Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 23
- VIRKJANIR Framhald af bls. 10 vera ákveðin. í Þjórsá sjálfri er reiknað með sex virkjun- arstöðum. Efsta virkjunin er við stífluna við Norðlinga- öldu og er lítil að vöxtum. Næsta virkjun neðan við hana er við Dynk (260 MW) og litlu sunnar virkjun við Gljúfraleitarfoss (85 MW). Mjög kæmi til álita að sam- eina þessar tvær undir ein- um hatti og jafnvel hefði ver- ið nefnt, að taka einnig virkj- unina við Norðlignaöldu með. Stefnt væri að því nú, að hafa virkjanir sem fæstar og nefndi Jakob sem dæmi, að ef virkja ætti Sogið nú, yrði tæplega byggð nema ein virkj un, þar sem nú er Ljósafoss og írafoss. Næsta virkjun neðan við | Gljúfurleitarfoss yrði við Sult artanga, lítil virkjun að vísu en kemur þó mjög til greina ef ísaerfiðleikar við Búrfells- virkjun verða miklir, því að stífla við Sultartanga mun draga úr aðflutningi íss að henni. Ef á hinn bóginn reyn- ist auðvelt að ráða við ísinn við Búrfell, er líklegt að Sult artangavirkjun komi nokkuð seint. Jakob Gíslason gat þessa, að stíflan við Sultartanga ætti að verða mjög löng. Jarðveg- ur væri þarna mjög gropinn og því erfitt viðureignar, en Haukur Tómasson, jarðfræð- ingur, ynni nú að tilraunum þess eðlis, að veita kvísl úr Tungnaá út í hraunið til þess að kanna, hve hratt mætti þétta jarðveginn með fram- burði árinnar. í Tungnaá er reiknað með fjórum virkjunarstöðum. Neðsti staðurinn er við Sþorð öldu, en skammt fyrir ofan er Hrauneyjafoss og þar er reiknað með annarri virkj- aðstaða til virkjanagerðar á un. Sagði Jakob Björnsson, að þessum stöðum væri jarð- fræðilega ekki góð því berg- grunnurinn væri ungar eld- fjallamyndanir, móberg og þess háttar, sem mjög erfitt væri að gera neðanjarðar- mannvirki í. Svipuð vanda- mál væri við að stríða í öðr- um virkjunarframkvæmdum við Tungnaá, því jarðfræði væri svipuð meðfram allri ánni. Næstu virkjanir ofan- Hrauneyjafoss væru Tungna- árkrókur (117 MW) og Bjall- ar (71 MW). Af öllum virkj- ununum væri Bjallavirkjun ólíklegust af ýmsum ástæð- Umferð ■ • • Oræfum með mesta móti Fagurhólamýri, 13. júlí. MEÐ tilkomu hinnar nýju brúar yifir Jökulsá á Breiðamerkuir- sandi hefur ferðamannastraum- ur í Öræfasveit aukiist hröðum skrefuim. Heíur umferðiln það, sem af er þ-essu sumri verið með langme-sta móti, sem þekkst hef- ur hér. Dvelst ferðafólk aðallega í Skaftafeili. Má segja, að á- Standið hér sé nú mjög ólíkt því, ®em áður hefur verið. Öræfingar líta hina nýju menmingu dáliitlu hornauiga, þó hún sé e.t.v. ekki með öllu slæm. — Siigurður. 2tlóV3unX>Taíiiti AUGLYSINGAR SÍMI 22.4.80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1968 23 um, sérstaklega vegna óhag- stæðrar jarðfræði þessa svæð- Hið nýja hús Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson). Sparisjóður Reykjavikur flytur VERBÐ er að leggja síðustu hönd á byggingu nýs húsnæðis fyrir Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Hörður Þórðarson, Eftir að Hvítá hefur verið veitt í Þjórsá, er ætlunin að byggja virkjun við Urriðafoss sem yrði mjög stór, eða rúm 200 megawött. Að lokum sagði Jakob Björnsson: „Þær áætlanir, sem við höf