Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 19®8 15 ,1 Kristjcin G. Þorvaidsson, Suðureyri — Minningarorð Aðfaranótt hins 8. júlí sl. andað- ist að Landakotssjúkrahúsi hér í Reykjavík Kristján G. Þor- valdsson frá Suðureyri við Súg- andáfjörð, 87 ára að aldri. Verð- irr hann jarðsettur frá Fossvogs- kirkju á naorgun. Með Kristjáni Þorvaldssyni er til moldar hniginn einn af merk ustu og ágætustu borgurum Suð- ureyrarkauptúns. Hann var faeddur 9. maí árið 1881 í Selárdal í Súgandafirði. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Friðbertsdóttir og Þorvald- ur Gissurarson, þrekmikið og dugandi fólk. Ólst Kristján upp hjá þeim og vann þar alla al- genga vinnu. En á yngri árum var hann fremur heilsutæpur. Þó byrjaði hann að stunda sjó- sókn upp úr fermingaraldri. Sótti hann sjó frá Súgandafirði og í nokkrar vertíðir frá Bolung arvík. 1 nokkur ár var Kristján formaður á bát, sem hann átti með Valdimar bróður sínum, en varð að hætta formennsku vegna heilsuleysis. Vorið 1912 fluttist Kristján með systkinum sínum og móður •til Suðureyrar. Réðist hann þá innanbúðarmaður hjá Ásgeirs- verzlun og urðu verzlunarstörf áðalatvinna hans fram til ársins 1932 eða í tæp 20 ár. Starfaði hann á þessu tímabili hjá fjórum verzlunum. Voru það auk Ás- geirsverzlunar, Verzlun Jóns Grímssonar. Hinar Sameinuðu ís lenzku verzlanir og Verzlun Örn ólfs Valdimarssonar. Árið 1938 til 1951 var Kristján síðan fiski matsmaður á Suðureyri. Enn- fremur var hann um árabil um- boðsmaðirr Olíuverzlunar íslands. Þá hafði hann með höndum stjórn Rafveitu Súðureyrar- hrepps. Á þessum árum starfaði Kristján einnig við Hraðfrysti- hús á Suðureyri, eftir að það kom til sögunnar. Stundaði kolaveiði í net, vanr almenna viericamaninavininu og um skeið atundaði hann verkstjóim. Ýmis aukastörf vann Krist- ján Þorvaldsson. Hann var eiinin af stofnendum íshúsfélags- inis árið 1910 og átti sæiti í stjórn þess um skeið. Þá starfaði hann lenigi við Sparisjóð Súgfirðinga og var umboðsmaður Brunabóta félags fslands á Suðuneyri. Um- boðsmaður Brunabótafélags ís- iands á Suðureyri var hann frá árinu 1922 til ársins 1966. Hafði hainn þá starfað í þágu félags- ins í nær 44 ár. Kriistján var igjaldkeri Slysavamiadeildarinn- ar á Suðureyri í 20 ár, og átti sæti í atjóm sjúkrasjóðs Súg- firðinga frá stofnun hans til árs loka 1965. f hreppsnefnd átti hanin einnig sæti um árabil. Sömuleiðis í skólanefnd og sókn arnefnd. Af þessu má sjá að Kristján Þarvaldlason naut mikiis og al- menns trausts samborgara sinna. Gengdi hann hinum fjöilbreyti- legustu störfum á lífsleiðinni. ★ Kristján Þorvaldisson var prýðilega greindur maður, ágæt lega ritfær og fjölfróður. Hann hafði mikinn áhuga á náttúru- fræði og hafði yndi af grösium og blómum. Aflaði hann sér ó- trúlegs fróðleiks um þessi etfini. Sögumaður var hann ágætiur. Að áeggjan vina sinna tókst hann á hendur að skrifa sögu Suður- eyrar, sem nú liggur fyrir í hand riti og áformað mun að gefa út á sínum tíma. Áður hafði hann skrifað ritgerðir um ýmisleig efni t.d. um örnefni og fiski- mið í Súgandafirði. Einnig rit- aði hanin meirihluta af árbók Feirðafélagsims um Viestur-ísa- fjarðarsýslu. Þjóðsögur úr Súg- andafirði hefur hann einnig skráð og sögu bænda þar á tíma bi'linu 1795—1900. Þessi hógværi og greindi mað ur er nú horfinin. Það var ávallt ánægjulegt að heimsækja hann í litla húsið, sem hann og fjöl- iskylda hans bjó í á Suðureyri. Þar ríkti andi sannrar menn- ingar. Þeir sem heimsóttu Krist- ján Þorvaldsson og áttu þess kost að ræða við hann í góðu tómi, fóru ávallt ríkari af fundi hanis. Kriistján G. Þorvaldsson kvænt ist 9. mad 1915 Arnfríði Guð- mundsdóttur frá Vatnadai í Súg- andafirði, ágætri og igreindri komu. Áttu þau fjögur börn, tvö þeirra dóu ung, en tvö eru á ilífi. Eru þau Kristín saum'akona og Þorvaldur, sem aðallega hefur stundað sjómennsku. Eiga þau Þorvaldur, sem aðallega hefur Reyikjavík. Býr móðtir þeirra nú hjá þeim. Kristján Þorvaldsson haifði í raun og veru alla ævi meiri álhuga á andlegum efnum en venjulegri vinnu. Hamn var ágætlega músíkalskur og byrjaði ungur að leitea á fiðlu. Síðan lærð'i hann af sjálfum sétr að mestu á orgel, og var um skeið kiirtejuorganisti í Suðureyrar- kirkju. Viniir og venzlamenn þessa merka manns þateka honum sam fylgdina, vináttu og tryggð um langan aM>ur. Ég votta ástvinum hans einlæga samiúð við fráfafll hans. S. Bj. Sölustarf Fyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann í sumar. Þarf að hafa bíl til umráða. Þar sem hér er um sumarstarf að ræða, er það til- valið fyrir skólanema. Lysthafendur leggi umsóknir inn á afgreiðslu Morgixn- blaðsins fyrir n.k. miðvikudag, merktar: „Sölustarf — 8453“. STRAIM-8TEEL STÁLGRINDAHIJS VER HOFUM NÚ TEKIÐ VIÐ EINKAUMBOÐI FYRIR STRAN-STEEL CORP, HOUSTON, TEXAS. VÉR CETUM NÚ BQÐIÐ MEÐ STUTTUM FYP»^A^\ ALLAR TEGUNDIR AF HÚSUM OC BYCCINCUM S.S. VORUSKEMMUR VERKSTÆÐISBYCCINCAR SKÓLAHÚS SJÚKRAHÚS SKRIFSTOFUHUS V ERZLUN ARHÚS BIFREIÐACEYMSLUR O. FL O. ^L CLÆSILECAR BYGGINGAR I MIKLU LITAÚRVALI. ÖLL MÁLNINC ER INN- BRENND AF DU POINT CERÐ MEÐ 5-/5 ÁRA ÁBYRCÐ - ALLAR NÁNARI UPPLÝSINCAR Á SKRIFSTOFU VORRI EIIMKAIJMBOÐ Á ÍSLAIMDI EYRIR STRAIM STEEL CORP HOIJSTOIM, TEXAS liSA HANNES ÞORSTEINSSON HEILDVERZLUN, HALLVEIGARSTÍG 10 Sím/ 22455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.