Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1968. 11 Ter Myklebost — IUinning • TOR Myklebost, sendiherra Norðmanna á íslandi á árunum 1964 til 1968, verður borinn til grafar í Noregi í dag. Hann dó um aldur fram, aðeins 54 ára, og átti við mikið heilsuleysi að búa síðasta árið og nokkru msira þó. Þau þrjú ár, sem hann starf- aði hér á landi, vann hann vel og dyggilega að sambandi Nor- egs og íslands, og það var mikill skaði, að hann skyldi ekki geta unnið lengur að því starfi. Bæði sakir þess, að honum var þetta starf mjög hugleikið, og einnig af því, að tíð sendiherraskipti eru til mikils óhagræðis fyrir þá, er vilja vinna að góðu samstarfi milli frændþjóðanna. Tor Miklebost átti mikinn og góðan starfsferil að baki er hann kom hingað fimmtugur að aldri. Stúdentsprófi lauk hann árið 1932 og byrjaði strax sem blaða- maður að prófi loknu jafnframt því sem hann lagði stund á lög- fræði. Frá 1935 til 1940 vann hann við Tidens Tegn, sem var þá eitt stærsta blað Noregs, en þegar stríðið brauzt út komst hann til Ameríku og var blaða- fulltrúi við norska sendiráðið í Washington árin 1941 til 1946. Var það mjög mikið staví, bæði að kynna þátt Norðmanna í stríðinu og efla samheldni og samstarf hinna norsku útflytj- enda í þágu norsku þjóðarinnar. Þetta starf leysti hann svo val af hendi, að það var mjög róm- að. Þegar hann sneri aftur til Nor- egs eftir stríðslokin tók hann upp sitt fyrra starf við Verdens Gang og var orðinn ritstjórnarfulltrúi þess árið 1949, þegar hann var beðinn þess að ganga í þjónustu utanríkisráðuneytisins á ný. Var hann þá aftur sendur til Was- hington og settur yfir alla blaða- þjónustu ráðuneytisins í Banda- ríkjunum. Þar valdist hann í sjö ár, er hann var kallaður heim til að verða yfirmaður blaða- þjónustu ráðuneytisins. Það embætti stundaði hann í átta ár, eða fram til 1964, er hann var skipaður. sendiherra á íslandi. Tor Myklebost og kona hans höfðu búið sig vel undir starf sitt á íslandi. Meðal annars hafði frú Nancy lagt það á sig að læra íslenzku, og gerði það svo vel, að hún talaði hana nærri lýta- laust er hún kom til landsins. Höfðu þau komið sér vel fyrir hér í bæ og hugðu gott til fram- tíðarinnar, en á skammri stund skipast oft veður í lofti. Skömmu eftir komu sína til landsins fór Tor Myklebost að kenna þess lasleika, er síðar dró hann til bana. Síðustu mánuði hans hér haustið 1967 var hann oft svo sárlasinn að hann átti mjög erf- itt um vik. Nú er hann góður genginn, þessi dagfarsprúði og fróði mað- ur, öllum vinum hans hér til sárrar hryggðar. Frú Nancy Myklebost og börn þeirra ung eiga hug okkar og samúð. Hákon Bjarnason. Lesið bækur sem máli skipta: Kjósandinn, stjórnmálin og valdið eftir Einar Olgeirsson, Emil Jónsson, Eystein Jónsson, Geir Hallgrímsson, Gils Guð- mundsson, dr. Gunnar G. Schram, Ólaf Jóhannesson og Hannes Jónsson, sem jafn- framt er ritstjóri bókarinnar, er ómetanleg handbók öllum áhugamönnum um stjórnmál. Með bókinni er lagður grund- völlur að íslenzkri stjórn- fræðilegri félagsfræði ineð því að kynna meginatriðin við skipulagningu og stjórn- un íslenzka