Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1968 15 ARAMÖT Eftir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, varaformann Sjálfstœðisflokksins MEÐ þessu ári eru liðin rúmlega tvö ár mikilla áfalla í íslenzkum þjóðarbú- skap. Er ósýnt, hvar við nú værum á vegi stödd, ef svo hefði ekki til hagað, þegar undan fór að halla, að þjóð- in hafði búið við öruggt við- reisnartímabil efnahagslegr- ar velgengni, sem ekki átti sinn líka í sögu þjóðarinnar áður. Ekki verða raktir þeir erf- iðleikar, sem að hafa steðj- að. Þótt það sé haft í huga, að oft hefir brugðizt til beggja vona um einhæfa og frumstæða atvinnuvegi okk- ar til lands og sjávar, þar sem fólkið á sitt undir veðri og vindi, er hitt einstætt, að ágjöf verði svo til í senn á nær öllum sviðum, sem til segja um afrakstur og af- komu. Verðfall á erlendum mörkuðum, fyrst í einstök- um útflutningsgreinum, síð- ar í flestum. Lokun annarra markaða. Treg aflabrögð, síð an tvísýn og loks má segja, að síldveiði við ísland hafi naumast verið nokkur á þessu ári. Harðæri er talið hafa verið í landbúnaði, haf- ís og kal í gróðri. Þjóðin hefir verið að að- hæfa sig þessum breyttu viðhorfum. Að vísu hafa ekki snögg umskipti orðið, þannig hafði verið í haginn búið. En hvað sem þessu líður, liggja nú hinar köldu stað- reyndir fyrir. Afrakstur þjóðarbúsins í útflutnings- verðmætum er á þessu ári meira en helmingi minni en áður hafði orðið og lífsvenj- ur við miðast. Horfur eru ekki á neinum skjótum bata, fremur talið nokkuð líklegt, að við þessar aðstæður verði þjóðin að sníða sér stakk á næstunni. Ríkisstjórnin hef- ir talið skyldu sína að hafa forystu um að túlka almenn ingi þessi sjónarmið og gera ráðstafanir samkvæmt þeim, enda þótt þær hljóti að vera sársaukafullar og skapa þeim, sem að þeim standa, allt annað en vinsældir. St j ómarandstæðingar þurftu ekki að vera ýkja skynugir til þess að átta sig á, að hér var akur til að sá í, akur örðugleika, sem upp af myndi vissulega spretta. Hitt gat legið milli hluta, hvers kyns uppskeran yrði. í einfaldri mynd er áróður stj órnarand stæðinga nú þessi: Ríkisstjómin er að ráðast á almenning með að- gerðum eins og gengisfell- ingu og öðm slíku. Ríkis- stjórnin er að skerða kjör al- mennings. Engum er ætlað að skilja, að hver og einn missi spón úr aski sínum, þegar útflutningsverðmæti þjóðarinnar minnka um helming, né hitt, að verðfall krónunnar sé afleiðing þess, en ekki hugarfóstur stjórn- valda. Um þessi vandasömu efna hagsmál landsins hefir ver- ið svo mikið rætt og ritað á undanförnum mánuðum, að við það skal nú ekki frekar bætt. Gerðar hafa verið stjórnvaldaráðstafanir, sem nauðsynlegar töldust vegna hinna miklu áfalla, sem þjóð in hafði orðið fyrir. Fram- xmdan eru möguleikar til þess, að samlagast breyttum aðstæðum og búa vel að sínu með trú á framtíðina í stafni. Komandi ár felur í. skauti sínu svarið við því, hvort okkur lánast að snúa bökum saman í ábyrgu við- námi, éða hvort sundrung og skammsýni verði okkur að fótakefli. Treystum hvert öðru til góðra verka. Ar mestu stór framkvæmda á Islandi Nú skulum við ekki gleyma því við þessi áramót, þótt á móti