Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968 17 Jónas Jónsson Með Jónasi Jónssyni frá Hriflu er horfinn svipmikill og Isérkennilegur persónuleiki, sem hafði víðtæk áhrif á samtíð sína Hann var mikill hugsjóna- og baráttumaður. Framan af æfi h,ans mótuðust þjóðmálaafskipti hans af hörku og óvægni, sem sköpuðu harða andstöðu og and úð gegn honum Hann var um- deildasti maður samtíðar sinnar. Jónasar Jónssonar mun lengst verða minnzt fyrir forigöngiu hans um stofnun Ungmennafé- lagsskaparins og Framsóknar- flokksins Hann var með afbrigð um hugmyndaríkur maður og prýðilega ritfær. En það varð hlutskipti þessa mikla baráttu- manns að verða utangátta langt fyrir aldur fram í þeim flokki, sem hann hafði átt mestan þátt í að skapa. Á efstu árum sat Jónas Jóns- son á friðarstóli en hélt þó áfram að rita um menn og málefni. Hug ur hans var sístarfandi og sí- leitandi. Hann leit yfir farinn veg, gladdist af eigin afrekum og yljaði sér við eldana, sem aldamótamiennirnÍT kveilktu. Enda þótt leiðir hans og margra samherja hans og samstarfs- manna hefðu skilið, munu þeir flestir minnast hans sem glæsi- legs og mikilhæfs stjórnmálafor ingja og hugsjónamanns. Sprettuhorfur hatnandi Þegar só, sem þetta ritar, fór um Vesturland og meginhluta Vestfjarða um síðustu helgi var sláttur hvergi byrjaður í þess- um landshlutum. Spretta var þar víðast mjög léleg, mikið kal í túnum og snöggt. En síðustu viku hafa hlýindi verið um allt land og nokkuð hefur rignt. Má Blágreni í Mörkinni á Hallormsstað. Þessi tré voru gróðursett árið 1905. Þau eru 10 til 12*4 m á hæð og giídleiki bolanna í brjósthæð er er 30 til 40 cm. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 27. júlí því gera sér von um að töluvert hafi rætzt úr með sprettu. Hér á SuSurlandi hefur grasvexti fleygt fram þessa viku. Auðsætt er þó að um mikinn hluta lands- ins verður heyfengur mjög rýr. Er því líklegt að bændur verði allvíða að draga saman bú sín. Kemur það sér mjög illa, þar sem fjöldi bænda varð að fækka búpeningi á s.l. hausti. Erfiðleikarnir af völdum gras leysis vekja til umhugsunar um það, hvort ekki sé unnt að skapa aukið öryggi í þessum efnum. Kernur þá fyrst ag fremist til greina það sem nýlega var bent á hér í blaðinu, að bænd- ur ofnýti ekki tún sín og að meiri áherzla verði lögð á að tryggja það að hentugur áburð- ur sé notaður. Það er ekki nóg að túnin stækki og ræbtunin aukist. Viðhald hins ræktaða lands verður að byggja á fyllstu þekkingu og fyrirhyggju. Til athugunar er einnig að koma á fót nokkurs konar hey- banka. Má hugsa sér að það yrði gert með því að safna heyjaforða í góðæruim undir forustu sam- taka bænda. Slíkan sameiginleg- an heyjaforða mætti síðan nota til almennrar hjálparstarfsemi, þegar grasbrestur ber að dyrum. Héraðsmót S jálf- stæðisflokksins Héraðsmót Sjálfstæðismanna standa nú sem hæst víðsvegar um land. Hafa þau verið ágæt- lega sótt og sýnt áhuga mikils fjölda fólks á að kynnast mál- flutningi og stefnumiðum for- ustumanna Sjálfstæðisflokksins í hinum ýmsu landshlutum. Héraðsmót Sjálfstæðismanna eru vinsælar samkomur, sem sótt ar eru af fólki úr öllúm flokkum Óhætt er að fullyrða að þau hafi átt sinn þátt í því að færa fóJikið í héruðunum saman, skapa aukin kynni og stuðla að skiln- ingi og samúð manna á miLli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá upphafi verið hið sam- einandi afl í íslenzku þjóðlífi. Hann hefur haft forustu um stærstu framfarasporin, sem stig in hafa verið og lagt hafa grund völl að bættum Lfskjörum alls al mennings í landinu. Hann hefur átt ríkan þátt í að sameina stríð andi öfl og stuðla að samstillt- um átökum, þegar mikið hefur verið í húfi. íslenzku þjóðinni er það mik- ils virði, að