Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 28
r AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*80 ÞKIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1968 RITSTJÓRN • PRENTSIVIIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10.1DQ Inflúensan breiöist út INFLÚENSAN breiðist stöðugt út, og taldi Bragi Ólafsson, að- stoðarborgarlæknir, er Mbl. hafði samband við hann í gær, að flensan væri ekki búin að ná há- marki ennþá. Bragi sagði, að inflúensan væri hvorki betri né verri en vanalega. Við henni væru engin lyf til, en fólk sem sýktist þyrfti að leggja mikla áherzlu á að fara vel með sig. Bragi sagði, að margir hefðu farið eftir tilrnælum borgarlækn- is að fresta eða fella niður sam- komuhald nú um jólin og nýárið, en slíkt yrði.til þess að inflúens- an breiddist hægar út en ella. Ibúðarhús á Úlafsfirði — stórskemmt af eldi i UM allt land safna börn og unglingar drasli í áramóta- brennur. Litlir eða stórir hóp- ar, sem hver og einn keppist I um að hafa sína brennu sem stærsta og bezta. Hámark á- naegjunnar við brennustarfið er á gamlárskvöld, þegar kveikt er í kestinum og olí- unni skvett á. Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. í Vestmanna eyjum, Sigurgeir Jónasson, af einni af fjölmörgum áramóta- brennum í Eyjum sl. áramót. Ugglaust mun loga glatt í mörgum kestinum í kvöld, en ástaeða er til að áminna ungl- inga um varúð á brennusvæð- um. Ólafsfirði, 30. desemiber. LAUST fyrir k. 7 á sammidags- morgun var slakkvilið Ó1 aifsfjarð ar kvatt út, en þá var elduT laus í húsinu r^r. 8 við Kirkjuveg hér í Ólafsfirði. Þegar sJökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í viðbygginigu við húsið og log- aði þá upp með stafni hússins. Tok uan eina klst. að ráða niður- lögum eldsins, en húsið er mik- ið brunnið. í húsi þessu búa hjón með eitt barn, en þau voru stödd á Siglu- firði svo að húsið var manm- laust, er elduirinn kom uþp. Elds upptök eru ókumm. Litlu af innansitokksmunum var bjargað og er tjón þessara hjóna því mjög tilfinnanlegt. — J. Á. 68 Islendingar fdrust 1968 Lyst eftir vrtnum að átökum og — Flestir drukknuðu ALI.S fórust 62 íslendingar hér- lendis af slysförum svo opinbert Milt veður um nýjdrið sé á þessu ári, og sex íslending- ar hafa látizt erlendis eða horf- ið. Þá fórust 39 útlendingar á þremur togurum hér við land, og 2 útlendingar fórust af slys- förum hér á landi. Rúm'lega helmingur þeirra ís- lendinga, sem hér fóruet á ár- inu, drukkniuðu eða 35 talsinis. í umferðaslysum fórust 8, í vinmu- silysum 7, en 13 haifa iátizt af öðrum orsökum, þar af sex í fluig slysum. Sex böm yngri en átta ára drukknuðu á árinu. Enn er óvíst um tvo einsitaklmga, sem týndust á árinu. Slysaihæstu mánuðimir á ór- inu voru febrúar og nóvember. I febrúar fórust 15 manns en í nóvember 13. eggjakasti SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur auglýst eftir vitnum að átökum þeim, sem urðu að loknum fundum Æskulýðsfylk ingarinnar og Félags róttækra stúdenta í Reykjavík siðari hluta laugardags 21. desember sl. og að kvöldi mánudags, 23. þ. m. Einnig hefur saka- dómur lýst eftir vitnum að eggjakasti á hljómleikum í Há skólabíói á fimmtudagskvöld 12. desember sl. MBL. hafði í gær samband við Veðursitofu íslaruds og spurðist fyrir um veðrið um áramótin. Páll Bergþórsson sagði, að útliit væri á suðlægri átt á Suður- og Vesturlandi á gamlárskvöld, mildu veðri, 5-6 stiga hita en ef til vffl nokkurri rigningu eða súld. í gær var snjókoma á Norð urlandi, en líkur voru til þess að þar birti upp og gerði bjart og milt veður. Einnig er búizt við suðlægri átt á nýársdag, þar sem djúp lægð er nú suð-vestur af Grænlandi og víðáttumikið sunn anáttar svæði fylgir henni. MINNISBLAÐ LESENDA MORGUNBLAÐH) hefur nú að venju leitað upplýsinga, sem handhægt getur verið fyrir les- endur að grípa til um áramótin. Auk þeirra almennu upplýsinga, sem jafnan eru í Dagbók, skal þessara getið: Slysavarðstofan: sjá Dagbók. Slökkvistöðin í Reykjavik sími 11100, í Hafnarfirði eíimi 51100. „Sjá þar hve illan enda...