hafi blásið, að árið 1968 er ár mestu stór- framkvæmda á íslandi fram til þessa. Þar er um að ræða fyrstu stórvirkjun í stærsta fallvatni landsins, Búrfells- virkjun, og byggingu ál- bræðslunnar í Straumsvík ásamt nýrri hafskipahöfn þar fyrir skip allt að 50 þús- und rúmlestir eða meira. Búrfellsvirkjun og álbræðsl- an eru stórframkvæmdir í beinum tengslum hvor við aðra. Það er því fullkomin missögn eða misskilningur eða annað verra, þegar sum- ir þeirra manna, sem börð- ust hnúum og hnefum gegn byggingu álbræðslunnar, segja nú eftir á, að þeir hafi allir verið meðmæltir Búr- fellsvirkjun, um hana hafi ekki verið ágreiningur á Al- þingi. Það var ekki ágrein- ingur á Alþingi um lög- in um Landsvirkjun, sem samþykkt voru árið 1965. En með samþykkt þeirra var engin Búrfellsvirkj- un ákveðin. í lögunum um Landsvirkjun er að- eins heimildarákvæði til rík- isstjómarinnar um að leyfa byggingu allt að 210 þúsund kílówatta raforkuvers í Þjórsá við Búrfell. En þessa heimild til stórvirkjunar var ekki hægt að hagnýta, né heldur að hefjast handa, fyrr en gerður hafði verið samningurinn um álbræðsl- una í Straumsvík. Ef tekizt hefði á Alþingi að hindra þá samningsgerð, væri engin stórvirkjun við Búrfell nú í framkvæmd. Þessar stórframkvæmdir í landinu, sem náð hafa há- marki hvað mannafla snert- ir á þessu ári og verður báð- um lokið í fyrri áfanga á næsta ári, hafa verið okkur ákaflega dýrmætar á bygg- ingartímanum, þegar hallaði nú var að vikið, beinist hug- urinn til framtíðarinnar. Hvað getum við gert til þess að bæta aðstöðu þjóðarinnar og gera fjárhagsafkomu og lífskjör hennar tryggari? Orkan í fallvötnunum, í jarð hitanum, gufu og heitu vatni er sú auðlind, sem við í dag getum fest sjónir við. Fleira kann að reynast verðmætt í landi voru, sem aðeins verð ur úr skorið með þrotlausum rannsóknum, auknum vís- indalegum tilþrifum og dáð- ríkri bjartsýni og framtaki. Við höfum verið að raf- væða landið, að senda ljós og yl inn á heimilin. Raf- væðing okkar í framtíðinni mun beinast að því öðru framar að beizla orku til iðn væðingar í þessu landi, orku til nýrra atvinnugreina og framleiðsluaukningar nýrra og áður óþekktra verðmæta. Við erum hér í kapphlaupi við tímann. Hversu lengi verður orkan í fallvötnum og jarðhita eftirsóknarverð Jóhann Hafstein svo mjög undan fæti í sjáv- arútvegi og öðrum atvinnu- greinum. í Straumsvík og við Búrfell munu á þessu ári hafa verið greidd vinnulaun, sem nema um 420 milljón- um króna. Og í haust, þegar hvað mest var talað um at- vinnuleysi, voru greiddar nærri 50 milljónir kr. í vinnulaun við þessar fram- kvæmdir á eins mánaðar tímabili, þegar vinna þar var í hámarki. Þessar stórframkvæmdir verða okkur ómetanlegar á komandi árum. ísinn hefir verið brotinn. Stóriðja hefir haldið innreið sína á íslandi. Með henni er rennt fleiri stoðum undir íslenzkt at- vinnulíf og skapaðir mögu- leikar til nýrra atvinnu- greina, bæði í beinum og óbeinum tengslum við.hana. Hér má ekki láta staðar numið, heldur skal haldið áfram að sækja á brattann til nýrra sigra. Orka og iðnþróun í framhaldi af því, sem og samkeppnisfær við aðra orku nýrrar tækni og