Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1968 •J SAMKOMUR K.F.U.M. á morgun: Kl. 10,30 f. h. Drengjadeild- imar í Langagerði og Félags- heimilinu við Hlaðbæ í Árbæj arhverfi Barnasamkoma í Digranesskóla við Álfhólsveg í Kópavogi. Kl. 10,45 f. h. Drengjadeild- in, Kirkjuteigi 33. Kl. 1,30 e. h. Sunnudaga- skólinn við Amtmannsstíg, drengjadeildirnar þar yngri deild K.F.U.M. við Amtmanns stíg safnast saman þar í hús- inu til kirkjuferðar. Barnasam koma verður svo í Fríkirkj- unni kl. 2 og verður gengið þangað fylktu liði. Kl. 8,30 e. h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amt mannsstíg. Jólasöngvar. — Bjarni Eyjólfsson hefur hug- leiðingu. Allir velkomnir. Sextugur í dag: Haraldur A. Hjálmarsson HARALDUR Hjálmarsson fædd- ist að Hofi á Höfðaströnd í Skaga fjarðarsýslu, 21. desember 1008. Þaðan fluttu foreldrar hans ásamt þrem börnum þeirra að nh njj i r i cí 19 Magnús E. Baldvlnsson Liog>v>|l 12 - Slral 22S04 Kambi í Deildardal. Þau voru öll mjög ung og Haraldur þeirra yngstur. HaraLdur missti móð- ur sína er hann var á fyrsta ári, en síðan flutti faðir hans með börnin að Kambi Það var mikill missir fyrir hinn unga svein, sem þeir skilja og þekkja bezt, sem alizt hafa upp í foreldrabúsum og örmum elsku legrar móður. Foreldrar Haraldar voru heið- urshjónin og bændaöðlingarnir, Guðrún Magnúsdóttir og Hjálm- ar Þorgilsson. Hefi ég fregnað að Haraldur eigi kyn sitt að rekja í báðar ættir til merkra bænda- höfðingjaætta. Haraldur ólst upp að mestu hin fyrstu ár ævi sinnar á veg- PIERPONT IIR ★ vatnsþétt ★ höggvarin ★ óslítandi fjöður ★ sterk ★ Gamla verðið Mognús E. Boldvinsson LAUGAVEGI 12 — SÍMI 22804. um föður síns og frændliðs norð anlands. Systur sína, Steinunni, sem var elst þeirra þriggja syst- kina missti Haraldur 1:942. Magn- ús bróðir Haraldar fluttist ung- ur að árum með afa sínum og ömmu vestur um haf til Amer- íku, og fluttu þau alflutt þangað og tóku sér bólfestu í Dakóta. Haraldur hefir því megin hluta ævi sinnar barizt hörðum hönd- um í gegnum tilveruna og hefir eflaust mátt í mörgum hryðjun- um styðjast við mátt sinn og megin. En honum hefir ekki ver ið fisjað saman eða skotaskuld að komast áfram í lífsbaráttunni. í fyrstu skólagöngu sinni legg- ur hann leið heim að Hólum og hefur þar búnaðarnám. Góðu lokaprófi lauk hann þaðan 1932. En ekki mun það hafa legið fyr- ir Haraldi að snúa sér að bú- störfum, eins og ættmenn hans allflestir höfðu gert. Tveim árum eftir vistina að Hólum, réðist Haraldur til verzl- unarstarfa hjá Kjötbúð Siglu- fjarðar, og starfaði þar nœr óslit ið um 12 ára skeið. Hann hafði aðallega með höndurn stjórn Kjötvörudeildar Kaupfélagsins og nam jafniframt kjötiðn á staðn HÁRÞURRKAN FALLEGRUFLJÓTARI • 700W hitaelement, stiglaus hitastilling 0—80° C og „turbo" loftdreifarinn veita þægilegri og fljótari þurrkun • Hljóölót og truflar hvorki útvarp né sjónvarp • Fyrirferftarlítil í geymslu, því hjólminn mó leggja saman • Með klemmu til festingar ó herbergishurð, skóphurð eða hillu • Einnig fóst borðstativ eða gólfstativ, sem leggja mó saman • Vönduð og formfögur — og þér getið valið um tvær fallegar litasamstæður, blóleita (turkis) eða gulleita (beige). • Ábyrgð og traust þjónusta. FAllEG JOIAGJÖF! FÖNIX FYRSTA FLOKKS FRÁ .... SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVÍK um og lauk meistaraprófi í grein inni. Á þessu tímabili fór Haraldur til Reykjavíkur og stundað nám í Samvnnuskólanum og lauk því vorið 1940, eftir að hafa