Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 196« 1' Æ Islenzkt gmsfræ á markað’69 Ætti að hæfa betur ísl. — Rœtt v/ð cfr. Sturlu Friðriksson Sturla Friðriksson í snarrótarakri að Þverholtum á Mýrum Sumarið á íslandi er stutt fyr ir þann, sem stundar tilraunir með gróður undir beru lofti. Það er líka jafnan mikill anna- tími hjá dr. Sturlu Friðriks- syni, erfðafræðingi. Nú í sum- arlok leitaði Mbl. frétta af sum arstarfinu hjá honum. — í aðalatriðum hefur sumar starfið verið fólgið í eftirliti með tilraunum og rannsóknum, sem framkvæmdar eru á til- raunastöðinni að Korpu, sagði Sturla. Þar fara fram víðtækar athuganir á ýmsum fóðurjurt- um og grænmeti. Helztu niður stöður þaðan hafa verið birtar í ársskýrslum frá stöðinni, sem lýtur stjórn Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins. Niður- stöður frá liðnu sumri bíða úr vinnslu og verða birtar á sínum tíma. — Hverjar eru helztu til raunirnar? — í sumar hafa athuganir meðal annars beinzt að áfram- haldandi vali á hentugum gras stofnum, þar sem ýmsir nýir stofnar og afbrigði hafa verið tekin til athugunar. Sérstaklega hefur verið lögð áherzla á sam- anburð á íslenzkum grasaein- staklingum og þeir valdir úr, sem hæfastir eru. Hefur verið safnað af þeim fræi, sem ýmist verður notað til fjölgunar hér heima eða það verður sent út til Norðurlanda og Banda- ríkjanna til frekari fræöflunar. Sú starfsemi er í framhaldi af ræktun sem hafin var fyrir nokkrum árum. íslenzkt fræ hefur einkum verið í ræktun hjá Felleskjöped í Noregi, en þar hefur þeim tekizt að fá ágæta uppskeru af íslenzku fræi. Sú fræræktun reyndist örðug í Danmörku. Er það sér staklega ánægjulegt að Norð- menn telja sig nú geta fram- leitt íslenzkt grasfræ, sem þeir munu senda á markaðinn 1969. — Það verður þá sent hing- að til sölu, er það ekki? Er það í fyrsta skipti? — Já, það kemur að notum fyrir íslenzka bændur vorið 1970. Og það er rétt, að það er í fyrsta skipti sem íslenzkt fræ, ræktað erlendis, kemur á mark aðinn. Ætla má að þetta fræ sé af harðgerðari og þolnari grös um, sem hæfa betur íslenzkum staðháttum en það fræ, sem hingað til hefur fengizt. Er von andi að það geti orðið hald- betra í nýræktunum í héruð- um, þar sem kalhættan er mest. — Já, kalið er ofarlega í hugum allra núna. Hafið þið verið með tilraunir í sambandi við það? — Starfsmenn Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins hafa nú í sumar, eins og áður, reynt að kynna sér ástand í byggðar lögum, sem hafa orðið fyrir kali. Þeir hafa reynt að meta það tjón, sem orðið hefur og kynna sér þær ástæður, sem valda kali. Nú í ár veitir vís- indasjóður 100 þúsund kr. til kalrannsókna, eins og hann gerði einnig s'l. ár. Þá notuðum SUMAR 0G VÍSINDI við styrkinn til þess að hefja marþætta athugun á kölnum túnum og reyndum að fram- kalla kal með frystingu. Nú í vor var Bjarna Guðleifssyni landbúnaðarkandidati, feng- inn þessi Styrkur til umráða og ferðaðist hann um kalhéruðin og reyndi að kynna sér alla helztu þætti, sem gætu hafa verið fyrir hendi og stuðlað að kalinu.- M.a. athugaöi hann ástand í kölnum nýræktum bor ið saman við ókalið land. Þess má m.a. geta, að í ná- grannalöndum okkar er mygla ein orsök kals. Var þessvegna fenginm hingað sérfróður mað- ur frá Noregi, sem ferðaðist nokkuð um kaliin svæði fyrri hluta sumars og rannsakaði hvort um myglukai væri að ræða hér. En hvorki hann né við á Rannsóknarstofnun land- búnaðarins höfum orðið varir við þess háttar kal. En þetta atriði er þó sjálfsagt að kanna frekar. — Nú hefur verið mikið tal- að um kal í tilraunum á Hvann eyri. Hefur ekki kals orðið vart hjá ykkur líka? — Kal verður stundum á landi tilraunastöðvanna. Mjög viðkvæmar grastegundir fyrir- staðháttum farast þó að vetur og aðrar aðstæður þar séu betri en í meðallagi. Þar sést oft mjög áber andi mikill munur á harðgerð grastegunda og kala þá hinar óþolnustu. Til dæmis verður káls vart í áxhnotapunti og ry gresi, en það eru mjög lingerð- ar tegundir, svo það er varla við öðru að búast. Rangar áburðartegundir veikja gróður, svo að honum verður frekar kals hætt, svo sem tilraunir á Hvanneyri