ríkisins, meðferð valdsins, sögu íslenzkra stjórnmálaflokka o. fl. — Lestur bókarinnar auðveldar mönnum leiðina til skilnings og áhrifa hvar í flokki sem þeir standa. Félagsstörf og mælska eftir Hannes Jónsson, félags- fræðing, er gagnleg handbók fyrir alla þá, sem gegna for- ystuhlutverki í félögum. Fyrsti hluti fjallar um félög, fundi og fundarsköp. Annar hluti um mælsku. Þriðji hluti um rökræður og áróður. Lítið eitt er eftir af upplaginu. Samskipti karls og konu. eftir Hannes Jónsson, félags- fræðing, er fyrsta íslenzka félagsfræði fjölskyldu- og hjúsikaparmála. Þessi tíma- mótabók er að stofni til hin vinsælu útvarpserindi höf- undar í febr./marz 1965 um fjöiskyldu- og hjúskaparmál. Úrvalsbók, sem á jafnt er- indi til unga fólksins sem for- eldranna. Af öðrum bókum í bóka- safni Félagsmálastofnunar- innar má minna á Verkalýð- urinn og þjóðfélagið, Efnið, andinn og eilífðarmálin, Fjöl- skyldan og hjónabandið, Fjöl- skylduáætlanir og siðfræði kynlífs. Bækumar fást hjá flestum bóksölum. Félagsmálastofnunin Pósthólf 31, Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Gunnars Jónssonar hrl., Hákons H. Kristjónssonar hdl., inn- heimtumanns ríkissjóðs, tollstjórans í Reykjavík og Útvegsbanka íslands verða bifreiðirnar Y-516, Y-853, Y-1708, Y-1944, -2190, R-4694, R-21557 og R-23490, seldar á opinberu uppboði sem haldið verður við Fé- lagsheimili Kópavogs föstudaginn 4. október 1968 kl. 15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Sími 14226 TIL SÖLU lítið einbýlishús, laust nú þegar. Verð um 150 þús. Samkomulag með greiðslur. FASTEIGNA OG SKIPASALA KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR, Laugavegi 27, sími 14226. FYRIR TRESMIÐI Höfum fyrirliggjandi tréskrúfur flötum haus stærðir V2” til 4”. Einnig gluggalistaskrúfur úr kopar og galvinseraðar. Stærðir: 1V4”—6, IV4”—7, 1%”—7, IV2”—9. HAGSTÆTT VERÐ. II. tMKSM t KilARAN tt ÁRMÚLA 14, REVKJAVÍK, SIMI 35722 SKÓLAPENNA Piatignum Cartridge er einn ódýrasti og jafnframt mest keypti skólapenninn. Platignum Cartridge er fylltur með bleki úr blekhylkjum. Platignum sjálfblekungar með venjulegri sogfyllingu eru einnig fáanlegir í ýmsumgerður. Reynsla undanfarinna ára hefursannað að Platignum bregst aldrei. Platignum sjálfblekungar, kúlupennar og pennasett fast í flestum bóka-og ritfangaverzlunum um land allt. Hverjum penna fylgja jr stór blekhylki, sem endast ótrulega lengi. Auka blekhylki með bláu, svörtu og rauðu bleki fást á sölustöðum. Algerábyrgð fylgiröllum ^ Platignum ritföngum Platignum MADE IN ENGLAND REGD BETRI SKRIFT Einkaumboð: Andvari hf., Smiöjustíg 4, Sími 20433 STANLEY VERKFÆRI í fjölbreyltu úrvali. HANDFRÆSARAR CARBIDE-TENNUR Laugavegi 15, sími 1-33-33. Stórútsala á pottaplöntum Þúsundir pottaplantna úr stærsta gróðurhúsi borgarinnar seldar með miklum afslætti. Þar á meðal kaktusarnir frá Landbúnaðarsýningunni. ATHUGIÐ: Allar pottaplöntumar eiga að seljast því framundan er stærsti jólamarkaður til þessa. Kaupið ódýrustu og jafnframt fallegust híbýlaprýðina. Kaupið blómin í gróðurhúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.