Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3, APRIL 1969 11 samningur við Bandaríkin. Sá samningur var gerður af mikilli skyndingu, en með honum mð segja, að nýtt tímabil hefjist í afstöðu Islendinga til annarra landa, þvf að samning urinn sýndi, að vaknaður var skilningur ð nauðsyn þess að tryggja öryggi landsins með virkum ákvörðunum. Menn höfðu áttað sig á að hjáseta ein og innantómar yfir- lýsingar um hlutleysi stoðuðu lítt. Eftir styrjöfdina var það von manna, að stofnun Sameinuðu þjóðanna og aðild okkar áð þeim, mundi veita okkur-nægiiega tryggingu, en atburðarásin sýridi, að svo var ekki. Með ollum þessufn atburðum háfði ég fylgzt náið og tekíð meiri og minni þátt i undirbúningi þeirra ákvarðana, sem teknar voru. Á mig hafði það ennfremur mikil áhrif, að ég var þátttakandi í fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda, þegar endanlega slitn- aði upp úr samningaviðræðum um stofnun norræns varnabandalags, og kynntist af eigin raun því hugarfari sem þar ríkti. Þá var ég einnig staddur í Osló um það feyti, sem kommúnistar frömdu valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948 og átti þá ítarlegt sam tal við þáverandi sendiherra Tékkóslóvakíu í Noregi og á islandi, Emil Walter, sem vel var að sér í íslenzkum fornbókmenntum og þýddi sumt af þeim á móðurmál sitt. Ég hef aldrei séð mann í meiri sálarneyð en hann, þegar hann skýrði okkur frá atburð- unum i heimalandi sinu. Þvílik atvik ráða auðvitað ekki úrslitum, en þvi er ekki að neita, að þetta samtal hafði djúp áhrif á mig. XXX Eins og ég sagði, var þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins sammála um málið, en nokkur ágreiningur var innan hinna stjórn- arflokkanna, bæði Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. Til frekari könnunar allra málavaxta varð úr, að við færum þrír ráðherrar vestur um haf, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson og ég, ásamt Flans G. Andersen, og ættum könn- unarviðræður við fulltrúa Bandarikjastjórnar. Thor Thors sendiherra var þá í Washing- ton og veitti okkur allan þann atbeina, er hann mátti. Dean Aoheson var þá nýtekinn við utan- ríkisráðherraembættinu í ráðuneyti Trumans og er hann að minu mati einna tilkomu- mestur þeirra stjórnmálamanna, sem ég hef kynnzt. Við Finnur heitinn Jónsson höfð- um hitt hann i Washington 1946 og þóttl mér þá þegar mikið til hans koma. Acheson tók okkur mjög vel, þegar við heimsóttum hann í utanríkisráðuneytinu 1949. Við ræddum málið almennt við hann. Við óskuðum honum til hamingju með hans nýja embætti, og sagðist hann þá brosandl vera nú kominn í þá stöðu, að þeir sem þvi- líkan vanda tækju að sér yrðu að búast við því „að vera hengdir, ef þeim heppnast ekki i starfi sinu." Viðtal v/ð Bjarna Benediktsson, forsœtis- ráðherra Meðan við fjórmenningamir vorum í Washington, áttum við ítarlegar viðræður um einstök atriði við undirmenn Achesons og hygg ég að Bohien, sem þá var á létt- asta skeiði, verði okkur minnisstæðastur. Síðan skipaði hann sumar vandasömustu sendiherrastöður Bandaríkjanna, var bæði sendiherra þeirra í Moskvu og París. Þegar hann hætti störfum nú í vetur var hann al- mennt talinn færasti „diplomat" Bandaríkj- anna. Hann kom hingað til fslands í fylgd með Dean Rusk fyrir nokkrum árum og rifjuðum við þá upp viðræður okkar 1949. Árangurinn af för okkar til Bandarikj- anna varð sá, að við komum fram þeim skilyrðum, er við töldum nauðsynleg, og urðum einhuga um að mæla með aðíld Is- lands. Alþingi samþykkti . með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða aðildina að Atlantshafs- bandalaginu og fylgdr meginhluti Sjálfstæð- ismanna þingflokknum að málum. þó að efasemdrr hafi að sjálfsögðu verið í hugum sumra. Eftir samþykktina 30. marz varð að ráði, að ég skyldi fara þegar í atað til Was- hington og fá fyrirvara okkar í allra áheyrn viðurkennda með þeim hætti, að ég lýstl þeim efnislega í ræðu minni við undirskrift- ina, án þess að nokkur athugasemd yrði gerð við. Nokkurt þóf varð um það, í hvaða formi það skyldi gert og varð raunin sú, að ekki veitfti af þeim dögum, sem til ráðstöfunar voru, til að koma okkar mál- um fram, en þar var að sjálfsögðu ekki um neinn efniságreining að ræða. ( þeim við- ræðum var Hickerson, yfirmaður Evrópu- deildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, síðar sendiherra í Finnlandi og e. t. v. víðar, aðalfulltrúi Bandaríkjanna. Þess má geta að viðræður okkar voru á þessu stigi eingöngu við fulltrúa Banda- ríkjastjórnar og hygg ég að það þóf, sem varð þessa daga í Washington, hafi einmitt stafað af því, að þeir hafi þá þurft að bera saman bækur sínar við íulltrúa hinna aðild- arríkjanna. Enda lá það í hlutarins eðli, að sumum hafi þótt mjög dregið úr skuldbindingum Islands miðað við aðra, með þeim fyrir- vörum, sem á voru hafðir í ræðu minni og talið sig setta í vanda með þeim. Undirskriftin fór svo fram með hátíðleg- um hætti, þar sem allir utanríkisráðherrarnk héldu ræðu, en sendiherrar landanna í Was- hington undirrituðu sáttmálann ásamt ráð- herrunum. Vegna óeirðanna, sem hér höfðu orðið og myndir höfðu birzt af um þetta leyti í bandarískum blöðum, vakti ræða mín e.t.v. meiri athygli en ella. Norðmennirnir létu t.d. uppi sérstaka ánægju með hana. Hér heima mæftist hún aftur á móti misjafnlega fyrir, e.t.v. vegna þess að ég taldi óhjákvæmilegt að minnast á aðfarir andstæðinganna, þegar umræður fóru fram um málið á Alþingi. XXX Meðal þeirra, sem undirskrifuðu samn- inginn, voru margir ágætismenn. Gustav Rasmussen og Halvard Lange þekkti ég áður. Truman var þá forseti Bandaríkjanna. Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá, en reyndist, eins og kunnugt er, mjög farsæfl forseti. Dean Acheson var honum mikfu sköru- legri. Hann hafði á stnum tíma verið hand- genginn Harold Laski, hinum kunna sósíal- ista við Lóndon School of Economics, og heyrði Sveinn bróðir minn Laski segja 1931, að Dean Acheson mundi enda í forsetaem- bætti Bandarikjanna. Ég minntist á þessi um mæli Laskis við konu Achesons, en frúin aftók það með öllu, að hann mundi nokkru sinni verða forseti Bandaríkjanna. Hún sagði að til þess væri maður sinn alltof umdeild- ur, sem og reyndist. Talið var að Acheson væri of harður í horn að taka í umgengni, enda var sagt, að við hann ætti brezka orðtakið, að hann kynni ekki „to suffer a fool gladly" (væri óþolinmóður við bjána!) Acheson hefur sem sagt ætíð verið um- deildur maður, einnig í heimalandi sínu, en þegar hann fór frá nokkrum árum síðar, sagði ég við kunningja mína hér, að Banda- ríkin hlytu að vera ríkt land, ef þau ættu marga menn sem jöfnuðust á við hann. Hafði ég þá fylgzt með honum á allmörgum fundum í Atlantshafsráðinu og af þeim kynnum okkar hafði vtrðing mín fyrir hon- um enn vaxið. Af öðrum, sem þarna voru, þótti mér mest koma til þeirra Bevins, utanríkisráð- herra Bretlands, og Roberts Schumans, utanríkisráðherra Frakklands, sem varð einn af höfundum stál- og kolasamvinnu Vestur- Evrópulanda og síðar Evrópuráðsins. Ég hitti þá béða alloft síðar, og er ýkju- laust, að