um rætt um, eru á engan hátt endanlegar. Vafalaust á eftir að breyta þeim talsvert, en við viljum leggja áherzlu á, sparisjóðsstjóri, sagði Morgun- blaðinu, að þeir vonuðust til að starfsemin í nýja húsinu gæti hafizt í næsta mánuði. að frá upphafi er litið á heild- ina í stað einstakra virkj- ana. „í upphafi skal endinn skoða“ er í rauninni grund- vallarhugmyndin að baki mynzturáætlunum, eins og raunar allri áætlanagerð til langs tíma. Við reynum að fylgjast með þeirri tækni, sem innleidd hefur verið á síðari árum í þessu efni og leggja þar e.t.v. eitthvað af mörkum sjálfir". Sparisjóðuir Reýkjavíkur hef- ur hinigað til verið í leiguhúa- næði. Fyrst var hann í húai pmentaira við Hverfisgötu «g fiutti síðan í annað leiguhúsnæði við Hverfisgötu 26. Árið 1966 var svo hafisit handa við bygging- eigin húsnæðis við Skólavörðu- stíg og þar er nú risið glæsilegt þriggja hæða hús, með kjall- ana. Hörðuir sagði, að einungia fyrsta hæðin og kjallairimn yrðu notuð fyrir starfsemi sparisjóðs- ins og fatri þar fram öll alimamn þjónusta, en þeir myndu alveg flytja úr leiguhúsnæðimu. Efri hæðirnar tvær verða svo leigð- ar út, en ekki vitað l;nn hvaða aði'lar þar verða. Virkjanir í Hvítá í Hvítá sagði Jakob, að jarð fræðilega væri aðstaðan öllu betri en í Tungnaéi, þó hún væri ekki með öllu góð. Efsta fyrirhugaða virkjunin þar væri við stíflugarðinn við Ábóta, en þar væri breggrunn urinn grágrýti, sem væri í eðli sínu lekt, og skapaði á þann hátt vandamál. Neðar við Hvítá kæmi hins vegar fram blágrýti sem tilheyrði hinni svonefndu Hreppamynd un og væru fyrirhugaðar virkj anir: Sandártunga (90 MW), Tungufell (152 MW) og Hauk holt (51 MW) allar í þeirri myndun. f þessari blágrýtis- myndun væri aðstaða e.t.v. betri til virkjanagerðar en á Þjórsársvæðinu. í virkjuninni við Sandár- tungu og Tungufell er gert ráð fyrir alllöngum jarðgöng- um. Gat Jakob þess, að ef Tungufellsvirkjun yrði byggð myndi op jarðganga vera of- an við Gullfoss, en úttakið fyr ir neðan. Af þessu myndi sennilega leiða, að í þurrkum myndi lítið sem ekkert vatn vera í Gullfossi nema sérstak- ar ráðstafanir væru gerðar til að hleypa á hann vatni, svip- að og gert er við Niagara- fossana á landamærum Kan- ada og Bandaríkjanna. Neðstu virkjanaframkvæmd ir við Hvítá yrðu þær, að við Hestfjall í Grímsnesi yrði ánni veitt um svonefnda Ár- hraunsveitu yfir í 'Þjórsá, þannig að farvegur Hvítár niður að Sogi yrði trúlega þurr, nema í flóðunum. Þetta myndi að sjálfsögðu minnka vatnið í Ölfusá að miklum mun. SIMCA Bifreiðakaupendur sem bæði velja fallegt útlit og margsönnuð gæði, velja sér SIMCA 1301 eða SICMA 1501. SIMCA er bíll hinna vandlátu, sem láta hvert smáatriði skipta máli. SIMCA er bíll fyrir þá sem óska eftir þæg- indum og akstursæfileikum á hinum erfiðu þjóðvegum landsins. SIMCA er sterkur bíll, vandaður, sparneyt- inn og traustur. 0 SIMCA er bíllinn sem gengur og gengur og gengur......... SIMCA er til afgreiðslu strax í Reykjavík eða á Akureyri. 1 CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL H.F. Hringbraut 121 — 10600 Glerárgötu 26 — Akureyri. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.