Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 196« Skipulag arðsemi og f járhagsleg- an styrk íslenzkra fyrirtækja í verður að taka til gaumgæfilegrar athugunar og úrlausnar Kafli úr ræðu dr. Jóhannesar Nordals á ársfundi Seðlabankans í gær r Á ársfundi Seðlabanka ís- lands, sem haldinn var í gær, flutti dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, ræðu, þar sem hann gerði m.a. grein fyrir þróun efnahagsmála á árinu 1968 og viðhorfum í þessum málum nú. Fer hér á eftir meginhluti af ræðu dr. Jóhann«sar Nordals:, Kem ég þá að þróun efnahags mála á árinu 1968, en það er varla of djúpt tekið í árinni þótt fullyrt sé, að það hafi verið eitt afdrifaríkasta og erfiðasta ár fyr ir þjóðarbúskap fslendinga á þessari öld. Meginvandinn nú, ' eins og árið 1967, var áframhald andi og stórfel'ld lækkun útflutn ingstekna, en vegna stöðugs greiðsluhalla, er af þessu leiddi, dró óðum að því, að ekki yrði •lengur unnt með notkun gjald- eyrisforðans að fresta róttæk- um ráðstöfunum til þess að koma á jöfnuði á ný í greiðsluviðskipt- um við útlönd. Að því kom í rióvember, þegar gripið var til gengislækkunar íslenzku krón- unnar. Eru þegar merki þess, eins og ég mun víkja að síðar, að þessi gengisbreyting, ásamt öðrum raauðsynlegum ráðstöfun- um, geti lagt grundvöil stór- bættrar þróunar íslenzkra efna- Ihagsmála á næstunni, ef hin hag stæðu áhrif hennar eyðast ekki af víxlhækkunum verðlags og kiaupgjalds. Þeir atburðir, sem hér hafa gerzt í efnahagsmál- um, gefa þá óneitanlega tilefni til þess, að menn spyrji áleit- inna spurninga, ,um það, hvað gerzt hafi og hvar við séum nú * á vegi stödd. Mun ég gera hér nokkra tilraun til þess að svara þessum spurningum í ljósi þeirra upplýsinga, er nú liggja fyrir og að nokkru leyti má finna í ársskýrslu Seðlabankans. Um það hefur aldrei verið að vil'last, að erfiðleikar þjóðar- búskaparins undanfarin tvö ár hafa átt rót sína að rekja til stórfelldrar lækkunar útflutn- ingstekna, sem átti sér stað svo að segja samfleytt árin 1967 og 1968. Að vísu hefur ekki tekizt á þessum tveimur árum að kom- I ast hjá nokkrum hækkunum kaupgjalds, sem valdið hafa I hækkuðum framleiðslukostn- ! aði, og því aukið á erfið- j leika atvinnuveganna. Hins J vegar hafa áhrif þessa verið smávægileg í samanburði við það, að verðmæti útflutnings framleiðslunnar hefur lækkað á ! tveimuT árum um 44%. Þekki ég reyndar eragin dæmi þess, að nokkurt þjóðfélag á svipuðu þró unarstigi og ís’lendingar eru, hafi á friðartímuim orðið fyrir slíku tekjuhruni. En það er ekki nóg að einblína á þá staðreynd, held ur er nauðsynlegt að átta sig sem bezt á því, hvað í henni felst, og hvað þessi stórfellda tekjurýrnun íslenzka þjóðarbús ins uradanfarin tvö ár kennir okkur um efnahagslega aðstöðu þjóðarinnar og framtíðarhorfur. Því verður ekki neitað, að rás _ atburðanna undanfarin tvö ár hefur þráfaldlega komið á óvart öllum þeim, sem fengizt hafa við stjórn efnahagsmála hér á landi. Ný áföll hafa sífellt dun- ið á, ýmist í formi nýrra verð- lækkana, aflabrests á einstökum vertíðum eða lokun markaða eing og í Nígeríu. Þegar þróunin snerist fyrst við á árinu 1966 eftir langvarandi vaxtarskeið, virtit