Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 8
r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 3. ÁGÚST 1968 Víðast hvar eru þröngar brýr, með erfiðum aðkeyrslum. Akstur á þ jöivegum kref st framsýni og fyrirhyggju NÚ um helgina má búast við stóraukinni umferð á þjóð- vegum landsins. Verzlunar- mannahelgin hefur um langt árabil verið ein mesta ferða- helgi ársins og er jafnvel að vænta, að umferðin verði enn meiri þessa helgi en nokkru sinni áður. Fjöldi móta, víðs vegar um landið hefur verið auglýstur og má búast við, að umferðin verði mest í nánd við mótssvæðin. f tilefni þessa vill Umferð- arnefnd Reykjavíkur og lög- reglan koma á framfæri nokkrum atriðum, sem gætu orðið ökumönnum gagnleg við akstur á þjóðvegum. Eru öryggistækin í lagi? Áður en lagt er af stað í langferð, er hauðsynlegt að aðgæta, hvort bifreiðin sé í lagi. Eftirfarandi atriði í bif- reiðinni eru mikilvægust í þessu sambandi: Stýrisbúnaður; hann má yfirfara með því að lyfta framhjólum bifreiðarinnar og athuga, hvort stýrisendar, spindlar og spindilkúlur séu í lagi, og ekkert óeðillegt slit sé þar að finna. Hemla þarf að athuga sér- staklega vel. Hemlarnir verða að virka vel og jafnt á öllum hjólum. Ef fóthemill gengur að gólfi við hemlun er bifreiðin óökufær og í stór- hættulegu ástandi. Bifreið í slíku ástandi ætti aldrei að vera í umferðinni. Hjólbarðar mega ekki vera of slitnir, og mynzturslausir. Loftþrýstingur í þeim þarf að vera hæfilegur. Merkjatæki bifreiðarinnar verða að vera í lagi, sérstak- lega hemlaljós, stefnuljós, hljóðhom o.s.frv. Rúðuþurrkur og rúðu- sprautur er nauðsynlegt að hafa í bezta lagi, þar eð öku- tækið verður óökufært, þegar rignir, ef þessi tæki eru ekki í lagi. Búast má við, að þau öku- tæki, sem ekki uppfylla fyrr- greindar kröfum, verði tek- in úr umferð, hvar sem til þeirra næst. Beygjur og laus möl. Beygjur og laus möl krefj- ast sérstakrar aðgæzlu, eink- um ef vegur er þröngur og út- sýn fram á við ekki góð. Mjög alvarleg slys hafa orðið, er bifreið hefur lent út af vegi við slíkar aðstæður. Oft má rekja orsakir slíkra slysa til rangra viðbragða ökumanns, of mikils hraða eða að athygli hans var bund in við eitthvað annað en akst- urinn. Nauðsynlegt er að gera sér góða grein fyrir því, hvernig bezt er að haga akstr inum og beita öryggistækjum bifreiðarinnar réttilega. Drag ið úr ferðinni, þegar fram- undan er beygja, þannig að ekki þurfi að hemla í beygj- unni sjálfri. Einnig er varhuga vert að stíga fast á hemlana, þegar ekið er í lausri möl, þar eð hemlun við slíkar aðstæð- ur torveldar mjög stjórn bif- reiðarinnar. >á er einnig mjög vafasamt, að vel takist fil, • ef stýrishjóli bifreiðarinnar er snúið mjög skyndilega við slíkar aðstæður, þar eð þá er mjög líklegt, að bifreiðin „skransi". Ökumenn ættu að hafa í huga, að akstur í lausri möl líkist mjög akstri í hálku. Blindhæðir . Blindhæðirnar eru nú hættulegri en nokkru sinni áður. Nú á þessu sumri hafa nokkur umferðarslys orðið við mætingu á blindhæð, vegna þess, að ökumaður ann arar hvorrar bifreiðainnar gleymdi hægri reglunni. >að er því nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr, að öku- menn sýni ítrustu varúð, ef blind hæð er framundan á veginum. Sérstaklega er mik ilsvert, að fylgjast vel með umferðinni framundan og gera sér grein fyrir, hvar vænta má umferðar úr gagn- stæðri átt. Gætið vel að hættu merkjum blindhæða, dragið þar úr hraðanum, og flytjið ökutækið vel út að hægrr veg arbrún og gott getur reynzt að gefa hljóðmerki, áður en komið er á hæðarbunguna. Ræsi í veginum. Víðast eru ræsin merkt með gulum stólpum, en sums staðar leynast þau ómert i grasi vöxnum vegarkantin- inum. Ráðlegt er að gæta vel að þessari hættu í hvert sinn, sem bifreiðar mætast. Dragið ætíð úr hraðanum áður en þið mætið bifreið, nemið frekar staðar og bíðið, en að tefla á tvær hættur með þvi að mæta bifreið á þröng- um vegi, á of þröngri brú eða við ræsi. Óvæntar hindranir. Óvæntar hindranir kunna alltaf að vera á veginum framundan. Má einkum nefna kyrrstæðar bifreiðar, og bú- fénað. Þjóðvegimir eru víð- ast