Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 18
li MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 196S Kona óskast til aðstoðar við heimilisstörf. Upplýsingar í dag í síma 16111 milli kl. 1 og 3 og 7 og 8. Afgrei ðslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslu hálfan daginn. Upplýsingar í dag í verzluninni (ekki í síma) milii kl. 2—3. BIEniHC Laugavegi 6. FÍFA auglýsir Ódýrar úlpur, terylenebuxur, molskinnsbuxur, sokkabuxur. Einnig mjög ódýrar stretchbuxur á böm og fullorðna. Úrval af peysum. Munið okkar lága verð. Verzlunin FÍFA, Laugavegi 99 (Inngangur frá Snorrabraut). “'mjdlkin bragöast með bezt 'NESQU/K r •y • .. . — og þú getur búið þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk 1. Hella kaldri mjólk í stórt glas. 2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út f. 3. Hræra. Mmmmmmmmm. NESQUIK KAKÓDRYKKUR Kosningar ■ Grikklandi skrumskæling á lýðræði — Frá Crikklandshreyfingunni Á STJ ÓRNARFUNDI Grikk- landshreyfirLgari.nnar 25. septem ber 1968 var samþykkt eftirfar- andi mótmælaorðsending vegna svonefnds þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá í Grikklandi á sunnudagirm, og var hún send eftirtöldum aðiljum: Georg Papadópúlos forsætisráðherra herforingjastjómarinnar, Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseta, Kurt Kiesinger kanzlara Vestur- Þýzkalands, Mainlio Brosio fram kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, Hubert H. Hump- hrey forsetæfni Demokrata í Bandaríkjunum, Riohard Nixon forsetaefni Repúblikana í Banda ríkjunum, Evrópuráðinu og ýmsum fréttastofnunum. Mót- mælaorðsendingin er á þessa leið: „fslenzka Grikklandshreyfing- in — sem samanstendur af full- trúum verkalýðssamtakanna, æskulýðssamtaka allra stjóm- málaflokkanna, allra pólitiskra stúdentafélaga og ýmissa ann- arra félagssamtaka, auk ritstjóra allra dagblaðanna og fjölmargra annarra einstaklinga — mótmælir þeim gerræðisfulla og ólýðræð- islega hætti sem hafður er á svo- kallaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um nvja „stjórnarskrá“ fyrir Grikkland, sem fram á að fara 29. september 1968. Á sarna tíma og ritskoðun er í fullu gildi, stjómmálaflokkar em banmaðir, aindstæðingar ríkjandi herfor- ingjaklíku ofsóttir og pyntaðir, og allar grundvallarreglux um mannréttindi þverbrotnar, er það ekki annað en skrumskæl- ing á lýðræðisreglum að efna tiil „þjóðaratkvæðis" undir byssu kjöftum og fyrirskipa hverjum borgara að fara á kjörstað. Gild breyting á stjórnarskránmi verð- ur aðeins gerð af þingi eða hlið- stæðri stofnun, sem kjörin hefur verið í frjálsum kosningum með þátttöku allra stjómmálaflokka. Þetta getur ekki orðið fyrr en herforingjastjómin hefur verið sett af. íslenzka Griklands- hreyfingin harmar þá efnahags- aðstoð sem ríkisstjómar Banda- ríkjanna og Vestur-Þýzkalands hafa veitt grísku herforingja- stjóminmi og þamn siðferðilega stuðnimg sem Atlantshafsbanda- lagið hefur veitt himu fasistíska eimræði með því að ræða örlög grísiku þjóðarinmar í fastaráði bandalagsins. Hvers komar sam- starf við grísku herforimgja- stjóraina er gróft brot á þeim grundvallarreglum sem gert er ráð fyrir að NATO virði og verji.“ Frá Sálarrannsókna- félagi Hafnarfjarðar SÁLARRANNSÓKNAFÉLAG- IÐ í Hafnarfirði er nú að hefja vetrarstarfsemi sína, en það var eins og kunnugt er stofnað 15. júní 1967. Stofnfélagar voru 143, en félagar eru nú rúmlega 500 að tölu, vfðs vegar af landinu. Fundir voru haldnir einu sinni í mánuði sl. vetur og voru þeir mjög fjölsóttir og mikill áhugi ríkjandi um félagsstarf- ið. Fundarstarfsemi lá niðri yfir sumarmánuðina, en fyrsti fund- ur vetrarins verður haldinn n.k. mánudag 7. okt. í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og hefst hann kl. 8.30 e.h. Fundurinn verður helgaður minningu Jónasar Þorbergsson- ar fyrrv. útvarpsstjóra, en hann var eins og kunnugt er mjög mikill áhugamaður um andleg mál og vann ómetanlegt starf í þágu spiritismEUis. Á þessum fundi mun Hafsteinn