meginvandinn felast í verðlækkunum á.erlendum mörk uðum, sem ástæða var til að ætla að ekki stæðu nema tiltölulega L skamman tíma. Þó þær vonir hafi ao mestu brugðist til þessa, er ekkert sem bendir tíl þess, að um langvinna verðlækkunarþró un sé að ræða, enda hefur verð- lag á ýmsum afurðum farið batn- andi að undanförnu. Hins veg- ar hefur það komið fram, betur og betur eftir því sem lengra hefur liðið, að íslendingar standa raú frammi fyrir mjög alvarlegri og varanlegri minnkun síldarafl ans. Má reyndar segja, að sú staðreynd hafi fyrst orðið mönn um fyllilega ljós eftir hina hörmu legu síld-arvertíð síðastliðið sum ar og haust. Vegna þess hve af- drifarík þróun síldariðnaðarins hefur orðið þjóðarbúskap Islend inga undanfarin ár, er ástæða til að rifja upp sögu hennar hér í stuttu máli. Þróun síldveiðanna frá 1960 til 1966 verður áreiðanlega lengi talið eitt glæsilegasta þróunar- skeið í íslenzkum sjávarútvegi. Á þessu tímabili fimm til sex- faldaðist síldaraflinn að magni, en fjórfaldaðist að verðmæti, og var þessi þróun meginorsök hinn ar miklu aukningar útflutnings- tekna, sem átti sér stað þessi ár, en tveir þriðju hlutar verðmætis aukraingar útflutnings frá 1960 til 1966 kom frá síldarútvegin- um, enda voru íslendingar komn ir í annað sæti að aflamagni með- al Evrópuþjóða á árinu 1966. Að þessari þróun stuðlaði allt í senn mikið síldarmagn á mið- onum, aukin þekking vísinda- finna og samvinna þeirra við sjó menn, ný tækni á síldveiðum er fslendingar voru þjóða fyrstir til að tileinka sór, og að lokum gifurleg fjárfesting bæði í sí’ld- veiðiskipum og vinnsluaðstöðu í landi. Þannig hefur síðan 1962 verið fjárfest í síldarvinnslu og nýjum fiskiskipum, er að mestu leyti hafa verið æfluð til síld- veiða, nærri 4 þús. millj. kr. mið að við núverandi verðlag. Við þetta má vissulega bæta stórum fjárhæðum vegna tækjakaupa, veiðarfæra og margvíslegrar að stöðu, sem uppbygging síldveið- anna hefur krafizt. Hinn geysilegi arður, sem síld- veiðarnar sköpuðu um skeið, hlaut einnig að hafa gagnger á- hrif á þróun annarra atvinnu- vega. Fjármagnt sogaðist inn í sfldariðnaðinn frá öðrum atvinnu greinum, einkum öðrum greinum jávarútvegsins, bolfiskveiðum og frystiiðnaði. Jafnframt drógu hin ar miklu tekjur þeirra, er við síldveiði og síldariðnað fengust mannafla frá öðrum framleiðslu greinum og áttu megiraþátt í því, að kaupgjald hækkaði hér í landi stórlega á þessum árum. Varð allt þetta til að draga úr vexti aninarra greina atvinnu- lífsins, einkum iðnaðar og bol- fiskvinnslu, sem ekki gat stað- izt samkeppni við síldarútveg- inn um vinnuafl og fjármagn. Hins vegar hélzt greiðslujöfnuð- urinn hagstæður þrátt fyrir hækk andi kaupgjald vegna hins mikla útflutningsverðmætis, er síldveið arnar sköpuðu. Allt þetta hefur breytzt á ótrú- lega skömmum tíma. Á árinu 1967 lækkaði síldarafliran um 40% frá árinu áður, en 1968 hrapaði hann niður í minna en einn fimmta af því, sem hann hafði verið 1966, og var þá orðinn svipaður og hanin var, áður en uppgangur síldveiðanna hófst 1960. Orsök þessa hruns er ein göngu að finna í minna síldar- magni í sjónum og breyttri hegð un síldarinnar, og virðast nú eng in líkindi