innrit- ast í skólann haustið 1)909. Síðan starafði hann í nokkur ár í Kron í Reykjavík og var deildarstjóri, en hverfur svo aftur til fyrri heimkynna og starfar í 10 ár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Undanfarin fjögur ár hefir Haraldur verið starfsmaður í Út- vegsbanka íslands í Reykjavík. Hafa síðan persónuleg kynni myndast okkar í milli, og þykir mér vænt um þau kynni af Har- aldi bæði góðum starfsfélaga og einlægum vin. Haraldur er félags lyndur, félagsvanur og fús og ólatur til allra félagsstarfa. Hon- um er létt að fella skap við vinnu félag sína og vill allan þeirra veg og vanda leysa. í vinahópi er hann hverjum manni kátari, léttur í lund og líf og yndi er að umgangast heið- ursmanninn frá Kambi. Haraldur er hagyrðingur góð- ur og skáldmæltur vel. Bæði í blaði okkar og á mannfundum, höfum við fengið að njóta þeirra hæfileika og margra gleði- stunda. Ég er ekki bær um að dæma fyrir aðra um skálxiskap, en ég hefi heyrt vitmenn bera lofsorð á kveðskap Haraldar. Þessi fátæklegu orð eiga að- eins að vera stutt afmæliskveðja til þín, Haraldur 'Hjálmarsson frá vínum þínum og samstarfsmönn- um, er í dag árna þér heilla á heiðursdegi þínum og um alla framtíð. Adolf Björnsson. Solome Gunnarsdóttir og Hermunn Hermunnsson, ísofirði HINN 21. des. árið 1918 gaf séra Sigurður í Vigur saman í heilagt hjónaband þau Salome Gunnars- dóittur og Henmann Hermanns- son. Fór vígslan fram í Ögur- kirkju. Þessi heiðurshjón halda iþví hátíðlegt gullbrúðkaup sitt í dag. Heimili þeirra stendur nú að Mjógötu 3 á ísafirði. En lengstum hafa þau átt heima í Ögursveit. Árið 1945 fluttu þau til ísafjarðar og hafa áfct þar heima síðan. Henmann stofnaði árJð 1926 nýbýlið Svaibarð í Ögurvík. Þar stundaði hann sjó og búskap. Og þar eignuðust þau hjóndn 11 böm, sex syni og fimm dætur. Öll em þessi böm frábærlega glæsilegt og mynd- arlegt fóik. Synimir byrjuðu bomungir að sækja sjó með föð- ur sínum, og flestir þeirra hafa síðan orðið miklir aflamenn og skipstjórar. Þau Salome og Hermann hafa allan sinn búskap verið sérstak- lega samhenrt. Lífsbarátta þeirra vair um skeið hörð meðan hinn stóri bamahópur var í ómegð. En allt snerist þessum dugmiklu hjónum til blessunar. Hermann var með afbrigðum dugandi maður og Salome einstök atorku manneskja. Bæði eru þau ágæt- lega greind og farsæl í öllu sínu starfi. Hermann vair harðsækinn sjómaður meðan hann stundaði sjóinn á litlum vélbáituim, lengst- um inn í Djúpi. Yfir hinu fjöl- menna heimili þeirra var jafn- an reisn og höfðingsskapur. Við, sem kynntumst þessu góða f ólki á unglingsárum okkar eigum um þau kynini eingöngu góðar og skemmtilegar minningar. Þau Salome og Hermann höfðu mik- ið barnaián. Það er þeirra mikla gæfa í lífinu. Sjálf eru þau glæsi legt og myndarlegt fólk, sem sópair að, hvar sem þau fara. Um le?ð og ég þakka þessum gömlu vinum og sveitunguim allt gott og elskulegt á liðnum fcíma, áma ég þeim friðsældar og blessunar á hinum efri árum, og hinu fjölmenna skylduliði þeirra gæfu og gengis. S. Bj. KOMIN AFTUR — HLJÓMPLATA SEM HENTAR OLLUM. NÝ FRÁBÆR HLJÖMPLATA MEÐ 14 LÖGUM 'l STEREOUPPTÖKU, SUNGIN AF HAUKI MORTHENS MEÐ KÓR OG HLJÓMSVEIT. Meðal laga: EINS OG FUGLINN FRJÁLS — HORFÐU Á MÁNANN — BÁTARNIR Á FIRÐINUM — TIL ERU FRÆ — COPENH AGEN — ÉG LÍT TIL BAKA — LILLE SOMMERFUGL — GLEYM MÉR EI — MEÐ BEZTU KVEÐJU — ÉG SKAL BÍÐA ÞÍN. Fæst í Eiljómplötuverzlunum — GÓÐ JÓLAGJÖF — Hljómplötur FAXAFÓN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.