Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIÍMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1988 5 „Auðæfum blúsið burt“ — eftir Pétur Sigurðsson ÚT ER komið lítið kver, „Auðæf- um blásið burt“, eftir Pétur Sig- urðsson, ritstjóra Einingarinnar. f bókinni eru margir smáþættir, en henni er skipt í tvo megin- kafla. Ber bókin heiti hins fyrri, en sá síðari nefnist „Meistari, hasta þú á lærisveina þína“. Bókin hefst á þessum orðurni: „Eina mikla auðlegð á mannkyn- ið — ómetanlega og ófölnandi. Það er spekimál mikilla spá- manna og sjáenda, og stórskálda og spekinga allra alda. Úr þess- um nægtabrunni geta kynslóðirn- ar ausið sér til hagsældar, ef þær ganga ekki blindandi framhjá auð legðinni". Bókin er 67 blfl. Útgefandi er ísafold. - 50 ÁRA Framhald af bls. 17 tekið með fögnuði af mörgum. Tímarit félagsins minnist hans einnig nú. Á aldarafmæli hans flutti séra Guðmundur Sveins- son merkilegt erindi um hann í hátíðasal Háskóla fslands að við stöddu fjölmenni, og háskóla- rektor minnist hans einnig. Það stóð ávallt nokkur styrr um prófessor Harald Níelsson. Lognið er í hinum þröngu döl- um. En um tindana næða vindar af ýmissi átt. Þá roðar só'lin fyrst, meðan rökkur er í daln- um. Og þeir setja svipinn á landslagið, einnig á dalinn. . . .“ Að loknu erindi séra Sveins Víkings risu félagsmenn, sem voru um 400 viðstaddir, úr sætum til að votta séra Haraldi þökk sína, virðingu og aðdáun. (Frá stjórn Sálarrannsóknafé- lagsins) - SVAR TIL ............ Framhald af bls. 12. verzlun og sættir sig þess vegna við lægri álagningu. Af þvl leið- ir að það er rétt, sem Vöru- markaðurinn auglýsir, að hann selji „flestar vörur undir búð- arverði", því að svo er í 90-95 tilfellum af 100. Þetta er líka viðurkennt óbeint af Ríkisút- varpinu, þegar það neitar að taka til greina kröfu SM og Kaupmannasamtakanna um, að stöðvaðar verði auglýsingar frá Vörumarkaðinum. Ég mun nú ekki hafa þetta mál ölllu lengra, en get þó ekki stillt mig um að benda á enn eina fullyrðingu SM, sem stang- ast algerlega á við veruleikann. Hann segir í lok greinar sinn- ar: „Það er ával'lt ánægjuefni, þegar framtakssamir og duiglegir einstaklingar koma fram á sjón- arsviðið með nýjungar hvort sem er á verzlunarsviðinu eða í öðr- um a'tvinnugreinum." Ég leyfi mér að halda því fram, þrátt fyrir þessi f jálgu orð SM, að honum hafi ekki verið meitt ánægjuefni, að Vörumark aðurinn skyldi hafa verið stofn aður, því að gagnvant honum hef ir hann svo sannarlega ekki ver ið málsvari frjálsrar verzlunar. Þar hefir hann verið ötull bar- áttumaður ófrelsis, bæði að því er snertir framtak einstaklingisns og aðgang neytenda að góðum vörum við lágu verði. Er þess vegna hlálegt, svo ekki sémeira sagt, að lesa annað eins á prenti og það sem hér hefir verið vitn- að í. Og ég endurtek það, sem ég hefi sagt fyrr í þessari grein, að ég efast mjög um, að kaup- menn te'lji sér almennt greiða gerðan með því frumhlaupi, sem SM hefir hér gert sig sekan um. 16. desember 1968. Ebenezer Ásgeirsson. ReglusÖm stúlka ekki undir 18 ára aldri, óskast á gott amerískt heimili í New York. Nokkur enskukunnátta nauðsynleg. Gott kaup, báðar ferðir fríar. Nánari upplýsingar í síma 1-2623 næstu daga frá kl. 4— 7. SKINN - SKINN GÆRUSKINN, SAUÐALITIR OG LITAÐ GÆRUFELDIR, KÁLFSKINN Skinnasalan Laugavegi 45. FERGUSON SJÓNV ARPSTÆKIN nú aftur fáanleg GOTT VERÐ - GÓÐ ÞJÓNUSl A ORRI HJALTASON SÍMI 16139. TIL JÓLAGJAFA TÖ8KUR - HAEIZKAR Hljóðfærahús Reykjavikur Leðurvörudeild. Laugavegi 96 — Sími 13656 Anægður með Dralon Þetta er hann Kalli. er læknir. Pabbi hans Kalli er duglegur í leiktimi og getur Ííka hoppað ytir hestinn, næstum ájrTþess að fá hjálp Honum finnst gaman að teikna og er dálítið upp með sér af þvf. Hann sýnir gjarnan hringi sína og krúsin- dúllur, ef hann fær tækifæri til þess. Eins og allir drengir tekur hann lítið tillit til fatanna sinna. Þess vegna velur móðir hans prjónavörur úr Dralon handa~ honum. Þá veit hún að hann er hlýtt klæddur og f fötum, sem þola að vera notuð. Einmitt eins og þessi Draion-peysa frá Heklu. wa Hún er auðveld að þvo, þornar fljótt og þolir jafnvel að vera þvegin í þyottavél. Prjónavörur úr Dralon ... úrvals trefjaefninu frá Bayer... eru prjónavörur i hæsta gæðaflokki, fyrir börn og fullorðna. Þær fást alstaðar, helzt hjá þeim, sem aðeins selja fyrsta flokks prjónavörur. dralon BAYER Úrvals treffaefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.