til verulegrar aukn- ingar síldarafla á állra næstu árum. Hið mikla fjármagn. sem bundið hefur verið í síldveið- unum, hefur því á stuttum tíma orðið að mestu óarðbært. Þegar þessi staðreynd lá fyrir eftir hina árangurslausu síldarvertíð haustið 1968, var ljóst, að kippt hafði verið að verulegu leyti fót um undan þeim lífskjörum, er Is lendingar höfðu getað notið vegraa hiranar hagstæðu útflutn ingsþróuraar fram til ársins 1966. Við þessar aðstæður var ekk’ um neinn annan kost að velja en róttæka gemgisbreytingu, e* gerði hvort tveggja í senn, drægi úr eftirspurn eftir erlendum vöi um og þjónustu og veiltti öfluga hvatningu til aukinnar fram- leiðslu og útfiutnings í öðrum Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri. greinum. Áður en ég ræði geng- isbreytinguna í nóvember og áhrif hennar nánar, mun ég fara nokkr um orðum uim þróunina í gjald- eyris- og peningamálum fram til þess tíma. Á árinu 1968 var í öllum meg inatriðum haldið áfram þeirri efnaihagsstefnu, er mörkuð hafði verið í upphafi ársinis 1967 þegar lækkun útfliutningstekna fór fyrst að gera alvarlega vart við sig. Stefna þessi byggðist á því að vinraa að hægfara aðlög- un tekna og lífskjana að hiraum breyttu aðstæðum þjóðarbúsins, jafnframt því sem reyrat var að jkoma í veg fyrir, að tieikju- missir sjávarútvegsiras hefði í för með sér snraggan og alvartegan samdrátt í eftirsipurn og atvinnu. Á meðara líkur voru til að sam- dráttur útflutningsteknanna yrðu tiltölulega ákammær, þótti réttlætanlegt að taka þá áhæ-ttu að gjaldeyrisfoirðiinn færi lækk- andi, ef hægt yrði að nota svig- rúmið til skipullegrar aðlög- ar og til að forðast efnahags- legar truflanir. Eftir að íslenzka krónan hafði verið lækkuð í kjöLfar gengis- bney'tingar sterlingispundsins í nóvember 1967, stóðu vonir til þess, að þessi stefna gæti náð markmiði sínu án þess að til frekari stóraðgerða þyrfti að koma. Þaranig tókst að lækka inn flutning og gjaldeyrisnotkun um nær 20% fyrri hluta árs 1968. Þessi árangur reyndiist þó alger- lega ófullnægjandi, vegraa þess Ihve þróun útfLutningstekna var óhagstæð. Þegar það kom svo í ljós um haustið, að síldarvertíð mundi bregðast að mestu eða öllu leyti, hafði það í för með sér alvarlegan ótta við geragisbreyt- ingu og öldu spákaupmeinnsku, sem ekki var við ráðið, þrátt fyrir setningu 20% innflutn- ingsgjalds í september og ým- issa beinraa takmarkana, er sett- ar voru á gjaldeyrisyfirfærslur. í lok október var gjaldeyrisstað an orðin neikvæð um 243 mffllj. kr. og hafði þá versnað frá ára- mótum um 1285 millj. Eftir gerag- isbreytinguna 12. nóvember sraer ist þessi þróun snögglega við og var nettó-gjaldeyrisstaðan orð ín jákvæð að nýju um 302 millj kr. á nýja genginu í lok ársins og hefur hún enn batnað síðan. Heildarhallinin á greiðslujöfnuð inum á árirau 1968 reyndist um 850 millj. kr., reiknað á því gengi sem gilti megirahluta ársiras, og var sá halli jafnaður með rýrn- un gjaldeyrisstöðunnar. Annars er mjög erfitt að bera saman greiðslujöfnúð ársins 1968 við fyrri ár, bæði vegna áhrifa stórframkvæmda við Búrfell og Straumsvík og vegna þeirra tveggja gengisbreytinga, er áttu sér stað á árunum 1967 og 1968. Sé