meðal hennar skuli vera stór og öflugur stjórnmála flokkur, sem byggður er upp af fólki úr öllum stéttum og starfs hópum þjóðfélagsins. Aldrei en þetta þýðingarmeira en á erfiðum tímum, þagar marg- vísleg vandkvæði knýja dyra hjá örfámennri þjóð. Þá skiptir það ekki mestu máli að rífast um það, hverju erfiðleikarnir séu að kenna heldur hitt að mæta þeim sameiginlega, af manndómi og festu. Hver jar eru ástæð- ur ^rfiðleikanna? En hverjar eru meginástæður þeirra vandkvæða sem nú steðja að íslenzku þjóðlífi? Stjórnarandstæðingar segja að meginástæðan sé röng stjórnar- stefna. Þetta er mikil mistúlkun stað öreynda. Núverandi ríkisstjórn kom við upphaf valda sinna í veg fyrir yfirvofandi hrun. Hún gerði róttækar ráðstafnair til þess að koma á jafnvægi í efna- hagslífinu og leggja jafnhliða grundvöll að miklum framförum í landinu. í skjóli þeirra ráðstafana hafa stórfelldar umbætur verið unn- ar á öllum sviðum íslenzks þjóð- lífs í tæpan áratug. Framleiðslu tæki landsmanna til lands og sjávar hafa verið stórbætt og aukin. Tæknin hefur verið tek- in í þjónustu bjargræðisveganna í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Þess vegna hefur þjóðar- framleiðslan aukizt að miklum mun. Stjórnarstefnan hefur þess vegna í höfuðdráttum verið rétt. Það sem nú veldur vandræð- um er stórfellt verðfall útflutn- ingsafurða og áhagstætt árferði. Þetta er kjarni málsins. Framsóknarmenn og kommún- istar hafa ekki getað bent á nein ar nýjar leiðir, sem leyst gætu nokkurn vanda. Þeir hafa látið við það eitt sitja að ráðast á stjórnarstefnuna og reyna að torvelda framkvæmd hennar á alla lund. Um það getur engum hugsandi manni blandast hugur að ein- mitt þessi afstaða stjórnarandstöð unnar hefur átt verulegan þátt í að gera vandkvæðin erfiðari viðfangs. Framsóknarmenn og kommúnistar hafa ekki viljað hlýta úrskurði þjóðarinnar í frjálsum og lýðræðislegum kosn ingum um það, hverjir með völd in skyldu fara. Þetta er meginyfirsjón stjórn- arandstöðuflokkanna. Er hún vissulegia Sízt til þess fallin að auka á þeim traust. Mcrk skógræktar- áætlun Fyrir nokkrum árum sam- þykkti aðalfundur Skógræktar- félags íslands tillögu frá Skóg- ræktarfélagi Austurlands um að gerð skuli áætlun um skógrækt arframkvæmdir á vegum bænda. Tillaga þessi var svohljóðandi: „Með hliðsjón af þeim athug- unum, sem fram hafa farið og áætlunum, sem gerðar hafa ver- ið á vegum Skógræktarfélags Austurlands, um skógræbt sem þátt í búskap í Fljótsdalshreppi í Norður-Múlasýslu, beinir aðal- fundur Skógræktarfélags fs- lands því til stjórnar félagsins og Skógræktar ríkisins að þess- ir aðilar veiti því brautargengi að stjórnvöld landsins veiti slíkri skógræktar og búskapar- áætlun þann fjárhagsgrundvöll, að hún verði framkvæmd með nauðsynlegum hraða, og hafist verði handa þegar á næsta ári. Er það álit fundarins, að að- stæður í Fljótsdal, samfara ná- lægðar hans við Hallormsstað, með þeirri ágætu reynslu í skóg rækt, sem þar er fengin, leiði styrk rök að því að Fljótsdalur sé öðrum stöðum ákjósanlegri til uipphafs s'kipulegarar skógræktar í búrekstri bænda hér á landi“. Síðan þessi samþykkt var gerð hafa forustumenn skógræktar- málanna unnið að undirbúningi áætlunar um skógrækt í Fljóts- dal. Með henni er stefnt að fjöl- breyttari atvinnuháttum í þessu héraði, þar sem búrekstur hefur byggzt nær eingöngu á sauðfjár- rækt. Talið er að gróðrarstöðin á Hallormsstað geti án verulegr ar viðbótarfjórfestingar framleitt nægilegt af trjáplöntum til fram kvæmdar fyrrgreindri skógrækt aráætlun. Miðað er við að tekn- ir verði til skógræktar samtals 1500 ha. lands á næstu 25 árum. Hafa 15 ábúendur þegar ákveð- ið að taka um 700 ha. lands til skógræktar. Er gert ráð fyrir að skógræktin