mér hafi virzt Schuman, sem var mjög hæglátur maður, einna göfugmannleg- astur þeirra, sem ég hef kynnzt. Spaak, utan ríkisráðherra Belgíu var tilkomumikill og svo bráðmælskur, að jafnvel ég skyldi sitthvað af hans frönsku ræðu. Þá vakti Stikker, utanríkisráðherra Hol- lands, einnig athygli mína. Hann varð síðar sendiherra í Englandi og hér á íslandi, og enn síðar framkvæmdastjóri NATO. Hann kom alloft til íslands og reyndist islending- um ætíð hinn vinsamlegasti. Eftir á tel ég mig ekki hafa betra verk unnið en eiga þátt í aðild fslands að Atlants hafsbandalaginu", sagði Bjarni Benedikts- son að lokum. „Svo fór raunar, að við töldum okkur henta að fá erlent varnarlið til landsins, og var um það samið í her- verndarsamningnum 1951 Sá samningur er innan ramma Atlantshafssáttmálans. En við getum, efns og oft hefur verið tekið fram, sagt honum upp og haldið aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu, ef við teljum ör- yggi landsins nógu tryggt með því móti. Ég tel að það sé ekki nógu tryggt, meðan jafn ófriðvænlega horfir i heiminum og raun ben vitni." M. Meiri peningar til Biafra jpessar tvær litlu stúlkur helta Jónína Björk Sveinsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir, og eru frá Hafnarfirði. Þær hekluðu eitt og annað nýtilegt og mömmur þeirra bjuggu til popp korn, og svo héldu dömumar bazar í bilskúr suður frá (þetta var fyrir réttri viku), og söfnuðu þrettán hundruð og sextíu krónum, sem þær afhentu Rauða krossi íslanðs. Geöverndarfélagið hefur byggt 3 vistmannahús að Reykjalundi GEÐVERNDARFÉLAG fs- lands hélt aðalfuind sinn fimmtu daginn 27. marz s.l. Formaður Kjartan J. Jóhannsson læknir rakti í skýrslu sinni störf félags ins á árinu, sem voru marg- þætt. __ Hæst bar þar þó fjáröflun og byggingu þriggja vistmannahúsa að Reykjalundi — skv. sérstök tim samningi við SÍBS, og er fram kvæmdum nú að ljúka. Er von- ast til að hægt verið að taka hús þessi að Reykjalundi í notk un nú í maí, ef verkföl'l hamla ekki. Formaður gat þess, að unn izt hefði mjög vel og fé nýtzt ákaflega vel, þannig að fram- kvæmd þessi yrði mjög hagstæð fjárhagslega. Þá tilkynnti formað ur um húsgagnagjöf í öll 3 hús- in, og yrði skýrt frá þeirri gjöf á næstunni. Frímerkjanefnd er starfandi í félaginu og keypti 3 sjónvarps tæki á starfsárinu í húsin á Reykjalundi. Mikið samstarf var haft við Tengla, bæði í sambandi við kynn ingu á hægri umferð og við geð- heilbrigðisviku 1968. Auk nokkurs styrks frá ríki og bæ, sem þakkaður var, hlaut Geðverndarfélagið 2 millj kr af fjárlögum. Þakkaði formaður sér staklega skflning á málefnum fé lagsins á erfiðum tímum. Oddur Ólafsson, yfirlæknir á Reykjalundi flutti erindi um fróð legt samstarf öryrkjafélaga. Fram kvæmdastjóri þaikkaði þeim Oddi Ólafssyni, Árna Einarssyni og byggingameistaranum Ingibjarti Arnórssyni samstarfið við bygg ingarnar að Reykjalundi, svo og öllum öðrum er Lagt höfðu hönd á plóginn. Og gjaldkeri þakkaði framlög til félagsins. Nokkrar lunræður urðu í fundarlok og var síðan setzt að kaffidrykkju. í stjóm Geðverndarfélagsins eru nú Kjartam J. Jóhannessom, héraðslæknir, formaður, Bene- dikt Tómasson, skólayfirlæknir, varaformaður, Áslaug Sivertsen, gjaldkeri, Tómas Helgason; próf essor ritari, Grímur Magnússon læknir, Jóhanna Baldvinsdóttir og Jón H. Bergs. Framkvæmda- stjóri félagsins er Ásgeir Bjarna son forstjóri. Skrifstofa er í Veltu sundi 3, opin 2—3 virka daga. Blað allra landsmanna Bezta auglýsingablaöið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.