litið á viðskiptajöfrauðinn í heild, þ.e.a.s. viðskipti með vör- ur og þjónustu, kemur í ljós að um vair að ræða 2685 millj. kr. halla á árinu 1968 miðað við bráðabirgðatölur Hins vegar voru 1510 millj. af þessum halla vegna sérstaks innflutnings, en til haras er talinn iranflutningur vegna stórframkvæmda, skip og flugvélar og innflutningur varn arliðsins,en allt er þetta greitt með erlendum lánum eða af er- lendu fé. Sé tekið tilliit til þessa bæði árið 1967 og 1968 og einn ig gerð leiðréttinga vegna breyt- ingar á útflutningsvörubirgðum kemur í ljós, að viðskiptajöfn- uðurinn á árinu 1968 hefur orðið um 200 miildj. kr. óhagstæð ari en 1967, þegar hvort tveggja er reiknað á genginu, sem gilti fyrir síðustu gengisbreytingu Gerðist þetta þrátt fyrir 17% lækkun, sem átti sér stað í al- meranum innflutningi á árirau 1968 Til þess að korraa í veg fyrir, að hin mikla rýrnun gjaldeyris Stöðunnar á árinu 1968 stefndi greiðslugetu þjóðarbúsins út á við í hættu, reyndist nauðsyn- legt að leita fyrirgreiðsiu hjá al- þjóðapeningastofnunum. Voru tekin tvö slík lán í nóvember, anraað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn um, en hitt hjá Evrópusjóðn- um samtals að fjárhæð 8.75 millj. dollara, eða 770 millj. kr. á nú- verandi gengi. Einnig notfærði Seðlabankinn sér í september rétt til láras hjá seðlabörakum Norður landa að fjárhæð 20 millj. særaskra króna. Var lán þetta endurgreitt í desember. Þótt hin alþjóðlega samvinna í gjaldeyris- og pen- ingamálum gefi Islendingum eins og þessi dæmi sýna, stór- aukið öryggi fyrir efnahagsleg- um áföllum af völdum gjaldeyris erfiðleika, kemur það að sjálf- sögðu á engan hátt í staðinn fyr ir þá vernd, sem traustur gjaild- eyrisforði veiitir. Hlýtur það því að vera mikilvægt markmið í efna hagsmálum á næstu árum að bæta gjaldeyrisstöðuna að nýju svo að hægt sé að endurgreiða þau lán, sem nú hafa verið tek- in, og leggja að nýju grund- völl sterkrax gjaldeyrisstöðu. Það er reyndar ekki ástæðu- laust að minna á það á þessum vettvangi, hve milkiLs virði það hefur verið íslendingum undan- farin tvö andstreymisár, hversu tekizt hafði að safna öflugum gjaldeyrisforða á velgengnistím- anum á undan. Án þess svig- rúmis og öryggis sem gjald- eyrisforðinn veitti, má telja víst, að lækkun útflutningsteknanna hefði haft í för með sér stór- um meiri vandræði,bæði í formi atvinnuleysis og gjaldeyrisskorts en raun ber vitni. Mi’klum gjald eyrisforða verður hins vegar ekki safnað, jafravel eklki á vel- gengnisárum, nem.a menn séu reiðubúnir til þess að reka pen- inga- og fjármál'astefnu, er geri það kleift. Þegar þær raddir heyrast nú, að æskiiegt hefði ver ið að safna í góðærinu meiri sjóð um til mögru áranna,vona ég, að>J því felist aukinn skilningur á «SIi þessara mála, er auðveld að geti framkvæmd slíkrar pen- ingastefrau í framitíðinni. Efnahagsþróunin undanfarin ár hefur vissulega sýnt fslend- iragum það betur en nokkru sinni fyrr,hversu miklar sveiflur geta átt sér stað í útflutningstekjum þjóðarinnar. Eina raunhæfa leið- in til þess að draga verulega úr áhrifum slíkra sveiflna á þjóð artekjur og afkomu almenningis, er að beita gagnverkandi aðgerð um í peninga- og