verði fastur liður í búskap bænda á Fljótsdal. Rætt er um að einkum verði gróður- sett lerki frá Siberíu. Hefur þá verið gert ráð fyrir að gróður- settar verði 5000 trjáplöntur ár lega. Eins og kunnugt er hefur Síb eríulerkið þrifist sérstaklega vel í Hallormsstaðarskógi, en þar voru gróðursettar rétt fyrir síð- ustu heimsstyrjöld nokkur þús- und lerkiplöntur, sem nú eru margar orðnar 12-14 metra há tré. Hér er um að ræða merkilega nýjung, sem verðskuldar fyllsta stuðning. Skógrækt og hverskon ar landgræðsla er mikið framtíð armál. Með vísindalegum vinnu- brögðum hefur það nú sannast svo að eigi verður um vlllzt, að hér er hægt að rækta nytjaskóga Áhugi á trjárækt fer nú vax andi um land allt. Hafa skóg- ræktarfélögin og Skógrækt rík- isins unnið merkilegt brautryðj- endastarf á þessu sviði undir forustu Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra. ..öllum hafís verri er híarlans ís Það sætir að sjálfsögðu engri furðu, þótt mönnum verði um þessár mundir tíðrætt um verð- fall afurða, ísalög, grasbrest og erfitt árferði yfirleitt. Fer svo jafnan að mönnum verður tíð- rætt um erfiðleika, sem bitna á þeim í daglegu lífi. En mestu máli skiptir þó ekki að draga upp sem dekksta mynd af vand kvæðunum, heldur hitt að snúast gegn þeim og sigrast á þeim. f þessu sambandi má minnast niðurlagsorða Hannesar Haf steins í kvæði hans um hafísinn. En þar kemst skáldið að orði á þessa leið: „Öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís. Þá gagnar ei sól né vor.“ Það sem skáldið á við, er að þeirri þjóð sé glötun búin, sem kali á hjarta, fyllist vonleysi og vantrú á framtíð sína. Sem betur fer er okkur fs- lengingum óþarft að örvænta þótt á móti blási í bili. Við höf- um fyrr mætt erfiðleikum og sigrast á þeim. Öll fslandssag- an er saga þrotlausra erfiðleilka og baráttu við fátækt og harð- indi. En þjóðin hefur lifað hin- ar dimmu aldir af, og býr nú við betri kjör og þroskavæn- legri en nokkur kynslóð hefur búið við í tæp 1100 ár í þessu landi. Mótstöðuafl þjóðarinnar er all't annað í dag en áður. Fólk ið býr í góðum og hlýjum húsa- kynnum á fuMlkomin framleiðsliu- tæki og nýtur góðrar samgagna utanlands og innan. Og þrátt fyrir erfiðleikana standa yfir stórfelldar framkvæmdir, sem all ar miða að umbótum og bættri aðstöðu almennings í lífsbarátt- unni. Nægir að nefna hinar miklu virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi, byggingu álverk- smiðju við Faxaflóa, miklar hafn arframkvæmdir um land allt, um bætur í vegamálum, brúargerð- ir skólabyggingar og ótal aðrar framkvæmdir. Það sem mestu máli skiptir nú er að þjóðin líti raunsætt á hag sinn, geri sér það ljóst að henni sæmir ekkert annað en að ráðast af manndómi og kjarki gegn erf iðleikunum, sem aðeins eru brot af því sem horfnar kynslóðir hafa átt við að etja á liðnum tíma. Mikilvægast er að þjóðin miði eyðslu sína og lífskjör við arð og afkomu bjargræðisvega sinna. Það er frumskilyrði þess að okkur takizt að sigrast á erf iðleibunum og tryggja áframhald andi velmegun og uppbyggingu í landinu. Málum skipað af heiðarleik og rétt- sýni Þjóðin verður líka að gerásér Ijóst að hún getur ekki búið við atvinnuöryggi og lífvænlega af- komu ef atvinnutæki hennar stöðvast vegna hallareksturs Fiskiskip, hraðfrystihús og iðn- fyrirtæki verða að geta gengið til þess að fólkið hafi atvinnu og geti iifað við mannsæmandi lífskjör. Allt þetta verða ungir og aldn ir að gera sér Ijóst. Við skulum heldur ekki hika við að viður- kenna að margt mætti betur fara í þjóðfélagi okkar. Það þarf að uppræta ýmiskonar spillingu og ranglæti. fslenzkt fólk þarf umfram allt að finna að málum þess sé skipað af heiðarleiik og Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.