Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FHMMTUDAGUR 19. DESEMBER 196« 23 • ■* . - AFLABRESTUR Framhald af bls. 10 en hún var hins vegar dreifð yfir stórt svæði, að torfur til að kasta á mynduðust aðeins örsjaldan. Þetta var ástæðan fyr ir aflabrestinum í október, nóv- ember og það sem af er des- ember. Ástæður fyrir þessari einstæðu hegðun síldarinnar eru ekki 'ljósar. Þess skal þó getið, að á þeim tíma ársins, sem hér um ræðir sækir síldin í fremur kaldan sjó og virðist kjörhiti hennar þá vera 2—3‘. Ég hygg, að þetta hitastig hafi verið á óvenju stóru svæði í haust, en nánari könnun gagna er nauð- synleg, áður en nokkru er sleg- ið föstu um þessa óvenjulegu hegðun síldarinnar. Hinu má svo ekki gleyma, að enn mun nokkur síld vera út af Austfjörðum, sitórar torfur geta myndast hve nær sem er, og afli íslenzkra skipa getur enn glæðst þar, áður en síldin heldur til Noregs og Færeyja í janúar n.k. LOKAORÐ Mörgum þykir nú mjög syrta í álinn, að því er varðar fram- tíð síldveiðanna og er það að vonum eftir þau skakkaföll, sem við höfum nú orðið fyrir. Þó verður að hafa eftirfarandi í huga: 1. Vart hefur orðið við veru- legt magn af uppvaxandi mílli- síld og smásíld við Suðurland í haust. 2. Aflabresturinin í sumar og haustsíldveiðuim „norðan lands og austan“ var ekki fyrst og fremst vegna síldarleysis í sjón- um. Af þessu tvennu hljótum við að draga þær ályktanir, að á- stæða sé til að ætla, að síld- veiðar hér sunnanlands aukist á næstu árum og við ættum, ef sæmilega árar í sjónum, að geta aflað a.m.k. upp í sal'tsíldarmark aði á sumri komanda svo ekki sé meira sagt. Ég vil þó taka skýrt fram, að á meðan ekki bætist nýr sterkur árgamgur í inorska sfldarstofninn getum við ekki búizt við uppgripaafla. Þó er hann enn nægilega stór til að unnt sé að ná úr honum verulegri veiði, ef góð skilyrði skapast í sjónum, þannig að síld in sé í véiðanlegu ástandi. Eins og að líkum lætur hafa menn nú hugsað til þess, að e. t.v. væri unint að beita hinum stórtæku síldveiðiskip'um okkar við aðrar veiðar en síldveiðar itil að afla síldarverksmiðjunum hráefnis. Hefur einkum verið rætt um loðnu (utan venjulegs veiði- itíma), kolmunna _ og spærling í þessu sambandi. Ég tel mjög lík legt, að oft væri unnt að stunda loðnuveiðar með góðum árangri djúpt út af Norðurlandi á sumr- in. Kolmunni finnst einnig á stórum svæðum í hafinu austur og norður af landinu, en sjald- an mun hanin vera í góðum torf- um. Breytt veiðiitækni gæti þó þar orðið til hjálpar. Spærling- ur hefur fundist í miklu magni við suðvesiturland og víðar. Þess ir möguleikar verða vafaliaust kannaðir til hlítar á næstu miss- erum. Þannig blandast engum hugur um það, að talsverðar lík ur eru til þess að við getum mýtt þessar fiskitegundir, sem bræðsluhráefni í stað síldarinn- ar. Til þess að svo megi verða vantar e.t.v. ekki nema herzlu- muninn þ.e. aukna þekkingu og áræði. SSldveiðar fslendinga í Norður sjó eru athyglisverðar, og sýna enrn sem fyrr dugnað íslenzku síldveiðisjómannanna. Þau skip, sem bezt myndu þó henta til síldveiða á sumum hinna fjar- lægari miða eru sennilega verk- smiðjutogarar, er veiddu með flöt vörpu. Þegar íslendingar eignast slík skip, opnast