Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 20
20 - MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 karlmennina, hugsaði hún. Ef manni finnst maður hafa þá al- veg á valdi sínu, þá eru alltaf áhyggjurnar af því, að engin önnur kona kæri sig neitt um þá. En ef hann er nokkurn skap- aðan hlut laglegur, má ganga að því vísu, að það muni kosta bar- áttu að halda í hann. Um stund töluðu þau um hitt og þetta, kappreiðarnar þá um daginn álit þeirra á Spáni, en allt í einu sagði hann og að því er virtist kæruleysislega: — Hvað finnst þér um hana Phyllis, Pam? Hún hálfstirðnaði upp. — Jú, hún er sjálfsagt ágæt, sagði hún og fór undan í flæmingi. — Já, alveg prýðileg, taut- aði hann, — Við erum góðir kunningjar. En svo bætti hann við, eftir ofurlitla þögn: — Hún mundi gera hvað sem væri fyrir vin sinn. — Já, ef sá vinur væri karl- maður breytti hún þessu í hug- anum, en svo áttaði hún sig og hugsaði: — Er ég þá orðin svona grimm? En upphátt samþykkti hún, að Phyllis mundi gera allt fyrir vin sinn. En kannski hef- ur engin hrifning verið í mál- rómnum. Henni hafði aldrei látið að gera sér læti. Jeff hleypti allt í einu brúnum og sagði: — Þú ætlar ekki að fara að leggja illt til hennar, Pam? Hún svaraði með virðuleik, að hún skildi ekki hvað hann væri að fara. — Jú, víst veiztu það, sagði hann og hló ofurlítið. — Þú get- ur þó ekki fárazt yfir því, að hún er gamall kunningi minn. Þú skilur ég verð að vera al- mennilegur við hana. Ég hefi þekkt hana svo lengi. Auk þess kann ég vel við hana, og hún hefur átt svo erfitt. Maðurinn hennar skilur hana alls ekki. — Sagði hún þér það? spurði Pam, hvasst. Hann svaraði með nokkurri ó- þolinmæði: — Ég veit nú ekki hvort hún hefur sagt mér það, eða hvort ég hef komizt að því öðruvísi, en hún er mjög tilfinn- inganæm og George Bevan hef- ur sært tilfinningar hennar. Ég hef oft vorkennt henni. Ég vildi bara, að ég gæti gert eitthvað fyrir hana. Pam hafði nú alltaf verið tor- tryggin gagnvart konum, sem sögðu, að mennirnir þeirra skildu þær ekki. Henni fannst, að væri það raunverulega satt, mundu þær heldur þegja yfir því. Stolt þeirra mundi ekki leyfa þeim hafa það í hámæli. Loks sagði hún eftir nokkra þögn: — En hún hlýtur þó að hafa vitað þetta áður en hún giftist honum. Ekki getur hún verið búin að vera gift lengi. eða er það: — Jæja, nú ertu aftur farin að klóra, tautaði hann. — Sann- ast að segja þá hefur Phyllis sagt mér, að hún hafi varla þekkt George nokkurn skapaðan hlut, áður en þau giftust. Svo virð- ist, sem fjölskylda hennar hafi verið fátæk, og hún hafi hjálp- að henni. Hann er forríkur, svo að það hefur ekki verið mikil fórn af hans hálfu. En Phyllis var honum svo þakklát, að þeg- ar hann bað hennar, þá tók hún honum og var neydd til þess, hvort sem henni þótti vænt um hann eða ekki. 19 ------i Pam lét enn ekki sannfærast. — Mér finnst ekki hún hefði þurft þess með, tautaði hún. — Ekki eins og tímarnir eru nú. — Þegar þú kynnist henni bet ur muntu sjá, að þakklátsemin er einmitt hennar sterka hlið, sagði hann. — Hún hefur oft sagt mér, að það, sem hún gæti sízt fyrirgefið nokkrum manni væri vanþakklæti. Pam svaraði engu en hugsaði með sér, að það hlyti að hafa verið þægilegt fyrir Phyllis að þurfa að vera svona þakklát, þegar jafnríkur maður var ann- arsvegar. Næstu dagarnir liðu án nokk- urra stórviðburða. Pam sá Jeff æ sjaldnar. Phyllis sá fyrir því. Hún var ein þessara kvenna, sem getur lagt fullkomið hald á karl mann, án þess að hann virðist verða þess var. Einu sinni rakst hann á Pam í ganginum oig sagði önuglega: — Ég hitti þig aldrei eina nú orðið, Pam Viltu verða daman mín á dansleiknum í kvöld? — Vitanlega, Jeff, sagði hún brosandi — Það þætti mér gam- an. En þótt hvorugt þeirra vissi, hvernig á því stóð, þá voru þau ekki búin að dansa meira en einn dans saman, þegar PhyHis var komin til þeirra, Hún fór svo slynglega að þessu, að hvort þeirra um sig hélt, að hitt hefði boðið henni. Phyllis hallaði sér aftur í stól