margrét Magnús- dóttir, nú til heimilis á Hrafnistu. Á afmælisdaginn verður Margrét stödd á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Suðurlandsbraut 23. 27. júní voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Thorarensen ungfrú Kolbrún Hámundardóttir, Lynghaga 14. Rvk. og Jón Guðna- 70 ára er í dag Bjarni Guð- mundsson, bóndi i Hörgsholti, Hrunamannahreppi, Árnessýslu PRESTAR FJARVERANDI Verð að heiman í tvær vikur, til 18. júlí. Jón Auðuns. Verð fjarverandi til 26. þ.m. vott orð úr prestþjónustubókum minum HAMONJKKA Góð harmonikka tiil sölu. og 800 kr. kanlmannsreið- hjól. Sími 32855. VOLKSWAGEN óskast, í góðu staradi. Aðr- ar tegunudir kæmiu einnig til greina. Uppð. í síma 34129. TRILI.UBÁTUR TIL SÖLU Nýleguir 3ja tonna, með 22 ha. dísil vél, í góðu ásig komiulagi. Up>pl. í símia 12879 og 19255 kl. 9 til 5 á daginn. 2ja herbergja íbúð til leigu frá 15. júlí í Heimahverfi. Tilb., merkt: „8493“, sendist Mbl. fyrir 10. júlí. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Garða- og Bessastaðahr. Umboðsskriistofa vor, Vest ■urg. 10, Hafnarfirði, opin kl. 9—12 og 1—5 nema laugard. 9—12 meðan skoð un stendur. Hagtrygging hf. Sferifstofu- eða lagerhúsnæði til leigu á Lindargötu 48. LITHOPRENT H.F. sími 15210. Netagerðarmeistari ósfeast Hraðfrystistöðin í Rvík h.f. Símar 21400 og 16661. Siunarúlsulan er hnfin Stórkostleg verðlœkkun á kjólum Verð frá kr. 350. - Crimpleneefni, triceleefni, terelín og fleira með miklum afslætti. ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg nýiung Hljóðlaust Vf.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. Handlaugar Fætur f. do. aðeins kr. 3.650,00 — 930,00 — 735,00 Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.