mögU/iy.ikar til veiða á lítt nýttum síldarstofnum bæði við Ameríku og vestur- sitrönd Bret’landseyja. Þegar aflabrestur herjar ís- lenzkan síldarútveg á árunum 1945—1960 voru árar ekki lagðar í bát, heldur sótt fram til nýrr- ar veiðitækni og stóarukinnar þekkingar á lífsferli og hegðun síldarinnar. Þrátt fyrir tvísýnt útlit nú, stöndum við þó að öllu leyti miklu betur að vígi, en áð- ur var. Jafnframt því, sem ég þakka lenzkum síldveiðisjómöinnum sam sitarfið á því erfiða ári, sem nú er að líða, óska ég þeim gæfu og gengis á komandi árum. Reykjavík, 15. des. 1968. Jakob Jakobsson. Laufið tilkynnir Höfum fengið fjölbreytt úrval af tízku-skrautgripum svo sem hálsmen, armbönd, eyrnalokka og hringa. Nýjasta tízka frá París. LAUFIÐ Austurstræti 1. DRALON PRJÓNASAMKEPPNIN 1968 Ú R S L I T % 1. verðlaun: kr. 25.000.— Avona Jensen, Eskihlíð a, R.vík. < 2. verðlaun: kr. 15.000.— Elín Amórsdóttir, Smyrlahrauni 15, Hafnarf. I 3. verðlaun: kr. 10.000.— Laufey Þórðardóttir, Grundarbraut 13, Ólafsvík. j Aukaverðlaun dralonprjónagarn fyrir kr. 1.000.— Theodóra Jónsdóttir, Barmahlíð 17, R. Kolbrún Pálsdóttir, Sólheimum, Bergi Keflav. Jóna Kristjánsdóttir, Alviðru, Dýrafirði. Sigríður Guðmundsdóttir, Bergi, FáskrúðsfirðL Anna Long, Hlíðarvegi 147, Kópavogi. Sesselja Hannesdóttir, Gilsstreymi, Borgarfirði. Sigurlaug Friðgeirsdóttir, Mosabarði 12, Hafnarfirði. Jóna Einarsdóttir, Yztabæ 9, Reykjavík. Hallfríður Svavarsdóttir, Sæborg, Svalbarðseyri. Vilborg Þórarinsdóttir, Höfðavegi 14, Húsavík. Margrét Jónsdóttir, Norðurfirði, Strandasýslu. Selma Samúelsdóttir, Steinstúni, Strandasýslu. Þóra Þorbergsdóttir, Bólstað, Mýrdal. Margrét Einarsdóttir, Hamri, Vík, Mýrdal. Fjóla Gísladóttir, Ásbyrgi, Vík, Mýrdal. Sigurrós Jónsdóttir, Felli, Dýrafirði. Selma Kristiansen, Tómasarhaga 23, Reykjavík. Soffía Aðalsteinsdóttir, Aðalstræti 46, Þingeyri. Asta Sigurjónsdóttir, Breiðabóli, Svalbarðsströnd. Guðrún B. Jónsdóttir, Kambsholti, Hvammstanga. Kristín Benediktsdóttir, Hafnargötu 115, Bolungarvík. Lilja Guðmundsdóttir, Leyni, Árnessýslu. Hjálmfriður Þorsteinsdóttir, Skipholti 49, Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir, Löngufit 33, Garðahr. Hildur Jónsdóttir, Flókagötu 6, Hafnarfirði. Jenny Lind Ámadóttir, Svalbarða 2, HafnarfirðL Halla Túliníus, Hafnarstræti 18, Akureyri. Inga Karlsdóttir, Framnesvegi 63, Reykjavík. Sigurbjörg Ebenesardóttir, Silfurgötu 20, Stykkishólmi. Bergþóra Skúladóttir, Grettisgötu 66, Reykjavík. Hildur Jónsdóttir, Flókagötu 6, Hafnarfirði. Halldóra Einarsdóttir, Grafarholti v/Vesturlandsveg. Rósa Guðmundsdóttir, Hraunbæ 110, Reykjavik. María Hagalínsdóttir, Dalbraut 3, Hnífsdal. Elín Arnórsdóttir, Smyrlahrauni 15, Hafnarfirði. Valborg Jónsdóttir, Túngötu 18, Sandgerði. Eiríkur Jónsson, m/b Helga Flóventssyni. Björg Benediktsdóttir, Rauðumýri 1, Akureyri. Lára Samúelsdóttir, Safamýri 54, Reykjavík. Kristín Loftsdóttir, Bjargi, Vík, Mýrdal. M m Verðlaunaflíkurnar em til sýnis í Gefjun, Austurstr. Þeir, sem eiga ósóttar flíkur úr samkeppninni eða verðlaun vinsamlega vitji þeirra hjá Auglýsingaþjónustunni, Laugavegi 87, Reykjavík. dralon BAYER Úrvals trefjaefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.