Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968 Iðnaðurinn er framtíðin — segir Þórir Jónsson forstjóri Þ. Jónsson & Co. og Sveinn Egilsson hf. Fátt er nú meira rætt með þjóð vorri en nauðsyn þess að efla íslenzkan iðnað. Fall- valtleiki atvinnulífsins er þjóðarbúinu of hættulegur, er byggja skal í meginefnum á aflabrögðum. Flestum mun kunnugt að iðnaður á íslandi hefir farið vaxandi og hann hefir staðið sig í harðri sam- keppni við innflutning. Að vísu hafa einstakir þættir fall ið niður, en það eru fyrst og fremst þeir þættir, sem ekki hafa ráðið við erlenda sam- keppni og þar af leiðandi gætu aldrei keppt á erlendum markaði, en einmitt sá iðn- aður sem það getur er nú þjóðarbúinu nauðsynlegastur. Við eigum marga ötula at- hafnamenn á sviði iðnaðar og nú munum við leita til þeirra og kynna okkur starfsemi þá er þeir stýra. Þórir Jónsson veitir forstöðu tveimur stórum fyrirtækjum, sem starfa bæði í þágu bifreiðaiðnað- arins. Að sjálfsögðu er þessi þátt- ur fremuir þjónusta en beinlínis iðnaður, en einhver þýðingar- mesta þjónusta sem veitt er í dag, þar sem bifrei'ðin er okkar einasta samgöngutæki á landi og gegnir stöðugt mikilvægara hluf- verki í þjóðfélaginu. Þessi fyriræki, sem Þórir sjórnar, eru Sveinn Egilsson h.f. og Þ. Jónsson & Co. Hið fyrr- nefnda rekur bifreiðaverkstæðiog varahlutaverzlun í Iðngörðum og bifreiðasölu og skrifstofur að Laugavegi 105, en hið síðar- nefnda mótorviðgerðir og vara- hlutaverzlun í Iðngörðum. Hjá fyrrnefnda fyrirtækinu vinna 11 manns að Laugavegi 105, 25 manns á verkstæ'ðinu og 7 manns í varahlutaverzluninni, sem er undir stjóm Jóns Adólfssonar. Bifreiðaverkstæðið og varahluta- verzl. er í 1200 ferm. húsmæði. Til marks um afköst þessara stofn- ana má geta þess að um 500 bílar eru bókfærðir á mánuði á bif- aneiðavertkistæðinu, en þá em smá viðgerðir ekki taldar, og hartnær &00 mótorar eru gerðir upp ár- lega á mótorverkstæðinu, en þá er ekki heldur talinn fjoldi simá- VÍðgeTða. Þórir segir okkur að framtfðarverkefnið sé að geta unnið betur og aukið tæknina, iþví iðnaðurirm er framtíðin, segiir hann. Með það förum við og sikoðum fyrirtæki hans. Við höldum nú inni í Iðngarða og skoðum þessi fyrirtæki bæði undir leiðsögn yfirverkstjóramna. Fyrst lítum við inn á bifrei'ða- verkstæði Sveinn Egilsson h.f. en þar er Bent Jörgensen til leið- sagnar. Þetta er fyrsta fyrirtæk- ið sem flytur starfsemi sína í Iðngarða í ágústmánuði 1966. Bent skýrir okkur nú frá því hvernig þjónusta fyrirtækisins fer fram. Viðskiptavinurinn kemur inn í móttökuherbergi og ræðir þar við móttökumann, sem færir inn á spjald, sérstaklega þar til gert, hvað helzt þurfi að gera við bif- reiðina. Síðan lætur móttökumað ur spjaldíð, ásamt afgreiðslunúm eri, ganga til verkstjóra, sem fer með hvort tveggja niður á verk- stæðið og velur mann til að fram kvæma verkið. Nú höldum við niður á verk- stæðið og skoðum það lauslega. Þar er nokkurskonar deildarskipt ing þ.e. hliðstæð verk eru unnin saman á sérstökum stöðum a verkstæðinu og þannig fá ein- stakir starfsmenn sérþjálfun. Rafmagnsdei'ldin verðuir fyrst fyrk okkur, en þar er gert við rafkerfi bílsins og stjómar því verki maður með margra ára reynslu í viðgerðum bifireiðaraf- tækja og þar eru einnig tæki til stiilinga bifreiða og könnunar á ásigkomulagi gangkerfis. Rétt- ingaverkstæðið er önnur deildin, sem hólfuð er frá og veitir ekki af því þar er oft mikið um að vera, bæði mikill hávaði og ryk á stundum. Bremsudeildin er öndvert og þar er einmiitt verið að gera vi’ð bíla á báðum lyftunum. Þarna er þó mest að gera á sumrin. Þar er skipt um bremsuborða og bremsukerfið yfirfarið, bremsu- diskar renndir í sérstÖKu tæki o. s. frv. Diskabremsur fara nú vax andi í bílum og þykja framför, en fram til þessa hefir verið dýrt áð koma þeim fyrir í afturhjól- um bifreiða og eru því enn sem komið er ekki diskabremsur á öilum hjólum nema á dýrari gerð um bíla. Þar næst er deild fyrir hjóla- stillingar þar sem ljósgeislakerfi er notað og einnig er jafnvægis- vél til að jafna hjólin, því það er ótrúlega þýðingarmiki'ð vegna slits á hjólibörðum og viðhalds hjólabúnaðar að réttur „ballans'‘ sé á hjólunum. Þess næst komum við í eftir- litsdeild, að öllum líkindum ein- hverja þý ðingarmestu deildina. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verðí bílaviðgerðir framkvæmd- ar í formi þessa eftirlits. Með því er leitazt við að koma í veg fyrir að bifreiðin skemmist að marki fyrir slit eða ofnotkun án eftirlits. Þessu er þanndg háttað að í bifreiðinni er eftirlitsbók, þar sem ákveðið er hvað skoða skal hverju sinni, fyrst er ekið hefir verið 5 þús. km, næst 10 þús. og svo áfram. Við þessar athuganir kemur í ljós ef eitt- hvað í bílnum er farið að láta á sjá og þarf viðgerðar. Þetta getur oft verið raunin um ýmsa hluti, þótt ökumaður verði þess ekki var. Og taki einn hlutur að gefa sig veldur það oft því að annar fer von bráðar að skemmast. Þessi keðjuverkun í bílunum er einkar skaðleg. Þetta éftirlit kost ar ákveðna upphæð og er með þessu reynt a’ð koma bílaviðgerð um inn á svið áætlunarvinnu eða ákvæðisvinnu, þannig að bifreiða eigandi getur nokkuð gengið út frá því hvað viðha'Ldskostnaður verður mikill á bifreið hans. Á verkstæðinu eru alls 8 lyfit- ur, sem vega bílinn upp í heilu lagi. Notkun minni lyftara, eða „tjakka" eins og þeir eru oftast nefndir, er nú æ sjaldgæfari á þessu verkstæði. Þessar lvftur hafa gerbreytt allri starístilhög- un á verkstæðinu. Bæ’ði er mun hægara fyrir starfsmennina að vinna við bílana og svo verður verkið miklu betur unnið. Góð vinnuljós eru í þessum lyftum og því er það oft að verkstjóri eða starfsmaður sér ef eitthvað er að byria að láta sig í undir- vagninum, þegar bíllinn er kom- inn á loft. Það er því augvelt að gera skyndieftirlit á undirvagni. Stór og mikil varahliutaverzlun er framan vi'ð verkstæðið og þar kennir rnargra grasa þótt stöðugt sé kvartað yfir því að ekkert fáist í bíla. Bent segir að vara- hlutaþjónustan fari stöðugt batn andi, en seint verði séð fyrir öll- um hlutum í eldri gerðir bíla. Verkstæði þetta er sérhæft fyrir viðgerðir á Fordbílum, en þó hafa aðrar tegundir verið tekn ar til viðgerðar. Ljósastilling er fyri-r allar geTðir bíla og verk- stæðið hefir allar tegundir af olíum sem nauðsynlegt er þegar bílar eru yfirfamir, en hver og einn bifreiðaeigandi hefir sjálfur ákveðið hvaða tegund oliu hann notar. En við skulum ræða ofurlítið nánar um eftirlitsdeiildina, eða skoðunardeildina, því svo virðist |fljótu bragði a'ð þar sé fundið fyrirkomulag, sem vænta má að geri það að verkum í framtfð- inni að einfaldara, auðveldara og kostnaðarminna verði allt við- hald bíla. Bílaviðgerðarmenn telja að koma megi í veg fyrir meiriháttar skemmdir af völdum slits, ef regiulegt eftirlit er hafit með bifreiðinni. Vi'ð skulum til fróðleiks athuga hvað nauðsynlegt er talið að at- huga eftir að bílnurn hefir verið ekið 5 þús. km. Vinnulýsingin á Skoðunarlbeiðninni hljóðar þá svo: Kælivatn a'thugist, ath. raf- geymi, ath. áfyllingu á brernsu- dælu og kúplingsdælu, herða sog grein og pústgrein, herða blönd- ung, smyrja handbremsubarka, stilla kúplingu, smyrja hurðalæs- ingar,lamiir og hurðastrekkjara, ath. rúðusprautu, athuga ljós, skipta um oLíu og olíusíu, athuga olíu á gírkassa, drifi og stýrisvéi, ath. loft í dekkjum, stilla hæga- gang. Þama eru 14 atriði skráð, en auðvitað kemur fleira til g.reina. Þegar svo kemur að 20 þús. km skoðun eru hin sfcráðu atriði orð in 28. Þau eru: Skipt urn kerti, platínur og þétti, herða hedd, Forsvarsmennimir frá hægri: Þórir Jónsson, Grétar Árnason, Bent Jörgensen og Jón Adolfsson. (Ljósm. Ól. K. M.) t skoðunardeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.