nýrrar þekkingar? Við megum ekki láta arka að auðnu í þessum efnum. Við þurfum að taka umsvifalaus og snögg við- brögð í því að beita öllum okkar beztu mönnum og þekkingu að því að skilja möguleika okkar og skynja okkar vitjunartíma. í dag eigum við e.t.v. leikinn, á morgun kynni það að vera of seint. Fólkinu fjölgar, það leitar til fanga. Hvar á hin vinnu- glaða hönd að fá verkefni? Islenzkur iðnaður í vaxandi mæli er ein þeirra leiða, sem liggja til framtíðarinnar. Á því er ekki nokkur efi, að raunsætt endurmat stjóm- valda, •— Alþingis, ríkis- stjórnar og peningastofnana, — verður án tafar að fara fram á möguleikum iðnþró- unar í landinu. Á enga aðra atvinnugrein er hallað, þótt yiðurkennd sé sú staðreynd, að atvinnuöryggið í landínu á komandi árum er fólgið í vaxandi iðnaði, öðrum at- vinnugreinum fremur. Að metast um gildi atvinnuvega er fánýtt. Allar eru atvinnu- greinar okkar stoðir, sem þjóðarbúskapurinn hvílir á. En hvorki iðnaður né nokk- ur ný atvinnugrein má lenda í skugga þess, sem áð- ur var og þá þótti gott og er enn gott. En þannig er þetta í dag. Og mönnum sézt yfir þau örfandi sannindi, að nýjar atvinnugreinar skyggja í fæstum tilfellum á eldri, heldur veita þeim nýjan lífskraft og hvatn- ingu. Farsæl utanrikisstefna Sennilega hafa íslending- ar ekki í annan tíma fremur áttað sig til fulls á því, hversu mikil nauðsyn þeim er að eiga í utanríkismálum samstöðu með vestrænum lýðræðisríkjum, jafnframt því að auka samvinnuna við norrænar bræðraþjóðir. Kommúnistar hafa jafnan róið að því öflum árum, að við segðum okkur úr At- lántshafsbandalaginu. Það er mikilvægt, að þessi bar- átta þeirra hefir aldrei ver- ið máttlausari en nú, þegar að því kemur á næsta ári, að endurskoða ákvæði At- lantshafssamningsins og heimilt væri, samkvæmt sjálfum samningnum, að ségja sig úr bandalaginu. Ráðherrafundur NATO, sem í fyrsta skipti var hald- inn hér á landi í sumar, vakti mjög mikla athygli og var landinu til sóma. Innrás- in í Tékkóslóvakíu í ágúst- mánuði færir okkur sann- inn um, að það er ekkert nema styrkur frelsisunnandi fólks, sem fær heft yfir- troðslu kommúnista og skeytingarleysi þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti smá- þjóða. Rödd íslands hefir einnig vakið athygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem þeir hafa haft forustu um samvinnu til hagnýting- ar auðæfa hafsins, — vís- indalega verndun fiski- stofna. Við munum ótrauðir á næsta ára fylgja fram þeirri farsælu stefnu í utanríkis- málum, sem okkur auðnað- ist svo giftusamlega að móta á fyrsta aldarfjórðungi lýð- veldis á íslandi. Æskufjör i umbrotum Þegar rætt er um fram- tíðina, kemur æskan óhjá- kvæmilega á sjónarsviðið. Umbrot hennar hafa ekki á síðari tímum verið meiri en á því ári, sem nú er að líða. Er þá hugsað til umheims- ins, frá austri til vesturs ög öfuga boðleið. Þetta eru kallaðar óeirðir, stúdenta- óeirðir, mótmæiaaðgerðir eða þessu líkt. Og víst er um það, að oft virðist ann- arlegur og lítt skiljanlegur blær á tiltektum unga fólks- ins. Hér á landi hafa einnig verið augljós merki umbrota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.