hvar alveg óvarðir og á búfénaður greiðan aðgang að þeim, og verða ökumenn því ávallt að vera viðbúnir að þurfa að nema staðar, vegna slíkra hindrana. % Of hægur eða hraður akstur. Þegar ekið er um þjóðveg- ina, er mjög mikilsvert að velja réttan aksturshraða. Heppilegast er að aka með jöfnum, hæfilegum hraða, og forðast framúrakstur, sem alltaf veldur miklum óþæg- indum og hættu. Leyfilegur hámarkshraði á þjóðvegum er 60 km. á klst., en ávallt skal miða hraðann við aðstæð ur. Of hægur akstur getur verið fullt eins varhugaverð- ur eins og of hraður akstur. Ef ekið er of hægt veldur það tíðum framúrakstri og óþæg- indi af hans völdum verða Akstur á þjóðvegum krefst framsýni og fyrirhyggju. Hver og einn, sem leggur leið sína út á þjóðvegina, verður að aðlagast breytilegum akst- ursskilyrðum. Á góðum bein- um vegi getur verið öruggt að aka með hámarkshraða, en það verður að vera hverjum ljóst, að þegar ökumenn nálg- ast beygjur, blindhæðir, blindbeygjur, mæta ökutækj- um og nálgast brýr verða þeir að draga verulega úr hraðanum. Rykmekkir, steinkast og aur. Rykmekkir á góðviðrisdög- um blinda ökumönnum út- sýni fram á veginn og gera framúrakstur stórhættulegan. Svipað má segja um látlaus- ar aurslettur, þegar rignir, endalausar holur og grjótflug undan hjólum bifreiðanna. Bezta ráðið til að forðast óþægindi, sem þessu fylgir, er að halda jöfnum hraða og hafa gott bil til næstu bifreið- ar á undan. Ef bifreiðin bilar. Nú um helgina verða 21 vegaþjónustubifreið F.Í.B. starfandi á vegum úti, ferða- fólki til aðstoðar. Ef bifreiðin bilar, er nauð- synlegt að leggja henni þann- ig að hún valdi ekki óþarfa hindrun og hættu fyrir aðra umferð. Bezta leiðin til að leita aðstoðar vegaþjónustu F.Í.B. er að stöðva einhverja hinna fjölmörgu tals'töðvarbif reiða, og biðja ökumann hennar að koma skilaboðum áleiðis til vegaþjónustunnar. Ef næst í síma má hringja í Gufunesradíó í síma 22384 eðá Akureyrarradíó í síma 11004 eða Seyðisfjarðarradíó. Tak- ist að gera við bilunina áður en bifreið vegaþjónustunnar n<X; á staðinn, er nauðsyn- legt að afþakka aðstoðina á sama hátt og um hana var beðið. Þing Brazzaville - Kongó leyst upp 1. ágúst AP — NTB. | tók fyrir alla starfsemi fram- Forseti Brazzaville Kongó, kvæmdanefndar stjórnarflokks- ( fyrrum frönsku Kongó ), ins, „Þjóðlegu byltingarhreyfing Alphonse Massamba Debat, arinnar“. Kveðst hann munu leysti í dag upp þing landsins og I stjórna með tilskipunum unz nýj ar kosningar hafi farið fram í landinu, en ekki var nánar greint frá því hvenær það yrði. Þá til- kynnti forsetinn, að sett yrði á laggirnar sérstök nefnd til þess að verja byltinguna og yrðu nefndarmenn valdir á fundi helztu forystumanna þjóðfélags- ins. Aðgerðir þessar eru sagðar fylgja í kjölfar tilrauna af hálfu hinna róttækustu vinstri manna í flokknum til þess að koma Massamba Debat úr forsetastóli Hann hefur haft forsetaembætt- ið á hendi frá því 1963, er hann komst til valda með byltingu. Fjórum mánuðum síðar, rúmlega voru haldnar kosningar og þing það kjörið, er hann hefur nú leyst upp. í gær voru farnar hópgöngur í Brazzaville og forystumenn stj órnarflokksins fordæmdir eft- ir byltingartilraunina. NTB frétt segir, að þeir, sem að henni hafi staðið fyrst og fremst hafi verið lærðir og uppaldir í kommúnísk um fræðum á Kúbu. Þess var krafizt á fjöldafundum, að mönn um þessum yrði visað úr stöðum sínum og lýst var yfir stuðningi við forsetann. Hann tók fram í tilkynningu sinni í dag, að hann hefði gert fyrrgreindar ráðstaf- anir til þess að uppfylla óskir þjóðarinnar er hefðu komið glöggt fram í gær. Jafnframt skoraði hann á alla íbúa lands- ins, að sýna stillingu og halda reglu. Brazzaville útvarpið sagði í kvöld, að forsetinn nyti stuðn- ings hersins. Forystumenn Þjóðlegu bylting arhreyfingarinnar höfðu nærein valdir farið með völd í landinu í nokkurn tíma er Massamba De- bat vísaði úr starfi forsætisráð- herra landsins og leiðtoga flokks ins. Styrkti hann þar með að- stöðu sína, en hefur að undan- förnu átt í vök að verjast á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.