Björnsson flytja erindi um ævi og störf Jónasar og auk þess lesa þeir Ævar Kvaran og Jón- as Jónasson upp úr verkum Jónasar Þorbergssonar og Jónas Magnússon mun syngja einsöng. Sálarrannsóknafélagið mun halda félagsfundi einu sinni í mánuði í vetur, og verða þeir haldnir í Alþýðuhúsinu fyrsta mánudag hvers mánaðar. Lögð verður áherzla á flutning fræðsluerinda og einnig verður flutt tónlist á hverjum fundi Auk þess mun Hafsteinn Björns- son láta félagsfólki í té aðgang að miðilsfundnum og halda skyggnilýsingafundi fyrir félag- ið í vetur. Stjórn félagsins skipa: Haf- steinn Björnsson, formaður, Oliver Steinn, gjaldkeri, Hulda S. Helgadóttir, ritari Eiríkur Pálsson, varaformaður, Bergljót Sveinsdóttir, vararitari, Soffía Sigurðardóttir og Ulfur Ragnars son, meðstjómendur. Vetrarstarf Þjoðdansafélagsins VETRARSTARF Þjóðdansafé- lags Reykjavíkur er nú að hefj- ast og verður með sama sniði og verið hefur. Kemnt er í baraa og unglingaflokkum, sérstakir flokkar eru fyrir gömlu dans- ana, sem alltaf hafa verið mjög vinsælir og fjölmennir, einnig er kennsla fyrir byrjendur í Eiginkona Maos fær aukin völd Hong Kong, 2. október. NTB. EÍGINKONA Mao Tse tungs, Chiang Ching, einn helzti for- kólfur menningarbyltingarinnar, hefur færzt úr níunda í sjötta sæti í valdastiga kínverska komm únistaflokksins, en líklegasti arf taki Maos, Lin Piao, landvarnar- ráðherra, er enn í öðru sæti. Fréttastofan Nýja Kína nefndi leiðtoga þá, sem tóku þátt í há- tíðarhöldunum á 19 ára afmæli kínversku byltingarinnar í gær, í þessari röð: 1) Mao formaður, 2) Lin Piao, varaformaður, 3) Chou Enlai, forsætisráðherra, 4) Chen Po-ta, leiðtogi menningar- byltingarinnar, 5) Kang Sheng, aðalhugmyndafraeðingur flokks- ins, - 6) frú Chiang Ching, 7) C’hang Chun Chiao, fulltrúi í menningarbyltingarráðinu, 8) Yao Wen Yun, fulltrúi í menn- ingarbyltingarráðinu, 9) Hsieh Fuchih, öryggismálaráðherra og 10) Huang Yung-sheng, herráðs forseti. Þessir meðlimir stjórnmála- rá'ðsins voru ekki á listanum: Chuh Teh, marskálkur og vara- forsætisráðherrarnir Li Fu og Chen Yun. Þeir hafa sætt harðri gagnrýni rauðra varðliða. Til sölu er glæsileg íbúðarhæð í nýlegu steinhúsi við Mið- borgina. íbúðin er á 2. hæð 5 herb., eldhús og bað, •ásamt sérgeymslu í kjallara. Sérhiti, eignarlóð, suður- svalir. STEINN JÓNSSON, lögfræðistörf, fasteignasala, Kirkjuhvoli — Símar 19090, 14951. þjóðdönsum, sem er vaxamdi áhugi fyrir, auk þess er fjöl- miennur sýniugarflokkur, sem starfar allt árið og hefir auikizt mjög eftirspurn eftir íslenzkum dönisum bæði hér í Reykjavík og nágrenni og eimnig úti á laindi, Þá hafa sýningair á göml- um íslenzkum búningum líka verið mjög vinsælar, en félagið hefir komið sér upp búnimgum frá ýmsum tímum. Þjóðdaneafélaginu berast ár- lega ýmis boð erlendis frá um þátttöku í ýmsum mótum, sem því miður er aðeins sjaldan hægt að þiggja, til félagsins koma líka erlendir gestir, sem félagið býður til að endurgjalda móttök- ur erlendis. Á næsta sumri er væntanlegur þýzkur þjóðdansa- flokkur. Aðalfundur Þjóðdansafélags Reykjavíkur var haldinm 19. september. Formaður var endur- kjörinn Sölvi Sigurðsson, aðrir í stjórn eru: Jón Alfonsson gjald kerfi, Hrund Hjaltadóttir ritari, Sigrún Helgadóttir og Þorvaldur Björnsson eru meðstj órnendur, Logi Jónsson og Gunnlaugur Jónasson eru varamenn, Þorbjörn Jónsson er formaður sýningar- flokksins. Auk þes eru ýmsar nefndir t. d. skemmtinefnd, sem hefir yfirumsjón með öllum fé- lagsskemmtumum yfir veturinn og velur skemmtinefndir fyrir hvert eins'takt kvöld, einnig búninganefnd o. fl. Yfirumsjón með öllum búningum félagsins hefur frú Ingveldur Markúsd. ( Fr éttatilkyraning). Hofsjökull lestar ó Hornafirði Höfn, Hornarfirði, 1. okt. í DAG lestar Hofsjökull hér á Hornafirði 7000 kassa af freð- fiskí á Ameríkumarkað. Hofsjök ull er stærsta skipið sem hér hef ur komið og lestar ihann við nýju hafnargerðina. Skipstjóri á Hofs jökli er Julius Kemp. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.