og víðar hafa sýnt. Að Korpu gætir svipaðra áhrifa, þar sem um fosfórskort er að ræða. En viðvíkjandi bráðabirgða úrlausn á vanda- máli kalsins, þá höfum við reyrnt að sýna fram á hvaða einærar fóðurjurtir séu vænleg astar til ræktunar fyrir þá bændur, sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum kals, til þess að gera þeim kleift að afla fóð urs samsumars. í því sambandi höfum við reynt að kanna upp- skerugetu ýmissa grænfóður- jurta, svo sem káltegunda og rýgresis. Eins höfum við leitazt við að gera endurvinnslutil- raunir á jarðvegi, sem hefur kalið. Margþætt tilraun var út- búin norður í Þistilfirði, en þar var mikið tjón af völdum kals. f Svalbarðshreppi var tjónið metið 72. prs. af gróðurlendi tún anna. Þar, og víðar annars stað ar, er því nauðsynlegt að unmt sé að leiðbeina um hvernig eigi að endurvinna kalnar sléttur. En það reynist oft erfiðleikum bundið að fá slíkan jarðveg í gott gagn. — Við athugun á kö'lnum ný ræktum sést, að mikill munur er á þoli grastegunda, heldur Sturla áfram. f mjög ungum sáðsléttum virðast flestar teg- undir þola kalið vel, sennilega vegna þess að mikið loftrými er þá enn í jarðveginum. En það er áberandi að háliðagras og þá sérstaklega snarrót eru þoln ust grasa í eldri nýræktunum. Þessvegna er sjálfsagt að bænd ur leggi sérstaka áherzlu á að fá háliðagrasið. En auk þess ættu þeir að reyna að sá snar- rót í verstu blettina. Að vísu hefur snarrótin ekki þótt sér- staklegá ákjósanleg í íslenzk- um túnum, en hún ætti ekki að vera eins erfið, þar sem henni er sáð þétt. Og það er betra að fá árvisst fóður, þó ekki sé það fyrsta flokks, heldm^ft að verða fyrir algjöru fóðurtjóni. í þessu sambandi er einnig rétt að minnast á þær tilraunir, sem við höfum gert með upp- græðslu á hálendi landsins. Þar höfum við sáð ýmsum tegund- um af grösum í mismunandi hæð yfir sjó. Niðurstöður af þess- um athugunum eru sérstaklega fróðlegar. Auk þess sem þær sýna beinlínis að hylja má ör- foka svæði með grasi með sáningu og áburðardreifingu, þá má með niðurstöðum þeirra sjá hver munur er á þoli gras- tegunda, þar sem þær njóta misjafnra kjara. Niðurstöður frá Hveravöllum og Kerlinga- f jöllum sýna hvað íslenzku grös in eru miklu þolnari he'ldur en þau erlendu. fslenzkur tún- vingull lifir í ílestum þessara reita, enda þótt sá danski deyi fljótlega út. Snarrótin er einn- ig sérstaklega harðgerð í þess- um athugunum, og er hún mjöig þroskamikil í gróðurreitum á há lendinu. Þessvegna er hún eirnn ig ágætlega fal'lin til upp- græðslu, einmitt sökum þess að hún er nægjusöm og hefur víðtækt rótarkerfi. Einnig er íslenzka língresið mjög þroska mikið í þessum tilraunum, og reynisit mun þolnara en erlent língresi. — Byggt á þessum niðurstöð um, höfum við beitt okkur fyrir því að safnað sé fræi af lín- gresi og þá sérstaklega snarrót, til þess að hægt sé að hafa nokkuð fræ á markaðinum fyr- ir bændur, sem vilja reyna að sá íslenzku snarrótarfræi, þó í litlum mæli sé. En auk þess mun fræið verða sent utan nú, sem á undanförnum árum, til þess að athuga hvernig slíkri fræræktun vegnar erlendis. Er sérstaklega ánægjulegt að geta sagt frá því, að fræræktunar- stöð í Bandaríkjunum hefur tek ið að sér að rækta fræ af ís- lenzkum tegundum í Norður- ríkjum Bandaríkjanna, og byrj unarniðurstöður frá tilrauna- stöðvum sýna, að sumar ís- lenzkar tegundir þroska ágæt- lega fræ þar vestra. Þessi rækt un gæti komið fleirum að not- um en okkur íslendingum, því ætla má að okkar harðgerðu grastegundir gætu einnig orðið þýðingarmiklar í ræktun í Al- aska. — Þessar ti'lraunir allar taka mjög langan tíma, sagði Sturla ennfremur. Meðal annars þarf að bíða lengi eftir því að jurtir verði fræbærar. — Hve lengi? — Til dæmis 3 ár að minnsta kosti með túnvingulinn. Og und an því fræi, sem þá fæst, verð- ur síðan að rækta stofnfræ og síðan að fjölga því fræi á löngu árabili, þar til unnt er að fram- leiða nægt magn til sölu. — Við töluðum áður um rækt un í Noregi á fræi, sem nú er Fr&mh. á bls. 20 Frá tilraunastöðinni á Korpu. Einstaklingur úr túnvingulsssafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.