“ „AUGAÐ horfði svo illilega á mig, að ég vissi hreint ekki mitt rjúkandi ráð“, sagði sá, sem kom til rannsóknarlög- reglunnar i gærmorgun að skila þýfi sínu — gerviauga, sem hann hafði stolið nóttina áður. Virtist maðurinn þeirri stundu fegnastur, þegar rann- sóknarlögreglan hafði tekið þetta illa auga í sina vörzlu. í fyrrinótt brauzt þessi maður ásamt kunningja sín- um inn í fjögur fyrirtæki að Hverfisgötu 46; Prentsmiðj- una Ásrún, Bókamiðstöðina, Brynju og Kassagerð Georgs & Co. Brutu þeir félagar upp fjórar hurðir og brutu sér að auki leið í gegnum eitt þil. Upp úr krafsinu höfðu þeir eitthvað af skiptimynt, sígarettur og svo gerviaugað, sem þeir tóku úr skrifiborðs- skúffu í skrifstofu kassakerð- arinnar. Þegar heim kom skiptu þeir með sér fengnum og. féll gerviaugað í hlut þessa manns. Stillti hann því upp á náttborðinu hjá sér og hugðist síðan hverfa á vit svefnsins. Úr því varð þó ekk- ert og skildj manntetrið fyrst í stað ekkert í því, hversu erfiðlega honum gekk að sofna. Þá varð honum litið í augað á náttborðinu. Og sjá! Þvílíkt augnaráð, sem það sendi honum! Manninum varð um og ó. Safnaði hann nú í sig kjarki; skreið fram úr og stakk auganu ofan í nátt- borðsskúffuna. En það kom fyrir ekki. Þessu illa auga varð ekki skotaskuld úr því að sjá gegnum viðinn og nú óskaði maðurinn þess, að hann hefði aldrei látið það henda sig að stela auganu. Vildi hann nú allt til vinna að losna við það, en brast kjark til að fara fram úr rúminu öðru sinni. Það sem eftir var nætur lá maðurinn vakandi í rúmi sínu og hugsaði um ýmislegt það, sem hann hefði betur látið ógert um ævina. Og alltaf nísti hann það illa augnaráð, sem kom úr náttborðsskúff- unni. Þegar rannsóknarJögreglu- rnenn mættu til vinnu í gær- morgun stóð þar á ganginum maður noikkur, sem virtist harla feginn komu þeirra. Dró hann gerviauga upp úr pússi sínu og bað þá í Guðs bænum að taka það frá sér og forða sér undan augnaráði þess. Kvaðst hann líka hafa játningu fram að færa. Og þannig endar sagan um mann- inn og það illa gerviauga. Lögreglan í Reykjavík sími 11166, í Hafnarfirði simi 50131, í Kópavogi sími 41200. Læknavarzla: LagkninigastofuT sérfræðinga og heimilislæknia eru lokaðair á gamllársdag oig nýórs- j dag. Þessa daga sér læknavaktin ' í Heilsuverndarstöðinni um læikin 1 isþjónustu, sími 21230. Tannlæknavarzla: Tannlaekna- j félag íslands gengst fyrir þjón- ustu við þá, sem hafa tannpínu eða verk í munni. Á gamiiársdag er vakit milli M. 13 og 15 í stodu Magnúsar R. Gislasonar að Greus ásvegi 44, sími 33420. Tannlælíinir Helgi Einansson. Á nýársdaig er valkt á milli M. 14 og 16 í stofu Arnars Guðmundssoruar o.g Björg- 1 vins Ó. Jónssonar að Túngötu 7, s'ími 17011. Lyfjavarzla: sjá Dagbólk. Framhald á bls. 9 Ávorp forsætis- róðherro og forseto í KVÖLD kl. 20 flytur forsætis- ráðherra, dr. Bjarni Benedikts- son, ávarp til þjóðarinnar, sem verður útvarpað og sjónvapað. Á morgun kl. 1 flytur forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn ávarp til þjóðarinnar, sem út- varpað verður og sjónvarpað frá Bessastöðum. Verulegar hækkon'r atvinnuleysisbóta EINS og kunnugt er gaf rik- isstjórnin yfirlýsingu um það við kjarasamningana í marz 1968, að hún myndj beita sér fyrir hækkun atvinnuleysis- tryggingabóta á árinu 1969. í gærkvöldi hringdi Mbl. til félagsmálaráðherra, Eggerts G. Þorsteinssonar, og innti hann frétta af því, hvað máli þessu liði. Sagði ráðherrann, \ að unnið hefði verið að und- irbúningí þes'sa máls á grund- velli yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar og hefðu Al'þýðusam- band íslands og Vinnuveit- endasambandið fylgzt með undirbúningi. Ráðherrann sagði að lok- um; að umtalsverðar hækk- anir atvinnuleysistrygginga- bóta væru fyrirhugaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.