fjármálum. f því felst, að á uppgangsárunum þegar útflutningur og þjóðartekj ur fara ört vaxandi, sé reyrat að draga úr áhrifum þess á neyzlu og fjárfestingu, en hluti tekjuaukningarinraar notaður til að auka gjaldeyrisforðann. Ásam dráttartímum, eins og undanfarin tvö ár, sé hins vegar slakað á klónni, peningum veitt út í at- vinraulífið með auknum útláraum Seðlabankans, en mismunurinn jafnaður með notkun gjaldeyris- forðans. Það er einmitt á þessum sjónarmiðum, sem stefna Seðla- bankaras í peningamáLum á und anförnum árum hefur grundvaLl- azt. Kemur þetta mjög skýrt í ljóts ef menn bera saman annars veg- ar þróunina árin 1964 og 1965, þegar vöxtur útflutningstekraa var einna hagstæðastur, en hiras vegar sl. tvö ár, 1967 og 1968, þegar um stórfelldan samdrátt útflutningstekna var að ræða. Á fyrra tímabilirau, árið 1964 og 1965, var stefnan í peninga- málum við það miðuð að hamla á móti of mikilli útlánaaukningu barakanna, og þeirri ofþenslu, sem því mundi vera samfara. Á þess um tveimur árum jókst bundið fé í Seðlabankaraum uim meira en 600 millj., án þess að útlán til banka og fjárfestingairlán asjóða, önnur en endurkaup, væru nokk uð aukin. Kom því öll aukning bindiskylduranar fram í gjaldeyr iisstöðunni, en hún batnaði á þessum árum um 601 millj. Eftir á að hyggja munu fllestir því sam mála, að þörf hefði verið enn öfl ugri ráðstafaraa í þessa átt. TiL að ná því marki hefði fleira þurft að koma til en peningalegar að- gerðir einar og þá einkum greiðslu afgangur hjá ríkissjóði og starf- semi verðjöfraunarsjóðs fyrir sjá varútveginn, er dregið hefði get að úr hinuim mi'klu áhrifum er- lendra verðhækkana 'á þjóðarbú Skapinn. Er mikilvægt, að menn gleymi ekki þessari reynslu,og að lögin um Verðjöfnuraarsjóð nái samþykki Alþingis nú fyrir vor- ið. Sé aftur á móti litið til ár- anna 1967 og 1968, verður aLl't anraað uppá teningraum. Bæði þessi ár var slakað mjög á í pen ingamálum og fjármálum ríkis- iras í því skyni að draga úr hin- um alvartegu samdráttaráhrifum, er stöfuðu af tekjumissi útflutn iragsatvinnuveganna. Hefur þetta gerzt bæði í gegnum viðskipti Seðlabankans við innlánsstofn- anir og ríkissjóð. Versraaði staða þessara aðila í heild gagnvart Seðlabankanum um 1300 millj. kr., en á móti því rýrnaði staða Seðlabankaras erlendis um 1553 millj., og liggur mismiunurinn í ýmsum öðrum innlendum hreyf ingum. Sá fyrst litið á banka og aðrair innlánsistofnianir, sést, að útlána aukning þeirra varð á þessum tveimur árum 1953 millj. kr., en innstæðuaulkniragin nam aðeina 1449 millj. kr. Var útkoman í þessu efni heldur hagstæðari ár- ið 1968, en þá jukust innlán um 908 millj. kr., en aðeins 541 millj. kr. 1967. Kom mismunuriran á inn- og útláraum þessi tvö ár, en hann nam rúmum 500 miLLj. kr., svo að segja allur fram í skuldaisöfraun við Seðlabankaran. Að vísu var bindiskyldu haldið áfram á þessu tímabili, og jókst bundið fé um 351 millj. kr., en allt þetta fé og miklu rneira til var lánað banlkalkerfinu að nýju með endurkaupum afurðavíxla og á annan hátt. Nam útLáraaaukn ing Seðlabankans til bartkakerf- iisiras á þessum tíma 818 millj. kr. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.