inn. — Ég held ég verði að reyna þessa megrun þína Pam. Viltu skrifa mig inn á morugn Pam svaraði því, sem sjálfsagt var: — Það er engin ástæða fyr ir þig að fara í megrun, Phyllis. Það var sem sé erfitt að hugsá sér nokkra grennri en hún var. — Jú, víst verð ég að fara í hana, nauðaði Phyllis. — Ég er að verða hræðilega feit, finnst þér ekki, Jeff? Um leið og hún talaði, leit hún glettnislega á hann. Hún ætlaðist til að hann segði, að hún væri ekki nokkra vitund feit. Og sannast að segja, var vöxtur hennar gallalaus. Én Jeff var í stríðnisham. Hann deplaði augunum til Pam. — Þetta er alveg rétt hjá þér. Phyllis. Þú ert að verða óþarf- lega þrifleg. Ég tók eftir því í morgun þegar þú varst í þessum fáu nælonþráðum, sem þú kallar bikini. Hún setti á sig stút. — Ég veit að þú ert bara að stríða mér, Jeff, En það er nú sama, ég ætla samt að fara í megrun. Hann skellihló. — Þá ættirðu að gæta þess að vera ekki orðin uppnumin áður en ferðin er á enda. Hann stökk á fætur. Hljóm sveit skipsins var tekin að leika foxtrot. — Hvor ykkar stúlkn- anna ætlar að dansa þennan dans vfð mig? Phyllis var fljót að stökkva á fætur. — Það vildi ég gjarna, sagði 'nún lágt. — Þú dansar svo dásamlega Jeff. Hann svaraði engu og þau fóru að dansa saman. Pam horfði á eftir' þeim og gramdist þetta. Þetta var kvöldið, sem Jeff hafði gagngert boðið henni sjálfri. Hvaða leyfi hafði Phyllis til að vera að troða sér inn á þau? Eða Tjöld Svefnpokar Vindsængur Gastæki Ferðasett Sólkúsgögn Sóltjöld Veiðiúhöld .MHnmmniiiiinujiniHniHUHHHHiWHf““““““"““ •llHMUItlltfl HmBlBtlllltllHlllMHtMMHtlt^ jtmHMiimif ....................... Hllllllllllllllf mHHIIWHIH< NimilHmHHl IIIHIIIHf. IHHIHWm. IIIIIIIIIIHHI. ÍHMHHHHMH lllllHIIIHIIIIH IIIHIIHHHMIH illlMMMIIIIHM HMHHHMIHM HHMHIIIMM* IIMHMHMM* ......................................jlMMMMI** •IIIIIMMHHHMIHMIMIMMMIIMMHHIMIUHU1' aup Miklatorgi — Lækjargötu 4 Akureyri, Vestm.eyjum, Akranesi. Húsmteður ! Óhrelnindl og bletllr, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverfa á augabragði, el notað er HENK-O-MAT f forþvottinn eða tfl að leggja f bleyti. Siðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ GRENSÁSVEGI22-24 SIIVIAR’ 3 0280-3 22 SZ LITAVER PLA8TINO-KORK Mjög vandaður parket- gólfdúkur. Verðið mjög hagstætt. 3. ÁGÚST. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Byrjaðu snemma að vinna, eigðu sem minnst við fjármál, hafðu samband við nána vini, og neiddu þig ekki um of á fréttir siem koma langt að, þú færð að heyra meira seinna. Nautið 20. apríl — 20. maí. Þér ætti að verða vel ágengt í dag. Taktu þátt í félagslífinu. Hvíldu þeg seinni hluta dags, og reyndu nýjar leiðir. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Flýgur fiskisagan. Æfðu þiig í fþróttum. Ef þú ert ungur og ást- fanginn, þá skaltu fara út að borða og dansa með þá heittelskuðu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þú Skalt endurskoða geifin loforð. Lanaðu engum neitt. Njóttu tómsrundiagam ans. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Óskhyggjan er varhugawerð. Vertu úti, og skemmtu þér með varúð í kvöld. Meyjan 23. ágúst. — 22. sept. Reyndu að láta ékki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Gerðir þínar verða mönnum fljótt ljósar. Vogin 23. sept. — 22. okt. Farðu milliveginn, hugsaðu ráð þitt, og vertu í hópi náinna viha, er kvölda tekur. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Láttu fjármálin lönd og leið í dag, skipuleggðu langt fram í tímann. Bogmaðurinn 22. NÓV. — 21. des. Gerðu eitt í einu, og njóttu kvöldsins. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Talaðu minna, en aðhafztu því meira. Atihugaðu rómantíkina, er á líður. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Reyndu ekki að skemmta þér eða öðrum á kostnað annarra. Eyddu kvöldinu I ró. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Dagurinn £er vel félagslega, njóttu þess, en dragðu þig snemma í hlé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.